Vilja að sérstök nefnd fari yfir atburðarásina bak við afsögn formanns og stjórnar KSÍ

Stjórn KSÍ hefur óskað eftir því við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að sett verði á stofn nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.

Argentína - Ísland – 16. júní 2018
Auglýsing

Stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) hefur farið þess á leit við Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands (ÍSÍ) að sett verði á stofn nefnd til að gera úttekt á við­brögðum og máls­með­ferð KSÍ vegna kyn­ferð­is­of­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönnum í lands­liðum Íslands.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá KSÍ sem sam­bandið sendi frá sér í kvöld.

Nefnd­inni er ætlað að fara yfir þá atburða­rás sem leiddi til afsagnar for­manns og stjórnar KSÍ og bregð­ast við ásök­unum um þögg­un. Þá á nefndin að taka sér­stak­lega til athug­unar hvort ein­hverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátt­töku kvenna í starfi þess. Í yfir­lýs­ing­unni segir að þetta sé gert í tengslum við full­yrð­ingar sem fram hafa komið í opin­berri umræðu um að KSÍ sé karllægt og frá­hrind­andi fyrir kon­ur. Í því sam­bandi verði skoðað hvort skipu­lag KSÍ eða aðrir þættir í starf­sem­inni séu hamlandi fyrir þátt­töku kvenna í starf­inu.

Auglýsing

Knatt­spyrnu­sam­bandið ítrekar afsök­un­ar­beiðni sína til þolenda í yfir­lýs­ing­unni og heitir því að vinna ótrautt að því að bæta menn­ingu og starfsanda innan hreyf­ing­ar­inn­ar. KSÍ seg­ist vilja laga starfs­hætti sína að kröfum tím­ans um við­brögð við kyn­ferð­is­of­beldi. Í þessu skyni hafi verið leitað til sér­fræð­inga og ráð­gjafa til að aðstoða hreyf­ing­una við að vinna að úrbótum til fram­tíðar og bæta sam­skipti og upp­lýs­inga­flæði til sam­fé­lags­ins. Stjórn muni leit­ast eftir að upp­lýsa um fram­gang mála fram að auka­þingi.

„KSÍ for­dæmir ofbeldi af öllu tagi. Knatt­spyrnu­sam­bandið er að bæta afgreiðslu ofbeld­is­mála og tryggja að þau fari í réttan far­veg hjá sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs eða lög­reglu. Mik­il­vægt er að skapa aðstæður til að gera raun­veru­legar úrbætur í takti við þá ráð­gjöf sem KSÍ hefur fengið og að upp­lýst sé jafn­óðum um þau skref sem stigin eru,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Klara komin úr leyfi

Sam­kvæmt KSÍ hafa tveir fag­hópar þegar tekið til starfa hjá ÍSÍ og KSÍ sem hafa það hlut­verk að skoða ferla, vinnu­brögð og heim­ildir til aðgerða hjá sam­bönd­un­um. Telur sam­bandið að hægt verði að ráð­ast í breyt­ingar á grund­velli þeirra nið­ur­staðna. KSÍ seg­ist enn fremur ætla að bæta upp­lýs­inga­gjöf innan hreyf­ing­ar­innar og til almenn­ings og fjöl­miðla. Frá­far­andi stjórn og starfs­menn hafa óskað eftir ráð­gjöf frá sam­skipta­fé­lag­inu Aton.JL fram að auka­þingi.

Þá kemur fram að fund­ar­gerðir frá fundum sem leiddu til afsagnar for­manns og síðar stjórnar séu nú aðgengi­legar á vef­svæði KSÍ en fram kemur í yfir­lýs­ing­unni að töf hafi orðið á birt­ingu fund­ar­gerða vegna óvenju­legra kring­um­stæðna, þar sem for­maður hafði látið af störfum og fram­kvæmda­stjóri var í tíma­bundnu leyfi.

Þá seg­ist KSÍ ætla að veita nefnd ÍSÍ öll gögn sem óskað er eft­ir.

Að end­ingu kemur fram að KSÍ muni halda auka­þing sitt 2. októ­ber næst­kom­andi og hafi Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri, snúið til baka úr leyfi til að und­ir­búa það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauð viðvörun! Rauði liturinn táknar að hiti á viðkomandi veðurstöð hafi verið hærri í nóvember en að meðaltali síðustu tíu árin á undan.
Sex skrítnar staðreyndir um tíðarfarið í nóvember
Rafskútur í röðum – á fleygiferð. Fjöldi fólks á golfvöllum. Borðað úti á veitingastöðum. Nóvember fór sérlega blíðum höndum um Ísland þetta árið. Svo óvenju blíðum að hann fer í sögubækurnar.
Kjarninn 3. desember 2022
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Það er ekki talið svara kostnaði að fara í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum borgarstarfsmanna.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent