Mótmæla fyrirhuguðum sérkjörum sjávarútvegsins vegna loftslagsaðgerða

Í ályktun miðstjórnar ASÍ er því mótmælt að til standi að veita sjávarútvegsfyrirtækjum skattalegar ívilnanir og styrki til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á sama tíma og almenningur þurfi að mæta íþyngjandi aðgerðum á borð við kolefnisgjald.

skip
Auglýsing

Mið­stjórn ASÍ mót­mælir áformum stjórn­valda sem ganga út á að velta kostn­aði við að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sjáv­ar­út­vegi á rík­is­sjóð „og þar með almenn­ing á Ísland­i.“ Í ályktun frá mið­stjórn­inni er vísað í skýrslu starfs­hóps fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um græn skref í sjáv­ar­út­vegi sem kom út þann 10. júní þar sem finna má til­lögur að leiðum til að draga úr losun frá sjáv­ar­út­vegi.

„Til­lög­urnar fela einkum í sér beit­ingu hag­rænna hvata, í formi skatta­legra íviln­ana, styrkja og fjár­fest­ing­ar, til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sjáv­ar­út­veg­i,“ segir í ályktun ASÍ. Á sama tíma legg­ist auk­inn kostn­aður á almenn­ing í bar­átt­unni við lofts­lags­vá­na: „Á sama tíma og stjórn­völd áforma að beita fjár­hags­legum hvötum til að auð­velda sjáv­ar­út­veg­inum að draga úr losun fel­ast aðgerðir stjórn­valda gagn­vart almenn­ingi einkum í íþyngj­andi aðgerðum svo sem álögum í formi kolefn­is­gjalds.“

Mið­stjórnin leggur áherslu að „hug­mynda­fræði rétt­látra umskipta sé höfð að leið­ar­ljósi við útfærslu og fram­kvæmd aðgerða í lofts­lags­mál­u­m,“ eins og það er orðað í álykt­un­inni. Þar segir að rétt­lát umskipti feli í sér „að aðgerðir í lofts­lags­málum byggi á rétt­læti og stuðli að jöfn­uði og að þeim tæki­færum og byrðum sem umskiptin fela í sér, sé skipt með sann­gjörnum hætt­i.“

Auglýsing

Útgerðin hafi bol­magn til að standa straum af kostn­aði

Að mati mið­stjórnar eru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin vel í stakk búin til þess að standa straum af kostn­aði sem fylgir því að fjár­festa í grænum lausnum og minnka elds­neyt­is­notk­un, sjáv­ar­út­veg­ur­inn skili gríð­ar­legum hagn­aði á hverju ári á sama tíma og greinin njóti ávinn­ings af lágum veiði­gjöld­um. Mið­stjórnin bendir einnig á að það sé hags­muna­mál fyrir sjáv­ar­út­veg­inn að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Súrnun sjávar sé hrað­ari í nágrenni Íslands en víð­ast hvar ann­ars staðar og því lík­legt að áhrif súrn­unar komi fyrr fram hér á landi en að jafn­aði í heims­höf­un­um.

„Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands styður mark­mið stjórn­valda um sam­drátt í útlosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en mót­mælir því að enn á ný séu uppi áform um að tryggja sjáv­ar­út­veg­inum sér­kjör á kostnað almenn­ings í land­inu. Til að sátt ríki um aðgerðir í lofts­lags­málum verða þær að vera rétt­látar og stuðla að jöfn­uði og vel­ferð. Hið sama á við um nýt­ingu á sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­innar og þann hagnað sem hún skap­ar,“ segir í nið­ur­lagi álykt­un­ar­inn­ar.

Losun frá skipum og höfnum 596 þús­und tonn árið 2018

Orku­skipti í sjáv­ar­út­vegi er ein af þeim aðgerðum sem finna má í aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum. Þar segir að langstærstur hluti los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá skipum og höfnum sé frá fiski­skipum sem brenna jarð­efna­elds­neyti. Losun frá skipum og höfnum var 769 þús­und tonn árið 2005 en hún var komin niður í 596 þús­und tonn árið 2018.

Í áður­nefndri skýrslu um græn skref í sjáv­ar­út­vegi er lagt til mark­mið um að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna fiski­skipa sem kaupa elds­neyti verði árið 2030 orðin helm­ingur af því sem hún var árið 2005. Til þess að ná því mark­miði eru lagðar fram nokkrar til­lög­ur, til að mynda skatta­lega hvata sem geta stuðlað að auknum fjár­fest­ingum í umhverf­is­vænni lausn­um. Önnur til­laga snýr að end­ur­bættu styrkja­kerfi sem styðji við nýsköp­un, orku­stýr­ingu og orku­skipti á hafi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent