Ætla að banna bæði mölun og kæfingu hænuunga

Stjórnvöld í tveimur ríkjum ESB hafa ákveðið að á næsta ári verði bannað að drepa hænuunga með mölun. Frakkar ætla að ganga skrefinu lengra og banna einnig kæfingu þeirra með gasi.

Á bilinu 150-200 þúsund hænuungar eru aflífaðir með mölun eða gösun hér á landi árlega.
Á bilinu 150-200 þúsund hænuungar eru aflífaðir með mölun eða gösun hér á landi árlega.
Auglýsing

Frakkar hafa ákveðið að frá og með næsta ári verði bannað að drepa karl­kyns hænu­unga með mölun eða gös­un. Báðum þessum aðferðum er beitt hér á landi við aflífun tug­þús­unda karl­kyns varp­hænu­unga árlega fljót­lega eftir að þeir klekj­ast úr eggj­um.

Frönsk stjórn­völd hafa þar með tekið undir gagn­rýni dýra­vernd­un­ar­sam­taka um að aðferð­irnar tvær séu grimmi­legar og ætla þau að þrýsta á að bannið verði tekið upp í öllu Evr­ópu­sam­band­inu.

Á hverju ári eru um 50 millj­ónir karl­kyns hænu­unga drepnir í Frakk­landi með annað hvort mölun (e. shredd­ing) eða gös­un, að sögn land­bún­að­ar­ráð­herr­ans Julien Den­orm­andie. Aðeins kven­kyns ung­arnir fá að lifa en þó ekki lengi því ævi varp­hæna á verk­smiðju­búum er stutt, oft­ast ekki lengri en 18 mán­uð­ir.

Auglýsing

„Frakk­land verður fyrsta landið í heim­inum ásamt Þýska­landi til að binda endi á að karl­kyns hænu­ungar séu mal­aðir og gas­að­ir,“ sagði Den­orm­andie er end­an­leg ákvörðun um bannið var til­kynnt nýver­ið.

Hann sagði að frönsk og þýsk stjórn­völd myndu beita sér fyrir því að önnur aðild­ar­ríki ESB færu sömu leið. Frá og með næsta ári þurfa ali­fugla­bændur að koma sér upp bún­aði til að kyn­greina unga á meðan þeir eru enn í eggi.

Hænuungar á færibandi á leið í malarann. Mynd: Wikipedia

Den­orm­andie segir að ákvörð­un­inni verði fram­fylgt í skref­um. Gert sé ráð fyrir að meiri­hluti útung­un­ar­stöðva verði kom­inn með tækja­búnað til að kyn­greina unga í eggi fyrir lok fyrsta árs­fjórð­ungs næsta árs. Bannið gæti hækkað verð á sex eggja bakka um 0,1 evru eða um 15 krónur íslensk­ar.

Frakkar ætla að aðstoða eggja­bændur við að koma sér upp nýjum tækjum og hefur heitið 10 millj­óna evra styrks til verks­ins eða um 1,5 millj­örðum króna.

Um tugur eggja­búa er starf­ræktur á Íslandi. Árlega má gera ráð fyrir að um 150-200 þús­und karl­kyns hænu­ungar séu aflífaðir með ýmist mölun eða gös­un.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent