Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Auglýsing

Niðurstaða: Fleipur

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­flokks­for­maður Pírata var mætt í For­ystu­sætið á RÚV í gær­kvöldi. Þar var hún meðal ann­ars spurð um til­lögur Pírata í efna­hags­mál­um, sem ganga meðal ann­ars út á breyt­ingar á per­sónu­af­slætti og ýmsum leiðum til að auka tekjur rík­is­sjóðs til að standa undir þeim breyt­ing­um.

Hall­dóra sagði þar að Píratar vildi „hækka per­sónu­af­slátt­inn og greiða hann út til þeirra sem eru ekki að nota hann.“

„Það ætti að greiða út per­sónu­af­slátt­inn og hækka hann í skrefum og færa sig í „átt að því sem kall­ast nei­kvæður tekju­skattur og er útfærsla af borg­ara­laun­um.“

Þegar Hall­dóra var spurð hvað þetta myndi kosta sagði hún að ef per­sónu­af­sláttur yrði hækk­aður um 20 þús­und krónur á mán­uði og yrði gerður útgreið­an­legur til þeirra sem ekki hafa tekjur þá myndi það kosta „í kringum 70 millj­arða, rúm­lega það.“ Á heima­síðu Pírata segir svo að kostn­að­ur­inn yrði 70,9 millj­arðar króna. 

Auk þess ætla Píratar að hækka frí­tekju­mark elli­líf­eyris til að draga úr skerð­ing­um, hækka frí­tekju­mark örorku­bóta til þess að draga úr skerð­ingum og flytja hluta virð­is­auka­skatts til sveit­ar­fé­laga. Þessir fjórir liðir eiga sam­kvæmt útreikn­ingum Pírata að lækka tekjur rík­is­sjóðs um 93,4 millj­arða króna.

„Við erum búin að kostn­að­ar­meta þessar helstu aðgerðir okkar og líka koma með til­lögur um hvernig við getum fjár­magnað þetta. Þannig að við getum full­fjár­magnað þetta allt sam­an­,“ ­sagði Hall­dóra í For­ystu­sæt­inu í gær.

Ætl­uðu að sækja 35 millj­arða með hækkun á hæsta skatt­þrep­inu

Hall­dóra var svo spurð hvernig Píratar sjái fyrir sér að fjár­magna þetta og sagði að flokk­ur­inn sæi fyrir sér að skatt­leggja auð, með þrepa­skiptum fjár­magns­skatti. Auk þess sjái flokk­ur­inn fyrir sér breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi sem verði tekju­ber­andi fyrir rík­is­sjóð og að bætt skatta­eft­ir­lit geti skilað umtals­verðum tekj­um. „Við sjá­um  fyrir okkur að við ætlum að taka tekju­skatts­þrepið og breyta því þannig að við hækkum miðju- og efra tekju­skatts­þrep­ið.“

Auglýsing
Á heima­síðu Pírata segir að breyt­ing­arnar á mið- og hæsta skatt­þrep­inu feli í sér að miðju­þrepið verði hækkað úr 37,95 pró­sent í 38 pró­sent og það hæsta úr 46,25 pró­sent. „Breyt­ingin á mið þrep­inu hefur að með­al­tali í för með sér um 4750 króna hækkun á skatti á hvern aðila á vinnu­mark­aði á mán­uði, sem að sam­tals hefur þá um 15.0 millj­arða tekju­auka í för með sér fyrir rík­is­sjóð. Breyt­ingin á hæsta þrep­inu hefur áhrif á um 10% af laun­þegum og mun að með­al­tali skila um 55 þús­und krónum á mán­uði í tekjur fyrir rík­is­sjóð á hvern ein­stak­ling í þessum hóp. Þetta myndi hafa um 34.8 millj­arða tekju­auka í för með sér fyrir rík­is­sjóð.“

Skjáskot úr áætlun Pírata, sem ber nafnið „Ábyrg kosningaloforð“, og var birt á heimasíðu þeirra í gær.

Sam­an­lagt eiga þessar tvær skatt­kerf­is­breyt­ingar því að skila næstum 50 millj­örðum króna á ári af þeim 83,8 millj­arða króna tekju­auka fyrir rík­is­sjóð, sem útreikn­ingar Pírata sýndu, og Hall­dóra vís­aði til.  Auk þess gerði flokk­ur­inn ráð fyrir því að 9,7 millj­arðar króna myndu skila sér í aukna inn­heimtu virð­is­auka­skatts vegna þess að til­lögur Píratar auki það fé sem tekju­lægra fólk hafi á milli hand­anna til neyslu.

Sam­tals átti vænt tekju­aukn­ing því að vera 93,5 millj­arðar króna á ári, sem er á pari við þá útgjalda­aukn­ingu sem Píratar boða.

Við­ur­kenna sjálf ofá­ætlun

Fyrir liggur að Píratar hafa við­ur­kennt að útreikn­ingar þeirra á væntum við­bót­ar­tekjum vegna hátekju­þreps­ins voru veru­lega ofá­ætl­að­ar. Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður flokks­ins, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í dag að fljótt á litið virt­ist skekkjan sem sett var fram af hálfu flokks­ins nema um 25 millj­örðum króna og tekj­urnar því um tíu millj­arðar króna, en ekki tæp­lega 35 millj­arðar króna.

Sam­kvæmt útreikn­ingum hag­fræð­ings fyrir Kjarn­ann er skekkjan enn meiri.

Í fyrra nam með­al­tal atvinnu­tekna efstu tíund­ar­innar á vinnu­mark­aði um 1,1 milljón króna á mán­uði. Það leiðir af sér að skatt­stofn­inn fyrir hæsta tekju­skatt­þrepið var um 167 þús­und krónur á mán­uði að með­al­tali fyrir um það bil 20 þús­und manns. Sam­kvæmt þessu var skatt­stofn­inn í efsta þrepi því um 44 millj­arðar króna á ári í fyrra.

Hækkun um 3,75 pró­sentu­stig á skatti sem á þessa upp­hæð leggst myndi skila 1,6 millj­örðum króna á ári auka­lega í tekjur fyrir rík­is­sjóð.

Vert er að taka fram að ofan­greindar tölur fjalla um atvinnu­tekjur sem eru tekju­skatts­skyld­ar, en ekki aðrar tekju­skatts­skyldar tekjur eins líf­eyri og ýmis konar bæt­ur. Fyrir liggur að þær hækka skatt­stofnin eitt­hvað, en ekki þannig að miklu muni.

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Sumar þeirra leiða sem Píratar ætla að ráð­ast í til að auka tekjur svo hægt sé að borga fyrir nýja útgjalda­auka munu sann­ar­lega skila umtals­verðum fjár­hæðum í rík­is­sjóð. En fyrir liggur að stærsta ein­staka tekju­aukn­ing­ar­leiðin sem flokk­ur­inn boð­aði, tæp­lega 35 millj­arða króna við­bót­ar­tekjur vegna hækk­unar á hæsta tekju­skatts­þrep­inu, mun ekki skila nálægt þeirri tölu. 

Því liggur fyrir að Hall­dóra Mog­en­sen fór með fleipur þegar hún hélt því fram í For­ystu­sæt­inu í gær að til­lögur Pírata væru full­fjár­magn­að­ar. Full­yrð­ing hennar er ekki hauga­lygi vegna þess að hún var ekki vís­vit­andi að segja ósatt og Píratar hafa við­ur­kennt að fram­settar tölur hafi verið veru­lega rang­ar. 

Á skalanum haugalygi til dagsatt fór Halldóra með fleipur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin