Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum

Undanfarin ár hefur Jared Bibler, sem starfaði hjá Landsbankanum þar til skömmu fyrir hrun bankakerfisins í október 2008 og síðar sem rannsakandi hjá Fjármálaeftirlitinu frá 2009-2011, verið að skrifa bók um reynslu sína af góðærinu, hruninu og eftirmálum þess á Íslandi. Hún kemur út í Bretlandi í byrjun næsta mánaðar og heitir Iceland’s Secret. Kjarninn nálgaðist eintak af bókinni nýlega og tók höfundinn tali í liðinni viku.

Hvað á ég eig­in­lega að kjós­a?“ spurði Jared Bibler í sam­tali sínu blaða­mann, enda íslenskur rík­is­borg­ari þrátt fyrir banda­rískan upp­runa og búsetu í Sviss allt frá árinu 2012. Hann flutt­ist til Íslands árið 2004 eftir að hafa áður hrif­ist af land­inu sem ferða­mað­ur. Þá grun­aði hann ekki að hann ætti eftir að festa rætur og í fram­hald­inu taka þátt í rann­sókn á þeim glæpum sem framdir voru í íslenska banka­kerf­inu á árunum fyrir hrun.

Jared segir frá því í við­tali við Kjarn­ann að bók­ina hafi hann ákveðið að skrifa sökum skorts á því að alþjóð­legir fjöl­miðlar gerðu íslenska banka­hrun­inu og eft­ir­málum þess almenni­leg skil í heild sinni. „Ég var alltaf að bíða eftir að Fin­ancial Times myndi covera þetta, en það gerð­ist aldrei,“ segir Jared. Hann seg­ist einnig hafa skrifað bók­ina fyrir Huldu Björk, eig­in­konu sína, sem lést af slys­förum í Sviss árið 2013. Bókin er til­einkuð henni. „Hún var alltaf að hvetja mig áfram í starf­inu hjá FME og ég veit að hún mun vita af því að þetta kemur út opin­ber­lega.“

Svefn­lausar nætur fylgdu starf­inu fyrir Lands­bank­ann

„Við á Íslandi erum alltaf að hugsa svo smátt, að bank­arnir okkar hafi ekki verið stór­ir, en við vorum í raun­inni með þrjú „En­ron-­dæmi“ sem hrundu á einni viku,“ segir Jared, sem skrif­aði einmitt grein í Morg­un­blaðið árið 2010 þar sem hann setti umfang hruns íslensku bank­anna í alþjóð­legt sam­hengi. Hann bendir á að nokkrar bækur hafi verið skrif­aðar um hrun Enron, auk þess sem þeirri sögu allri hafi verið gerð skil á hvíta tjald­inu. Að sama skapi sé ógn­ar­vöxtur og hrun íslensku bank­anna „saga sem ver­öldin á að kynn­ast og læra af“.

Auglýsing

Jared, sem er verk­fræð­ingur frá MIT-há­skól­anum í Banda­ríkj­un­um, lýsir því sem hægt er að kalla vafa­sama starfs­hætti eigna­stýr­ing­ar­sviðs og sjóða Lands­bank­ans í aðdrag­anda hruns­ins. „Lands­bank­inn var með eigna­stýr­ing­ar­svið og svo var líka til Landsvaki, sem var sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki í 100 pró­sent eigu Lands­bank­ans. Og við vorum í raun­inni í sama her­berg­in­u,“ rifjar Jared upp, en fyrir þau sem ekki þekkja til ætti að vera upp­reistur Kína­múr á milli þess­ara tveggja sviða ef allt væri eðli­legt. Sem það var ekki.

Bók Jareds kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum í upphafi október.

Á köflum eru lýs­ing­arnar hreint kostu­leg­ar, en Jared starf­aði hjá Landsvaka, sem rak verð­bréfa­sjóði bank­ans. „Já, Jesus Christ. Þetta var ótrú­legt og ég gat ekki sofið í marga mán­uði. Ég fékk alltaf við­brögð­in: „Jared minn þú ert að pæla of mik­ið. Bring me solutions!

Í bók­inni segir auk ann­ars frá fjár­fest­ingu sjóðs­ins Lands­banki Aquila Real Estate Fund (Lar­ef) í einu til­teknu verk­efni í Búkarest í Rúm­en­íu, sem óhætt er að segja að hafi farið veru­lega út af spor­inu.

Fyr­ir­tækið Askar Capi­tal fór fyrir verk­efn­inu en sjóður Lands­bank­ans kom með fjár­magnið að borð­inu. „Askar voru að ljúga að okkur á fullu,“ segir Jared um hið mikla fast­eigna­þró­un­ar­verk­efni í Búkarest. „Það var alltaf verið að senda okkur til­kynn­ing­ar, árs­fjórð­ungs­lega, á ensku, um hvað allt gengi vel í ferl­in­u,“ en Jared varð engu að síður skept­ískur á fram­vind­una.

„Vin­kona mín bjó í Búkarest og fór þangað fyrir mig og tók síma­mynd­ir. Og það var bara ekk­ert í gangi. Í heilt ár. Þetta var bara eitt­hvað drasl hús­næði í úthverfi Búkarest,“ segir Jared hlæj­andi og blaða­maður nán­ast heyrir hann hrista haus­inn á heim­ili sínu í Zürich í Sviss.

„Það var svo mikið af ein­hverju svona í gangi, þetta var alls staðar í Lands­bank­anum á þeim tíma. Þegar ég var að vinna fyrir FME hringdi fyrr­ver­andi starfs­maður Lands­bank­ans í mig og sagði: „Heyrðu, vissir þú að Pen­inga­bréf Lands­bank­ans voru með í raun­inni tvö upp­gjör­s­kerfi, two sets of books?

Lýsir Jared því að það hafi verið eitt kerfi sem var opin­bert og form­lega með verð sjóðs­ins sem voru gefin út dags­dag­lega, en sjóðs­stjórar voru með Excel-skjal sem var svona „raun­hæft“. Þetta segir Jared að hafi verið í gangi í ef til vill sex mán­uði, jafn­vel ár, áður en allt hrundi og sé nán­ast skóla­bók­ar­dæmi um fjár­drátt.

„Þetta heyrði ég bara eftir á. Pen­inga­bréfin voru á þessum tíma stærsti sjóður á Íslandi. Með fullt af pen­ingum alls­staðar frá á Íslandi. Í raun var sjóð­ur­inn að kaupa skulda­bréf útgefin af skúffu­fyr­ir­tækjum og þessi skúffu­fyr­ir­tæki voru að kaupa upp eigin bréf Lands­bank­ans. Við vorum að fjár­magna það. Þjóðin sjálf. Almenn­ing­ur,“ segir Jared.

Hann fékk nóg af starf­inu og van­líð­an­inni sem því fylgdi og ákvað að hætta hjá bank­an­um. Síðan féllu bank­arnir ein­ungis nokkrum dögum seinna. Jared lýsir því í bók­inni að skyndi­lega hafi til­vera hans umturnast, eins og margra ann­arra Íslend­inga. Horfa þurfti í hverja krónu eftir ára­langt góð­ær­is­tíma­bil, þar sem versl­un­ar­ferðir til Banda­ríkj­anna höfðu orðið að þjóðar­í­þrótt. Og það var ekki ein­falt að fá vinnu. Árið 2009 hreppti Jared þó starf hjá FME, sem rann­sak­andi á verð­bréfa­sviði.

Jared starfaði hjá FME frá 2009-2011.
FME
Hann var í lykilhlutverki við rannsóknir FME á markaðsmisnotkunarmálum stóru bankanna þriggja.
Skjáskot/mbl.is

Í starfi sínu kom hann fljót­lega auga á þá mark­aðs­mis­notkun sem stunduð var af öllum stóru íslensku bönk­unum á árunum fyrir hrun. Hann lýsir því í bók­inni að eitt af því fyrsta sem hann hafi verið feng­inn til að gera hafi verið að skoða við­skipta­gögn úr Kaup­höll­inni, dag­ana fyrir hrun. Þar hafi hann hnotið um það að bank­arnir sjálfir voru að kaupa nán­ast öll þau bréf sem hreyfð­ust á mark­aðn­um. Við frek­ari eft­ir­grennslan kom svo í ljós að þetta hafði við­geng­ist árum sam­an.

Jared leiddi um meira en tveggja ára skeið annað af tveimur teymum sem fóru með rann­sóknir á þessum mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­um, sem sner­ust í grunn­inn um það sama hvort sem það var Kaup­þing, Lands­banki eða Glitnir sem áttu í hlut; kaup bank­anna á eigin bréfum í þeim til­gangi að halda hluta­bréfa­verði bank­anna háu í þeim til­gangi að geta rakað inn lánsfé erlendis frá.

„Málin voru stærstu mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál heims­sög­unn­ar, og án þeirra hefði lífið á Íslandi verið miklu betra. Fyrir mig eru málin þrjú lyk­il­málin í góð­ær­inu og krepp­unn­i,“ segir Jared og bætir við að án mark­aðs­mis­notk­un­ar­innar hefðu bank­arnir aldrei getað aflað sér alls þess láns­fjár sem þeir sóttu.

Upp­lifði þrýst­ing um að „klifra ekki of hátt í Kaup­þingi“

Hann seg­ist ánægður með að Íslandi hafi tek­ist að fara þá leið, öfugt við mörg önnur ríki sem voru að gera upp bresti í sínum fjár­mála­kerf­um, að gera stjórn­endur í bönk­unum ábyrga fyrir ólög­mætum starfs­háttum bank­anna. En lýsir því um leið að það hafi ekki verið sjálf­sagt að sú leið hafi verið far­in.

Hann seg­ist til dæmis hafa verið „undir þrýst­ingi“ frá yfir­boð­urum sínum í FME um „að klifra ekki of hátt í Kaup­þing­i“. Í bók­inni lýsir hann því að hans næsti yfir­boð­ari hafi í upp­hafi viljað senda mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál Kaup­þings til ákæru­með­ferðar hjá sér­stökum sak­sókn­ara undir þeim for­merkjum að það hefði ein­ungis verið á ábyrgð ungra og óreyndra starfs­manna bank­ans sem sáu um að fram­kvæma sjálf við­skipt­in.

Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var einn níu ákærðra í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, eins og málið var oft kallað.

„Þá átti ég bara að senda það til sak­sókn­ara,“ segir Jared, sem taldi þó rétt og eðli­legt að stjórn­endur yrðu látnir sæta ábyrgð og náði að koma því til leið­ar.

Á end­anum voru níu manns ákærð í mál­inu, þeirra á meðal Sig­­urður Ein­­ar­s­­son, fyrrum starf­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Kaup­­þings, Hreiðar Már Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings og Magnús Guð­­munds­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings í Lúx­em­­borg. „Ég held að við getum verið ánægð með að hafa strax farið á eftir stærsta fólk­inu í stærsta bank­an­um, því það var ekki gert ann­ars­stað­ar, ekki í Banda­ríkj­unum og ekki í Bret­land­i,“ segir Jared.

„Það var alltaf smá þrýst­ingur settur á mig. Það sem kom á móti var, að þegar ég fór til dæmis í partý úti í bæ og sagði fólki að ég væri að rann­saka hrun­málin fyrir FME fékk ég alltaf við­brögð­in: „Haltu áfram mað­ur, go get them“ og slíkt,“ segir Jared. Hann seg­ist meira að segja einu sinni hafa sagt við yfir­mann sinn hjá FME að hann væri ekki að starfa fyrir hann. „Yf­ir­mað­ur­inn minn er þjóð­fé­lag­ið,“ seg­ist Jared hafa tjáð yfir­mann­in­um. Hann hafi litið svo á að hann væri með smá umboð frá þjóð­inni, þessi tæpu tvö ár sem hann var rann­sak­andi hjá FME.

Vantar hvata í eft­ir­litið

Af lestri bók­ar­innar má ráða að Jared hafi talið FME frekar veik­burða stofnun til þess að takast á við þá stöðu sem hér kom upp er bank­arnir hrundu og aðstöðumun­inn á milli opin­bera eft­ir­lits­ins og bæði gömlu og nýju bank­anna sem reistir voru úr rústum þeirra mik­inn. Jared segir ætlun sína ekki hafa verið að gefa til kynna að eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi hefði verið verra hér á landi en ann­ars­stað­ar. Það hafi verið – og sé enn – víða í ólestri, ekki bara á Íslandi.

„Von­andi kemur það skýrt fram í bók­inni að þetta er stærra vanda­mál. Ísland er bara svona test case,“ segir Jared. „Fólk er ekki með reynslu og það er alltaf betra tæki­færi innan fjár­mála­kerf­is­ins sjálfs. Góður starfs­maður innan FME getur farið til Kaup­þings eða Arion banka eða hvað þetta heitir núna og kannski tvö­faldað launin sín. Þess vegna er aldrei vilji til þess að gera eitt­hvað stórt, því að starfs­maður sem er góður og vill eitt­hvað betra tæki­færi, hann vill ekki gera Arion banka brjál­að­an. Við erum ekki að stilla upp sam­fé­lag­inu þannig að eft­ir­litið verði sterkt, það eru engir hvatar fyrir eft­ir­litið til þess að gera vel,“ segir Jared.

Þetta var svo erfitt á þessum tíma og maður varla átti fyrir mat. Ástandið var svo slæmt á Íslandi. Mér fannst ótrúlegt að Íslendingar væru að halda áfram að plata og svíkja.

Hann nefnir dæmi í bók­inni um lög­fræð­ing sem starf­aði með honum hjá FME og virt­ist ekki vilja ganga í málin sem Jared vildi ganga í. „Hann vildi bara kom­ast að því hvernig hann gæti ekki gert neitt. Var ánægður með að lesa lögin og drekka kaffi. En ég hef séð svona dæmi alls­staðar í heim­in­um,“ segir Jared.

Innan FME segir Jared þó að litlir burðir hafi verið til þess að takast á við allt það sem hefði þurft að skoða eftir hrun banka­kerf­is­ins. „Sviðið sem var að sjá um útlán Lands­banka, Kaup­þings og Glitni, þetta svið voru 5 eða 6 manns með þrjú „En­ron-­dæmi“ á móti sér. Það er ekk­ert hægt.“

Segir stór svika­mál hafa átt sér stað eftir hrun

Þrátt fyrir að Jared sé, eins og áður var nefnt, nokkuð sáttur með það sem hann og sam­starfs­fólk hans hjá FME náði að koma til leiðar frá 2009 til 2011 svíður honum ljós­lega hvernig skipu­lags­breyt­ingar hjá stofn­un­inni árið 2011 og nið­ur­lagn­ing rann­sókn­artey­manna sem þar störf­uðu komu í veg fyrir að mörg mál væru rann­sökuð til fulls.

Þar á hann við tugi inn­herja­svika­mála, auk ann­ars. Raunar seg­ist Jared telja að ein­ungis 5-10 pró­sent mála sem hægt hefði verið að rann­saka og ákæra fyrir eftir hrun hafi kom­ist frá eft­ir­lit­inu, ef litið er til mála­fjölda.

Hann segir frá því í bók­inni að Unnur Gunn­ars­dótt­ir, þá yfir­lög­fræð­ingur FME, síðar for­stjóri eft­ir­lits­ins frá 2012 og nú vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits, hafi sagt honum árið 2011 að það væri ein­fald­lega ekki þörf á frek­ari rann­sóknum á hrun­mál­un­um. Jared full­yrðir að hún hafi kallað hann barna­legan fyrir að halda því fram að mál eins og þau sem áttu sér stað í aðdrag­anda hruns gætu átt sér stað aft­ur.

„Hún sagði það við mig. Og þetta voru mikil von­brigði. Við vorum bara búin að sjá 5 eða 10 pró­sent af mál­unum á þeim tíma. Það var miklu meira að gera. Það voru líka í gangi stór glæpa­mál eftir hrun,“ segir Jared og blaða­maður spyr til hvers hann sé að vísa.

„Það voru inn­herj­a­mál sem ég sá sem voru mjög slæm á þeim tíma. Og málin með gjald­eyr­inn og Seðla­bank­ann. Fólk var að kaupa krónur í Bret­landi og taka aftur til Íslands og nota til þess falska reikn­inga. Fólk var bara að stela pen­ing út úr Seðla­bank­anum árin 2008 og 2009,“ segir Jared og rekur síðan fléttur sem hann segir að fyrr­ver­andi banka­starfs­menn hafi nýtt sér í stórum stíl til þess að ná gjald­eyri út úr Seðla­bank­anum á tímum gjald­eyr­is­hafta.

„Það virk­aði þannig að Seðla­bank­inn borg­aði alltaf reikn­inga ef þeir komu frá til dæmis Bret­landi í pundum eða frá Sviss í frönk­um. Menn gátu bara stillt upp ein­hverju dummy fyr­ir­tæki í Sviss og það gat selt ráð­gjafa­þjón­ustu til Íslands, fyrir kannski 100 þús­und franka. Svo er hægt að setja upp skúffu­fyr­ir­tæki á Íslandi og fyr­ir­tækið mitt í Sviss sendir fyr­ir­tæk­inu þínu á Íslandi reikn­ing fyrir 100 þús­und franka ráð­gjafa­þjón­ustu. Það voru gjald­eyr­is­höft á Íslandi og ekki hægt að kaupa franka nema maður væri með reikn­ing. Þú gast farið með reikn­ing­inn í Seðla­bank­ann og sagt: „Getið þið greitt þessa 100 þús­und franka út til Svis­s?“

Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlitsins.
Seðlabanki Íslands

Seðla­bank­inn sagði bara: „Já, ekk­ert mál. Here you go. Hér eru 100 þús­und frankar frá þjóð­inni út til Svis­s.“ Og ég í Sviss fæ 100 þús­und franka frá þér, frá Íslandi. Núna er ég með 100 þús­und franka úti í Sviss og get núna keypt rík­is­skulda­bréf og sent aftur til þín. Og þú ert að tvö­falda pen­ing­inn þinn í krónum á Íslandi. Og þjóðin er að borga það, Seðla­bank­inn er að borga það. Þetta var mikið í gangi á Íslandi árið 2009,“ segir Jared.

„Þú gast fengið frank­ann á kannski 100 krónur á Íslandi. En úti vildi eng­inn íslensk skulda­bréf og í Sviss var hægt að kaupa 250 krónur fyrir einn franka. Þetta var svika­myll­an.“

Hann segir að hann viti til þess að það hafi verið „smá teymi innan FME að skoða þetta árið 2009“ og eitt­hvað hafi verið sent til Seðla­bank­ans vegna þess­ara mála. „En ég veit ekki hvernig það end­aði. Ég treysti ekki Seðla­bank­anum á þessum tíma. Neyð­ar­lán­ið, Davíð Odds­son og allt það,“ segir Jared.

„Þetta var svo erfitt á þessum tíma og maður varla átti fyrir mat. Ástandið var svo slæmt á Íslandi. Mér fannst ótrú­legt að Íslend­ingar væru að halda áfram að plata og svíkja.“

Vildi skoða Seðla­bank­ann og Kaup­höll­ina

Jared segir frá því í bók­inni að hann hafi viljað rann­saka 500 millj­óna evra neyð­ar­lánið sem Seðla­bank­inn ákvað að veita Kaup­þingi sama dag og neyð­ar­lög voru sett á Íslandi, þann 6. októ­ber árið 2008. Honum hafi hins vegar verið sagt að FME gæti ekki rann­sakað gjörðir Seðla­bank­ans.

Að sama skapi vildi hann taka Kaup­höll Íslands til rann­sókn­ar, sem vett­vang markaðmis­notk­un­ar­inn­ar. „Þetta eru stærstu mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál sög­unn­ar. Og ég vildi bara skoða, hvernig þetta var í Kaup­höll­inni. Því við sáum við­skiptin úr Kaup­höll­inni og það var aug­ljóst að það var stundum bara einn maður að sópa upp til dæmis öllum bréfum í Kaup­þingi allan dag­inn. Ég hefði verið til í að sjá tölvu­pósta innan Kaup­hall­ar­inn­ar, var ein­hver kvíð­inn yfir þessu? En það var aldrei gert,“ segir Jared.

Hefði þurft að grípa í brems­una

Jared segir ljóst að sama hvað líður vand­ræð­unum í alþjóð­lega fjár­mála­kerf­inu árið 2008 hafi íslensku bank­arnir verið orðnir of stór­ir, of skuld­settir og ósjálf­bærir löngu áður, öfugt við þá sögu­skoðun sem stundum nái jafn­vel að verða ráð­andi á Íslandi, að íslensku bank­arnir hafi verið fórn­ar­lömb aðstæðna sem sköp­uð­ust á erlendum mörk­uð­um.

Hann seg­ist nýlega hafa fengið til­vitnun senda frá erlendum manni sem var hátt­settur í Kaup­þingi, en þegar hún barst var bókin farin í prent­un. „Hann var einn af topp fimm eða átta manns í Kaup­þingi og sagði að árið 2005 hefði Kaup­þing verið „þrot“. Þessir bankar voru í vand­ræðum frá kannski 2002-2003. Þetta er eins og í Ponzi-svik­um. Bank­inn er að gefa út slæm lán og mikið af þeim. Þá er bara ein leið til að lifa áfram og það er að stækka bank­ann. Það sem var að ger­ast 2003-2006 var að þeir voru að skuld­setja sig meira erlendis frá og tvö­falda bank­ana á hverju ári. Þessir bankar voru alltaf í vand­ræð­u­m,“ segir Jared.

Auglýsing

Hann telur að „min­i-krísan“ árið 2006 hefði verið tíma­punkt­ur­inn fyrir Ísland til þess að taka stöð­una og horfa á það sem var í gangi í bönk­un­um, sem sam­fé­lag. „Það var ekki neitt gert,“ segir Jared, en á þessum tíma hættu evr­ópskir fjár­festa að miklu leyti að vilja kaupa skulda­bréf íslensku bank­anna.

„Þá fór Kaup­þing til Banda­ríkj­anna og Mexíkó, Japan og Hong Kong til að selja skulda­bréf­in. Og Lands­bank­inn fór í þetta hel­vítis Ices­a­ve-­dæmi til að afla pen­inga, því þetta var alltaf spurn­ing um að tvö­fald­ast á hverju ári.“

Með falli Lehman-­bank­ans í Banda­ríkj­unum hafi svo lok­ast á að mögu­leika íslensku bank­anna til frek­ari skuld­setn­ing­ar. „Fjár­málakreppan kom loks­ins til að stöðva þetta, en Ísland var alltaf í vand­ræðum með þetta fjár­mála­kerf­i,“ segir Jared, sem seg­ist raunar efast um að það sé allt við hesta­heilsu í fjár­mála­kerf­inu á Íslandi í dag.

Og af hverju telur hann það?

„Í raun er þetta bara sama fólkið sem er að sjá um allt,“ svarar hann um hæl.

„Að horfa til fram­tíð­ar“ sé versti fras­inn

Í sam­tali við blaða­mann seg­ist hann harma það að ekki hafi verið sett upp var­an­legt eft­ir­lits- og rann­sóknateymi hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Hann hafi fengið að heyra það að ekki væri þörf á slíku teymi á Íslandi þar sem Danir væru ekki með slíkt. „The Danes don’t have it so we don’t need it. Týpískt íslenskt,“ segir Jared og segir engu hafa skipt þó hann benti á að slík teymi væru í fjár­mála­eft­ir­lits­stofn­unum í Bret­landi, Banda­ríkj­unum og Sviss.

„Ég held að til­finn­ingin í íslensku elít­unni hafi árið 2011 verið að það væri komið nóg. Tími kom­inn til þess að slökkva og gera eitt­hvað ann­að. Versti fras­inn í tungu­mál­inu er að „horfa til fram­tíð­ar“. Obama var að segja það í Banda­ríkj­unum þegar hann ákvað að gera bara ekki neitt í fjár­málakrís­unni þar. Við þurfum að horfa til fram­tíð­ar, já. En þegar morð er framið segj­umst við ekki þurfa að horfa til fram­tíð­ar,“ segir Jared, sem sjálfur sótt­ist eftir starfi for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins er það var aug­lýst árið 2012.

Hann segir að það við­horf hafi orðið ráð­andi innan FME að ekki þyrfti að gera mikið meira til þess að gera upp hrun­ið. Spurður hvort hann viti eitt­hvað hvað hafi nákvæm­lega ráðið því hvernig þar spil­að­ist úr málum seg­ist Jared ekki vita það.

„Ég veit ekki nákvæm­lega hvaðan þrýst­ing­ur­inn kom. En mér var sagt að það væri kom­inn tími til að halda áfram með líf­ið. Ég veit ekki hvaðan það kom.“

Hann segir að mál sem verið var að rann­saka í spari­sjóða­kerf­inu muni vegna þessa aldrei koma upp á yfir­borðið og ekki heldur fjöl­mörg inn­herj­a­mál. „Sumt var gert, og ég til dæmis nefni í bók­inni málið hans Frið­finns hjá Glitni sem var mjög aug­ljóst mál og auð­velt að rann­saka, en það voru kannski 20, 30 eða 50 svipuð mál sem við fórum aldrei í. Við vorum bara með einn mann í að rann­saka inn­herj­a­mál eftir krís­una,“ segir Jared.

Ábyrgð­ar­leysi íslenskrar tungu

Sjón­ar­horn Jareds sem höf­undar er stundum áhuga­vert, þar sem sagan er sögð af hálfu inn­flytj­anda í íslensku sam­fé­lagi sem var í hringa­miðju atburða. Oft og tíðum lýsir Jared því sem honum þótti und­ar­legt, eins og það ábyrgð­ar­leysi sem stundum ein­kennir hvernig Íslend­ingar segja frá ein­hverju sem betur hefði mátt fara.

Mis­tök ger­ast á Íslandi, en órætt er í hverju þau fel­ast eða hver ber ábyrgð á þeim, jafn­vel í umfjöll­unum fjöl­miðla eða í bréfa­skriftum á milli opin­berra stofn­ana.

Blaða­maður spyr út í þetta og Jared hlær. „Í mál­fræð­inni heitir það mið­mynd, er það ekki? Þetta er kallað midd­le-voice á ensku,“ segir hann og bætir við að Banda­ríkj­unum sé frekar notuð ger­mynd („ég gerði mis­tök“) á meðan að í Bret­landi sé notuð þol­mynd („mi­s­tök voru gerð“). Á Íslandi er hins­vegar oft sagt frá því mis­tök hafi ein­fald­lega gerst.

„Þegar ég var að læra íslensku þótti mér þetta svo merki­legt, hvernig fólk not­aði þetta og orða­til­tæki eins og „þetta reddast“. En kannski er það nauð­syn­legt á Íslandi, af því að það er svo fátt fólk,“ segir Jared.

Vonar að bókin geri eitt­hvað gott fyrir landið

Bókin Iceland’s Secret kemur út hjá bresku útgáf­unni Harriman House í upp­hafi næsta mán­að­ar, en íslensk þýð­ing á bók­inni er ekki fyr­ir­huguð að svo stöddu þrátt fyrir að Jared hafi sett sig í sam­band við íslenska útgáfu fyrr á þessu ári í von um að hann næði bók­inni inn í íslenska jóla­bóka­flóð­ið.

„Út­gef­and­inn minn var líka í sam­bandi við Penn­ann um dag­inn um að selja bók­ina á Íslandi en fékk bara svarið nei takk, við höfum ekki áhuga. Sem er áhuga­vert því ég upp­lifði það þegar ég bjó á Íslandi að Íslend­ingar hefðu mjög mik­inn áhuga á öllu sem skrifað væri um Ísland í útlönd­um,“ segir Jared.

Hann seg­ist þó vona að bókin nái ein­hverri útbreiðslu hér­lend­is. „​​Ég vona að bókin geti gert eitt­hvað gott fyrir land­ið, því ég elska land­ið, ég elska þjóð­ina og ég held að það sé mjög mik­il­vægt að þessi saga komi út á Ísland­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiViðtal