Íslenskt samfélag er ekki gjörspillt í alþjóðlegum samanburði

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Gunnars Smára Egilssonar um að íslenskt samfélag sé gjörspillt.

Gunnar Smári Egilsson í forystusætinu á RÚV á mánudag.
Gunnar Smári Egilsson í forystusætinu á RÚV á mánudag.
Auglýsing

Niðurstaða: Hálfsannleikur

Gunnar Smári Egils­son for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sós­í­alista­flokks­ins sagði í For­ystu­sæt­inu á RÚV á mánu­dags­kvöld að Íslend­ingar lifðu í spilltu sam­fé­lagi og viðr­aði meðal ann­ars hug­mynd um að „búa til nýtt lýð­veldi“ ef ljóst þætti að vilji þjóð­ar­innar væri ekki að kom­ast í gegn við stjórn lands­ins – og tal­aði þar sér­stak­lega um dóms­kerf­ið.

„Ef við erum með þannig sam­fé­lag að Hæsti­réttur er þannig upp­byggður eftir langvar­andi spill­ingu að þjóð­ar­vilj­inn nær þar ekki í gegn þá höfum við það ráð að ein­fald­lega búa til nýtt lýð­veldi, eins og Frakkar hafa gert, eins og margar þjóðir hafa gert,“ sagði Gunnar Smári og bætti síðan að Íslend­ingar þyrftu að fara að átta sig á því að þeir lifðu í „gjör­spilltu sam­fé­lag­i.“

En er íslenskt sam­fé­lag „gjör­spillt“ eins og full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins full­yrti? Um það er hægt að deila, enda er afar vanda­samt að mæla spill­ingu og flestar mæl­ingar á því fyr­ir­bæri byggja á hug­lægu mati sér­fræð­inga, almenn­ings, stjórn­enda í atvinnu­lífi eða ann­arra aðila. Þegar litið er til sam­an­burðar á alþjóða­vísu er þó nokkuð óum­deilt að Ísland kemur vel út, en á nýjasta spill­ing­ar­mæli­kvarða Tran­sparency International eru ein­ungis 16 ríki sem talin eru minna spillt en Ísland, af alls 180 ríkjum sem kvarð­inn tekur til.

Ísland hefur þó fallið niður þennan lista á und­an­förnum árum. Eins og Kjarn­inn rakti í frétta­skýr­ingu í febr­úar er það þó ein­ungis ein mæl­ing sem hefur dregið Ísland niður á sam­settum kvarða Tran­sparency International á und­an­förnum árum.

Það er mat tveggja íslenskra fræði­manna, sem skila nið­ur­stöðum til þýsku hug­veit­unnar Ber­tels­mann Stiftung, á því að hversu miklu leyti þeir sem sitja í opin­berum emb­ættum séu hindr­aðir í að mis­nota stöðu sína í þágu eig­in­hags­muna.

Ef þessi eina mæl­ing næði ekki til Íslands inni í sam­settum kvarða Tran­sparency International hefði Ísland hafnað ofar á lista, eða í 9. sæti yfir minnst spilltu lönd heims árið 2020.

Stór hluti almenn­ings upp­lifir að tengsl skipti máli til að ná langt

Full­yrð­ingum sínum um spill­ingu á Íslandi til stuðn­ings vís­aði Gunnar Smári stutt­lega til nýrrar alþjóð­legrar við­horfa­könn­unar sem kynnt var í síð­ustu viku, sem leiddi í ljós að varð­andi til­tekin atriði sem flokka má til mæl­inga á spill­ingu, voru svör Íslend­inga lík­ari svörum Rússa en ann­arra íbúa á Norð­ur­lönd­un­um.

Auglýsing

Til dæmis sögðu 83,6 pró­sent íslenskra þátt­tak­enda í könn­un­inni að það skipti máli að þekkja rétta fólkið til þess að kom­ast lengra en aðrir í þjóð­fé­lag­inu. Til við­bótar sögðu 50,2 pró­sent að póli­tísk sam­bönd skiptu máli hvað það varð­ar. Þetta gefur til kynna að íslenskur almenn­ingur telji að stórum hluta að tengsl skipti miklu máli í íslensku sam­fé­lagi.

Jón Gunnar Bern­burg og Sig­rún Ólafs­dóttir pró­fess­orar í félags­fræði við Háskóla Íslands fram­kvæmdu þessa alþjóð­legu við­horfskönnun og í sam­tali við Frétta­blaðið á dög­unum sagði Jón Gunnar að hann túlk­aði nið­ur­stöð­urnar sem svo að sýn almenn­ings end­ur­spegl­aði það sem er í umræð­unni.

„Það er ómögu­legt að segja hvað er end­ur­speglun á umræðu eða að hve miklu leyti þetta við­horf end­ur­speglar per­sónu­lega reynslu. En það hefur lengi verið í umræðu á Íslandi að póli­tísk sam­bönd séu einn lyk­ill vel­gengni hér á land­i,“ sagði Jón Gunnar við blaðið og sömu­leiðis að póli­tískur klíku­skapur væri eitt form spill­ing­ar.

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Mæl­ingar á spill­ingu byggja nær allar á hug­lægu mati og í reynd er ómögu­legt að halda því fram að ein­hver sem upp­lifir mikla spill­ingu í íslensku sam­fé­lagi, eins og Gunnar Smári seg­ist gera, hafi rangt fyrir sér.

Við­ur­kenndasta sam­setta mæl­ingin á alþjóða­vísu, spill­ing­ar­mæli­kvarði Tran­sparency International, setur Ísland þó í 17. sæti af 180 hvað mælda spill­ingu varðar þrátt fyrir að við stöndum hinum Norð­ur­lönd­unum nokkuð að baki. Vís­bend­ingar eru þó vissu­lega til staðar eins og áður var getið um að almenn­ingur á Íslandi upp­lifi tölu­verða spill­ingu í sam­fé­lag­inu.

Það er því mat Stað­reynda­vakt­ar­innar að Gunnar Smári setji fram hálf­sann­leik er hann full­yrðir að sam­fé­lagið á Íslandi sé gjör­spillt.

Á skalanum haugalygi til dagsatt er það mat Staðreyndavaktarinnar að Gunnar Smári hafi sett fram hálfsannleik.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin