Íslenskt samfélag er ekki gjörspillt í alþjóðlegum samanburði

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Gunnars Smára Egilssonar um að íslenskt samfélag sé gjörspillt.

Gunnar Smári Egilsson í forystusætinu á RÚV á mánudag.
Gunnar Smári Egilsson í forystusætinu á RÚV á mánudag.
Auglýsing

Niðurstaða: Hálfsannleikur

Gunnar Smári Egils­son for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sós­í­alista­flokks­ins sagði í For­ystu­sæt­inu á RÚV á mánu­dags­kvöld að Íslend­ingar lifðu í spilltu sam­fé­lagi og viðr­aði meðal ann­ars hug­mynd um að „búa til nýtt lýð­veldi“ ef ljóst þætti að vilji þjóð­ar­innar væri ekki að kom­ast í gegn við stjórn lands­ins – og tal­aði þar sér­stak­lega um dóms­kerf­ið.

„Ef við erum með þannig sam­fé­lag að Hæsti­réttur er þannig upp­byggður eftir langvar­andi spill­ingu að þjóð­ar­vilj­inn nær þar ekki í gegn þá höfum við það ráð að ein­fald­lega búa til nýtt lýð­veldi, eins og Frakkar hafa gert, eins og margar þjóðir hafa gert,“ sagði Gunnar Smári og bætti síðan að Íslend­ingar þyrftu að fara að átta sig á því að þeir lifðu í „gjör­spilltu sam­fé­lag­i.“

En er íslenskt sam­fé­lag „gjör­spillt“ eins og full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins full­yrti? Um það er hægt að deila, enda er afar vanda­samt að mæla spill­ingu og flestar mæl­ingar á því fyr­ir­bæri byggja á hug­lægu mati sér­fræð­inga, almenn­ings, stjórn­enda í atvinnu­lífi eða ann­arra aðila. Þegar litið er til sam­an­burðar á alþjóða­vísu er þó nokkuð óum­deilt að Ísland kemur vel út, en á nýjasta spill­ing­ar­mæli­kvarða Tran­sparency International eru ein­ungis 16 ríki sem talin eru minna spillt en Ísland, af alls 180 ríkjum sem kvarð­inn tekur til.

Ísland hefur þó fallið niður þennan lista á und­an­förnum árum. Eins og Kjarn­inn rakti í frétta­skýr­ingu í febr­úar er það þó ein­ungis ein mæl­ing sem hefur dregið Ísland niður á sam­settum kvarða Tran­sparency International á und­an­förnum árum.

Það er mat tveggja íslenskra fræði­manna, sem skila nið­ur­stöðum til þýsku hug­veit­unnar Ber­tels­mann Stiftung, á því að hversu miklu leyti þeir sem sitja í opin­berum emb­ættum séu hindr­aðir í að mis­nota stöðu sína í þágu eig­in­hags­muna.

Ef þessi eina mæl­ing næði ekki til Íslands inni í sam­settum kvarða Tran­sparency International hefði Ísland hafnað ofar á lista, eða í 9. sæti yfir minnst spilltu lönd heims árið 2020.

Stór hluti almenn­ings upp­lifir að tengsl skipti máli til að ná langt

Full­yrð­ingum sínum um spill­ingu á Íslandi til stuðn­ings vís­aði Gunnar Smári stutt­lega til nýrrar alþjóð­legrar við­horfa­könn­unar sem kynnt var í síð­ustu viku, sem leiddi í ljós að varð­andi til­tekin atriði sem flokka má til mæl­inga á spill­ingu, voru svör Íslend­inga lík­ari svörum Rússa en ann­arra íbúa á Norð­ur­lönd­un­um.

Auglýsing

Til dæmis sögðu 83,6 pró­sent íslenskra þátt­tak­enda í könn­un­inni að það skipti máli að þekkja rétta fólkið til þess að kom­ast lengra en aðrir í þjóð­fé­lag­inu. Til við­bótar sögðu 50,2 pró­sent að póli­tísk sam­bönd skiptu máli hvað það varð­ar. Þetta gefur til kynna að íslenskur almenn­ingur telji að stórum hluta að tengsl skipti miklu máli í íslensku sam­fé­lagi.

Jón Gunnar Bern­burg og Sig­rún Ólafs­dóttir pró­fess­orar í félags­fræði við Háskóla Íslands fram­kvæmdu þessa alþjóð­legu við­horfskönnun og í sam­tali við Frétta­blaðið á dög­unum sagði Jón Gunnar að hann túlk­aði nið­ur­stöð­urnar sem svo að sýn almenn­ings end­ur­spegl­aði það sem er í umræð­unni.

„Það er ómögu­legt að segja hvað er end­ur­speglun á umræðu eða að hve miklu leyti þetta við­horf end­ur­speglar per­sónu­lega reynslu. En það hefur lengi verið í umræðu á Íslandi að póli­tísk sam­bönd séu einn lyk­ill vel­gengni hér á land­i,“ sagði Jón Gunnar við blaðið og sömu­leiðis að póli­tískur klíku­skapur væri eitt form spill­ing­ar.

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Mæl­ingar á spill­ingu byggja nær allar á hug­lægu mati og í reynd er ómögu­legt að halda því fram að ein­hver sem upp­lifir mikla spill­ingu í íslensku sam­fé­lagi, eins og Gunnar Smári seg­ist gera, hafi rangt fyrir sér.

Við­ur­kenndasta sam­setta mæl­ingin á alþjóða­vísu, spill­ing­ar­mæli­kvarði Tran­sparency International, setur Ísland þó í 17. sæti af 180 hvað mælda spill­ingu varðar þrátt fyrir að við stöndum hinum Norð­ur­lönd­unum nokkuð að baki. Vís­bend­ingar eru þó vissu­lega til staðar eins og áður var getið um að almenn­ingur á Íslandi upp­lifi tölu­verða spill­ingu í sam­fé­lag­inu.

Það er því mat Stað­reynda­vakt­ar­innar að Gunnar Smári setji fram hálf­sann­leik er hann full­yrðir að sam­fé­lagið á Íslandi sé gjör­spillt.

Á skalanum haugalygi til dagsatt er það mat Staðreyndavaktarinnar að Gunnar Smári hafi sett fram hálfsannleik.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin