Skattbyrði tekjuhæsta prósentsins er hærri en skattbyrði „alls fjöldans“ en ekki mikið hærri

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Loga Einarssonar um að tekjuhæsta 1 prósent þjóðarinnar borgi „minna en allur almenningur í landinu, allur fjöldinn“ í skatta.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Auglýsing

Niðurstaða: Hálfsannleikur

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar var gestur For­ystu­sæt­is­ins á RÚV í gær­kvöldi og ræddi þar meðal ann­ars um skatta­stefn­una sem flokk­ur­inn hefur lagt fram í kosn­inga­bar­áttu sinni und­an­farnar vik­ur. Sam­fylk­ing­in hefur talað fyrir stór­eigna­skatti á þá sem eiga yfir 200 millj­ónir króna í hreina eign og Logi var spurður um rök­semd­irnar fyrir slíkri skatt­lagn­ingu.

„Okkar rann­sóknir sýna að efsta 1 pró­sent lag sam­fé­lags­ins, rík­asta 1 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, hefur verið að borga minna og minna í skatt und­an­farin 20 ár og borgar minna en allur almenn­ingur í land­inu, allur fjöld­inn. Okkur finnst það rétt­læt­is­mál að jafna þetta og að allir leggi af mörk­um,“ sagði Logi í við­tal­inu og bætti því við að flokk­ur­inn teldi hærri skatta á miklar eignir geta haft jákvæð hag­ræn áhrif.

En stenst þessi full­yrð­ing for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar skoð­un?

Þegar horft er til tekn­anna sem rík­is­sjóður hefur af ein­stak­lingi sem til­heyrir efsta eina pró­sent­inu hvað tekjur varðar er morg­un­ljóst að sá aðili greiðir fleiri krónur í rík­is­sjóð en með­al­mað­ur­inn í íslensku sam­fé­lagi, enda inn­koman marg­föld á við með­al­mann­inn. Ein­stak­lingur sem til­heyrir rík­asta eina pró­sent­inu greiðir því meira til sam­fé­lags­ins í krónum talið en með­al­maður í sam­fé­lag­inu, ein­hver sem til­heyrir „öllum fjöld­an­um“ sem Logi vís­aði til.

Það sem Logi var þó án vafa að ræða um er hlut­falls­leg skatt­byrði rík­asta 1 pró­sents­ins í íslensku sam­fé­lagi, en eins og hefur verið bent á ítrekað á und­an­förnum árum hafa breyt­ingar á skatt­kerf­inu, þá helst afnám auð­legð­ar­skatts­ins, valdið því að skatt­byrði tekju­hæsta 1 pró­sents­ins hefur farið lækk­andi.

Breyt­ing­arnar sem gerðar hafa verið á því hvernig þeir allra rík­ustu í íslensku sam­fé­lagi eru skatt­lagðir hefur valdið því að skatt­byrði þeirra allra tekju­hæstu lækkar eftir því sem tekjur þeirra aukast – og í nýlegri skýrslu frá ASÍ er því haldið til haga að þetta sé and­stætt mark­miði fram­sæk­inna skatt­kerfa, sem byggja á því að skatt­byrðin hækki eftir því sem tekjur aukast.

Í skatt­kerf­inu eins og það er upp­byggt í dag fer skatt­byrðin hækk­andi með auknum tekjum allt þar til ákveðnu marki er náð og komið er alveg í efstu tekju­hópana. Þá sveigir kúrfa skatt­byrð­innar af leið og í stað þess að fara hækk­andi með auknum tekjum greiða þeir sem eru á toppi tekju­stig­ans hlut­falls­lega lægri skatta en þeir sem koma næstir á eftir þeim – og hlut­falls­lega raunar ekk­ert svo mikið meira en Íslend­ingar allir að með­al­tali.

Þeir allra tekju­hæstu fá hærra hlut­fall fjár­magnstekna

Í umfjöllun Páls Kol­beins rekstr­ar­hag­fræð­ings um álagn­ingu Íslend­inga á árinu 2019, sem birt­ist í Tíund frétta­blaði Skatts­ins fyrr á þessu ári, segir að tekju­hæsta eitt pró­sent lands­manna hafi greitt 37 millj­arða króna í skatta og að með­al­skatt­byrði hóps­ins hafi verið 26 pró­sent.

Skatt­byrði þess­ara rúm­lega þrjú þús­und ein­stak­linga var því aðeins meiri en með­al­skatt­byrði allra Íslend­inga á árinu 2019 – sem var 23 pró­sent að teknu til­liti til bóta – og sömu­leiðis ögn meiri en skatt­byrði tekju­hærri helm­ings lands­manna, sem var 25,5 pró­sent.

Auglýsing

Hún var þó minni en t.d. næsta pró­sents fyrir neðan það í tekju­stig­an­um, sem greiddi 27,2 pró­sent tekna sinna í skatta og langt undir með­al­skatt­byrði tíu pró­sent rík­ustu Íslend­ing­anna, sem greiddu 35,2 pró­sent tekna sinna í skatta. Alls greiddu tekju­hæstu fimm pró­sentin síðan 27,9 pró­sent í skatt af tekjum sín­um, eða hlut­falls­lega nokkuð meira en tekju­hæsta pró­sent­ið.

Í umfjöllun Páls í Tíund segir að ástæða þess að skatt­byrði tekju­hæsta eina pró­sents lands­manna hafi verið lægri en skatt­byrði tekju­hæstu fimm pró­sent­anna sé sú að fjár­magnstekjur vegi þyngra í tekjum þeirra sem eru tekju­hærri á hverjum tíma.

Skattur af fjár­magnstekjum er 22 pró­sent en stað­greiðsla tekju­skatts og útsvars af laun­um, líf­eyri og trygg­inga­bótum yfir 11.125 þús­und krónum á ári er 46,24 pró­sent.

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Rík­asta 1 pró­sent lands­manna greiðir meira af tekjum sínum í skatta en með­al­mað­ur­inn í íslensku sam­fé­lagi – „al­menn­ing­ur“ og „allur fjöld­inn“ – sem Logi hlýtur að hafa verið að vísa til með orðum sín­um. Það er hins vegar rétt hjá Loga að á und­an­förnum ára­tug hefur skatt­byrði þeirra sem hæstar tekjur hafa farið lækk­andi.

Það eina pró­sent lands­manna sem mestar tekjur hafði árið 2019 greiddi svo ein­ungis um hálfu pró­sentu­stigi meira af tekjum sínum en þeir sem voru í tekju­hærri 50 pró­sent­unum gerðu að með­al­tali og um þremur pró­sentu­stigum meira en íslenskur almenn­ingur að með­al­tali gerði heilt yfir.

Að þessu sögðu er það mat Stað­reynda­vakt­ar­innar að Logi Ein­ars­son hafi sett fram hálf­sann­leik er hann full­yrti í For­ystu­sæt­inu að rík­asta eina pró­sentið væri að greiða „minna en allur almenn­ingur í land­inu, allur fjöld­inn,“ í skatta af tekjum sín­um.

Á skalanum haugalygi til dagsatt telst Logi hafa sett fram hálfsannleik, samkvæmt Staðreyndavakt Kjarnans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin