Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.

Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Auglýsing

„Það eru effin tvö,“ sagði Inga Sæland í Silfr­inu á RÚV í morgun um sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna í gær: Fram­sókn­ar­flokks og henn­ar, flokks, Flokks fólks­ins. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar, sagði flokk sinn hafa unnið „stór sig­ur“ og það hafi rík­is­stjórnin einnig gert. „Enn og ný er Fram­sókn orðin leið­andi afl í íslenskum stjórn­mál­u­m.“ Flokk­ur­inn bætti við sig fimm þing­mönnum og mun því mæta til leiks með þrettán þing­menn.

Flokkur fólks­ins fékk sex full­trúa kjörna. Inga segir sér og sínum flokki oft­sinnis hafa verið spáð feygð en að hún teldi að þau mál sem sett voru á odd­inn hafi skilað sér í gegn. „Það hefur nán­ast ekki dottið af mér brosið frá því að ég sá fyrstu tölur í gær­kvöld­i.“

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hlaut sama þing­sæta­fjölda og í síð­ustu kosn­ingum og er enn stærsti flokkur lands­ins. Fylgi hans í skoð­ana­könn­unum var hins vegar líkt og reyndar margra ann­arra flokka ekki í takti við nið­ur­stöðu kosn­ing­anna. „Við elskum að vinna þessar kann­an­ir,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son í Silfr­inu.

Auglýsing

Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­ur, er sá eini af rík­is­stjórn­ar­flokk­unum sem tapar þing­mönnum og fylgi milli kosn­inga. „Ef við horfum á stóru mynd­ina er rík­is­stjórnin að fá góða kosn­ing­u,“ sagði Katrín spurð út í þetta. Hún minnti svo á að þetta væri rík­is­stjórn sem hún hefði leitt og að VG væri stærsti vinstri flokk­ur­inn á Íslandi, þriðju kosn­ing­arnar í röð.

Egill Helga­son, stjórn­andi Silf­urs­ins sagði er hann beindi orðum sínum til Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar að vinstrið væri „al­gjör­lega í hengl­u­m“.

Sitt hvoru megin við víg­lín­una

Logi sagði að hvað Sam­fylk­ing­una varð­aði þá „virð­ist sem þessi heiði sem við erum að fara yfir sé aðeins tor­fær­ari en við reikn­uðum með“. Hvað „vinstrið“ í heild varð­aði sagði hann það vissu­lega mjög umhugs­un­ar­vert til lengri tíma litið ef félags­hyggju­flokk­arnir VG og Sam­fylk­ing yrðu áfram sitt hvoru megin við „víg­lín­una“. Það væri „ekki gott“ að vera „sitt hvoru megin árinn­ar“.

Hall­dóra Mog­en­sen, full­trúi Pírata, sagði úrslit kosn­ing­anna vekja sig til umhugs­un­ar. Sagði hún að mögu­lega lit­uð­ust þau af heims­far­aldr­in­um. „Geri það að verkum að fólk sé að teygja sig í eitt­hvað sem það þekk­ir.“ Stöð­ug­leik­inn sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri tíð­rætt um væri hins vegar „stöðn­un“ í hennar huga.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar sagð­ist vilja hafa séð fleiri atkvæði fara til síns flokks. „Vinstrið er svo­lítið að falla, við sjáum það.“ Hins vegar væri hin frjáls­lynda miðja, líkt og Við­reisn skil­greinir sig á, „að­eins að sækja í sig veðrið“.

Hvað varðar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður framundan sagði hún „ekk­ert óeðli­legt ef annar hvor að strák­unum myndi segja: Heyrðu, kæru vin­ir. Nú ætla ég að verða for­sæt­is­ráð­herra“.

Stærstu sigurvegarar kosninganna: Sigurður Ingi og Inga Sæland.

Inga Sæland taldi ein­sýnt að Sig­urður Ingi myndi nú „rífa sverðið á loft og fara að skylm­ast við Katrínu um for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn“.

Katrín sagði alla rík­is­stjórn­ar­flokk­ana hafa tekið það skýrt fram fyrir kosn­ingar að þeir myndu ræða saman ef rík­is­stjórnin héldi stuðn­ingi sín­um. „Og það hefur ekk­ert breyst í því.“

Bjarni sagði það „skemmti­legan sam­kvæm­is­leik“ að raða saman mögu­legum rík­is­stjórnum út frá nið­ur­stöðum kosn­ing­anna. „En í raun­heim­um, í þeim veru­leika sem við búum við núna, þá tekur maður því dálítið alvar­lega þegar maður gefur það út í aðdrag­anda kosn­inga að þetta sé það sem maður muni gera. Fyrsta útspil. Ég ætla bara að standa við það. Ég ætla bara að standa við það að hefja sam­talið við fólkið sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgu­sjó, heims­far­aldur og fleira, og kosn­ingar sýna að við höfum áfram stuðn­ing.“

Hann sagði hins vegar að sam­starfið hafi oft verið erfitt og snú­ið. „Það er ekki allt sem fellur saman eins og flís við rass í stefnum flokk­anna. Þess vegna er það ekki sjálf­gefið mál að stjórnin sem kláraði sitt verk finni það sem allir geta sætt sig við til næstu fjög­urra ára. En ég er bjart­sýn­is­maður og sé mikil tæki­færi í þess­ari stöð­u.“

Gerir ekki kröfu um for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn

Hann sagði það hafa gef­ist sér vel að „byrja að bakka aðeins“ og setja sjálfan sig ekki í fyrsta sæti og reyna að skoða heild­ar­hags­mun­ina.

Þú munt ekki endi­lega gera kröfu um það að verða for­sæt­is­ráð­herra, spurði Egill.

„Ég er ekki að gera kröfu um það. Það er ekki mitt fyrsta útspil í sam­tal­in­u,“ svar­aði Bjarni. „Auð­vitað förum við fram á það að við sem erum með fjórð­ung allra atkvæða í land­inu, að það end­ur­speglist með ein­hverjum hætti í áhrif­um. En maður verður að reyna að vera lausn­a­mið­að­ur.“

Skjáskot: RÚV

Sig­urður Ingi sagði það „al­gjör­lega krist­al­klárt“ í sínum huga að staðið yrði við það sem sagt var fyrir kosn­ing­ar. Eðli­legt væri að flokk­arnir þrír myndu byrja á að ræða sam­an. „Við lögðum áherslu í upp­hafi að fram­tíðin myndi ráð­ast á miðj­unni“ og að unnið yrði að umbætum „án átaka og án bylt­inga“. Að hans mati hefðu þau sjón­ar­mið orðið ofan á í kosn­ing­un­um.

Egill spurði Sig­urð hvort hann myndi segja við for­set­ann að eðli­leg­ast væri að hann yrði for­sæt­is­ráð­herra. „Ég ætla að ítreka, mér finnst eðli­leg­ast að við sem sitjum í rík­is­stjórn sem heldur velli og bætir við sig, fáum tæki­færi til að tala sam­an. Ég ætla að gleðj­ast í nokkra klukku­tíma. Síðan myndum við örugg­lega eiga sam­tal. Ég kann núm­erið hjá bæði Bjarna og Katrín­u.“

Nokkra hluti þurfi til svo rík­is­stjórn virki. Að ná mál­efna­legu sam­komu­lagi er eitt en einnig þurfi að vera „kem­estrí“ á milli fólks – ríkja traust.

„Það er mjög mikið ákall eftir því, að þetta fólk sem hérna situr og þjóðin er búin að velja til að stýra þess­ari fal­legu skútu okkar næstu fjögur árin, hlusti á alla þjóð­ina sína en ekki bara sum­a,“ sagði Inga Sæland. Heil­brigð­is­kerf­ið, almanna­trygg­inga­kerfið og fleira bíði bráðrar úrlausn­ar. „Ég bíð spennt eftir því að sjá þessa ynd­is­legu rík­is­stjórn taka utan um alla þjóð­ina sína og vinna verk sín og vanda.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent