Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Auglýsing

.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, var gestur For­ystu­sæt­is­ins á RÚV í gær. Þar var hún meðal ann­ars spurð út í það kosn­inga­lof­orð flokks­ins að semja um gagn­kvæmar geng­is­varnir við Seðla­banka Evr­ópu og tengja þannig íslensku krón­una við evru.

Í þætt­inum sagði Þor­gerður Katrín að hægt væri að gera slíkt sam­komu­lag á grund­velli samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES), sem Ísland er aðili að og veitir land­inu aðgengi að innri mark­aði Evr­ópu að hluta án þess að til­heyra Evr­ópu­sam­band­in­u. 

Hún vís­aði meðal ann­ars í skrif pró­fess­or­anna Guð­mundar Magn­ús­sonar og Stef­áns Más Stef­áns­sonar máli sínu til stuðn­ings og benti auk þess á skrif Daða Más Krist­ó­fers­son­ar, vara­for­manns Við­reisnar og hag­fræði­pró­fess­ors um mál­ið. „Þeir sjá þetta þannig fyrir sér að við gerum samn­ing um gagn­kvæmar geng­is­varn­ir. Við erum ekki að taka upp ein­hliða evr­una eins og sum ríki hafa gert. Við erum ein­fald­lega að horfa til ann­arra ríkja eins og Dan­merk­ur, eins og Króa­tíu sem hafa tengt sína gjald­miðla, okkar íslenska krónu, við evr­una. Við sjáum fram á það að eitt af því fyrsta sem við myndum þá gera í rík­is­stjórn, næð­ist um það sam­komu­lag, væri að fara bara strax með fyrstu flug­vél og semja bara við evr­ópska seðla­bank­ann um þessar gagn­kvæmu geng­is­varnir [...] Við getum þetta og það er mögu­leiki núna þegar gjald­eyr­is­vara­forð­inn okkar er með þessum hætti að fara í þessa veg­ferð.“

Tví­hliða samn­ingur um geng­is­varnir

Sem stendur þá taka þrír gjald­miðlar þátt í geng­is­sam­starfi Evr­ópu, sem kall­ast nú ERM-I­I.  Þeir eru danska krón­an, króat­ísk kúna og búlgarska lef­ið. Með aðild að geng­is­sam­starfi Evr­ópu er gengi gjald­miðla þátt­töku­ríkj­anna haldið stöð­ugu gagn­vart evru innan settra vik­marka og er fast­gengið varið af bæði seðla­banka við­kom­andi þátt­töku­ríkis og Seðla­banka Evr­ópu. Slík geng­isteng­ing er því byggð á alþjóð­legu sam­starfi þar sem Seðla­banki Evr­ópu og seðla­bankar þátt­töku­ríkj­anna skuld­binda sig til að tryggja stöð­ug­leika geng­is­mark­miðs­ins en ekki bara seðla­bankar heima­land­anna. Sam­kvæmt gild­andi lög­gjöf um geng­is­sam­starf Evr­ópu getur Ísland ekki tekið þátt í ERM-II án þess að ger­ast fyrst aðili að Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing
Hugmyndir Guð­mundar og Stef­áns Más, sem Þor­gerður Katrín vísar til, voru fyrst settar fram fyrir um tveimur ára­tugum síð­an. Þær snú­ast um að gera tví­hliða samn­ing þar sem Evr­ópu­sam­bandið gæti meðal ann­ars gripið inn í með aðgerðum til styrktar krón­unni gegn því að Íslend­ingar geng­ust undir ákveðin skil­yrði í hag­stjórn í takti við það sem átti sér stað á þeim tíma innan evr­ópska mynt­kerf­is­ins. Síðan þá, sér­stak­lega eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á, hefur verið slakað mjög á þeim aga sem kraf­ist var vegna aðildar að því mynt­kerfi en Ísland hefur auk þess tekið upp lög um opin­ber fjár­mál sem fara fóru fram á svip­aðan aga í rík­is­fjár­málum og innan Evr­ópu­sam­bands­ins, áður en þau voru tekin tíma­bundið úr sam­bandi vegna far­ald­urs­ins. 

Í skrifum sínum hafa þeir Guð­mundur og Stefán Már bent á að ekk­ert í lögum Evr­ópu­sam­bands­ins banni slíkt sam­starf og að hægt væri að byggja á fyr­ir­mynd ERM-II og sér­stak­lega í gjald­eyr­is­fyr­ir­komu­lag Dana, en gengi dönsku krón­unnar er haldið innan þröngs bils í gegni gagn­vart evr­u. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Það liggur fyrir að Evr­ópu­sam­bandið hefur aldrei sam­þykkt að fara þá leið sem Við­reisnar boðar við­ræður um: að semja um gagn­kvæmar geng­is­varnir eða mynt­sam­starf við land sem er ekki aðili að sam­band­inu. Þau lönd sem hafa verið hluti af fyrst Evr­ópska geng­is­sam­starf­inu (ERM) og síðar ERM-II hafa öll verið aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu. Dan­ir, sem bundu gjald­miðil sinn við fyrst þýska markið árið 1982 og síðar við evr­una, gengu til að mynda í sam­bandið 1973. 

Því er engin fyr­ir­mynd að samn­ingi Seðla­banka Evr­ópu við ríki utan Evr­ópu­sam­bands­ins um gagn­kvæmar geng­is­varn­ir  og teng­ingu við evru og ekk­ert liggur fyrir um hvort hann sé til­bú­inn í slíka samn­inga­gerð. Skiptir þar engu hvort um sé að ræða ríki innan EES eða utan þess sam­starfs. 

Það er á hin bog­inn alls ekki úti­lokað að Evr­ópski seðla­bank­inn myndi verða til­bú­inn í slíka samn­ings­gerð né að stór gjald­eyr­is­vara­forði Íslands, sem stóð í 931 millj­arði króna í lok ágúst, gæti liðkað fyrir henni. Úr því fæst ekki skorið nema með samn­inga­við­ræðum þar um. 

Því er það nið­ur­staða Stað­reynd­ar­vakt­ar­innar að það sé hálf­sann­leikur að þessi leið sé mögu­leg. Eins og stendur liggur ein­fald­lega ekk­ert fyrir um það á hvorn veg­inn sem er.

Á skalanum haugalygi til dagsatt sagði Þorgerður Katrín hálfsannleik.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin