Vegur sunnan Hljóðakletta verður með „allt öðrum brag“ þegar framkvæmd lýkur

Vegagerðin segir hækkun vegarins um Vesturdal vera nauðsynlega, m.a. vegna rútuumferðar. Náttúruverndarfólk hefur harðlega gagnrýnt framkvæmdina en Vegagerðin segir hana unna í góðu samráði og samvinnu við þjóðgarðsvörð.

Frá vegaframkvæmdum í Vesturdal.
Frá vegaframkvæmdum í Vesturdal.
Auglýsing

Vega­gerð verður oft mjög áber­andi í lands­lag­inu meðan á fram­kvæmdum stendur og vegstæðið virð­ist þá mun umfangs­meira en það er í raun. Ástandið breyt­ist síðan mjög þegar verki er lokið með við­eig­andi frá­gangi.Þetta segir G. Pétur Matth­í­as­son, for­stöðu­maður sam­skipta­sviðs Vega­gerð­ar­inn­ar, um vega­fram­kvæmdir í Vest­ur­dal sunnan Hljóða­kletta sem vakið hafa hörð við­brögð nátt­úru­vernd­ar­fólks. Fyrr­ver­andi þjóð­garðs­vörður í Jök­ulsár­gljúfri sagði að hinn breiði og „mjög upp­hækk­aði“ vegur spillti lands­lag­inu og Andri Snær Magna­son rit­höf­undur sagði veg­inn virðast  ein­hvers­konar „fantasía verk­fræð­ings og gröfu­stjóra“. Verið væri að búa til „upp­byggða hrað­braut eins og mark­miðið sé að kom­ast á sem mestum hraða milli staða.“Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi, SUNN, hafa seint kæru til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála og krefj­ast þess að vega­fram­kvæmd­irnar í Vest­ur­dal og við Hljóða­kletta verði stöðv­að­ar. Segj­ast sam­tökin gera „al­var­legar athuga­semdir varð­andi verk­lag í kringum fram­kvæmda­leyfi og umhverf­is­mat og gera kröfu um að betur sé að gætt þegar um svo dýr­mætan stað er að ræða“.

AuglýsingG. Pét­ur, segir við Kjarn­ann að Vega­gerðin eigi eftir að skoða kæru­málið og geti því ekk­ert sagt um það á þessu stigi.Varð­andi vega­gerð­ina sjálfa þá segir hann um að ræða veg sem liggi að bíla­stæði fyrir hvoru tveggja rútur og bíla.  „Vega­gerðin í Vest­ur­dal er hefð­bund­inn vegur að hluta til en að hluta til er hann ein­ungis fjög­urra metra breiður og er lagður á nákvæm­lega sama stað og sá slóði sem fyrir var,“ segir hann. Hækkun veg­ar­ins frá því sem var sé nauð­syn­leg vegna breyttrar umferð­ar, til dæmis ferða­þjón­ust­unnar á rútu­bif­reið­um. Auk þess sé hún nauð­syn­leg svo unnt sé að þjón­usta veg­inn og halda honum opnum meira en ella.G. Pétur bendir á að í verk­inu sé gerð krafa um frá­gang þannig að svarð­lag sem upp er tekið er geymt og því komið fyrir aftur á fláum veg­ar­ins og því miðað við að gróður verði sá sami og er á svæð­inu og tryggt verði að fláar fái þá ásýnd sem er ann­ars staðar á svæð­inu. „Því mun þessi vega­gerð verða með allt öðrum brag en nú má sjá meðan unnið er í verk­in­u,“ segir hann.Að hluta til er ekk­ert svarð­lag og í þeim til­vikum verði ákveðið í sam­ráði við þjóð­garðs­vörð Norð­ur­svæðis Vatna­jök­uls­þjóð­garðs hvernig frá­gangi verði hátt­að, hvort sáð verði grasi, þöku­lagt eða farin önnur leið til að ná þeirri áferð sem á svæð­inu er. „Öll þessi fram­kvæmd hefur verið unnin í góðu sam­ráði og sam­vinnu við þjóð­garðs­vörð en vega­lagn­ing þessa hluta Detti­foss­vegar hefur nú staðið í nokkuð mörg ár eða síðan þessir áfangar á norð­an­verðum veg­inum voru fyrst boðnir út árið 2014.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Rúmlega 2.200 sýni voru tekin á landinu í gær.
33 ný smit – nýgengi komið yfir 140 á hverja 100 þúsund íbúa
33 greindust með smit af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega helmingur þeirra var í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent