Að pissa í skóinn

Hallgrímur Hróðmarsson skrifar um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í faraldrinum.

Auglýsing

„Við viljum end­ur­komu hins eðli­lega lífs“ hrópa margir þessa dag­ana. En verðum við ekki að vera þol­in­móð og skyn­söm svo það megi takast? Á dög­unum hitt­ist hluti ráð­herr­anna úti á landi til að setja nýjar reglur um sótt­varn­ir. Það var ljóst, eftir að sér­fræð­ing­arnir okkar höfðu skilað til­lögum sínum um nýjar varn­ir, að grípa þarf enn einu sinni til áhrifa­ríkra og harðra aðgerða. Það sér hver heil­vita maður að nú þarf að bregð­ast skjótt við – af fullri ábyrgð og hörku. En ferða­þjón­ustan – maður – hún er lífæð þjóð­ar­innar – maður sker ekki á líf­æð­ina! Hvaða gagn er af því að mála Ísland fagur rautt á heimskort­inu?

Ákvörðun fárra leik­manna

Ráð­herr­arnir eru ein­ungis mis­vitrir leik­menn – eða er kannski einn þeirra mennt­aður í dýra­lækn­is­mennt­að­ur? – Ég man það bara ekki. Á að treysta mis­vitrum leik­mönnum til að ákvarða hvort hér verði einn eða tveir metrar á milli manna? Á að treysta mis­vitrum leik­mönnum til að ákvarða hve margir mega flykkj­ast saman í ákveðnu rými? Á að treysta mis­vitrum leik­mönnum til að ákvarða hvaða sótt­varnir skuli gilda á landa­mær­unum eða hvort við eigum yfir höfuð að hleypa ferða­mönnum inn í landið – ferða­mönnum sem nú flykkj­ast til eyj­unnar okkar af því að ástandið á að vera svo gott hér? Það er væg­ast sagt hneyksli að for­ráða­menn ferða­mála í land­inu tali nú um að rík­is­stjórnin hafi „gengið á bak orða sinna“ og vilji nú bara loka öllu á ný. Á að treysta mis­vitrum leik­mönnum til að ákvarða opn­un­ar­tíma veit­inga og öldur húsa? Nú hefur það sýnt sig að margur land­inn hagar sér eins og gleði­fylltar kýr sem hleypt er út á vor­in. Mun­ur­inn er bara sá að kýrnar sparka kannski óvilj­andi í hver aðra – það eru öfga­fyllri við­brögð sem margur land­inn sýnir í „frels­in­u“.

Því ver reyn­ast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman

Margir stjórn­mála­menn hafa gagn­rýnt skort á sam­ráði – ráð­herr­arnir ákvarða hvað eigi að gera og engu má hnika til þó skyn­samar til­lögur komi fram. Nema þá þegar næstu aðgerðir eru kynnt­ar. Þá koma þessir sömu ráð­herrar fram með þessar sömu til­lögur ofur­lítið breyttar í fartesk­inu. Þeir glotta í laumi og hugsa með sér „af skyn­semi okkar datt okkur þetta í hug á undan ykkur – og svo erum það við sem ráðum“. Þetta er eins og sand­kassa­leikur barna í leik­skóla. Þegar við skoðum afleið­ingar sam­ráðs­ins í stjórn­inni á þessum fræga fundi úti í lands­byggð­inni þá verður maður að segja að „sam­ráð­ið“ var í skötu­líki. Katrín varð að beygja sig – hún réði ekki við „villi­kett­ina“ í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Hefði sam­ráð allra flokka á þingi orðið heilla­drý­gra ef hóp­ur­inn hefði verið stærri sem stóð að til­lög­un­um? Af hverju eru fræði­menn­irnir ekki alfarið látnir ráða ferð­inni? Er það af því að þessir mis­vitru ráð­herrar vilja fá rauða rós í hnappa­gat­ið?

Þing­mað­ur­inn sem spyr og spyr og spyr

Pírat­inn Björn Leví er þekktur fyrir að krefj­ast eðli­legra svara við spurn­ingum á þingi um mál­efni sem eiga að liggja uppi á borðum – um gegn­sæi í stjórn­kerf­inu. Og viti menn þegar hann spyr sömu spurn­ing­ar­innar í fimmta sinn – þá fær hann loks svar – en í loðn­ara lagi.

Í pistli sem Björn skrif­aði í Morg­un­blaðið um dag­inn sagði hann: „All­an far­ald­­ur­inn hef­ur þetta verið eina mark­mið rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, að verja ferða­þjón­ust­una þannig að hún taki aft­ur við fyrra hlut­verki í ís­­lensku efna­hags­­lífi eft­ir far­ald­­ur­inn. Ekk­ert plan B. Þannig hef­ur allt þetta kjör­­tíma­bil ver­ið, breið póli­­tísk stjórn um óbreytt ástand í stað þess að leysa þau sam­­fé­lags­­legu vanda­­mál sem blasa við okk­ur öll­­um.“

Rann­sókn­ar­blaða­mennska

Hún á undir högg að sækja á Íslandi. Það má segja að aðeins tveir fjöl­miðlar Stundin og Kjarn­inn stundi hana af ein­hverri alvöru. Nýlegt frum­varp um styrki til frjálsra fjöl­miðla var að miklu leyti eyði­lagt af háværasta hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­manna. Þeir tryggðu að Mogg­inn fengi stærsta hluta kök­unnar sem til skipt­anna er. Það hlægir mann að Mogg­inn hefur minnsta þörf fyrir stuðn­ing – auð­menn lands­ins sjá um rekst­ur­inn og full­yrða má að starfs­menn blaðs­ins stunda ekki rann­sókn­ar­blaða­mennsku nema að litlu leyti.

Einn skarpasti rann­sókn­ar­blaða­mað­ur­inn Íslands skrif­aði svo í Miðj­una á dög­un­um: „Í fyrstu bylgju cóvid dóu tíu á Íslandi. Í haust- og vetr­ar­bylgj­un­um, eftir að dregið var aftur úr sótt­vörnum á landa­mær­un­um, dóu 20. Sú bylgja sem nú er að rísa er stærri en þessar bylgjur báð­ar, mögu­lega stærri en þær báðar til sam­ans. Þótt hlut­fall þeirra sem veikj­ast alvar­lega verði eitt­hvað lægra, 3% í stað næstum 6%, þá er staðan eftir sem áður alvar­leg. Það má vera að staðan lag­ist skyndi­lega. En það má líka vera að svo verði ekki.“

Undir væng vals­ins þríf­ast sníkju­dýrin

Bjarni Ben hefur svo til einn ráðið ferð­inni í í aðgerð­ar­pökkum rík­is­stjórn­ar­innar til bjargar efna­hags­málum þjóð­ar­inn­ar. En hann er bara leiksoppur þrýsti­hópa auð­manna sem allt eiga í land­inu okkar – eða ættum við að orða það þannig að hann sér um sína. Og hans fólk eru ekki fátækir launa­menn og ekki heldur mörg smá­fyr­ir­tækin í land­inu. Mörg fyr­ir­tæki stór og með­al­stór hafa rakað til sín millj­ónum á millj­ónir ofan með hjálp Bjarna í far­aldr­in­um. Mörg fyr­ir­tæki sem borgað hafa „eig­end­um“ sínum tugi millj­óna í arð und­an­farin ár og eiga digra vara­sjóði skamm­ast sín ekki að sníkja pen­ing frá hinu opin­bera – frá almenn­ingi í land­inu. Sem betur fer eru mörg fyr­ir­tæki á Íslandi sem eru það vel stödd að þau sækja ekki um ölm­usu frá rík­inu. Og einnig eru mörg fyr­ir­tæki á Íslandi sem skila pen­ing­unum aftur þegar þau átta sig á að þau hafa ekki þörf fyrir þá.

Rass­skellum VG

Mér þykir sárt að finna mig knú­inn til að nota þessa milli­fyr­ir­sögn. Mér þykir vænt um það fólk sem er og var í þessum flokki og mér þykir vænt um stefnu VG. Þó flokk­ur­inn hafi komið ein­hverju að sínum sjón­ar­miðum í fram­kvæmd á kjör­tíma­bil­inu þá stendur það upp úr að við sitjum uppi með heil­brigð­is­kerfi í rúst og auð­menn­irnir græða sem aldrei fyrr. Ef núver­andi rík­is­stjórn heldur velli þá er allt útlit fyrir það að almennir laun­þegar lands­ins verði látnir borga mik­inn meiri­hluta af þeim lánum sem við höfum þurft að taka. Eina leiðin sem við höfum til að koma í veg fyrir áfram­hald­andi íhalds­stjórn er að – kjósa EKKI VG.

Látum ekki mis­vitra ráða­menn pissa í skóna – okk­ar.

Látum ekki þrýsti­hópa auð­valds­ins ráða Íslandi.

Kjósum Sós­í­alista, Pírata eða Sam­fylk­ingu.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar