Ívilnanir vegna innflutnings rafmagns- og tengiltvinnbíla rúmir fimm milljarðar í fyrra

Rúmir 2,2 milljarðar virðisaukaskatts voru felldir niður vegna innflutnings 2.632 tengiltvinnbíla í fyrra. Tvívegis hefur efnahags- og viðskiptanefnd frestað áformum um að fella niður eða minnka ívilnanir vegna tengiltvinnbíla sem eru umdeildar.

Rafbíll
Auglýsing

Rúm­lega 5,1 millj­arðs afsláttur var veittur af virð­is­auka­skatti á árinu 2020 vegna inn­flutn­ings og fyrstu kaupa á raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bíl­um. Bílar af þessu tagi njóta tíma­bund­innar und­an­þágu á virð­is­auka­skatti upp að ákveðnu marki. Þannig er veittur allt að 1.560.000 króna afsláttur af virð­is­auka­skatti á hvern raf­magns- og vetn­is­bíl en 960 þús­und á hvern tengilt­vinn­bíl. Til við­bótar við þetta þá taka vöru- og bif­reiða­gjöld mið af skráðri koltví­sýr­ingslosun og því eru alla jafna engin vöru­gjöld greidd af raf­magns­bílum og lág­marks bif­reiða­gjöld.

Á síð­asta ári nam upp­hæð nið­ur­fellds virð­is­auka­skatts á raf­magns­bíla alls 2,9 millj­örðum króna en slíkur afsláttur var veittur vegna inn­flutn­ings á 2.632 raf­magns­bíl­um. Rúmir 2,2 millj­arðar virð­is­auka­skatts voru felldir niður vegna 2.360 tengilt­vinn­bíla. Þá var virð­is­auka­skattur felldur niður vegna inn­flutn­ings á einum vetn­is­bíl. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Sig­ríðar Á And­er­sen, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um und­an­þágur frá skött­um.

Auglýsing

Meðal þess sem spurt var um í fyr­ir­spurn Sig­ríðar var hvort mat lægi fyrir á því hvort lít­ill bens­ín­bíll hefði meiri eða minni losun koltví­sýr­ings í för með sér frá upp­hafi fram­leiðslu til enda notk­unar heldur en stór raf­bíll. Í svar­inu er vísað í skýrsl­una How clean are elect­ric cars? T&E's ana­lysis of elect­ric car lifecycle CO2 emissions sem kom út á vegum Tran­sport & Environ­ment í apríl í fyrra. Þar kemur fram að raf­magns­bílar í Evr­ópu losi alltaf minni koltví­sýr­ing en hefð­bundnir bens­ín- eða dísil­bílar að teknu til­liti til los­unar í fram­leiðslu­ferl­inu.

„Þó að Ísland sé ekki í skýrsl­unni þá tryggir raf­orku­kerfið hér á landi að nið­ur­staðan sé jafn góð eða betri en besta nið­ur­staðan í skýrsl­unni. Á Íslandi er því erfitt að finna nógu stóra raf­magns­bif­reið sem gæti losað meiri koltví­sýr­ing en smæsta bens­ín­bif­reið,“ segir í svar­inu.

Nið­ur­fell­ing íviln­unar vegna tengilt­vinn­bíla frestað

Virð­is­auka­skattur hefur ekki verið felldur nið­ur, upp að vissu marki, vegna inn­flutn­ings á raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bílum frá því um mitt ár 2012. Í þing­inu hafa hins vegar verið lagðar fram til­lögur sem gera ráð fyrir því að skatta­af­sláttur vegna inn­flutn­ings á tengilt­vinn­bílum verði afnum­inn. Þessum breyt­ingum hefur hins vegar tví­vegis verið frestað.

Þannig ákvað efna­hags- og við­skipta­nefnd að taka undir sjón­ar­mið bíla­inn­flytj­enda og Grænnar orku í des­em­ber 2019 þegar nefndin mat það sem svo að ekki væri tíma­bært að fella niður skattaí­vilnun vegna inn­flutn­ings tengilt­vinn­bíla. Þá stóð til að íviln­anir vegna tengilt­vinn­bíla yrðu felldar niður við lok árs 2020 en að íviln­anir vegna raf­magns- og vetn­is­bíla yrðu fram­lengdar til lok árs 2023. Eftir breyt­ing­ar­til­lögu frá nefnd­inni varð nið­ur­staðan sú að hámark nið­ur­fellds virð­is­auka­skatts af tengilt­vinn­bílum átti að lækka í skref­um.

Ári síðar ákvað efna­hags- og við­skipta­nefnd að lækkun á íviln­unum vegna inn­flutn­ings á tengilt­vinn­bílum skyldi frestað. Íviln­unin verður því óbreytt út þetta ár og mun fyrst lækka á árinu 2022. „Nefnd­inni hafa borist ábend­ingar um að í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda í orku­skiptum standi rök til þess að fresta gild­is­töku þeirrar lækk­un­ar,“ sagði í nefnd­ar­á­liti.

Tengilt­vinn­bílar reynst „mik­il­væg brú“ yfir í hreina raf­bíla

Umræður um þessa frestun spunn­ust í þing­sal og Andrés Ingi Jóns­son, sem þá var utan flokka, sagði áhöld vera um hversu hreinir tengilt­vinn­bílar væru og spurði Óla Björn Kára­son for­mann nefnd­ar­innar hvaðan þessar ábend­ingar hefðu borist. Fram kom í ræðu hans að ábend­ingar hefðu meðal ann­ars borist frá „Bíl­greina­sam­band­inu, öðrum sér­fræð­ingum og bíla­leigu­fyr­ir­tækjum og Sam­tökum ferða­þjón­ust­unn­ar“ sem bent hefðu á að tengilt­vinn­bílar hefðu reynst mik­il­væg brú yfir í hreina raf­bíla auk þess sem þeir henti betur við núver­andi aðstæð­ur.

Ljóst má vera að nið­ur­greiðsla á tengilt­vinn­bílum er álita­mál. Í frétt Frétta­blaðs­ins frá því fyrr í þessum mán­uði sagði Árni Finns­son, for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, til að mynda að það ætti að hætta að nið­ur­greiða tengilt­vinn­bíla og dýra raf­bíla. „Til hvers að greiða niður tengil­t­vinn­bíla sem losa tölu­vert magn af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um?“ er haft eftir Árna í frétt­inni. Hann sagði einnig að fáir hafi ráð á því að kaupa dýra raf­magns­bíla, þeir sem hefðu ráð á því þyrftu ekki á nið­ur­greiðslu frá rík­inu að halda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent