Eignastaða erlendra aðila ekki minni í átta ár

Bætt skuldastaða íslenskra fyrirtækja við útlönd dró úr beinni fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi í fyrra. Fjármunaeignin hefur ekki verið minni síðan á árinu 2013.

Eignarhlutur erlendra aðila í íslenskum hlutafé íslenskra fyrirtækja jókst lítillega í fyrra.
Eignarhlutur erlendra aðila í íslenskum hlutafé íslenskra fyrirtækja jókst lítillega í fyrra.
Auglýsing

Á meðan erlendir fjár­festar bættu lít­il­lega við sig í eign­ar­hlutum íslenskra fyr­ir­tækja í fyrra dró veru­lega úr skulda­stöðu þeirra við útlönd. Sam­tals námu lána­kröfur og eign­ar­hlutir erlendra aðila hér­lendis 960 millj­örðum árið 2020 og hefur sú upp­hæð ekki verið jafn­lág í átta ár.

Þetta kemur fram þegar nýbirtar tölur Seðla­bank­ans um beina fjár­fest­ingu eru skoð­að­ar. Töl­urnar eru birtar árlega, en í þeim má bæði finna eigna­stöðu erlendra aðila hér­lendis og inn­lendra aðila erlend­is.

Sam­kvæmt þeim jókst bein fjár­muna­eign inn­lendra aðila erlendis um 6 pró­sent í ár, úr 647 millj­örðum króna í 689 millj­arða króna. Á sama tíma veikt­ist gengi krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum hennar um 11 pró­sent, svo eigna­mynd­unin hélst ekki í takt við geng­is­þró­un. Því má ætla að inn­lendir aðilar hafi selt eitt­hvað af erlendum eignum sín­um.

Auglýsing

Fjár­muna­eign erlendra aðila hér­lendis minnk­aði hins veg­ar, úr 1.019 millj­örðum króna niður í 959 millj­arða króna. Þar var öll lækk­unin vegna bættrar skulda­stöðu íslenskra fyr­ir­tækja við erlend fyr­ir­tæki, en kröfur erlendra aðila í þeim lækk­uðu um rúm 14 pró­sent á árinu. Eign­ar­hlutur erlendra aðila í eigin fé íslenskra fyr­ir­tækja hélst þú nokkuð stöð­ugur á árinu, en hann hækk­aði um 1,3 pró­sent.

Líkt og Kjarn­inn hefur áður hafa nokkrar breyt­ingar verið á erlendri hluta­bréfa­eign í Kaup­höll­inni á síð­ustu mán­uð­um. Vog­un­ar­sjóð­irnir Taconic Capi­tal Advis­ors og Sculptor Capi­tal Mana­gement, sem voru lengi vel stærstu ein­stöku eig­endur Arion banka, hafa selt megnið af eign­ar­hlut­inum sínum síðan í fyrra­haust. Sömu sögu er að segja um aðra erlenda fjár­festa í bank­anum sem komu inn í hlut­hafa­hóp hans vegna þess að þeir voru kröfu­hafar í Kaup­þingi, líkt og Gold­man Sachs International, Eaton Vance International og Lands­downe Partners. Mikið af þess­ari sölu átti sér hins vegar stað á þessu ári og er hún því ekki öll í tölum Seðla­bank­ans.

Hol­land og Sviss draga sig út

Af töl­unum að dæma hefur eign­ar­hlutur fyr­ir­tækja frá Hollandi minnkað mest, en hann dróst saman um tæpa 43 millj­arða króna í fyrra. Á sama tíma hækk­aði eigna­staða inn­lendra aðila í Sviss um svip­aða upp­hæð, eða um 46 millj­arða króna. Eign­ar­hlutur fyr­ir­tækja frá Sviss dróst svo saman um tæpa 36 millj­arða króna og eign­ar­hlutur frá Banda­ríkj­unum um tæpa 15 millj­arða króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokki