Ætla að banna bæði mölun og kæfingu hænuunga

Stjórnvöld í tveimur ríkjum ESB hafa ákveðið að á næsta ári verði bannað að drepa hænuunga með mölun. Frakkar ætla að ganga skrefinu lengra og banna einnig kæfingu þeirra með gasi.

Á bilinu 150-200 þúsund hænuungar eru aflífaðir með mölun eða gösun hér á landi árlega.
Á bilinu 150-200 þúsund hænuungar eru aflífaðir með mölun eða gösun hér á landi árlega.
Auglýsing

Frakkar hafa ákveðið að frá og með næsta ári verði bannað að drepa karl­kyns hænu­unga með mölun eða gös­un. Báðum þessum aðferðum er beitt hér á landi við aflífun tug­þús­unda karl­kyns varp­hænu­unga árlega fljót­lega eftir að þeir klekj­ast úr eggj­um.

Frönsk stjórn­völd hafa þar með tekið undir gagn­rýni dýra­vernd­un­ar­sam­taka um að aðferð­irnar tvær séu grimmi­legar og ætla þau að þrýsta á að bannið verði tekið upp í öllu Evr­ópu­sam­band­inu.

Á hverju ári eru um 50 millj­ónir karl­kyns hænu­unga drepnir í Frakk­landi með annað hvort mölun (e. shredd­ing) eða gös­un, að sögn land­bún­að­ar­ráð­herr­ans Julien Den­orm­andie. Aðeins kven­kyns ung­arnir fá að lifa en þó ekki lengi því ævi varp­hæna á verk­smiðju­búum er stutt, oft­ast ekki lengri en 18 mán­uð­ir.

Auglýsing

„Frakk­land verður fyrsta landið í heim­inum ásamt Þýska­landi til að binda endi á að karl­kyns hænu­ungar séu mal­aðir og gas­að­ir,“ sagði Den­orm­andie er end­an­leg ákvörðun um bannið var til­kynnt nýver­ið.

Hann sagði að frönsk og þýsk stjórn­völd myndu beita sér fyrir því að önnur aðild­ar­ríki ESB færu sömu leið. Frá og með næsta ári þurfa ali­fugla­bændur að koma sér upp bún­aði til að kyn­greina unga á meðan þeir eru enn í eggi.

Hænuungar á færibandi á leið í malarann. Mynd: Wikipedia

Den­orm­andie segir að ákvörð­un­inni verði fram­fylgt í skref­um. Gert sé ráð fyrir að meiri­hluti útung­un­ar­stöðva verði kom­inn með tækja­búnað til að kyn­greina unga í eggi fyrir lok fyrsta árs­fjórð­ungs næsta árs. Bannið gæti hækkað verð á sex eggja bakka um 0,1 evru eða um 15 krónur íslensk­ar.

Frakkar ætla að aðstoða eggja­bændur við að koma sér upp nýjum tækjum og hefur heitið 10 millj­óna evra styrks til verks­ins eða um 1,5 millj­örðum króna.

Um tugur eggja­búa er starf­ræktur á Íslandi. Árlega má gera ráð fyrir að um 150-200 þús­und karl­kyns hænu­ungar séu aflífaðir með ýmist mölun eða gös­un.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent