Talið aftur í Suðurkjördæmi

Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.

Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Auglýsing

Yfir­kjör­stjórn Suð­ur­kjör­dæmis ákvað á fundi sínum í dag að verða við beiðnum um að öll atkvæði í Suð­ur­kjör­dæmi verði talin að nýju. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá for­manni yfir­kjör­stjórnar í kjör­dæm­inu, Þóri Har­alds­syni.

Taln­ingin fer fram í Fjöl­brauta­skóla Suð­ur­lands á Sel­fossi í kvöld og hefst kl. 19.

Umboðs­menn allra fram­boðs­lista verða boð­aðir til fundar með yfir­kjör­stjórn á sama stað kl. 18:30. Taln­ingin mun fara fram fyrir opnum tjöld­um, í sam­ræmi við lög.

Í gær sagði for­maður yfir­kjör­stjórn­ar­innar í kjör­dæm­inu fjöl­miðlum frá því að farið hefði verið yfir um 10 pró­sent atkvæða í kjör­dæm­inu og engin villa komið í ljós við þá yfir­ferð. Því hefði verið afráðið að ekki væri þörf á að telja öll atkvæðin aft­ur.

Hann sagði við Kjarn­ann í dag að sá háttur hefði verið hafður á við taln­ingu í kjör­dæm­inu á kosn­inga­nótt að hverju ein­asta atkvæði hefði verið raðað og það talið að minnsta kosti fjórum sinn­um, af minnsta kosti tveimur taln­ing­ar­mönn­um.

Skekkja í Norð­vest­ur­kjör­dæmi breytti stöð­unni

Ákveðin óvissa ríkir enn um nið­ur­röðun jöfn­un­ar­þing­manna fimm flokka, eftir að skekkja kom fram í taln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í gær sem setti hringekju jöfn­un­ar­manna af stað á milli kjör­dæma.

Um miðjan dag í gær sögðu fjöl­miðlar frá því að öll atkvæði í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi yrðu talin aftur vegna þess hversu lít­ill munur var á jöfn­un­­ar­­þing­­mönnum á milli kjör­­dæma.

Auglýsing

Ingi Tryggva­­son, yfir­­­maður kjör­­stjórnar í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi, sagði þá að kjör­­stjórn hefði ákveðið að telja atkvæðin aftur vegna lít­ils mun­­ar. Eng­inn flokkur hefði farið fram á end­­ur­taln­ingu.

Eftir end­­ur­taln­ing­una færð­ust jöfn­un­­ar­­sæti flokka á milli kjör­­dæma og þannig viku fimm ein­stak­l­ingar sem töldu sig vera inni á þingi í gær­morgun fyrir öðrum fimm seinni part­inn.

Þegar þessi staða var orðin ljós varð svo ljóst að lítil hreyf­ing á fjölda atkvæða í Suð­ur­kjör­dæmi gæti haft áhrif á það hvort nið­ur­staðan myndi breyt­ast að nýju, en aðeins munar sjö atkvæðum á því hvort jöfn­un­ar­þing­sæti falli til Vinstri grænna eða Mið­flokks­ins.

Fjórar stjórn­mála­hreyf­ingar ósk­uðu eftir því að atkvæði yrðu talin að nýju og yfir­kjör­stjórnin í kjör­dæm­inu hefur sem áður segir ákveðið að verða við því.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent