Fullyrðir að gjaldeyri hafi verið stolið úr Seðlabankanum með fölskum reikningum

„Mér fannst ótrúlegt að Íslendingar væru að halda áfram að plata og svíkja,“ segir Jared Bibler, fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði FME. Hann segir að fölskum reikningum hafi verið beitt til að ná í gjaldeyri á afslætti árin 2008 og 2009.

Jared Bibler er að fara að gefa út bók um hrun íslensku bankanna og eftirmála í upphafi októbermánaðar.
Jared Bibler er að fara að gefa út bók um hrun íslensku bankanna og eftirmála í upphafi októbermánaðar.
Auglýsing

Fyrr­ver­andi rann­sak­andi á verð­bréfa­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins segir að gjald­eyri hafi verið stolið út úr Seðla­banka Íslands í stórum stíl í kjöl­far þess að banka­kerfið á Íslandi hrundi í fangið á almenn­ingi og gjald­eyr­is­höft voru sett á haustið 2008.

Þetta segir rann­sak­and­inn fyrr­ver­andi, Jared Bibler, að hafi verið gert með upp­setn­ingu skúffu­fyr­ir­tækja úti í Evr­ópu sem gáfu út falska reikn­inga, til dæmis fyrir ráð­gjafa­þjón­ustu, til íslenskra fyr­ir­tækja. Íslensku fyr­ir­tækin fram­vís­uðu þessum sömu reikn­ingum til Seðla­bank­ans og fengu að kaupa gjald­eyri á kjörum sem voru allt önnur en voru í boði fyrir utan Ísland. Síðan var féð flutt aftur til Íslands með veru­legum geng­is­hagn­aði og gróð­inn sem varð til í reynd nið­ur­greiddur af íslenskum almenn­ing­i.

Jared segir við Kjarn­ann að hann viti til þess að það hafi verið „smá teymi innan FME að skoða þetta árið 2009“ og eitt­hvað hafi verið sent til Seðla­bank­ans vegna þess­ara mála, en hann viti ekki hvernig þessum málum lauk. Sjálfur lauk hann störfum hjá FME undir lok árs 2011.

Hann segir fyrr­ver­andi banka­starfs­menn vera á meðal þeirra sem hafi nýtt sér þessa leið til þess að verða sér úti um gjald­eyri með veru­legum afslætti hjá íslenska rík­inu á tímum hafta.

„Það virk­aði þannig að Seðla­bank­inn borg­aði alltaf reikn­inga ef þeir komu frá til dæmis Bret­landi í pundum eða frá Sviss í frönk­um. Menn gátu bara stillt upp ein­hverju dummy fyr­ir­tæki í Sviss og það gat selt ráð­gjafa­þjón­ustu til Íslands, fyrir kannski 100 þús­und franka. Svo er hægt að setja upp skúffu­fyr­ir­tæki á Íslandi og fyr­ir­tækið mitt í Sviss sendir fyr­ir­tæk­inu þínu á Íslandi reikn­ing fyrir 100 þús­und franka ráð­gjafa­þjón­ustu. Það voru gjald­eyr­is­höft á Íslandi og ekki hægt að kaupa franka nema maður væri með reikn­ing. Þú gast farið með reikn­ing­inn í Seðla­bank­ann og sagt: „Getið þið greitt þessa 100 þús­und franka út til Svis­s?“

Auglýsing

Seðla­bank­inn sagði bara: „Já, ekk­ert mál. Here you go. Hér eru 100 þús­und frankar frá þjóð­inni út til Svis­s.“ Og ég í Sviss fæ 100 þús­und franka frá þér, frá Íslandi. Núna er ég með 100 þús­und franka úti í Sviss og get núna keypt rík­is­skulda­bréf og sent aftur til þín. Og þú ert að tvö­falda pen­ing­inn þinn í krónum á Íslandi. Og þjóðin er að borga það, Seðla­bank­inn er að borga það. Þetta var mikið í gangi á Íslandi árið 2009,“ sagði Jared, sem ræddi um efni vænt­an­legrar bókar sinnar um banka­hrunið og eft­ir­mála þess í ítar­legu við­tali sem birt­ist í Kjarn­anum á sunnu­dag.

Hann sagði frá því að þessi mis­notkun á gjald­eyr­is­við­skipt­unum við Seðla­bank­ann hafi komið honum á óvart. „Þetta var svo erfitt á þessum tíma og maður varla átti fyrir mat. Ástandið var svo slæmt á Íslandi. Mér fannst ótrú­legt að Íslend­ingar væru að halda áfram að plata og svíkja,“ sagði Jared, sem leiddi annað af tveimur teyma sem feng­ust við rann­sóknir á hrun­mál­unum innan FME um rúm­lega tveggja ára skeið.

Ekki hans hlut­verk að vera vin­sæll

Af lestri bókar Jareds, sem ber heitið Iceland’s Secret og kemur út á vegum bresku útgáf­unnar Harriman House í byrjun októ­ber, er ljóst að hann hefur miklar mætur á Ólafi Þór Hauks­syni hér­aðs­sak­sókn­ara, sem gegndi emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara frá 2009-2015.

Aðspurður segir hann þá tvo hafa átt gott vinnu­sam­band, hvor í sinni stofn­un­inni, en í bók­inni ræðir hann tölu­vert um gagn­rýni sem Ólafur Þór sem sér­stakur sak­sókn­ari fékk frá ákveðnum kreðsum á Íslandi.

„Það var ekki starfið hans að vera vin­sæll,“ segir Jared og hlær, spurður út í gagn­rýn­ina sem sett var fram á störf sér­staks sak­sókn­ara. Hann seg­ist raunar hafa farið með þessa sömu mön­tru er hann starf­aði hjá FME. „Ég sagði oft við sjálfan mig, það er ekki mitt hlut­verk að vera vin­sæll. Ef ég er vin­sæll hjá þeim hjá Arion er ég ekki að vinna vinn­una mína.“

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Skjáskot/Hringbraut

Hann segir sér­stakan sak­sókn­ara alltaf hafa verið opinn fyrir nýjum upp­lýs­ing­um, for­vit­inn og til­bú­inn að læra nýja hluti í sínu starfi, sem hafi hjálpað Jared sjálfum í starfi sínu hjá FME.

„Ég vissi aldrei hversu mikið pláss ég var með til þess að gera eitt­hvað innan FME en þegar ég hitti Ólaf í fyrsta skipti þá vissi ég að þarna væri maður sem ég gæti talað við,“ segir Jared.

Hann nefnir að Ólafur Þór hafi ekki komið inn í starfið með mikla sér­þekk­ingu á efna­hags­brota­málum eins og emb­ætti hans var falið að rann­saka, en áður en Ólafur Þór var skip­aður sér­stakur sak­sókn­ari hafði hann verið sýslu­maður á Akra­nesi og þar áður á Hólma­vík.

„Hann var alltaf for­vit­inn og vildi læra og skilja. Hann var einn af þeim bestu sem ég hef starfað með á ævinn­i,“ segir Jared.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauð viðvörun! Rauði liturinn táknar að hiti á viðkomandi veðurstöð hafi verið hærri í nóvember en að meðaltali síðustu tíu árin á undan.
Sex skrítnar staðreyndir um tíðarfarið í nóvember
Rafskútur í röðum – á fleygiferð. Fjöldi fólks á golfvöllum. Borðað úti á veitingastöðum. Nóvember fór sérlega blíðum höndum um Ísland þetta árið. Svo óvenju blíðum að hann fer í sögubækurnar.
Kjarninn 3. desember 2022
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Það er ekki talið svara kostnaði að fara í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum borgarstarfsmanna.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent