Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum

Undanfarin ár hefur Jared Bibler, sem starfaði hjá Landsbankanum þar til skömmu fyrir hrun bankakerfisins í október 2008 og síðar sem rannsakandi hjá Fjármálaeftirlitinu frá 2009-2011, verið að skrifa bók um reynslu sína af góðærinu, hruninu og eftirmálum þess á Íslandi. Hún kemur út í Bretlandi í byrjun næsta mánaðar og heitir Iceland’s Secret. Kjarninn nálgaðist eintak af bókinni nýlega og tók höfundinn tali í liðinni viku.

Hvað á ég eig­in­lega að kjós­a?“ spurði Jared Bibler í sam­tali sínu blaða­mann, enda íslenskur rík­is­borg­ari þrátt fyrir banda­rískan upp­runa og búsetu í Sviss allt frá árinu 2012. Hann flutt­ist til Íslands árið 2004 eftir að hafa áður hrif­ist af land­inu sem ferða­mað­ur. Þá grun­aði hann ekki að hann ætti eftir að festa rætur og í fram­hald­inu taka þátt í rann­sókn á þeim glæpum sem framdir voru í íslenska banka­kerf­inu á árunum fyrir hrun.

Jared segir frá því í við­tali við Kjarn­ann að bók­ina hafi hann ákveðið að skrifa sökum skorts á því að alþjóð­legir fjöl­miðlar gerðu íslenska banka­hrun­inu og eft­ir­málum þess almenni­leg skil í heild sinni. „Ég var alltaf að bíða eftir að Fin­ancial Times myndi covera þetta, en það gerð­ist aldrei,“ segir Jared. Hann seg­ist einnig hafa skrifað bók­ina fyrir Huldu Björk, eig­in­konu sína, sem lést af slys­förum í Sviss árið 2013. Bókin er til­einkuð henni. „Hún var alltaf að hvetja mig áfram í starf­inu hjá FME og ég veit að hún mun vita af því að þetta kemur út opin­ber­lega.“

Svefn­lausar nætur fylgdu starf­inu fyrir Lands­bank­ann

„Við á Íslandi erum alltaf að hugsa svo smátt, að bank­arnir okkar hafi ekki verið stór­ir, en við vorum í raun­inni með þrjú „En­ron-­dæmi“ sem hrundu á einni viku,“ segir Jared, sem skrif­aði einmitt grein í Morg­un­blaðið árið 2010 þar sem hann setti umfang hruns íslensku bank­anna í alþjóð­legt sam­hengi. Hann bendir á að nokkrar bækur hafi verið skrif­aðar um hrun Enron, auk þess sem þeirri sögu allri hafi verið gerð skil á hvíta tjald­inu. Að sama skapi sé ógn­ar­vöxtur og hrun íslensku bank­anna „saga sem ver­öldin á að kynn­ast og læra af“.

Auglýsing

Jared, sem er verk­fræð­ingur frá MIT-há­skól­anum í Banda­ríkj­un­um, lýsir því sem hægt er að kalla vafa­sama starfs­hætti eigna­stýr­ing­ar­sviðs og sjóða Lands­bank­ans í aðdrag­anda hruns­ins. „Lands­bank­inn var með eigna­stýr­ing­ar­svið og svo var líka til Landsvaki, sem var sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki í 100 pró­sent eigu Lands­bank­ans. Og við vorum í raun­inni í sama her­berg­in­u,“ rifjar Jared upp, en fyrir þau sem ekki þekkja til ætti að vera upp­reistur Kína­múr á milli þess­ara tveggja sviða ef allt væri eðli­legt. Sem það var ekki.

Bók Jareds kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum í upphafi október.

Á köflum eru lýs­ing­arnar hreint kostu­leg­ar, en Jared starf­aði hjá Landsvaka, sem rak verð­bréfa­sjóði bank­ans. „Já, Jesus Christ. Þetta var ótrú­legt og ég gat ekki sofið í marga mán­uði. Ég fékk alltaf við­brögð­in: „Jared minn þú ert að pæla of mik­ið. Bring me solutions!

Í bók­inni segir auk ann­ars frá fjár­fest­ingu sjóðs­ins Lands­banki Aquila Real Estate Fund (Lar­ef) í einu til­teknu verk­efni í Búkarest í Rúm­en­íu, sem óhætt er að segja að hafi farið veru­lega út af spor­inu.

Fyr­ir­tækið Askar Capi­tal fór fyrir verk­efn­inu en sjóður Lands­bank­ans kom með fjár­magnið að borð­inu. „Askar voru að ljúga að okkur á fullu,“ segir Jared um hið mikla fast­eigna­þró­un­ar­verk­efni í Búkarest. „Það var alltaf verið að senda okkur til­kynn­ing­ar, árs­fjórð­ungs­lega, á ensku, um hvað allt gengi vel í ferl­in­u,“ en Jared varð engu að síður skept­ískur á fram­vind­una.

„Vin­kona mín bjó í Búkarest og fór þangað fyrir mig og tók síma­mynd­ir. Og það var bara ekk­ert í gangi. Í heilt ár. Þetta var bara eitt­hvað drasl hús­næði í úthverfi Búkarest,“ segir Jared hlæj­andi og blaða­maður nán­ast heyrir hann hrista haus­inn á heim­ili sínu í Zürich í Sviss.

„Það var svo mikið af ein­hverju svona í gangi, þetta var alls staðar í Lands­bank­anum á þeim tíma. Þegar ég var að vinna fyrir FME hringdi fyrr­ver­andi starfs­maður Lands­bank­ans í mig og sagði: „Heyrðu, vissir þú að Pen­inga­bréf Lands­bank­ans voru með í raun­inni tvö upp­gjör­s­kerfi, two sets of books?

Lýsir Jared því að það hafi verið eitt kerfi sem var opin­bert og form­lega með verð sjóðs­ins sem voru gefin út dags­dag­lega, en sjóðs­stjórar voru með Excel-skjal sem var svona „raun­hæft“. Þetta segir Jared að hafi verið í gangi í ef til vill sex mán­uði, jafn­vel ár, áður en allt hrundi og sé nán­ast skóla­bók­ar­dæmi um fjár­drátt.

„Þetta heyrði ég bara eftir á. Pen­inga­bréfin voru á þessum tíma stærsti sjóður á Íslandi. Með fullt af pen­ingum alls­staðar frá á Íslandi. Í raun var sjóð­ur­inn að kaupa skulda­bréf útgefin af skúffu­fyr­ir­tækjum og þessi skúffu­fyr­ir­tæki voru að kaupa upp eigin bréf Lands­bank­ans. Við vorum að fjár­magna það. Þjóðin sjálf. Almenn­ing­ur,“ segir Jared.

Hann fékk nóg af starf­inu og van­líð­an­inni sem því fylgdi og ákvað að hætta hjá bank­an­um. Síðan féllu bank­arnir ein­ungis nokkrum dögum seinna. Jared lýsir því í bók­inni að skyndi­lega hafi til­vera hans umturnast, eins og margra ann­arra Íslend­inga. Horfa þurfti í hverja krónu eftir ára­langt góð­ær­is­tíma­bil, þar sem versl­un­ar­ferðir til Banda­ríkj­anna höfðu orðið að þjóðar­í­þrótt. Og það var ekki ein­falt að fá vinnu. Árið 2009 hreppti Jared þó starf hjá FME, sem rann­sak­andi á verð­bréfa­sviði.

Jared starfaði hjá FME frá 2009-2011.
FME
Hann var í lykilhlutverki við rannsóknir FME á markaðsmisnotkunarmálum stóru bankanna þriggja.
Skjáskot/mbl.is

Í starfi sínu kom hann fljót­lega auga á þá mark­aðs­mis­notkun sem stunduð var af öllum stóru íslensku bönk­unum á árunum fyrir hrun. Hann lýsir því í bók­inni að eitt af því fyrsta sem hann hafi verið feng­inn til að gera hafi verið að skoða við­skipta­gögn úr Kaup­höll­inni, dag­ana fyrir hrun. Þar hafi hann hnotið um það að bank­arnir sjálfir voru að kaupa nán­ast öll þau bréf sem hreyfð­ust á mark­aðn­um. Við frek­ari eft­ir­grennslan kom svo í ljós að þetta hafði við­geng­ist árum sam­an.

Jared leiddi um meira en tveggja ára skeið annað af tveimur teymum sem fóru með rann­sóknir á þessum mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­um, sem sner­ust í grunn­inn um það sama hvort sem það var Kaup­þing, Lands­banki eða Glitnir sem áttu í hlut; kaup bank­anna á eigin bréfum í þeim til­gangi að halda hluta­bréfa­verði bank­anna háu í þeim til­gangi að geta rakað inn lánsfé erlendis frá.

„Málin voru stærstu mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál heims­sög­unn­ar, og án þeirra hefði lífið á Íslandi verið miklu betra. Fyrir mig eru málin þrjú lyk­il­málin í góð­ær­inu og krepp­unn­i,“ segir Jared og bætir við að án mark­aðs­mis­notk­un­ar­innar hefðu bank­arnir aldrei getað aflað sér alls þess láns­fjár sem þeir sóttu.

Upp­lifði þrýst­ing um að „klifra ekki of hátt í Kaup­þingi“

Hann seg­ist ánægður með að Íslandi hafi tek­ist að fara þá leið, öfugt við mörg önnur ríki sem voru að gera upp bresti í sínum fjár­mála­kerf­um, að gera stjórn­endur í bönk­unum ábyrga fyrir ólög­mætum starfs­háttum bank­anna. En lýsir því um leið að það hafi ekki verið sjálf­sagt að sú leið hafi verið far­in.

Hann seg­ist til dæmis hafa verið „undir þrýst­ingi“ frá yfir­boð­urum sínum í FME um „að klifra ekki of hátt í Kaup­þing­i“. Í bók­inni lýsir hann því að hans næsti yfir­boð­ari hafi í upp­hafi viljað senda mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál Kaup­þings til ákæru­með­ferðar hjá sér­stökum sak­sókn­ara undir þeim for­merkjum að það hefði ein­ungis verið á ábyrgð ungra og óreyndra starfs­manna bank­ans sem sáu um að fram­kvæma sjálf við­skipt­in.

Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var einn níu ákærðra í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, eins og málið var oft kallað.

„Þá átti ég bara að senda það til sak­sókn­ara,“ segir Jared, sem taldi þó rétt og eðli­legt að stjórn­endur yrðu látnir sæta ábyrgð og náði að koma því til leið­ar.

Á end­anum voru níu manns ákærð í mál­inu, þeirra á meðal Sig­­urður Ein­­ar­s­­son, fyrrum starf­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Kaup­­þings, Hreiðar Már Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings og Magnús Guð­­munds­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings í Lúx­em­­borg. „Ég held að við getum verið ánægð með að hafa strax farið á eftir stærsta fólk­inu í stærsta bank­an­um, því það var ekki gert ann­ars­stað­ar, ekki í Banda­ríkj­unum og ekki í Bret­land­i,“ segir Jared.

„Það var alltaf smá þrýst­ingur settur á mig. Það sem kom á móti var, að þegar ég fór til dæmis í partý úti í bæ og sagði fólki að ég væri að rann­saka hrun­málin fyrir FME fékk ég alltaf við­brögð­in: „Haltu áfram mað­ur, go get them“ og slíkt,“ segir Jared. Hann seg­ist meira að segja einu sinni hafa sagt við yfir­mann sinn hjá FME að hann væri ekki að starfa fyrir hann. „Yf­ir­mað­ur­inn minn er þjóð­fé­lag­ið,“ seg­ist Jared hafa tjáð yfir­mann­in­um. Hann hafi litið svo á að hann væri með smá umboð frá þjóð­inni, þessi tæpu tvö ár sem hann var rann­sak­andi hjá FME.

Vantar hvata í eft­ir­litið

Af lestri bók­ar­innar má ráða að Jared hafi talið FME frekar veik­burða stofnun til þess að takast á við þá stöðu sem hér kom upp er bank­arnir hrundu og aðstöðumun­inn á milli opin­bera eft­ir­lits­ins og bæði gömlu og nýju bank­anna sem reistir voru úr rústum þeirra mik­inn. Jared segir ætlun sína ekki hafa verið að gefa til kynna að eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi hefði verið verra hér á landi en ann­ars­stað­ar. Það hafi verið – og sé enn – víða í ólestri, ekki bara á Íslandi.

„Von­andi kemur það skýrt fram í bók­inni að þetta er stærra vanda­mál. Ísland er bara svona test case,“ segir Jared. „Fólk er ekki með reynslu og það er alltaf betra tæki­færi innan fjár­mála­kerf­is­ins sjálfs. Góður starfs­maður innan FME getur farið til Kaup­þings eða Arion banka eða hvað þetta heitir núna og kannski tvö­faldað launin sín. Þess vegna er aldrei vilji til þess að gera eitt­hvað stórt, því að starfs­maður sem er góður og vill eitt­hvað betra tæki­færi, hann vill ekki gera Arion banka brjál­að­an. Við erum ekki að stilla upp sam­fé­lag­inu þannig að eft­ir­litið verði sterkt, það eru engir hvatar fyrir eft­ir­litið til þess að gera vel,“ segir Jared.

Þetta var svo erfitt á þessum tíma og maður varla átti fyrir mat. Ástandið var svo slæmt á Íslandi. Mér fannst ótrúlegt að Íslendingar væru að halda áfram að plata og svíkja.

Hann nefnir dæmi í bók­inni um lög­fræð­ing sem starf­aði með honum hjá FME og virt­ist ekki vilja ganga í málin sem Jared vildi ganga í. „Hann vildi bara kom­ast að því hvernig hann gæti ekki gert neitt. Var ánægður með að lesa lögin og drekka kaffi. En ég hef séð svona dæmi alls­staðar í heim­in­um,“ segir Jared.

Innan FME segir Jared þó að litlir burðir hafi verið til þess að takast á við allt það sem hefði þurft að skoða eftir hrun banka­kerf­is­ins. „Sviðið sem var að sjá um útlán Lands­banka, Kaup­þings og Glitni, þetta svið voru 5 eða 6 manns með þrjú „En­ron-­dæmi“ á móti sér. Það er ekk­ert hægt.“

Segir stór svika­mál hafa átt sér stað eftir hrun

Þrátt fyrir að Jared sé, eins og áður var nefnt, nokkuð sáttur með það sem hann og sam­starfs­fólk hans hjá FME náði að koma til leiðar frá 2009 til 2011 svíður honum ljós­lega hvernig skipu­lags­breyt­ingar hjá stofn­un­inni árið 2011 og nið­ur­lagn­ing rann­sókn­artey­manna sem þar störf­uðu komu í veg fyrir að mörg mál væru rann­sökuð til fulls.

Þar á hann við tugi inn­herja­svika­mála, auk ann­ars. Raunar seg­ist Jared telja að ein­ungis 5-10 pró­sent mála sem hægt hefði verið að rann­saka og ákæra fyrir eftir hrun hafi kom­ist frá eft­ir­lit­inu, ef litið er til mála­fjölda.

Hann segir frá því í bók­inni að Unnur Gunn­ars­dótt­ir, þá yfir­lög­fræð­ingur FME, síðar for­stjóri eft­ir­lits­ins frá 2012 og nú vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits, hafi sagt honum árið 2011 að það væri ein­fald­lega ekki þörf á frek­ari rann­sóknum á hrun­mál­un­um. Jared full­yrðir að hún hafi kallað hann barna­legan fyrir að halda því fram að mál eins og þau sem áttu sér stað í aðdrag­anda hruns gætu átt sér stað aft­ur.

„Hún sagði það við mig. Og þetta voru mikil von­brigði. Við vorum bara búin að sjá 5 eða 10 pró­sent af mál­unum á þeim tíma. Það var miklu meira að gera. Það voru líka í gangi stór glæpa­mál eftir hrun,“ segir Jared og blaða­maður spyr til hvers hann sé að vísa.

„Það voru inn­herj­a­mál sem ég sá sem voru mjög slæm á þeim tíma. Og málin með gjald­eyr­inn og Seðla­bank­ann. Fólk var að kaupa krónur í Bret­landi og taka aftur til Íslands og nota til þess falska reikn­inga. Fólk var bara að stela pen­ing út úr Seðla­bank­anum árin 2008 og 2009,“ segir Jared og rekur síðan fléttur sem hann segir að fyrr­ver­andi banka­starfs­menn hafi nýtt sér í stórum stíl til þess að ná gjald­eyri út úr Seðla­bank­anum á tímum gjald­eyr­is­hafta.

„Það virk­aði þannig að Seðla­bank­inn borg­aði alltaf reikn­inga ef þeir komu frá til dæmis Bret­landi í pundum eða frá Sviss í frönk­um. Menn gátu bara stillt upp ein­hverju dummy fyr­ir­tæki í Sviss og það gat selt ráð­gjafa­þjón­ustu til Íslands, fyrir kannski 100 þús­und franka. Svo er hægt að setja upp skúffu­fyr­ir­tæki á Íslandi og fyr­ir­tækið mitt í Sviss sendir fyr­ir­tæk­inu þínu á Íslandi reikn­ing fyrir 100 þús­und franka ráð­gjafa­þjón­ustu. Það voru gjald­eyr­is­höft á Íslandi og ekki hægt að kaupa franka nema maður væri með reikn­ing. Þú gast farið með reikn­ing­inn í Seðla­bank­ann og sagt: „Getið þið greitt þessa 100 þús­und franka út til Svis­s?“

Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlitsins.
Seðlabanki Íslands

Seðla­bank­inn sagði bara: „Já, ekk­ert mál. Here you go. Hér eru 100 þús­und frankar frá þjóð­inni út til Svis­s.“ Og ég í Sviss fæ 100 þús­und franka frá þér, frá Íslandi. Núna er ég með 100 þús­und franka úti í Sviss og get núna keypt rík­is­skulda­bréf og sent aftur til þín. Og þú ert að tvö­falda pen­ing­inn þinn í krónum á Íslandi. Og þjóðin er að borga það, Seðla­bank­inn er að borga það. Þetta var mikið í gangi á Íslandi árið 2009,“ segir Jared.

„Þú gast fengið frank­ann á kannski 100 krónur á Íslandi. En úti vildi eng­inn íslensk skulda­bréf og í Sviss var hægt að kaupa 250 krónur fyrir einn franka. Þetta var svika­myll­an.“

Hann segir að hann viti til þess að það hafi verið „smá teymi innan FME að skoða þetta árið 2009“ og eitt­hvað hafi verið sent til Seðla­bank­ans vegna þess­ara mála. „En ég veit ekki hvernig það end­aði. Ég treysti ekki Seðla­bank­anum á þessum tíma. Neyð­ar­lán­ið, Davíð Odds­son og allt það,“ segir Jared.

„Þetta var svo erfitt á þessum tíma og maður varla átti fyrir mat. Ástandið var svo slæmt á Íslandi. Mér fannst ótrú­legt að Íslend­ingar væru að halda áfram að plata og svíkja.“

Vildi skoða Seðla­bank­ann og Kaup­höll­ina

Jared segir frá því í bók­inni að hann hafi viljað rann­saka 500 millj­óna evra neyð­ar­lánið sem Seðla­bank­inn ákvað að veita Kaup­þingi sama dag og neyð­ar­lög voru sett á Íslandi, þann 6. októ­ber árið 2008. Honum hafi hins vegar verið sagt að FME gæti ekki rann­sakað gjörðir Seðla­bank­ans.

Að sama skapi vildi hann taka Kaup­höll Íslands til rann­sókn­ar, sem vett­vang markaðmis­notk­un­ar­inn­ar. „Þetta eru stærstu mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál sög­unn­ar. Og ég vildi bara skoða, hvernig þetta var í Kaup­höll­inni. Því við sáum við­skiptin úr Kaup­höll­inni og það var aug­ljóst að það var stundum bara einn maður að sópa upp til dæmis öllum bréfum í Kaup­þingi allan dag­inn. Ég hefði verið til í að sjá tölvu­pósta innan Kaup­hall­ar­inn­ar, var ein­hver kvíð­inn yfir þessu? En það var aldrei gert,“ segir Jared.

Hefði þurft að grípa í brems­una

Jared segir ljóst að sama hvað líður vand­ræð­unum í alþjóð­lega fjár­mála­kerf­inu árið 2008 hafi íslensku bank­arnir verið orðnir of stór­ir, of skuld­settir og ósjálf­bærir löngu áður, öfugt við þá sögu­skoðun sem stundum nái jafn­vel að verða ráð­andi á Íslandi, að íslensku bank­arnir hafi verið fórn­ar­lömb aðstæðna sem sköp­uð­ust á erlendum mörk­uð­um.

Hann seg­ist nýlega hafa fengið til­vitnun senda frá erlendum manni sem var hátt­settur í Kaup­þingi, en þegar hún barst var bókin farin í prent­un. „Hann var einn af topp fimm eða átta manns í Kaup­þingi og sagði að árið 2005 hefði Kaup­þing verið „þrot“. Þessir bankar voru í vand­ræðum frá kannski 2002-2003. Þetta er eins og í Ponzi-svik­um. Bank­inn er að gefa út slæm lán og mikið af þeim. Þá er bara ein leið til að lifa áfram og það er að stækka bank­ann. Það sem var að ger­ast 2003-2006 var að þeir voru að skuld­setja sig meira erlendis frá og tvö­falda bank­ana á hverju ári. Þessir bankar voru alltaf í vand­ræð­u­m,“ segir Jared.

Auglýsing

Hann telur að „min­i-krísan“ árið 2006 hefði verið tíma­punkt­ur­inn fyrir Ísland til þess að taka stöð­una og horfa á það sem var í gangi í bönk­un­um, sem sam­fé­lag. „Það var ekki neitt gert,“ segir Jared, en á þessum tíma hættu evr­ópskir fjár­festa að miklu leyti að vilja kaupa skulda­bréf íslensku bank­anna.

„Þá fór Kaup­þing til Banda­ríkj­anna og Mexíkó, Japan og Hong Kong til að selja skulda­bréf­in. Og Lands­bank­inn fór í þetta hel­vítis Ices­a­ve-­dæmi til að afla pen­inga, því þetta var alltaf spurn­ing um að tvö­fald­ast á hverju ári.“

Með falli Lehman-­bank­ans í Banda­ríkj­unum hafi svo lok­ast á að mögu­leika íslensku bank­anna til frek­ari skuld­setn­ing­ar. „Fjár­málakreppan kom loks­ins til að stöðva þetta, en Ísland var alltaf í vand­ræðum með þetta fjár­mála­kerf­i,“ segir Jared, sem seg­ist raunar efast um að það sé allt við hesta­heilsu í fjár­mála­kerf­inu á Íslandi í dag.

Og af hverju telur hann það?

„Í raun er þetta bara sama fólkið sem er að sjá um allt,“ svarar hann um hæl.

„Að horfa til fram­tíð­ar“ sé versti fras­inn

Í sam­tali við blaða­mann seg­ist hann harma það að ekki hafi verið sett upp var­an­legt eft­ir­lits- og rann­sóknateymi hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Hann hafi fengið að heyra það að ekki væri þörf á slíku teymi á Íslandi þar sem Danir væru ekki með slíkt. „The Danes don’t have it so we don’t need it. Týpískt íslenskt,“ segir Jared og segir engu hafa skipt þó hann benti á að slík teymi væru í fjár­mála­eft­ir­lits­stofn­unum í Bret­landi, Banda­ríkj­unum og Sviss.

„Ég held að til­finn­ingin í íslensku elít­unni hafi árið 2011 verið að það væri komið nóg. Tími kom­inn til þess að slökkva og gera eitt­hvað ann­að. Versti fras­inn í tungu­mál­inu er að „horfa til fram­tíð­ar“. Obama var að segja það í Banda­ríkj­unum þegar hann ákvað að gera bara ekki neitt í fjár­málakrís­unni þar. Við þurfum að horfa til fram­tíð­ar, já. En þegar morð er framið segj­umst við ekki þurfa að horfa til fram­tíð­ar,“ segir Jared, sem sjálfur sótt­ist eftir starfi for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins er það var aug­lýst árið 2012.

Hann segir að það við­horf hafi orðið ráð­andi innan FME að ekki þyrfti að gera mikið meira til þess að gera upp hrun­ið. Spurður hvort hann viti eitt­hvað hvað hafi nákvæm­lega ráðið því hvernig þar spil­að­ist úr málum seg­ist Jared ekki vita það.

„Ég veit ekki nákvæm­lega hvaðan þrýst­ing­ur­inn kom. En mér var sagt að það væri kom­inn tími til að halda áfram með líf­ið. Ég veit ekki hvaðan það kom.“

Hann segir að mál sem verið var að rann­saka í spari­sjóða­kerf­inu muni vegna þessa aldrei koma upp á yfir­borðið og ekki heldur fjöl­mörg inn­herj­a­mál. „Sumt var gert, og ég til dæmis nefni í bók­inni málið hans Frið­finns hjá Glitni sem var mjög aug­ljóst mál og auð­velt að rann­saka, en það voru kannski 20, 30 eða 50 svipuð mál sem við fórum aldrei í. Við vorum bara með einn mann í að rann­saka inn­herj­a­mál eftir krís­una,“ segir Jared.

Ábyrgð­ar­leysi íslenskrar tungu

Sjón­ar­horn Jareds sem höf­undar er stundum áhuga­vert, þar sem sagan er sögð af hálfu inn­flytj­anda í íslensku sam­fé­lagi sem var í hringa­miðju atburða. Oft og tíðum lýsir Jared því sem honum þótti und­ar­legt, eins og það ábyrgð­ar­leysi sem stundum ein­kennir hvernig Íslend­ingar segja frá ein­hverju sem betur hefði mátt fara.

Mis­tök ger­ast á Íslandi, en órætt er í hverju þau fel­ast eða hver ber ábyrgð á þeim, jafn­vel í umfjöll­unum fjöl­miðla eða í bréfa­skriftum á milli opin­berra stofn­ana.

Blaða­maður spyr út í þetta og Jared hlær. „Í mál­fræð­inni heitir það mið­mynd, er það ekki? Þetta er kallað midd­le-voice á ensku,“ segir hann og bætir við að Banda­ríkj­unum sé frekar notuð ger­mynd („ég gerði mis­tök“) á meðan að í Bret­landi sé notuð þol­mynd („mi­s­tök voru gerð“). Á Íslandi er hins­vegar oft sagt frá því mis­tök hafi ein­fald­lega gerst.

„Þegar ég var að læra íslensku þótti mér þetta svo merki­legt, hvernig fólk not­aði þetta og orða­til­tæki eins og „þetta reddast“. En kannski er það nauð­syn­legt á Íslandi, af því að það er svo fátt fólk,“ segir Jared.

Vonar að bókin geri eitt­hvað gott fyrir landið

Bókin Iceland’s Secret kemur út hjá bresku útgáf­unni Harriman House í upp­hafi næsta mán­að­ar, en íslensk þýð­ing á bók­inni er ekki fyr­ir­huguð að svo stöddu þrátt fyrir að Jared hafi sett sig í sam­band við íslenska útgáfu fyrr á þessu ári í von um að hann næði bók­inni inn í íslenska jóla­bóka­flóð­ið.

„Út­gef­and­inn minn var líka í sam­bandi við Penn­ann um dag­inn um að selja bók­ina á Íslandi en fékk bara svarið nei takk, við höfum ekki áhuga. Sem er áhuga­vert því ég upp­lifði það þegar ég bjó á Íslandi að Íslend­ingar hefðu mjög mik­inn áhuga á öllu sem skrifað væri um Ísland í útlönd­um,“ segir Jared.

Hann seg­ist þó vona að bókin nái ein­hverri útbreiðslu hér­lend­is. „​​Ég vona að bókin geti gert eitt­hvað gott fyrir land­ið, því ég elska land­ið, ég elska þjóð­ina og ég held að það sé mjög mik­il­vægt að þessi saga komi út á Ísland­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiViðtal