Ívilnanir vegna innflutnings rafmagns- og tengiltvinnbíla rúmir fimm milljarðar í fyrra

Rúmir 2,2 milljarðar virðisaukaskatts voru felldir niður vegna innflutnings 2.632 tengiltvinnbíla í fyrra. Tvívegis hefur efnahags- og viðskiptanefnd frestað áformum um að fella niður eða minnka ívilnanir vegna tengiltvinnbíla sem eru umdeildar.

Rafbíll
Auglýsing

Rúm­lega 5,1 millj­arðs afsláttur var veittur af virð­is­auka­skatti á árinu 2020 vegna inn­flutn­ings og fyrstu kaupa á raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bíl­um. Bílar af þessu tagi njóta tíma­bund­innar und­an­þágu á virð­is­auka­skatti upp að ákveðnu marki. Þannig er veittur allt að 1.560.000 króna afsláttur af virð­is­auka­skatti á hvern raf­magns- og vetn­is­bíl en 960 þús­und á hvern tengilt­vinn­bíl. Til við­bótar við þetta þá taka vöru- og bif­reiða­gjöld mið af skráðri koltví­sýr­ingslosun og því eru alla jafna engin vöru­gjöld greidd af raf­magns­bílum og lág­marks bif­reiða­gjöld.

Á síð­asta ári nam upp­hæð nið­ur­fellds virð­is­auka­skatts á raf­magns­bíla alls 2,9 millj­örðum króna en slíkur afsláttur var veittur vegna inn­flutn­ings á 2.632 raf­magns­bíl­um. Rúmir 2,2 millj­arðar virð­is­auka­skatts voru felldir niður vegna 2.360 tengilt­vinn­bíla. Þá var virð­is­auka­skattur felldur niður vegna inn­flutn­ings á einum vetn­is­bíl. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Sig­ríðar Á And­er­sen, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um und­an­þágur frá skött­um.

Auglýsing

Meðal þess sem spurt var um í fyr­ir­spurn Sig­ríðar var hvort mat lægi fyrir á því hvort lít­ill bens­ín­bíll hefði meiri eða minni losun koltví­sýr­ings í för með sér frá upp­hafi fram­leiðslu til enda notk­unar heldur en stór raf­bíll. Í svar­inu er vísað í skýrsl­una How clean are elect­ric cars? T&E's ana­lysis of elect­ric car lifecycle CO2 emissions sem kom út á vegum Tran­sport & Environ­ment í apríl í fyrra. Þar kemur fram að raf­magns­bílar í Evr­ópu losi alltaf minni koltví­sýr­ing en hefð­bundnir bens­ín- eða dísil­bílar að teknu til­liti til los­unar í fram­leiðslu­ferl­inu.

„Þó að Ísland sé ekki í skýrsl­unni þá tryggir raf­orku­kerfið hér á landi að nið­ur­staðan sé jafn góð eða betri en besta nið­ur­staðan í skýrsl­unni. Á Íslandi er því erfitt að finna nógu stóra raf­magns­bif­reið sem gæti losað meiri koltví­sýr­ing en smæsta bens­ín­bif­reið,“ segir í svar­inu.

Nið­ur­fell­ing íviln­unar vegna tengilt­vinn­bíla frestað

Virð­is­auka­skattur hefur ekki verið felldur nið­ur, upp að vissu marki, vegna inn­flutn­ings á raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bílum frá því um mitt ár 2012. Í þing­inu hafa hins vegar verið lagðar fram til­lögur sem gera ráð fyrir því að skatta­af­sláttur vegna inn­flutn­ings á tengilt­vinn­bílum verði afnum­inn. Þessum breyt­ingum hefur hins vegar tví­vegis verið frestað.

Þannig ákvað efna­hags- og við­skipta­nefnd að taka undir sjón­ar­mið bíla­inn­flytj­enda og Grænnar orku í des­em­ber 2019 þegar nefndin mat það sem svo að ekki væri tíma­bært að fella niður skattaí­vilnun vegna inn­flutn­ings tengilt­vinn­bíla. Þá stóð til að íviln­anir vegna tengilt­vinn­bíla yrðu felldar niður við lok árs 2020 en að íviln­anir vegna raf­magns- og vetn­is­bíla yrðu fram­lengdar til lok árs 2023. Eftir breyt­ing­ar­til­lögu frá nefnd­inni varð nið­ur­staðan sú að hámark nið­ur­fellds virð­is­auka­skatts af tengilt­vinn­bílum átti að lækka í skref­um.

Ári síðar ákvað efna­hags- og við­skipta­nefnd að lækkun á íviln­unum vegna inn­flutn­ings á tengilt­vinn­bílum skyldi frestað. Íviln­unin verður því óbreytt út þetta ár og mun fyrst lækka á árinu 2022. „Nefnd­inni hafa borist ábend­ingar um að í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda í orku­skiptum standi rök til þess að fresta gild­is­töku þeirrar lækk­un­ar,“ sagði í nefnd­ar­á­liti.

Tengilt­vinn­bílar reynst „mik­il­væg brú“ yfir í hreina raf­bíla

Umræður um þessa frestun spunn­ust í þing­sal og Andrés Ingi Jóns­son, sem þá var utan flokka, sagði áhöld vera um hversu hreinir tengilt­vinn­bílar væru og spurði Óla Björn Kára­son for­mann nefnd­ar­innar hvaðan þessar ábend­ingar hefðu borist. Fram kom í ræðu hans að ábend­ingar hefðu meðal ann­ars borist frá „Bíl­greina­sam­band­inu, öðrum sér­fræð­ingum og bíla­leigu­fyr­ir­tækjum og Sam­tökum ferða­þjón­ust­unn­ar“ sem bent hefðu á að tengilt­vinn­bílar hefðu reynst mik­il­væg brú yfir í hreina raf­bíla auk þess sem þeir henti betur við núver­andi aðstæð­ur.

Ljóst má vera að nið­ur­greiðsla á tengilt­vinn­bílum er álita­mál. Í frétt Frétta­blaðs­ins frá því fyrr í þessum mán­uði sagði Árni Finns­son, for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, til að mynda að það ætti að hætta að nið­ur­greiða tengilt­vinn­bíla og dýra raf­bíla. „Til hvers að greiða niður tengil­t­vinn­bíla sem losa tölu­vert magn af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um?“ er haft eftir Árna í frétt­inni. Hann sagði einnig að fáir hafi ráð á því að kaupa dýra raf­magns­bíla, þeir sem hefðu ráð á því þyrftu ekki á nið­ur­greiðslu frá rík­inu að halda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent