Þeim fækkar sem vilja sjá Bjarna sem forsætisráðherra

Samkvæmt nýjustu tölunum úr kosningabaráttukönnun ÍSKOS fer þeim fækkandi sem vilja sjá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokks taka við lyklunum að stjórnarráðinu eftir kosningarnar á laugardaginn.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Ein­ungis 12,2 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu til þess hvern þeir vilja sjá sem næsta for­sæt­is­ráð­herra dag­ana 10.-19. sept­em­ber sögðu að Bjarni Bene­dikts­son væri þeirra fyrsti kost­ur. Á sama tíma sögðu 21,2 pró­sent aðspurðra lík­leg­ast að þeir myndu kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn á laug­ar­dag­inn. Þetta má lesa út úr nýj­ustu töl­unum í könnun á vegum Íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar (ÍS­KOS), sem er aðgengi­leg á vef Félags­vís­inda­stofn­un­ar.

Eins og Kjarn­inn sagði frá í síð­ustu viku ber Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra höfuð og herðar yfir aðra stjórn­mála­leið­toga í þess­ari mæl­ingu ÍSKOS, en um og yfir 40 pró­sent segj­ast vilja hana á stól for­sæt­is­ráð­herra.

Sam­kvæmt nýj­ustu tíu daga tölum sem eru aðgengi­legar hafa 41,4 pró­sent þeirra sem taka afstöðu til könn­un­ar­innar sagt að Katrín sé þeirra fyrsti kostur á stól for­sæt­is­ráð­herra. Vinstri græn eru hins vegar ein­ungis fyrsta val hjá 11 pró­sent þeirra sem hafa tekið afstöðu til þess hvað þeir séu lík­leg­astir til að kjósa á sama tíma. Stuðn­ingur við Katrínu er því tæp­lega fjór­faldur stuðn­ingur Vinstri grænna.

Í töl­unum á vef Félags­vís­inda­stofn­unar er hægt að skoða þró­un­ina eftir bæði aldri og kyni svar­enda. Þrátt fyrir að var­ast beri að full­yrða of mikið út frá þróun í ein­staka hóp­um, þar sem svör geta verið fá, virð­ist Katrín vera að auka nokkuð við stuðn­ing sinn á meðal bæði karla og ungs fólks á allra síð­ustu dög­um, en und­an­farna 10 daga segja hátt í 40 pró­sent karla sem svör­uðu könn­un­inni að Katrín sé þeirra fyrsti val­kostur í stjórn­ar­ráð­inu.

Auglýsing

Fyrir utan þau Katrínu og Bjarna nýtur eng­inn stjórn­mála­leið­togi yfir 10 pró­senta stuðn­ings til þess að leiða næstu rík­is­stjórn. Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins kemst næst því, en hann nýtur 9,7 pró­senta stuðn­ings í emb­ætt­ið, en flokkur hans virð­ist einmitt standa með pálmann í hönd­unum er kemur að stjórn­ar­myndun eftir kosn­ing­ar, sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar, sem birt­ist fyrr í dag.

Á hæla Sig­urðar Inga koma svo Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Hall­dóra Mog­en­sen þing­maður Pírata, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar og Sig­mundur Davíð Gunn­laungs­son for­maður Mið­flokks­ins með 7,4-8,6 pró­senta stuðn­ing í emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra, byggt á svörum und­an­far­inna 10 daga.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn virð­ist vera að dala hjá ungu fólki

Nán­ast sama hvert er litið í íslenskum skoð­ana­könn­unum þessa dag­ana fer fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins dalandi. Könnun ÍSKOS er þar engin und­an­tekn­ing, en byggt á svörum síð­ustu 10 daga sem aðgengi­leg eru, eða frá 10. sept­em­ber til 19. sept­em­ber, mælist flokk­ur­inn með 21,2 pró­sent fylgi.

Dalandi fylgi Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt mælingunum í ÍSKOS. Skjáskot/Félagsvísindastofnun

Þegar horft er til þró­unar í ein­staka ald­urs­hópum virð­ist sem svo að fylgis­tapið sem greina má hjá Sjálf­stæð­is­flokknum megi rekja til minnk­andi yfir­lýsts stuðn­ings yngri ald­urs­hópa, en flokk­ur­inn hefur dalað tölu­vert í ald­urs­hópnum 18-29 ára, en síður í öðrum ald­urs­hóp­um.

Hjá 18-29 ára mælist fylgi flokks­ins sam­kvæmt nýj­ustu 10 daga nið­ur­stöðum 15,4 pró­sent, en það var um og yfir 30 pró­sent í upp­hafi mán­aðar er litið var til dag­anna tíu þar á und­an. Píratar mæl­ast með yfir 30 pró­sent fylgi í þessum ald­urs­hópi á sama tíma, sam­kvæmt könnun ÍSKOS og Sam­fylk­ingin slagar hátt í 20 pró­sent.

Þó ber, sem áður seg­ir, að var­ast að full­yrða of mikið út frá tölum í ein­staka ald­urs­hópum þar sem svörin í ein­staka hópum und­an­farna tíu daga eru fá.

Könnun sem upp­fær­ist á hverjum degi

Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands birti í síð­ustu viku nýja síðu með nið­ur­stöðum úr kosn­inga­bar­áttukönnun á vegum Íslensku kosn­inga­rann­sókn­innar um kosn­inga­ætlan almenn­ings og fleira.

Þessi könnun er ólík öðrum sem eru í gangi núna fyrir kosn­ingar að því leyti að hún upp­fær­ist dag­lega, en á hverjum ein­asta degi er könn­unin send á 184 ein­stak­linga sem svara því hvað þeir myndu kjósa ef gengið væri til kosn­inga í dag. Hægt er að leika sér með töl­urnar og skipta nið­ur­stöðum upp eftir því hvort karlar eða konur svara eða eftir ald­urs­hóp­um.

Fylgi flokka og sömu­leiðis svörin við öðrum spurn­ingum sem birt­ast eru upp­færð á hverjum degi og þannig er hægt að merkja hvernig þró­unin er, sam­kvæmt mæl­ing­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent