Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Auglýsing

.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, var gestur For­ystu­sæt­is­ins á RÚV í gær. Þar var hún meðal ann­ars spurð út í það kosn­inga­lof­orð flokks­ins að semja um gagn­kvæmar geng­is­varnir við Seðla­banka Evr­ópu og tengja þannig íslensku krón­una við evru.

Í þætt­inum sagði Þor­gerður Katrín að hægt væri að gera slíkt sam­komu­lag á grund­velli samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES), sem Ísland er aðili að og veitir land­inu aðgengi að innri mark­aði Evr­ópu að hluta án þess að til­heyra Evr­ópu­sam­band­in­u. 

Hún vís­aði meðal ann­ars í skrif pró­fess­or­anna Guð­mundar Magn­ús­sonar og Stef­áns Más Stef­áns­sonar máli sínu til stuðn­ings og benti auk þess á skrif Daða Más Krist­ó­fers­son­ar, vara­for­manns Við­reisnar og hag­fræði­pró­fess­ors um mál­ið. „Þeir sjá þetta þannig fyrir sér að við gerum samn­ing um gagn­kvæmar geng­is­varn­ir. Við erum ekki að taka upp ein­hliða evr­una eins og sum ríki hafa gert. Við erum ein­fald­lega að horfa til ann­arra ríkja eins og Dan­merk­ur, eins og Króa­tíu sem hafa tengt sína gjald­miðla, okkar íslenska krónu, við evr­una. Við sjáum fram á það að eitt af því fyrsta sem við myndum þá gera í rík­is­stjórn, næð­ist um það sam­komu­lag, væri að fara bara strax með fyrstu flug­vél og semja bara við evr­ópska seðla­bank­ann um þessar gagn­kvæmu geng­is­varnir [...] Við getum þetta og það er mögu­leiki núna þegar gjald­eyr­is­vara­forð­inn okkar er með þessum hætti að fara í þessa veg­ferð.“

Tví­hliða samn­ingur um geng­is­varnir

Sem stendur þá taka þrír gjald­miðlar þátt í geng­is­sam­starfi Evr­ópu, sem kall­ast nú ERM-I­I.  Þeir eru danska krón­an, króat­ísk kúna og búlgarska lef­ið. Með aðild að geng­is­sam­starfi Evr­ópu er gengi gjald­miðla þátt­töku­ríkj­anna haldið stöð­ugu gagn­vart evru innan settra vik­marka og er fast­gengið varið af bæði seðla­banka við­kom­andi þátt­töku­ríkis og Seðla­banka Evr­ópu. Slík geng­isteng­ing er því byggð á alþjóð­legu sam­starfi þar sem Seðla­banki Evr­ópu og seðla­bankar þátt­töku­ríkj­anna skuld­binda sig til að tryggja stöð­ug­leika geng­is­mark­miðs­ins en ekki bara seðla­bankar heima­land­anna. Sam­kvæmt gild­andi lög­gjöf um geng­is­sam­starf Evr­ópu getur Ísland ekki tekið þátt í ERM-II án þess að ger­ast fyrst aðili að Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing
Hugmyndir Guð­mundar og Stef­áns Más, sem Þor­gerður Katrín vísar til, voru fyrst settar fram fyrir um tveimur ára­tugum síð­an. Þær snú­ast um að gera tví­hliða samn­ing þar sem Evr­ópu­sam­bandið gæti meðal ann­ars gripið inn í með aðgerðum til styrktar krón­unni gegn því að Íslend­ingar geng­ust undir ákveðin skil­yrði í hag­stjórn í takti við það sem átti sér stað á þeim tíma innan evr­ópska mynt­kerf­is­ins. Síðan þá, sér­stak­lega eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á, hefur verið slakað mjög á þeim aga sem kraf­ist var vegna aðildar að því mynt­kerfi en Ísland hefur auk þess tekið upp lög um opin­ber fjár­mál sem fara fóru fram á svip­aðan aga í rík­is­fjár­málum og innan Evr­ópu­sam­bands­ins, áður en þau voru tekin tíma­bundið úr sam­bandi vegna far­ald­urs­ins. 

Í skrifum sínum hafa þeir Guð­mundur og Stefán Már bent á að ekk­ert í lögum Evr­ópu­sam­bands­ins banni slíkt sam­starf og að hægt væri að byggja á fyr­ir­mynd ERM-II og sér­stak­lega í gjald­eyr­is­fyr­ir­komu­lag Dana, en gengi dönsku krón­unnar er haldið innan þröngs bils í gegni gagn­vart evr­u. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Það liggur fyrir að Evr­ópu­sam­bandið hefur aldrei sam­þykkt að fara þá leið sem Við­reisnar boðar við­ræður um: að semja um gagn­kvæmar geng­is­varnir eða mynt­sam­starf við land sem er ekki aðili að sam­band­inu. Þau lönd sem hafa verið hluti af fyrst Evr­ópska geng­is­sam­starf­inu (ERM) og síðar ERM-II hafa öll verið aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu. Dan­ir, sem bundu gjald­miðil sinn við fyrst þýska markið árið 1982 og síðar við evr­una, gengu til að mynda í sam­bandið 1973. 

Því er engin fyr­ir­mynd að samn­ingi Seðla­banka Evr­ópu við ríki utan Evr­ópu­sam­bands­ins um gagn­kvæmar geng­is­varn­ir  og teng­ingu við evru og ekk­ert liggur fyrir um hvort hann sé til­bú­inn í slíka samn­inga­gerð. Skiptir þar engu hvort um sé að ræða ríki innan EES eða utan þess sam­starfs. 

Það er á hin bog­inn alls ekki úti­lokað að Evr­ópski seðla­bank­inn myndi verða til­bú­inn í slíka samn­ings­gerð né að stór gjald­eyr­is­vara­forði Íslands, sem stóð í 931 millj­arði króna í lok ágúst, gæti liðkað fyrir henni. Úr því fæst ekki skorið nema með samn­inga­við­ræðum þar um. 

Því er það nið­ur­staða Stað­reynd­ar­vakt­ar­innar að það sé hálf­sann­leikur að þessi leið sé mögu­leg. Eins og stendur liggur ein­fald­lega ekk­ert fyrir um það á hvorn veg­inn sem er.

Á skalanum haugalygi til dagsatt sagði Þorgerður Katrín hálfsannleik.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin