Delta-afbrigðið og mikilvægi bólusetninga gegn COVID-19

Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, skrifar um þau skref í baráttunni gegn COVID-19 sem stíga þurfi sem fyrst. Að bjóða öllum unglingum 12-15 ára bólusetningu sem allra fyrst er eitt þeirra.

Auglýsing

Delta-af­brigði SAR­S-CoV-2 veirunn­ar, sem veldur COVID-19, er að minnsta kosti tvisvar sinnum meira smit­andi en upp­haf­lega veiran, veldur alvar­legri sjúk­dómi og sýkir meira af yngra fólk en fyrri afbrigði. Rað­grein­ing veirusmita á Íslandi sýnir að mörg smit af Delta hafi borist inn í land­ið. Sam­fé­lags­smit er mikið um allt land. Í dag eru 1.244 sýktir í ein­angr­un, sem betur fer fáir alvar­lega veik­ir, en 15 eru á sjúkra­húsi, þar af einn í önd­un­ar­vél. 187 sýktir ein­stak­lingar eru börn, eða 15% allra sýktra, sem er mun meira en sást í fyrri bylgj­um.

Delta-af­brigði er meira smit­andi en upp­runa­lega veiran

Ný, óbirt rann­sókn frá smit­sjúk­dóma­stofnun Banda­ríkj­anna (CDC) sýnir að Delta-af­brigði veirunnar er ekki bara miklu meira smit­andi en fyrri afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19, Delta er jafn smit­andi og hin bráðsmit­andi hlaupa­bólu­veira. Delta er meira smit­andi en kór­ónu­veir­urnar SARS, sem olli far­aldri 2003, og MERS sem olli far­aldri 2012, Ebóla, inflú­ensa og inflú­ensan sem olli heims­far­aldri 1918, Spænsku veik­inni. Delta er meira smit­andi en bólu­sótt­ar­veiran, sem olli 26% dauða á lands­vísu, þegar hún gekk á Íslandi 1707-1709. Með sam­stilltu bólu­setn­ing­ar­átaki tókst að útrýma bólu­sótt úr heim­inum árið 1980!

Delta-af­brigðið veldur auknum alvar­legum sjúk­dómi og dauða

Ný rann­sókn frá Kanada sýndi að 2,5 til 3 sinnum fleiri sem sýkt­ust af Delta-af­brigð­inu lögð­ust inn á sjúkra­hús eða gjör­gæslu eða létu­st, en af þeim sem sýkt­ust af upp­runa­legu veirunni. Rann­sókn frá Skotlandi sýndi tvö­földun í sjúkra­húsinn­lögn og rann­sókn frá Singapúr sýndi tvö­földun á lungna­bólgu af Delta miðað við upp­runa­legu veiruna, aukn­ingu á inn­lögn á gjör­gæslu og dauða.

Bólu­setn­ing skiptir sköpum fyrir afleið­ingar COVID-19

Rann­sókn Smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna sem var kynnt í fyrra­dag, bendir til að fyrir hvern einn full­bólu­settan ein­stak­ling legg­ist 25 óbólu­settir inn á spít­ala eða deyi úr COVID-19, 90% þeirra sem rann­sóknin náði til voru sýktir af Delta-af­brigð­inu. Ónæm­is­kerfi bólu­settra virkj­ast innan örfáa daga og veldur því að þeir veikj­ast minna en óbólu­sett­ir.

Vernd bólu­setn­inga gegn Delta-af­brigð­inu

Tveir skammtar af Pfizer og Astr­aZeneca bólu­efn­unum vernda álíka vel gegn sjúkra­húsinn­lögn og dauða af völdum Delta­af­brigð­is­ins, en mun minna gegn ein­kenna­litlum sjúk­dómi og gegn því að smit­ast.

Í tveim stórum rann­sóknum byggðum á fjölda­bólu­setn­ingu var vernd af bólu­setn­ingu gegn alvar­legum sjúk­dómi, sjúkra­húsinn­lögn og dauða af völdum Delta afbrigð­is­ins:

  • 2 skammtar af Astr­aZenca bólu­efn­inu 67% og 91% vernd
  • 2 skammtar af Pfizer bólu­efn­inu 88% og 96% vernd
  • Einn skammtur af Astr­aZenca og Pfizer bólu­efn­unum 30-35% vernd.

Engar upp­lýs­ingar hafa birst um vernd af einum skammti af Jans­sen bólu­efn­inu gegn alvar­legum sjúk­dómi af völdum Delta afbrigð­is­ins.

Lítil rann­sókn sem vís­inda­menn Jans­sen birtu um miðjan júlí sýnir að einum mán­uði eftir einn eða 2 skammta af Jans­sen bólu­efn­inu voru hlut­leysandi mótefni (sem hindra að veiran sýki frumur manns­ins) góð en þó 13 sinnum lægri gegn Delta en gegn upp­runa­lega afbrigð­inu, en þau héldu áfram að hækka í 2 mán­uði. Hlut­leysandi mótefni lækk­uðu lítið á 8 mán­uðum og voru þá þrisvar sinnum lægri gegn Delta en gegn upp­runa­lega afbrigði veirunn­ar.

Auglýsing

Önnur rann­sókn sem birt­ist fyrir rúmri viku (óritrýnd) sýnir að um 80 dögum eftir bólu­setn­ingu voru hlut­leysandi mótefni gegn upp­runa­lega afbrigð­inu um þrisvar sinnum lægri eftir 1 skammt af Jans­sen en eftir 2 skammta af Pfizer eða Moderna bólu­efn­un­um, og eftir 2 skammta af Pfizer eða Moderna bólu­efn­unum voru hlut­leysandi mótefni þrisvar sinnum lægri gegn Delta afbrigð­inu en því upp­runa­lega. Þessar nið­ur­stöður benda til að 1 skammtur af Jans­sen bólu­efn­inu gæti veitt minni vernd gegn COVID-19 af völdum Delta afbrigð­is­ins en 2 skammtar af Pfizer eða Moderna bólu­efn­un­um.

Í mörgum löndum er stór hluti sýktra af Delta-af­brigð­inu bólu­sett­ur, eins og hér, og sums staðar er stór hluti þeirra sem veikj­ast líka bólu­sett­ur. Þannig voru 23% full­bólu­settir og 18% hálf­bólu­settir af 3700 inniliggj­andi á sjúkra­húsi með Delta-af­brigðið í Bret­landi nýlega. Í Ísra­el, þar sem Delta er ráð­andi, voru um 60% þeirra sem lágu á sjúkra­húsi bólu­sett­ir, flestir voru eldri en 60 ára og flestir með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Þannig eru vís­bend­ingar um að bólu­setn­ing verndi þá sem eru gamlir og með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma ekki eins vel og þá sem eru ungir og hraust­ir, enda svara þessir áhættu­hópar bólu­setn­ingum oft verr og eru þeir því minna vernd­aðir gegn smit­sjúk­dóm­um.

Bólu­setn­ing kemur ekki í veg fyrir smit nema hjá um 40-50% útsettra. Banda­rísk rann­sókn bendir til að bólu­settir beri jafn­mikið Delta erfða­efni í nef­koki og óbólu­sett­ir, en ekki ljóst hvort þeir smita jafn­mik­ið. Sumir telja að þeir smiti lík­lega minna en bólu­sett­ir, þar sem sumar veir­urnar séu þaktar mótefnum og geta þannig síður sýkt.

Börn og ung­lingar smit­ast síður og veikj­ast minna en þeir sem eldri eru, en meira er um alvar­leg veik­indi af völdum Delta-af­brigð­is­ins

Nú eru 187 börn smituð og í ein­angrun á Íslandi, sem betur fer eru þau flest ekki alvar­lega veik. Ég þekki þó til nokk­urra barna sem hafa legið veik með yfir 40°C hita í 2-3 daga. Rann­sókn í Banda­ríkj­unum sýndi að tíðni á COVID-19 lungna­bólgu er um tvisvar sinnum algeng­ari hjá börnum sem smit­ast af Delta en af upp­runa­lega afbrigði veirunn­ar. Tvær banda­rískar rann­sóknir sýndu að af börnum sem leggj­ast inn á spít­ala eru 30-35% sem þurfa á gjör­gæslu að halda, mörg þeirra hafa und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Þannig geta börn og ung­lingar smit­ast af Delta og borið smit í aðra, og þau geta veikst alvar­lega, þó það sé sem betur fer ekki algengt.

Hvað er til ráða?

Það er mik­il­vægt að auka bólu­setn­ing­ar, eins fljótt og hægt er.

Bólu­setn­ing barns­haf­andi kvenna

Í ljósi auk­ins smits af Delta-af­brigð­inu og að barns­haf­andi konur eru lík­legri til að fara illa út úr COVID-19 sjúk­dómi en jafn­öldrur þeirra sem ekki eru barns­haf­andi hafa mörg lönd tekið ákvörðun um að bjóða barns­haf­andi konum bólu­setn­ingu. Evr­ópsk sam­tök fæð­ing­ar­lækna o.fl. hafa kallað eftir því að barns­haf­andi konum sé boðin bólu­setn­ing. Þegar litið er til þess stóra hóps barns­haf­andi kvenna sem hefur verið bólu­settur vegna und­ir­liggj­andi áhættu­þátta eða mik­illar útsetn­ingar t.d. vegna starfa í heil­brigð­is­þjón­ustu, er ekk­ert sem bendir til að bólu­efnin séu skað­leg fóstri eða móð­ur. Það er frá­bært að búið sé að bólu­setja stóran hluta barns­haf­andi kvenna á Íslandi, sem eru gengnar 12 vikur eða meira.

Bólu­setn­ing ung­linga

Við ættum að bjóðum öllum ung­lingum 12-15 ára bólu­setn­ingu sem allra fyrst, þannig að þau hafi náð að mynda vernd­andi ónæmi áður en skól­arnir byrja.

Bæði bólu­efni Pfizer og Moderna bólu­efnin hafa fengið leyfi Lyfja­stofn­ana Evr­ópu og Banda­ríkj­anna fyrir 12-15 ára ung­linga. Ung­ling­arnir mynda ónæm­is­svar sem er jafn­gott eða betra en í ungum full­orðn­um, og öryggi sömu­leið­is. Smit­sjúk­dóma­stofnun Banda­ríkj­anna ráð­leggur bólu­setn­ingu allra 12-15 ára. Eftir að sér­fræð­inga­nefnd hafði yfir­farið til­kynn­ingar um mjög sjald­gæfar auka­verk­an­ir, goll­urs­hús­bólgu og hjarta­vöðva­bólgu, sem hafa einkum komið fram hjá ungum karl­mönn­um, ítrek­aði stofn­unin í fyrra­dag ráð­legg­ingar sínar um að allir 12-15 ára ung­lingar yrðu bólu­sett­ir.

Smit­sjúk­dóma­stofnun Evr­ópu hefur ekki gefið út almennar ráð­legg­ing­ar, en öll lönd í Evr­ópu­sam­band­inu hafa nú leyft bólu­setn­ingu 12-15 ára ung­linga og sum þeirra hafa þegar hafið almennar bólu­setn­ingar þessa ald­urs­hóps, þar á meðal Dan­mörk. Önnur Norð­ur­lönd hafa hingað til aðeins boðið ung­lingum með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma bólu­setn­ingu, eins og gert var hér. En á Íslandi eiga ung­lingar 12-15 ára rétt á bólu­setn­ingu, þótt skipu­leg boðun þeirra sé ekki haf­in.

Von er á nið­ur­stöðum rann­sókna á bólu­setn­ingu 5 til 11 ára barna með Pfizer bólu­efn­inu í lok sept­em­ber, og von­andi reyn­ist bólu­efnið jafn ónæm­is­vekj­andi og öruggt í þeim ald­urs­hópi svo hægt verði að bjóða þeim bólu­setn­ingu í haust.

Allir sem fengu einn skammt af Jans­sen bólu­efn­inu fái örv­un­ar­skammt af mRNA bólu­efni.

Til að styrkja vernd­andi ónæm­is­svar þeirra sem fengu einn skammt af Jans­sen bólu­efn­inu hafa sótt­varn­ar­yf­ir­völd ákveðið að gefa þeim öllum örv­un­ar­skammt af Pfizer bólu­efn­inu, og byrja á kenn­urum og starfs­fólki skól­anna. Þessi skyn­sam­lega ákvörðun byggir á nið­ur­stöðum rann­sóknar sem sýndi að þeir sem fengu Pfizer örv­un­ar­skammt eftir einn skammt af Astr­aZeneca bólu­efn­inu (sem er veiru­ferju­bólu­efni eins og Jans­sen) sýndu sam­bæri­legt eða betra ónæm­is­svar en þeir sem fengu tvo skammta af sama bólu­efni, þótt algengar vægar auka­verk­anir væru líka algeng­ari. Einnig sýndu fyrri rann­sóknir á sams­konar bólu­efni Jans­sen gegn Ebóla­veirunni að örv­un­ar­skammtur með annarri gerð bólu­efna gaf mjög gott ónæm­is­svar. Lyfja­stofnun Evr­ópu og Smit­sjúk­dóma­stofnun Evr­ópu gáfu nýlega út sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þessi kostur (veiru­ferja fyrst og mRNA örv­un­ar­skammt­ur) var sagður mjög fýsi­leg­ur, einkum í bar­átt­unni við Delta-af­brigðið, þótt stofn­an­irnar hafi ekki gefið út form­legar ráð­legg­ing­ar.

Bjóða fólki í áhættu­hópum vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og ald­urs þriðja skammt af Pfizer bólu­efn­inu

Hlut­leysandi mótefni gegn Delta-af­brigð­inu voru góð 2-4 vikum eftir 2 skammta af Pfizer bólu­efn­inu, þó heldur lægri en gegn upp­runa­lega afbrigð­inu. Rann­sókn á þriðja skammti Pfizer bólu­efn­inu 6 mán­uðum eftir annan skammt olli ekki auknum auka­verk­unu en jók hlut­leysandi mótefni gegn upp­haf­legu veirunni og Beta-af­brigði hennar veirunnar 5-10 falt miðað við magn þeirra eftir 2 skammta og klínískar rann­sóknir á áhrifum þriðja skammts af Pfizer bólu­efn­inu gegn Delta eru í gangi.

Ónæm­is­bæld­ir, aldr­aðir og fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma svara bólu­setn­ingum of verr en ungir og hraustir og er oft­ast minna vernd­aðir gegn COVID-19 í rann­sóknum á bólu­efn­um. Því hafa margir vís­inda­menn, m.a. Ant­ony Fauci yfir­maður smit­sjúk­dóma­stofn­unar Heil­brigð­is­stofn­unar Banda­ríkj­anna og ráð­gjafi Banda­ríkja­for­seta bent á að æski­legt sé að þessir hópar fái auka­skammt af bólu­efn­inu. Mörg lönd íhuga að gefa þessu aðal­á­hættu­hópum þriðja skammt og Ísra­els­menn hafa nú þegar hafið bólu­setn­ingu allra 16 ára og eldri með þriðja skammti af Pfizer bólu­efn­inu.

Bólu­setn­ing er besta og hag­kvæm­asta vörnin gegn smit­sjúk­dóm­um!

Höf­undur er pró­fessor í ónæm­is­fræði við lækna­deild Háskóla Íslands og deild­ar­stjóri smit- og bólgu­sjúk­dóma hjá Íslenskri erfða­grein­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar