Íslenskt samfélag er ekki gjörspillt í alþjóðlegum samanburði

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Gunnars Smára Egilssonar um að íslenskt samfélag sé gjörspillt.

Gunnar Smári Egilsson í forystusætinu á RÚV á mánudag.
Gunnar Smári Egilsson í forystusætinu á RÚV á mánudag.
Auglýsing

Niðurstaða: Hálfsannleikur

Gunnar Smári Egils­son for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sós­í­alista­flokks­ins sagði í For­ystu­sæt­inu á RÚV á mánu­dags­kvöld að Íslend­ingar lifðu í spilltu sam­fé­lagi og viðr­aði meðal ann­ars hug­mynd um að „búa til nýtt lýð­veldi“ ef ljóst þætti að vilji þjóð­ar­innar væri ekki að kom­ast í gegn við stjórn lands­ins – og tal­aði þar sér­stak­lega um dóms­kerf­ið.

„Ef við erum með þannig sam­fé­lag að Hæsti­réttur er þannig upp­byggður eftir langvar­andi spill­ingu að þjóð­ar­vilj­inn nær þar ekki í gegn þá höfum við það ráð að ein­fald­lega búa til nýtt lýð­veldi, eins og Frakkar hafa gert, eins og margar þjóðir hafa gert,“ sagði Gunnar Smári og bætti síðan að Íslend­ingar þyrftu að fara að átta sig á því að þeir lifðu í „gjör­spilltu sam­fé­lag­i.“

En er íslenskt sam­fé­lag „gjör­spillt“ eins og full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins full­yrti? Um það er hægt að deila, enda er afar vanda­samt að mæla spill­ingu og flestar mæl­ingar á því fyr­ir­bæri byggja á hug­lægu mati sér­fræð­inga, almenn­ings, stjórn­enda í atvinnu­lífi eða ann­arra aðila. Þegar litið er til sam­an­burðar á alþjóða­vísu er þó nokkuð óum­deilt að Ísland kemur vel út, en á nýjasta spill­ing­ar­mæli­kvarða Tran­sparency International eru ein­ungis 16 ríki sem talin eru minna spillt en Ísland, af alls 180 ríkjum sem kvarð­inn tekur til.

Ísland hefur þó fallið niður þennan lista á und­an­förnum árum. Eins og Kjarn­inn rakti í frétta­skýr­ingu í febr­úar er það þó ein­ungis ein mæl­ing sem hefur dregið Ísland niður á sam­settum kvarða Tran­sparency International á und­an­förnum árum.

Það er mat tveggja íslenskra fræði­manna, sem skila nið­ur­stöðum til þýsku hug­veit­unnar Ber­tels­mann Stiftung, á því að hversu miklu leyti þeir sem sitja í opin­berum emb­ættum séu hindr­aðir í að mis­nota stöðu sína í þágu eig­in­hags­muna.

Ef þessi eina mæl­ing næði ekki til Íslands inni í sam­settum kvarða Tran­sparency International hefði Ísland hafnað ofar á lista, eða í 9. sæti yfir minnst spilltu lönd heims árið 2020.

Stór hluti almenn­ings upp­lifir að tengsl skipti máli til að ná langt

Full­yrð­ingum sínum um spill­ingu á Íslandi til stuðn­ings vís­aði Gunnar Smári stutt­lega til nýrrar alþjóð­legrar við­horfa­könn­unar sem kynnt var í síð­ustu viku, sem leiddi í ljós að varð­andi til­tekin atriði sem flokka má til mæl­inga á spill­ingu, voru svör Íslend­inga lík­ari svörum Rússa en ann­arra íbúa á Norð­ur­lönd­un­um.

Auglýsing

Til dæmis sögðu 83,6 pró­sent íslenskra þátt­tak­enda í könn­un­inni að það skipti máli að þekkja rétta fólkið til þess að kom­ast lengra en aðrir í þjóð­fé­lag­inu. Til við­bótar sögðu 50,2 pró­sent að póli­tísk sam­bönd skiptu máli hvað það varð­ar. Þetta gefur til kynna að íslenskur almenn­ingur telji að stórum hluta að tengsl skipti miklu máli í íslensku sam­fé­lagi.

Jón Gunnar Bern­burg og Sig­rún Ólafs­dóttir pró­fess­orar í félags­fræði við Háskóla Íslands fram­kvæmdu þessa alþjóð­legu við­horfskönnun og í sam­tali við Frétta­blaðið á dög­unum sagði Jón Gunnar að hann túlk­aði nið­ur­stöð­urnar sem svo að sýn almenn­ings end­ur­spegl­aði það sem er í umræð­unni.

„Það er ómögu­legt að segja hvað er end­ur­speglun á umræðu eða að hve miklu leyti þetta við­horf end­ur­speglar per­sónu­lega reynslu. En það hefur lengi verið í umræðu á Íslandi að póli­tísk sam­bönd séu einn lyk­ill vel­gengni hér á land­i,“ sagði Jón Gunnar við blaðið og sömu­leiðis að póli­tískur klíku­skapur væri eitt form spill­ing­ar.

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Mæl­ingar á spill­ingu byggja nær allar á hug­lægu mati og í reynd er ómögu­legt að halda því fram að ein­hver sem upp­lifir mikla spill­ingu í íslensku sam­fé­lagi, eins og Gunnar Smári seg­ist gera, hafi rangt fyrir sér.

Við­ur­kenndasta sam­setta mæl­ingin á alþjóða­vísu, spill­ing­ar­mæli­kvarði Tran­sparency International, setur Ísland þó í 17. sæti af 180 hvað mælda spill­ingu varðar þrátt fyrir að við stöndum hinum Norð­ur­lönd­unum nokkuð að baki. Vís­bend­ingar eru þó vissu­lega til staðar eins og áður var getið um að almenn­ingur á Íslandi upp­lifi tölu­verða spill­ingu í sam­fé­lag­inu.

Það er því mat Stað­reynda­vakt­ar­innar að Gunnar Smári setji fram hálf­sann­leik er hann full­yrðir að sam­fé­lagið á Íslandi sé gjör­spillt.

Á skalanum haugalygi til dagsatt er það mat Staðreyndavaktarinnar að Gunnar Smári hafi sett fram hálfsannleik.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
Kjarninn 7. desember 2022
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Sóknargjöld hækkuð um 384 milljónir króna milli umræðna
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu áttu sóknargjöld sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakling að lækka á næsta ári. Nú hefur verið lögð til breyting þess efnis að þau hækka. Alls kosta trúmál ríkissjóð um 8,8 milljarða króna á næsta ári.
Kjarninn 7. desember 2022
Yfirlæknir á bráðadeild segir vert að íhuga skorður á sölu og notkun flugelda
Frá 2010 hafa þrettán manns orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna flugeldaáverka, eða einn um hver áramót að meðaltali. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir vert að íhuga að setja frekari skorður á innflutning, sölu og notkun flugelda.
Kjarninn 7. desember 2022
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin