Fullyrðir að gjaldeyri hafi verið stolið úr Seðlabankanum með fölskum reikningum

„Mér fannst ótrúlegt að Íslendingar væru að halda áfram að plata og svíkja,“ segir Jared Bibler, fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði FME. Hann segir að fölskum reikningum hafi verið beitt til að ná í gjaldeyri á afslætti árin 2008 og 2009.

Jared Bibler er að fara að gefa út bók um hrun íslensku bankanna og eftirmála í upphafi októbermánaðar.
Jared Bibler er að fara að gefa út bók um hrun íslensku bankanna og eftirmála í upphafi októbermánaðar.
Auglýsing

Fyrr­ver­andi rann­sak­andi á verð­bréfa­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins segir að gjald­eyri hafi verið stolið út úr Seðla­banka Íslands í stórum stíl í kjöl­far þess að banka­kerfið á Íslandi hrundi í fangið á almenn­ingi og gjald­eyr­is­höft voru sett á haustið 2008.

Þetta segir rann­sak­and­inn fyrr­ver­andi, Jared Bibler, að hafi verið gert með upp­setn­ingu skúffu­fyr­ir­tækja úti í Evr­ópu sem gáfu út falska reikn­inga, til dæmis fyrir ráð­gjafa­þjón­ustu, til íslenskra fyr­ir­tækja. Íslensku fyr­ir­tækin fram­vís­uðu þessum sömu reikn­ingum til Seðla­bank­ans og fengu að kaupa gjald­eyri á kjörum sem voru allt önnur en voru í boði fyrir utan Ísland. Síðan var féð flutt aftur til Íslands með veru­legum geng­is­hagn­aði og gróð­inn sem varð til í reynd nið­ur­greiddur af íslenskum almenn­ing­i.

Jared segir við Kjarn­ann að hann viti til þess að það hafi verið „smá teymi innan FME að skoða þetta árið 2009“ og eitt­hvað hafi verið sent til Seðla­bank­ans vegna þess­ara mála, en hann viti ekki hvernig þessum málum lauk. Sjálfur lauk hann störfum hjá FME undir lok árs 2011.

Hann segir fyrr­ver­andi banka­starfs­menn vera á meðal þeirra sem hafi nýtt sér þessa leið til þess að verða sér úti um gjald­eyri með veru­legum afslætti hjá íslenska rík­inu á tímum hafta.

„Það virk­aði þannig að Seðla­bank­inn borg­aði alltaf reikn­inga ef þeir komu frá til dæmis Bret­landi í pundum eða frá Sviss í frönk­um. Menn gátu bara stillt upp ein­hverju dummy fyr­ir­tæki í Sviss og það gat selt ráð­gjafa­þjón­ustu til Íslands, fyrir kannski 100 þús­und franka. Svo er hægt að setja upp skúffu­fyr­ir­tæki á Íslandi og fyr­ir­tækið mitt í Sviss sendir fyr­ir­tæk­inu þínu á Íslandi reikn­ing fyrir 100 þús­und franka ráð­gjafa­þjón­ustu. Það voru gjald­eyr­is­höft á Íslandi og ekki hægt að kaupa franka nema maður væri með reikn­ing. Þú gast farið með reikn­ing­inn í Seðla­bank­ann og sagt: „Getið þið greitt þessa 100 þús­und franka út til Svis­s?“

Auglýsing

Seðla­bank­inn sagði bara: „Já, ekk­ert mál. Here you go. Hér eru 100 þús­und frankar frá þjóð­inni út til Svis­s.“ Og ég í Sviss fæ 100 þús­und franka frá þér, frá Íslandi. Núna er ég með 100 þús­und franka úti í Sviss og get núna keypt rík­is­skulda­bréf og sent aftur til þín. Og þú ert að tvö­falda pen­ing­inn þinn í krónum á Íslandi. Og þjóðin er að borga það, Seðla­bank­inn er að borga það. Þetta var mikið í gangi á Íslandi árið 2009,“ sagði Jared, sem ræddi um efni vænt­an­legrar bókar sinnar um banka­hrunið og eft­ir­mála þess í ítar­legu við­tali sem birt­ist í Kjarn­anum á sunnu­dag.

Hann sagði frá því að þessi mis­notkun á gjald­eyr­is­við­skipt­unum við Seðla­bank­ann hafi komið honum á óvart. „Þetta var svo erfitt á þessum tíma og maður varla átti fyrir mat. Ástandið var svo slæmt á Íslandi. Mér fannst ótrú­legt að Íslend­ingar væru að halda áfram að plata og svíkja,“ sagði Jared, sem leiddi annað af tveimur teyma sem feng­ust við rann­sóknir á hrun­mál­unum innan FME um rúm­lega tveggja ára skeið.

Ekki hans hlut­verk að vera vin­sæll

Af lestri bókar Jareds, sem ber heitið Iceland’s Secret og kemur út á vegum bresku útgáf­unnar Harriman House í byrjun októ­ber, er ljóst að hann hefur miklar mætur á Ólafi Þór Hauks­syni hér­aðs­sak­sókn­ara, sem gegndi emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara frá 2009-2015.

Aðspurður segir hann þá tvo hafa átt gott vinnu­sam­band, hvor í sinni stofn­un­inni, en í bók­inni ræðir hann tölu­vert um gagn­rýni sem Ólafur Þór sem sér­stakur sak­sókn­ari fékk frá ákveðnum kreðsum á Íslandi.

„Það var ekki starfið hans að vera vin­sæll,“ segir Jared og hlær, spurður út í gagn­rýn­ina sem sett var fram á störf sér­staks sak­sókn­ara. Hann seg­ist raunar hafa farið með þessa sömu mön­tru er hann starf­aði hjá FME. „Ég sagði oft við sjálfan mig, það er ekki mitt hlut­verk að vera vin­sæll. Ef ég er vin­sæll hjá þeim hjá Arion er ég ekki að vinna vinn­una mína.“

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Skjáskot/Hringbraut

Hann segir sér­stakan sak­sókn­ara alltaf hafa verið opinn fyrir nýjum upp­lýs­ing­um, for­vit­inn og til­bú­inn að læra nýja hluti í sínu starfi, sem hafi hjálpað Jared sjálfum í starfi sínu hjá FME.

„Ég vissi aldrei hversu mikið pláss ég var með til þess að gera eitt­hvað innan FME en þegar ég hitti Ólaf í fyrsta skipti þá vissi ég að þarna væri maður sem ég gæti talað við,“ segir Jared.

Hann nefnir að Ólafur Þór hafi ekki komið inn í starfið með mikla sér­þekk­ingu á efna­hags­brota­málum eins og emb­ætti hans var falið að rann­saka, en áður en Ólafur Þór var skip­aður sér­stakur sak­sókn­ari hafði hann verið sýslu­maður á Akra­nesi og þar áður á Hólma­vík.

„Hann var alltaf for­vit­inn og vildi læra og skilja. Hann var einn af þeim bestu sem ég hef starfað með á ævinn­i,“ segir Jared.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent