Vilja að sérstök nefnd fari yfir atburðarásina bak við afsögn formanns og stjórnar KSÍ

Stjórn KSÍ hefur óskað eftir því við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að sett verði á stofn nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.

Argentína - Ísland – 16. júní 2018
Auglýsing

Stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) hefur farið þess á leit við Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands (ÍSÍ) að sett verði á stofn nefnd til að gera úttekt á við­brögðum og máls­með­ferð KSÍ vegna kyn­ferð­is­of­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönnum í lands­liðum Íslands.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá KSÍ sem sam­bandið sendi frá sér í kvöld.

Nefnd­inni er ætlað að fara yfir þá atburða­rás sem leiddi til afsagnar for­manns og stjórnar KSÍ og bregð­ast við ásök­unum um þögg­un. Þá á nefndin að taka sér­stak­lega til athug­unar hvort ein­hverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátt­töku kvenna í starfi þess. Í yfir­lýs­ing­unni segir að þetta sé gert í tengslum við full­yrð­ingar sem fram hafa komið í opin­berri umræðu um að KSÍ sé karllægt og frá­hrind­andi fyrir kon­ur. Í því sam­bandi verði skoðað hvort skipu­lag KSÍ eða aðrir þættir í starf­sem­inni séu hamlandi fyrir þátt­töku kvenna í starf­inu.

Auglýsing

Knatt­spyrnu­sam­bandið ítrekar afsök­un­ar­beiðni sína til þolenda í yfir­lýs­ing­unni og heitir því að vinna ótrautt að því að bæta menn­ingu og starfsanda innan hreyf­ing­ar­inn­ar. KSÍ seg­ist vilja laga starfs­hætti sína að kröfum tím­ans um við­brögð við kyn­ferð­is­of­beldi. Í þessu skyni hafi verið leitað til sér­fræð­inga og ráð­gjafa til að aðstoða hreyf­ing­una við að vinna að úrbótum til fram­tíðar og bæta sam­skipti og upp­lýs­inga­flæði til sam­fé­lags­ins. Stjórn muni leit­ast eftir að upp­lýsa um fram­gang mála fram að auka­þingi.

„KSÍ for­dæmir ofbeldi af öllu tagi. Knatt­spyrnu­sam­bandið er að bæta afgreiðslu ofbeld­is­mála og tryggja að þau fari í réttan far­veg hjá sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs eða lög­reglu. Mik­il­vægt er að skapa aðstæður til að gera raun­veru­legar úrbætur í takti við þá ráð­gjöf sem KSÍ hefur fengið og að upp­lýst sé jafn­óðum um þau skref sem stigin eru,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Klara komin úr leyfi

Sam­kvæmt KSÍ hafa tveir fag­hópar þegar tekið til starfa hjá ÍSÍ og KSÍ sem hafa það hlut­verk að skoða ferla, vinnu­brögð og heim­ildir til aðgerða hjá sam­bönd­un­um. Telur sam­bandið að hægt verði að ráð­ast í breyt­ingar á grund­velli þeirra nið­ur­staðna. KSÍ seg­ist enn fremur ætla að bæta upp­lýs­inga­gjöf innan hreyf­ing­ar­innar og til almenn­ings og fjöl­miðla. Frá­far­andi stjórn og starfs­menn hafa óskað eftir ráð­gjöf frá sam­skipta­fé­lag­inu Aton.JL fram að auka­þingi.

Þá kemur fram að fund­ar­gerðir frá fundum sem leiddu til afsagnar for­manns og síðar stjórnar séu nú aðgengi­legar á vef­svæði KSÍ en fram kemur í yfir­lýs­ing­unni að töf hafi orðið á birt­ingu fund­ar­gerða vegna óvenju­legra kring­um­stæðna, þar sem for­maður hafði látið af störfum og fram­kvæmda­stjóri var í tíma­bundnu leyfi.

Þá seg­ist KSÍ ætla að veita nefnd ÍSÍ öll gögn sem óskað er eft­ir.

Að end­ingu kemur fram að KSÍ muni halda auka­þing sitt 2. októ­ber næst­kom­andi og hafi Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri, snúið til baka úr leyfi til að und­ir­búa það.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent