Vilja að sérstök nefnd fari yfir atburðarásina bak við afsögn formanns og stjórnar KSÍ

Stjórn KSÍ hefur óskað eftir því við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að sett verði á stofn nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.

Argentína - Ísland – 16. júní 2018
Auglýsing

Stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) hefur farið þess á leit við Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands (ÍSÍ) að sett verði á stofn nefnd til að gera úttekt á við­brögðum og máls­með­ferð KSÍ vegna kyn­ferð­is­of­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönnum í lands­liðum Íslands.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá KSÍ sem sam­bandið sendi frá sér í kvöld.

Nefnd­inni er ætlað að fara yfir þá atburða­rás sem leiddi til afsagnar for­manns og stjórnar KSÍ og bregð­ast við ásök­unum um þögg­un. Þá á nefndin að taka sér­stak­lega til athug­unar hvort ein­hverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátt­töku kvenna í starfi þess. Í yfir­lýs­ing­unni segir að þetta sé gert í tengslum við full­yrð­ingar sem fram hafa komið í opin­berri umræðu um að KSÍ sé karllægt og frá­hrind­andi fyrir kon­ur. Í því sam­bandi verði skoðað hvort skipu­lag KSÍ eða aðrir þættir í starf­sem­inni séu hamlandi fyrir þátt­töku kvenna í starf­inu.

Auglýsing

Knatt­spyrnu­sam­bandið ítrekar afsök­un­ar­beiðni sína til þolenda í yfir­lýs­ing­unni og heitir því að vinna ótrautt að því að bæta menn­ingu og starfsanda innan hreyf­ing­ar­inn­ar. KSÍ seg­ist vilja laga starfs­hætti sína að kröfum tím­ans um við­brögð við kyn­ferð­is­of­beldi. Í þessu skyni hafi verið leitað til sér­fræð­inga og ráð­gjafa til að aðstoða hreyf­ing­una við að vinna að úrbótum til fram­tíðar og bæta sam­skipti og upp­lýs­inga­flæði til sam­fé­lags­ins. Stjórn muni leit­ast eftir að upp­lýsa um fram­gang mála fram að auka­þingi.

„KSÍ for­dæmir ofbeldi af öllu tagi. Knatt­spyrnu­sam­bandið er að bæta afgreiðslu ofbeld­is­mála og tryggja að þau fari í réttan far­veg hjá sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs eða lög­reglu. Mik­il­vægt er að skapa aðstæður til að gera raun­veru­legar úrbætur í takti við þá ráð­gjöf sem KSÍ hefur fengið og að upp­lýst sé jafn­óðum um þau skref sem stigin eru,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Klara komin úr leyfi

Sam­kvæmt KSÍ hafa tveir fag­hópar þegar tekið til starfa hjá ÍSÍ og KSÍ sem hafa það hlut­verk að skoða ferla, vinnu­brögð og heim­ildir til aðgerða hjá sam­bönd­un­um. Telur sam­bandið að hægt verði að ráð­ast í breyt­ingar á grund­velli þeirra nið­ur­staðna. KSÍ seg­ist enn fremur ætla að bæta upp­lýs­inga­gjöf innan hreyf­ing­ar­innar og til almenn­ings og fjöl­miðla. Frá­far­andi stjórn og starfs­menn hafa óskað eftir ráð­gjöf frá sam­skipta­fé­lag­inu Aton.JL fram að auka­þingi.

Þá kemur fram að fund­ar­gerðir frá fundum sem leiddu til afsagnar for­manns og síðar stjórnar séu nú aðgengi­legar á vef­svæði KSÍ en fram kemur í yfir­lýs­ing­unni að töf hafi orðið á birt­ingu fund­ar­gerða vegna óvenju­legra kring­um­stæðna, þar sem for­maður hafði látið af störfum og fram­kvæmda­stjóri var í tíma­bundnu leyfi.

Þá seg­ist KSÍ ætla að veita nefnd ÍSÍ öll gögn sem óskað er eft­ir.

Að end­ingu kemur fram að KSÍ muni halda auka­þing sitt 2. októ­ber næst­kom­andi og hafi Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri, snúið til baka úr leyfi til að und­ir­búa það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent