Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“

Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.

Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Auglýsing

„Því miður kemur það okkur ekki á óvart að varp­hænur séu með áverka og bein­brot þar sem þær eru rækt­aðar og fóðr­aðar til að verpa mun fleiri eggjum en þeim er eðl­is­lægt sem skerðir lífs­gæði og styttir líf­tíma þeirra til muna,“ segir Val­gerður Árna­dótt­ir, for­maður Sam­taka græn­kera á Íslandi. Kjarn­inn greindi frá því nýlega að gera megi ráð fyrir að um 85 pró­sent varp­hæna á íslenskum eggja­búum séu með skaða á bringu­beini – brot eða sprungur – líkt og kom fram í nið­ur­stöðu nýrr­ar, danskrar rann­sókn­ar.

Að­bún­aður á dönskum og íslenskum eggja­búum er sam­bæri­legur og því má, að sögn dýra­læknis hjá Mat­væla­stofn­un, yfir­færa rann­sókn­ar­nið­ur­stöð­urnar á Ísland. Ástæður áverk­anna eru nokkr­ar. Ein er sú að of litlar hænur eru látnar verpa of stórum eggjum og það um 300 stykkjum á ári. Önnur er sú að hænur eiga það til að fljúga á inn­rétt­ingar í eld­is­hús­un­um. „Þær bara brot­lenda,“ segir Brigitte Brug­ger, sér­greina­dýra­læknir í heil­brigði og vel­ferð ali­fugla hjá MAST.

Val­gerður segir það þekkt í þétt­bærri eggja­fram­leiðslu að hæn­urnar deyi vegna ein­skærs álags og nái ekki einu sinni að þrauka fram á 15 mán­aða aldur þegar þær eru aflíf­að­ar. Hún bendir hins vegar á að nátt­úru­leg lífsævi hænsna spanni vel yfir sjö ár. Í stórum búum megi hæg­lega gera ráð fyrir að á hverju ári komi hund­ruð, jafn­vel þús­und­ir, hænsna til með að deyja langt fyrir aldur fram úr streitu. „Þessi [danska] rann­sókn minnir okkur enn og aftur á að ekki er allt með felldu þegar kemur að eggja­fram­leiðslu og okkur þykir gagn­rýn­is­vert að bringu­beins­brot hafi ekki verið rann­sökuð á eggja­búum hér á land­i.“

Auglýsing

Sam­tökum græn­kera á Íslandi þykja aðstæður varp­hæna hér á landi óásætt­an­leg­ar. Leyfi­legt sé sam­kvæmt reglu­gerðum að hafa níu hænur á hvern fer­metra og rækta þær í „glugga­lausum skemm­um“ sem sam­tökin segja „með öllu óásætt­an­leg­t“. Val­gerður bendir á að yfir­vof­andi bann við notkun á búrum í varp­hænu­hús­um, sem tekur gildi um ára­mót og bændur hafa fengið nokkur ár til að aðlagast, bæti aðstæður hæn­anna lít­ið. Í stað búra koma pallar sem hæn­urnar fara um sem að sögn dýra­læknis á MAST, sem Kjarn­inn ræddi nýverið við, dregur t.d. ekki endi­lega úr áflugs­hættu og þar með bringu­beins­brot­um.

Dýr eiga að vera laus við þján­ingu

Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi.

Að mati Sam­taka græn­kera er ein­fald­lega ekki verið að fram­fylgja lögum um vel­ferð dýra þar sem segir „að dýr eigi að vera laus við þján­ingu og fá að sýna sitt eðli­lega atgervi“. Val­gerður segir að varp­hænur fái almennt „aldrei að fara undir bert loft, kroppa í gras, fara í ryk­bað eða sjá sól­ina. Þeim er stýrt af lömpum í glugga­lausum skemm­um, þar sem þær þjást af bruna­sárum á fótum eftir eigin skít og eru með­höndl­aðar eins og þær séu hlutir en ekki skyni gæddar verur sem finna til“.

Um 200 þús­und varp­hænur eru á íslenskum eggja­bú­um. Ævi­skeið hæn­anna er stutt. Er ung­arnir koma úr eggi er eins og gefur að skilja um helm­ing­ur­inn han­ar. Ung­arnir eru kyn­greindir við útungun og han­arnir aflífað­ir. Nota má tvenns konar aðferðir við það hér á landi; gösun með koldí­oxíði og mölun (e. shredd­ing). Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá MAST er báðum aðferð­unum beitt. Við möl­un­ina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plast­þráðum sem snú­ast hratt og sjálf­virkt. Afköst tæk­is­ins skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, „nægi­lega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd sam­stundis enda þótt um mik­inn fjölda geti verið að ræða í ein­u“. Mölun er bæði notuð til aflíf­unar á óklökktum ungum í eggjum sem og til aflíf­unar á klöktum ung­um. Mat­væla­stofnun hefur eft­ir­lit með þessum aflíf­un­ar­að­ferðum í útung­un­ar­stöðv­um.

Um 200 þúsund varphænur eru á íslenskum eggjabúum. Æviskeið hænanna er stutt. Er ungarnir koma úr eggi er eins og gefur að skilja um helmingurinn hanar. Ungarnir eru kyngreindir við útungun og hanarnir aflífaðir.

„Mölun er hrylli­leg iðja sem fjöl­mörg ríki hafa rétti­lega bann­að,“ segir Val­gerð­ur. Að kæfa ung­ana með gasi sé „lítt skárri“ aðferð og geti valdið löngum og kval­ar­fullum dauð­daga. „Sög­urnar sem við höfum heyrt frá eggja­búum eru þannig að ekki er mikið eft­ir­lit haft með þess­ari fram­kvæmd. Jafnan eru ungar settir í gám sem útblástur vinnu­vélar er tengdur við þar til þeir kafna. Það getur tekið marga klukku­tíma.“

Val­gerður segir að af þessu viti hinn almenni neyt­andi ekki „og heldur ekki að varp­hænur og kjöt­hænur sem rækt­aðar eru til átu eru sitt­hvor stofn­inn og að allir karl­kyns ungar sem fæð­ast í eggja­iðn­aði eru drepnir stuttu eftir að þeir klekj­ast út“.

Þýska­land er meðal þeirra ríkja sem hafa ákveðið að banna mölun lif­andi hænu­unga. Bannið tekur gildi um næstu ára­mót. Frá þeim tíma þarf að kyn­greina ung­ana meðan þeir eru enn í eggi áður en þeir eru mal­að­ir. Áfram á að kepp­ast við, líkt og segir í frétt Wall Street Journal um þetta mál­efni, að þróa aðferðir svo hægt sé að kyn­greina snemma á fóst­ur­skeiði til að lág­marka þján­ing­ar.

Eft­ir­lits­að­il­inn heitir Mat­væla­stofnun

Um aðbúnað ali­fugla og þar með varp­hæna á Íslandi gildir reglu­gerð um vel­ferð ali­fugla. Í henni kemur fram hversu þétt­leik­inn í eld­is­hús­unum má vera mik­ill, hvernig verja skuli dýrin fyrir sýk­ing­um, hvernig inn­rétt­ingar skulu vera, fóðrun og svo fram­veg­is. Í frétt Kjarn­ans um bringu­beins­skað­ann kom hins vegar fram að MAST sinnir ekki nákvæmri lækn­is­skoðun á hæn­un­um, t.d. hvort að þær séu með áverka á bringu­bein­um. Eft­ir­lit stofn­un­ar­innar felist í því að taka út húsin og fugla­hóp­inn í heild og ganga úr skugga um að öll ákvæði reglu­gerð­ar­innar séu upp­fyllt.

„MAST er eins og nafnið gefur til kynna Mat­væla­stofn­un,“ segir Val­gerð­ur. Stofn­unin hafi ætíð sinnt eft­ir­liti sínu á þann hátt „að dýr séu mat­vara og þeirra helstu áherslur liggja í að vernda neyt­and­ann og passa upp á hrein­læti mat­vöru. Vel­ferð dýra er ekki í fyrsta sæti og verður það ekki á meðan þau eru með­höndluð sem hlut­ir“.

Auglýsing

Hún telur að MAST, eins og svo margar aðrar eft­ir­lits­stofn­anir á Íslandi, sé eflaust van­fjár­mögnuð og að þar sé of fátt starfs­fólk til að sinna ítar­legu eft­ir­liti. „Besta lausnin væri að færa eft­ir­lit með vel­ferð dýra í aðra stofnun sem lætur sér raun­veru­lega annt um að aðbún­aður dýra upp­fylli lög og reglur um að þau séu, líkt og kveðið er á um í dýra­vel­ferð­ar­lögum, „laus við van­líð­an, hungur og þorsta, ótta og þján­ingu, sárs­auka, meiðsli og sjúk­dóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur og að þau geti sýnt sitt eðli­lega atferli eins og frekast er unn­t“.”

Er hægt að búa svo um hnút­ana að fólk geti keypt og neytt hænu­eggja án þess að þar búi að baki þján­ingar dýra?

„Egg eru engin nauðsynjavara sem krefst þess að þau séu framleidd á þann hátt að þau séu sem ódýrust,“ segir Valgerður.Mynd: Pexels

„Karl­kyns ungar í eggja­iðn­aði munu alltaf vera drepnir og munu því alltaf þjást,“ svarar Val­gerð­ur. „En það eru til minni bú og ein­stak­lingar með hænur sem búa við góðar aðstæður í litlum hópum og fá að fara út og haga sér eins og þeim er eðl­is­lægt. Þessi bú eru þó ekki mörg og fram­leiða ekki mikið af eggj­u­m.“

Val­gerður segir að á meðan fjár­hags­legur gróði vegi þyngra en vel­ferð hæna verði þessu ekki breytt. „Það var ekki fyrr en til­tölu­lega nýlega að fólk fór að neyta hænu­eggja í svona miklum mæli,“ segir hún. „Egg eru engin nauð­synja­vara sem krefst þess að þau séu fram­leidd á þann hátt að þau séu sem ódýr­ust. Slík fram­leiðsla hér á landi hefur orðið til þess að fáeinir ein­stak­lingar hafa hagn­ast fjár­hags­lega og það hefur komið sér illa við smærri fram­leið­endur sem vilja veita hænum betra líf að keppa við lágt vöru­verð verk­smiðju­bú­skap­ar.“

Enn mikið tabú

„Það er alls ekki nægur gaumur gef­inn að dýra­vel­ferð­ar­málum á Ísland­i,“ segir Val­gerð­ur. „Við erum langt á eftir ríkjum sem við viljum bera okkur saman við og enn ríkir mikið tabú yfir mál­efn­inu. Það hefur þó orðið ein­hver vit­und­ar­vakn­ing, aðal­lega meðal ungs fólks, sem hefur leitt til þess að æ fleiri kjósa að lifa án þess að neyta dýra­af­urða eða gera þá kröfu að dýrin búi við góð skil­yrði. Því miður þá er það reynsla okkar að fjár­hags­legir hvatar ráða þegar kemur að dýra­eldi á Íslandi og vel­ferð þeirra mætir afgang­i.“

Sam­tök græn­kera á Íslandi vona að með auknu upp­lýstu sam­tali um mál­efni dýra verði umfangs­meiri vit­und­ar­vakn­ing.

„Til að bæta aðstæður dýra þarf sam­eig­in­legt átak ráða­manna og almenn­ings, aukið eft­ir­lit, strang­ari reglur og við­ur­lög.“ Hvað varðar getu neyt­enda til að hafa áhrif til að aðstæður dýra verði bættar segir Val­gerður fólk til dæmis geta hætt að styðja slæmar aðstæður þeirra í svoköll­uðu þaul­eldi og hætta ein­fald­lega að versla vörur sem fram­leiddar eru með þeim hætti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent