Vegur sunnan Hljóðakletta verður með „allt öðrum brag“ þegar framkvæmd lýkur

Vegagerðin segir hækkun vegarins um Vesturdal vera nauðsynlega, m.a. vegna rútuumferðar. Náttúruverndarfólk hefur harðlega gagnrýnt framkvæmdina en Vegagerðin segir hana unna í góðu samráði og samvinnu við þjóðgarðsvörð.

Frá vegaframkvæmdum í Vesturdal.
Frá vegaframkvæmdum í Vesturdal.
Auglýsing

Vega­gerð verður oft mjög áber­andi í lands­lag­inu meðan á fram­kvæmdum stendur og vegstæðið virð­ist þá mun umfangs­meira en það er í raun. Ástandið breyt­ist síðan mjög þegar verki er lokið með við­eig­andi frá­gangi.Þetta segir G. Pétur Matth­í­as­son, for­stöðu­maður sam­skipta­sviðs Vega­gerð­ar­inn­ar, um vega­fram­kvæmdir í Vest­ur­dal sunnan Hljóða­kletta sem vakið hafa hörð við­brögð nátt­úru­vernd­ar­fólks. Fyrr­ver­andi þjóð­garðs­vörður í Jök­ulsár­gljúfri sagði að hinn breiði og „mjög upp­hækk­aði“ vegur spillti lands­lag­inu og Andri Snær Magna­son rit­höf­undur sagði veg­inn virðast  ein­hvers­konar „fantasía verk­fræð­ings og gröfu­stjóra“. Verið væri að búa til „upp­byggða hrað­braut eins og mark­miðið sé að kom­ast á sem mestum hraða milli staða.“Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi, SUNN, hafa seint kæru til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála og krefj­ast þess að vega­fram­kvæmd­irnar í Vest­ur­dal og við Hljóða­kletta verði stöðv­að­ar. Segj­ast sam­tökin gera „al­var­legar athuga­semdir varð­andi verk­lag í kringum fram­kvæmda­leyfi og umhverf­is­mat og gera kröfu um að betur sé að gætt þegar um svo dýr­mætan stað er að ræða“.

AuglýsingG. Pét­ur, segir við Kjarn­ann að Vega­gerðin eigi eftir að skoða kæru­málið og geti því ekk­ert sagt um það á þessu stigi.Varð­andi vega­gerð­ina sjálfa þá segir hann um að ræða veg sem liggi að bíla­stæði fyrir hvoru tveggja rútur og bíla.  „Vega­gerðin í Vest­ur­dal er hefð­bund­inn vegur að hluta til en að hluta til er hann ein­ungis fjög­urra metra breiður og er lagður á nákvæm­lega sama stað og sá slóði sem fyrir var,“ segir hann. Hækkun veg­ar­ins frá því sem var sé nauð­syn­leg vegna breyttrar umferð­ar, til dæmis ferða­þjón­ust­unnar á rútu­bif­reið­um. Auk þess sé hún nauð­syn­leg svo unnt sé að þjón­usta veg­inn og halda honum opnum meira en ella.G. Pétur bendir á að í verk­inu sé gerð krafa um frá­gang þannig að svarð­lag sem upp er tekið er geymt og því komið fyrir aftur á fláum veg­ar­ins og því miðað við að gróður verði sá sami og er á svæð­inu og tryggt verði að fláar fái þá ásýnd sem er ann­ars staðar á svæð­inu. „Því mun þessi vega­gerð verða með allt öðrum brag en nú má sjá meðan unnið er í verk­in­u,“ segir hann.Að hluta til er ekk­ert svarð­lag og í þeim til­vikum verði ákveðið í sam­ráði við þjóð­garðs­vörð Norð­ur­svæðis Vatna­jök­uls­þjóð­garðs hvernig frá­gangi verði hátt­að, hvort sáð verði grasi, þöku­lagt eða farin önnur leið til að ná þeirri áferð sem á svæð­inu er. „Öll þessi fram­kvæmd hefur verið unnin í góðu sam­ráði og sam­vinnu við þjóð­garðs­vörð en vega­lagn­ing þessa hluta Detti­foss­vegar hefur nú staðið í nokkuð mörg ár eða síðan þessir áfangar á norð­an­verðum veg­inum voru fyrst boðnir út árið 2014.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent