Ívilnanir vegna innflutnings rafmagns- og tengiltvinnbíla rúmir fimm milljarðar í fyrra

Rúmir 2,2 milljarðar virðisaukaskatts voru felldir niður vegna innflutnings 2.632 tengiltvinnbíla í fyrra. Tvívegis hefur efnahags- og viðskiptanefnd frestað áformum um að fella niður eða minnka ívilnanir vegna tengiltvinnbíla sem eru umdeildar.

Rafbíll
Auglýsing

Rúm­lega 5,1 millj­arðs afsláttur var veittur af virð­is­auka­skatti á árinu 2020 vegna inn­flutn­ings og fyrstu kaupa á raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bíl­um. Bílar af þessu tagi njóta tíma­bund­innar und­an­þágu á virð­is­auka­skatti upp að ákveðnu marki. Þannig er veittur allt að 1.560.000 króna afsláttur af virð­is­auka­skatti á hvern raf­magns- og vetn­is­bíl en 960 þús­und á hvern tengilt­vinn­bíl. Til við­bótar við þetta þá taka vöru- og bif­reiða­gjöld mið af skráðri koltví­sýr­ingslosun og því eru alla jafna engin vöru­gjöld greidd af raf­magns­bílum og lág­marks bif­reiða­gjöld.

Á síð­asta ári nam upp­hæð nið­ur­fellds virð­is­auka­skatts á raf­magns­bíla alls 2,9 millj­örðum króna en slíkur afsláttur var veittur vegna inn­flutn­ings á 2.632 raf­magns­bíl­um. Rúmir 2,2 millj­arðar virð­is­auka­skatts voru felldir niður vegna 2.360 tengilt­vinn­bíla. Þá var virð­is­auka­skattur felldur niður vegna inn­flutn­ings á einum vetn­is­bíl. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Sig­ríðar Á And­er­sen, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um und­an­þágur frá skött­um.

Auglýsing

Meðal þess sem spurt var um í fyr­ir­spurn Sig­ríðar var hvort mat lægi fyrir á því hvort lít­ill bens­ín­bíll hefði meiri eða minni losun koltví­sýr­ings í för með sér frá upp­hafi fram­leiðslu til enda notk­unar heldur en stór raf­bíll. Í svar­inu er vísað í skýrsl­una How clean are elect­ric cars? T&E's ana­lysis of elect­ric car lifecycle CO2 emissions sem kom út á vegum Tran­sport & Environ­ment í apríl í fyrra. Þar kemur fram að raf­magns­bílar í Evr­ópu losi alltaf minni koltví­sýr­ing en hefð­bundnir bens­ín- eða dísil­bílar að teknu til­liti til los­unar í fram­leiðslu­ferl­inu.

„Þó að Ísland sé ekki í skýrsl­unni þá tryggir raf­orku­kerfið hér á landi að nið­ur­staðan sé jafn góð eða betri en besta nið­ur­staðan í skýrsl­unni. Á Íslandi er því erfitt að finna nógu stóra raf­magns­bif­reið sem gæti losað meiri koltví­sýr­ing en smæsta bens­ín­bif­reið,“ segir í svar­inu.

Nið­ur­fell­ing íviln­unar vegna tengilt­vinn­bíla frestað

Virð­is­auka­skattur hefur ekki verið felldur nið­ur, upp að vissu marki, vegna inn­flutn­ings á raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bílum frá því um mitt ár 2012. Í þing­inu hafa hins vegar verið lagðar fram til­lögur sem gera ráð fyrir því að skatta­af­sláttur vegna inn­flutn­ings á tengilt­vinn­bílum verði afnum­inn. Þessum breyt­ingum hefur hins vegar tví­vegis verið frestað.

Þannig ákvað efna­hags- og við­skipta­nefnd að taka undir sjón­ar­mið bíla­inn­flytj­enda og Grænnar orku í des­em­ber 2019 þegar nefndin mat það sem svo að ekki væri tíma­bært að fella niður skattaí­vilnun vegna inn­flutn­ings tengilt­vinn­bíla. Þá stóð til að íviln­anir vegna tengilt­vinn­bíla yrðu felldar niður við lok árs 2020 en að íviln­anir vegna raf­magns- og vetn­is­bíla yrðu fram­lengdar til lok árs 2023. Eftir breyt­ing­ar­til­lögu frá nefnd­inni varð nið­ur­staðan sú að hámark nið­ur­fellds virð­is­auka­skatts af tengilt­vinn­bílum átti að lækka í skref­um.

Ári síðar ákvað efna­hags- og við­skipta­nefnd að lækkun á íviln­unum vegna inn­flutn­ings á tengilt­vinn­bílum skyldi frestað. Íviln­unin verður því óbreytt út þetta ár og mun fyrst lækka á árinu 2022. „Nefnd­inni hafa borist ábend­ingar um að í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda í orku­skiptum standi rök til þess að fresta gild­is­töku þeirrar lækk­un­ar,“ sagði í nefnd­ar­á­liti.

Tengilt­vinn­bílar reynst „mik­il­væg brú“ yfir í hreina raf­bíla

Umræður um þessa frestun spunn­ust í þing­sal og Andrés Ingi Jóns­son, sem þá var utan flokka, sagði áhöld vera um hversu hreinir tengilt­vinn­bílar væru og spurði Óla Björn Kára­son for­mann nefnd­ar­innar hvaðan þessar ábend­ingar hefðu borist. Fram kom í ræðu hans að ábend­ingar hefðu meðal ann­ars borist frá „Bíl­greina­sam­band­inu, öðrum sér­fræð­ingum og bíla­leigu­fyr­ir­tækjum og Sam­tökum ferða­þjón­ust­unn­ar“ sem bent hefðu á að tengilt­vinn­bílar hefðu reynst mik­il­væg brú yfir í hreina raf­bíla auk þess sem þeir henti betur við núver­andi aðstæð­ur.

Ljóst má vera að nið­ur­greiðsla á tengilt­vinn­bílum er álita­mál. Í frétt Frétta­blaðs­ins frá því fyrr í þessum mán­uði sagði Árni Finns­son, for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, til að mynda að það ætti að hætta að nið­ur­greiða tengilt­vinn­bíla og dýra raf­bíla. „Til hvers að greiða niður tengil­t­vinn­bíla sem losa tölu­vert magn af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um?“ er haft eftir Árna í frétt­inni. Hann sagði einnig að fáir hafi ráð á því að kaupa dýra raf­magns­bíla, þeir sem hefðu ráð á því þyrftu ekki á nið­ur­greiðslu frá rík­inu að halda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent