Skattbyrði tekjuhæsta prósentsins er hærri en skattbyrði „alls fjöldans“ en ekki mikið hærri

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Loga Einarssonar um að tekjuhæsta 1 prósent þjóðarinnar borgi „minna en allur almenningur í landinu, allur fjöldinn“ í skatta.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Auglýsing

Niðurstaða: Hálfsannleikur

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar var gestur For­ystu­sæt­is­ins á RÚV í gær­kvöldi og ræddi þar meðal ann­ars um skatta­stefn­una sem flokk­ur­inn hefur lagt fram í kosn­inga­bar­áttu sinni und­an­farnar vik­ur. Sam­fylk­ing­in hefur talað fyrir stór­eigna­skatti á þá sem eiga yfir 200 millj­ónir króna í hreina eign og Logi var spurður um rök­semd­irnar fyrir slíkri skatt­lagn­ingu.

„Okkar rann­sóknir sýna að efsta 1 pró­sent lag sam­fé­lags­ins, rík­asta 1 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, hefur verið að borga minna og minna í skatt und­an­farin 20 ár og borgar minna en allur almenn­ingur í land­inu, allur fjöld­inn. Okkur finnst það rétt­læt­is­mál að jafna þetta og að allir leggi af mörk­um,“ sagði Logi í við­tal­inu og bætti því við að flokk­ur­inn teldi hærri skatta á miklar eignir geta haft jákvæð hag­ræn áhrif.

En stenst þessi full­yrð­ing for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar skoð­un?

Þegar horft er til tekn­anna sem rík­is­sjóður hefur af ein­stak­lingi sem til­heyrir efsta eina pró­sent­inu hvað tekjur varðar er morg­un­ljóst að sá aðili greiðir fleiri krónur í rík­is­sjóð en með­al­mað­ur­inn í íslensku sam­fé­lagi, enda inn­koman marg­föld á við með­al­mann­inn. Ein­stak­lingur sem til­heyrir rík­asta eina pró­sent­inu greiðir því meira til sam­fé­lags­ins í krónum talið en með­al­maður í sam­fé­lag­inu, ein­hver sem til­heyrir „öllum fjöld­an­um“ sem Logi vís­aði til.

Það sem Logi var þó án vafa að ræða um er hlut­falls­leg skatt­byrði rík­asta 1 pró­sents­ins í íslensku sam­fé­lagi, en eins og hefur verið bent á ítrekað á und­an­förnum árum hafa breyt­ingar á skatt­kerf­inu, þá helst afnám auð­legð­ar­skatts­ins, valdið því að skatt­byrði tekju­hæsta 1 pró­sents­ins hefur farið lækk­andi.

Breyt­ing­arnar sem gerðar hafa verið á því hvernig þeir allra rík­ustu í íslensku sam­fé­lagi eru skatt­lagðir hefur valdið því að skatt­byrði þeirra allra tekju­hæstu lækkar eftir því sem tekjur þeirra aukast – og í nýlegri skýrslu frá ASÍ er því haldið til haga að þetta sé and­stætt mark­miði fram­sæk­inna skatt­kerfa, sem byggja á því að skatt­byrðin hækki eftir því sem tekjur aukast.

Í skatt­kerf­inu eins og það er upp­byggt í dag fer skatt­byrðin hækk­andi með auknum tekjum allt þar til ákveðnu marki er náð og komið er alveg í efstu tekju­hópana. Þá sveigir kúrfa skatt­byrð­innar af leið og í stað þess að fara hækk­andi með auknum tekjum greiða þeir sem eru á toppi tekju­stig­ans hlut­falls­lega lægri skatta en þeir sem koma næstir á eftir þeim – og hlut­falls­lega raunar ekk­ert svo mikið meira en Íslend­ingar allir að með­al­tali.

Þeir allra tekju­hæstu fá hærra hlut­fall fjár­magnstekna

Í umfjöllun Páls Kol­beins rekstr­ar­hag­fræð­ings um álagn­ingu Íslend­inga á árinu 2019, sem birt­ist í Tíund frétta­blaði Skatts­ins fyrr á þessu ári, segir að tekju­hæsta eitt pró­sent lands­manna hafi greitt 37 millj­arða króna í skatta og að með­al­skatt­byrði hóps­ins hafi verið 26 pró­sent.

Skatt­byrði þess­ara rúm­lega þrjú þús­und ein­stak­linga var því aðeins meiri en með­al­skatt­byrði allra Íslend­inga á árinu 2019 – sem var 23 pró­sent að teknu til­liti til bóta – og sömu­leiðis ögn meiri en skatt­byrði tekju­hærri helm­ings lands­manna, sem var 25,5 pró­sent.

Auglýsing

Hún var þó minni en t.d. næsta pró­sents fyrir neðan það í tekju­stig­an­um, sem greiddi 27,2 pró­sent tekna sinna í skatta og langt undir með­al­skatt­byrði tíu pró­sent rík­ustu Íslend­ing­anna, sem greiddu 35,2 pró­sent tekna sinna í skatta. Alls greiddu tekju­hæstu fimm pró­sentin síðan 27,9 pró­sent í skatt af tekjum sín­um, eða hlut­falls­lega nokkuð meira en tekju­hæsta pró­sent­ið.

Í umfjöllun Páls í Tíund segir að ástæða þess að skatt­byrði tekju­hæsta eina pró­sents lands­manna hafi verið lægri en skatt­byrði tekju­hæstu fimm pró­sent­anna sé sú að fjár­magnstekjur vegi þyngra í tekjum þeirra sem eru tekju­hærri á hverjum tíma.

Skattur af fjár­magnstekjum er 22 pró­sent en stað­greiðsla tekju­skatts og útsvars af laun­um, líf­eyri og trygg­inga­bótum yfir 11.125 þús­und krónum á ári er 46,24 pró­sent.

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Rík­asta 1 pró­sent lands­manna greiðir meira af tekjum sínum í skatta en með­al­mað­ur­inn í íslensku sam­fé­lagi – „al­menn­ing­ur“ og „allur fjöld­inn“ – sem Logi hlýtur að hafa verið að vísa til með orðum sín­um. Það er hins vegar rétt hjá Loga að á und­an­förnum ára­tug hefur skatt­byrði þeirra sem hæstar tekjur hafa farið lækk­andi.

Það eina pró­sent lands­manna sem mestar tekjur hafði árið 2019 greiddi svo ein­ungis um hálfu pró­sentu­stigi meira af tekjum sínum en þeir sem voru í tekju­hærri 50 pró­sent­unum gerðu að með­al­tali og um þremur pró­sentu­stigum meira en íslenskur almenn­ingur að með­al­tali gerði heilt yfir.

Að þessu sögðu er það mat Stað­reynda­vakt­ar­innar að Logi Ein­ars­son hafi sett fram hálf­sann­leik er hann full­yrti í For­ystu­sæt­inu að rík­asta eina pró­sentið væri að greiða „minna en allur almenn­ingur í land­inu, allur fjöld­inn,“ í skatta af tekjum sín­um.

Á skalanum haugalygi til dagsatt telst Logi hafa sett fram hálfsannleik, samkvæmt Staðreyndavakt Kjarnans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin