Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Auglýsing

.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, var gestur For­ystu­sæt­is­ins á RÚV í gær. Þar var hún meðal ann­ars spurð út í það kosn­inga­lof­orð flokks­ins að semja um gagn­kvæmar geng­is­varnir við Seðla­banka Evr­ópu og tengja þannig íslensku krón­una við evru.

Í þætt­inum sagði Þor­gerður Katrín að hægt væri að gera slíkt sam­komu­lag á grund­velli samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES), sem Ísland er aðili að og veitir land­inu aðgengi að innri mark­aði Evr­ópu að hluta án þess að til­heyra Evr­ópu­sam­band­in­u. 

Hún vís­aði meðal ann­ars í skrif pró­fess­or­anna Guð­mundar Magn­ús­sonar og Stef­áns Más Stef­áns­sonar máli sínu til stuðn­ings og benti auk þess á skrif Daða Más Krist­ó­fers­son­ar, vara­for­manns Við­reisnar og hag­fræði­pró­fess­ors um mál­ið. „Þeir sjá þetta þannig fyrir sér að við gerum samn­ing um gagn­kvæmar geng­is­varn­ir. Við erum ekki að taka upp ein­hliða evr­una eins og sum ríki hafa gert. Við erum ein­fald­lega að horfa til ann­arra ríkja eins og Dan­merk­ur, eins og Króa­tíu sem hafa tengt sína gjald­miðla, okkar íslenska krónu, við evr­una. Við sjáum fram á það að eitt af því fyrsta sem við myndum þá gera í rík­is­stjórn, næð­ist um það sam­komu­lag, væri að fara bara strax með fyrstu flug­vél og semja bara við evr­ópska seðla­bank­ann um þessar gagn­kvæmu geng­is­varnir [...] Við getum þetta og það er mögu­leiki núna þegar gjald­eyr­is­vara­forð­inn okkar er með þessum hætti að fara í þessa veg­ferð.“

Tví­hliða samn­ingur um geng­is­varnir

Sem stendur þá taka þrír gjald­miðlar þátt í geng­is­sam­starfi Evr­ópu, sem kall­ast nú ERM-I­I.  Þeir eru danska krón­an, króat­ísk kúna og búlgarska lef­ið. Með aðild að geng­is­sam­starfi Evr­ópu er gengi gjald­miðla þátt­töku­ríkj­anna haldið stöð­ugu gagn­vart evru innan settra vik­marka og er fast­gengið varið af bæði seðla­banka við­kom­andi þátt­töku­ríkis og Seðla­banka Evr­ópu. Slík geng­isteng­ing er því byggð á alþjóð­legu sam­starfi þar sem Seðla­banki Evr­ópu og seðla­bankar þátt­töku­ríkj­anna skuld­binda sig til að tryggja stöð­ug­leika geng­is­mark­miðs­ins en ekki bara seðla­bankar heima­land­anna. Sam­kvæmt gild­andi lög­gjöf um geng­is­sam­starf Evr­ópu getur Ísland ekki tekið þátt í ERM-II án þess að ger­ast fyrst aðili að Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing
Hugmyndir Guð­mundar og Stef­áns Más, sem Þor­gerður Katrín vísar til, voru fyrst settar fram fyrir um tveimur ára­tugum síð­an. Þær snú­ast um að gera tví­hliða samn­ing þar sem Evr­ópu­sam­bandið gæti meðal ann­ars gripið inn í með aðgerðum til styrktar krón­unni gegn því að Íslend­ingar geng­ust undir ákveðin skil­yrði í hag­stjórn í takti við það sem átti sér stað á þeim tíma innan evr­ópska mynt­kerf­is­ins. Síðan þá, sér­stak­lega eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á, hefur verið slakað mjög á þeim aga sem kraf­ist var vegna aðildar að því mynt­kerfi en Ísland hefur auk þess tekið upp lög um opin­ber fjár­mál sem fara fóru fram á svip­aðan aga í rík­is­fjár­málum og innan Evr­ópu­sam­bands­ins, áður en þau voru tekin tíma­bundið úr sam­bandi vegna far­ald­urs­ins. 

Í skrifum sínum hafa þeir Guð­mundur og Stefán Már bent á að ekk­ert í lögum Evr­ópu­sam­bands­ins banni slíkt sam­starf og að hægt væri að byggja á fyr­ir­mynd ERM-II og sér­stak­lega í gjald­eyr­is­fyr­ir­komu­lag Dana, en gengi dönsku krón­unnar er haldið innan þröngs bils í gegni gagn­vart evr­u. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Það liggur fyrir að Evr­ópu­sam­bandið hefur aldrei sam­þykkt að fara þá leið sem Við­reisnar boðar við­ræður um: að semja um gagn­kvæmar geng­is­varnir eða mynt­sam­starf við land sem er ekki aðili að sam­band­inu. Þau lönd sem hafa verið hluti af fyrst Evr­ópska geng­is­sam­starf­inu (ERM) og síðar ERM-II hafa öll verið aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu. Dan­ir, sem bundu gjald­miðil sinn við fyrst þýska markið árið 1982 og síðar við evr­una, gengu til að mynda í sam­bandið 1973. 

Því er engin fyr­ir­mynd að samn­ingi Seðla­banka Evr­ópu við ríki utan Evr­ópu­sam­bands­ins um gagn­kvæmar geng­is­varn­ir  og teng­ingu við evru og ekk­ert liggur fyrir um hvort hann sé til­bú­inn í slíka samn­inga­gerð. Skiptir þar engu hvort um sé að ræða ríki innan EES eða utan þess sam­starfs. 

Það er á hin bog­inn alls ekki úti­lokað að Evr­ópski seðla­bank­inn myndi verða til­bú­inn í slíka samn­ings­gerð né að stór gjald­eyr­is­vara­forði Íslands, sem stóð í 931 millj­arði króna í lok ágúst, gæti liðkað fyrir henni. Úr því fæst ekki skorið nema með samn­inga­við­ræðum þar um. 

Því er það nið­ur­staða Stað­reynd­ar­vakt­ar­innar að það sé hálf­sann­leikur að þessi leið sé mögu­leg. Eins og stendur liggur ein­fald­lega ekk­ert fyrir um það á hvorn veg­inn sem er.

Á skalanum haugalygi til dagsatt sagði Þorgerður Katrín hálfsannleik.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í síðustu kosningum þar sem Framsókn vann kosningasigur. Hinir tveir flokkarnir töpuðu fylgi milli kosninga en stjórnarsamstarfið var endurnýjað.
Stjórnarflokkarnir tapa samanlögðu fylgi og mælast í vandræðum í Reykjavík
Þeir sem eru með háskólamenntun eru líklegri til að kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn en þeir sem eru með grunnskólamenntun. Flokkarnir sem sitja saman í meirihluta í Reykjavík njóta samanlagt meiri stuðnings þar en á nokkru öðru landsvæði.
Kjarninn 27. janúar 2022
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
Vanmat á virði starfa á opinberum vinnumarkaði
Kjarninn 27. janúar 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Gæti kostað allt að 1,8 milljarða að breyta skipulagi ráðuneyta
Áætlaður viðbótarkostnaður af breyttri skipan ráðuneyta gæti numið 1.800 milljónum króna, segir fjármálaráðherra. Þar af munu 172 milljónir króna fara í tvo nýja aðstoðarmenn ráðherra.
Kjarninn 27. janúar 2022
Segir lítinn samhljóm á milli fjármálastefnu og stjórnarsáttmála
ASÍ segir að fjármálastefna ríkisstjórnar byggi á því að velferðarkerfið verði notað sem helsta hagstjórnartækið á næstu árum. Að mati samtaka getur slík stefna aldrei orðið grundvöllur fyrir stöðugleika á vinnumarkaði.
Kjarninn 27. janúar 2022
Skúli Eggert Þórðarson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri hins nýja menningar- og viðskiptaráðuneytis.
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti.
Kjarninn 27. janúar 2022
Helgi Magnússon seldi hlut sinn í Bláa lóninu í fyrra og hefur fjárfest umtalsvert í fjölmiðlarekstri.
Eigandi Fréttablaðsins hagnaðist um 3,2 milljarða króna – Seldi í Bláa lóninu
Tvö félög Helga Magnússonar, sem á um 93 prósent hlut í einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins, eiga á sjöunda milljarð króna í eigið fé. Þegar er búið að eyða 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlum og hlutafjáraukningar.
Kjarninn 27. janúar 2022
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra
Mótmæla orðum innanríkisráðherra – Hann ætti að „skoða sitt eigið tún“
Margir þingmenn gagnrýndu Jón Gunnarsson innanríkisráðherra á þingi í dag og sögðu hann meðal annars sýna hroka og lítilsvirðingu í skrifum sínum um gagnrýni á afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á umsóknum um rík­is­borg­ara­rétt.
Kjarninn 27. janúar 2022
Njáll Trausti Friðbertsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Norðausturkjördæmis, fljúga einna mest allra þingmanna innanlands á kostnað Alþingis.
Alþingi greiddi tæpar tíu milljónir vegna flugferða þingmanna innanlands í fyrra
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, er sá þingmaður sem kostaði Alþingi mest vegna ferðakostnaðar innanlands í fyrra. Skammt á hæla hennar kom Ásmundur Friðriksson.
Kjarninn 27. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin