Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur

Komum sóttvörnum með skipulagsbreytingum í hendur fleiri, skrifar Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG og stingur upp á samvinnu heilbrigðisráðuneytis, sýkla- og veirufræðideildar Landspítala, Tilraunastöðvarinnar að Keldum, Landlæknisembættis og Decode.

Auglýsing

Veirur eru sér­kenni­leg fyr­ir­bæri í nátt­úr­unni. Eru lítið annað en sér­stök efna­sam­bönd en sam­tímis ólík­inda­tól sem fjölga sér og geta stökk­breyst. Sjúk­dómsveirur í mönnum hafa fylgt okkur frá ómuna­tíð. Nýjar koma fram á tíma­skala einnar kyn­slóð­ar. Flókin ferli hafa valdið því að veirur úr öðrum líf­verum en mönnum hafa náð að fær­ast þaðan í menn um fleiri en einn hýsil. Sumar eru lífs­hættu­legar og þær geta breyst hratt við síend­ur­tekna með­göngu í alls konar líf­ver­um. Aðlag­ast ónæm­is­kerfum þeirra og jafn­vel orðið skæð­ari en áður. Með hraðri fjölgun í mann­heim­um, miklum sam­skiptum milli manna og vegna sífellt meiri ásóknar í fæðu úr dýra­rík­inu minnkar hættan af veirum alls ekki. Þvert á móti.

Þessar upp­lýs­ingar eru vel þekktar og ættu að vera flestum kunn­ar. Líka sá vandi að veiru­far­aldur lýtur ekki stjórn manna, nema að litlu leyti. Ekki fremur en til­tölu­lega sak­lausa eld­gosið í Geld­inga­döl­um. Við­brögð við þessum nátt­úru­ferlum helg­ast af breyti­leg­um, ófyr­ir­séðum aðstæðum og þeim gögnum sem safn­ast við fram­vind­una. Fyr­ir­sjá­an­leiki eld­virkni er ef til vill dálítið meiri en frammi fyrir covid-19 en jafn aug­ljós­lega hverf­andi lít­ill, horfi menn lengra en til einnar viku - eða tveggja við bestu skil­yrði.

Auglýsing

Það gefur auga leið að veiru­far­aldur er ákveðin teg­und af nátt­úru­vá. Vegna eðli veira, og þekk­ingar t.d. á veirum sem valda ein­kennum covid-19, og vegna ólíkra aðstæðna í sam­fé­lögum heims, eru kröfur um fyr­ir­sjá­an­leika í sótt­vörn­um, efna­hags­málum og hegð­un­ar­reglum vegna sótt­varna meira en langsóttar nú um stund­ir. Jöfn og þétt end­ur­skoðun aðgerða er und­ir­stöðu­at­riði í vástjórn­un. Kröfur um „skýrar lang­tíma­á­ætl­an­ir“ eru því miður óábyrg­ar, póli­tískar loft­skylm­ingar sem ekki eiga heima í glímunni við veiruna. Þær veikja bar­átt­una og grafa undan þekk­ingu og vís­indum sem eru und­ir­staða sótt­varna ásamt sam­stöðu þeirra sem fram­kvæma sótt­varn­irnar – þ.e. sér­fræð­inga, stjórn­valda og almenn­ings. Þær eru póli­tísk henti­stefna eða óraun­hæfar kröfur hags­muna­að­ila.

Öllu tali um frelsi og lýð­rétt­indi verða að fylgja orð um ábyrgð og sam­stöðu í því augna­miði að öryggi og heilsa ein­stak­linga gangi fyr­ir. Gagn­rýni er sjálf­sögð en hlýtur að inni­halda hlut­lægt mat á jafn­vægi milli vís­inda­legrar þekk­ing­ar, stjórn­mála og hags­muna og rétt­inda almenn­ings, ef hún á að heita mál­efna­leg. Ég tel sótt­varn­arteymi og stjórn­völd hafa staðið sig vel og náð því marki að fara bil þess sem máli skipt­ir.

Flestar aðgerðir vegna covid-19 far­ald­urs­ins hafa rétti­lega verið end­ur­skoð­aðar jafnt og þétt. Þeim er ekki ætlað að gilda til lang­frama hverju sinni, enda óvissu­þættir margir og breyti­leg­ir. Nefna má þróun og betrumbætur bólu­efn­is, lengd far­ald­urs­ins á heims­vísu (eng­inn er eyland!), áhrif hans á sam­skipti ríkja og efna­hag þeirra á næst­unni, og þróun veirunnar sjálfrar á meðan far­ald­ur­inn geis­ar. Vissu­lega er þungur róður að höndla ágjöf­ina og verða sífellt að gæta að því að meta kosti og galla ákvarð­ana sem taka til fyrr­greindra þátta. Umræður og rök­studd gagn­rýni á að miða að því að lág­marka mis­tök en líka tjónið af veirunni. Áskor­unin er sam­bæri­leg við alvar­lega en ann­ars konar nátt­úruvá sem öll heims­byggðin getur orðið fyr­ir, t.d. ham­fara­gosi og afleið­ingar þess í nokkur ár. Eng­inn þegn og ekk­ert fyr­ir­tæki er stikk­frí. Öryggi borg­ar­anna telst í for­gangi.

Auglýsing

Í umræð­unni um covid-19 er iðu­lega gert lítið úr sjúk­dómnum og áhrifum hans. Honum líkt við inflú­ensu eða kvef. Enn eru þá póli­tískar loft­skylm­ingar í for­gangi, ekki raun­veru­leik­inn. Í sumum til­vikum hót­fyndni eða hálf­kær­ing­ur, jafn­vel þekk­ing­ar­skort­ur. Per­sónu­leg eft­ir­köst smit­aðra, sum mjög alvar­leg og langæ, eru marg­vís­leg og þekkt. Lang­vinn lega hund­raða manna á sjúkra­húsum er þekkt. Álag á sam­fé­lagið vegna fjar­vista sýktra í ein­angrun og fjar­vista ann­arra í sótt­kví er þekkt. Álag á heil­brigð­is­kerfið sem tor­veldar aðra og afar mik­il­væga heil­brigð­is­þjón­ustu er þekkt. Per­sónu­legt álag á heil­brigð­is­starfs­fólk, og fólk í upp­eld­is- og umönn­un­ar­störf­um, er þekkt og um margt ómann­legt. Umgengnis­tak­mark­anir í dag­legu lífi okkar eru þekkt­ar. Aukin smit­hæfni veirunnar er þekkt. Fæl­inga­máttur veirunnar í ferða­þjón­ustu er þekkt. Allt bæt­ist þetta við almennan vanda sem stafar af hættu­minni veiru­stofnum flens­unnar - vænt­an­lega til langs tíma. Bólu­setn­ingar og for­varnir eru með­alið við veirunni sem er komin til að vera og geta vænt­an­leg gert að verkum að mann­lífið nær mjög líkum skorðum og fyrir voru - með tíð og tíma.

Látum okkur fagna því sem hefur áunn­ist í sótt­vörnum og end­ur­reisn atvinnu­lífs og aflétt­ingu þyngstu umgengn­is­reglna þegar horft er til covid-19 skeiðs­ins í heild. Komum sótt­vörnum með skipu­lags­breyt­ingum í hendur fleiri, sem best til þekkja, svo vinnan og ábyrgðin á stjórnun og utan­um­haldi, rann­sóknum og for­vörnum dreif­ist. Það er þakk­læt­is­vottur til þeirra sem staðið hafa fremst um hríð en að auki nauð­syn svo efla megi þennan þátt almanna­varna. Auk ráðu­neytis heil­brigð­is­mála gætu Sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans, Til­rauna­stöð HÍ í meina­fræði að Keld­um, Land­lækn­is­emb­ættið með sitt sótt­varn­ar­svið og sótt­varn­ar­lækni inn­an­borðs, Decode og eflaust fleiri aðilar eða stofn­anir fundið lausn á auk­inni sam­hæf­ingu sótt­varna og almanna­varna.

Höf­undur er þing­maður VG.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar