Ívilnanir vegna innflutnings rafmagns- og tengiltvinnbíla rúmir fimm milljarðar í fyrra

Rúmir 2,2 milljarðar virðisaukaskatts voru felldir niður vegna innflutnings 2.632 tengiltvinnbíla í fyrra. Tvívegis hefur efnahags- og viðskiptanefnd frestað áformum um að fella niður eða minnka ívilnanir vegna tengiltvinnbíla sem eru umdeildar.

Rafbíll
Auglýsing

Rúm­lega 5,1 millj­arðs afsláttur var veittur af virð­is­auka­skatti á árinu 2020 vegna inn­flutn­ings og fyrstu kaupa á raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bíl­um. Bílar af þessu tagi njóta tíma­bund­innar und­an­þágu á virð­is­auka­skatti upp að ákveðnu marki. Þannig er veittur allt að 1.560.000 króna afsláttur af virð­is­auka­skatti á hvern raf­magns- og vetn­is­bíl en 960 þús­und á hvern tengilt­vinn­bíl. Til við­bótar við þetta þá taka vöru- og bif­reiða­gjöld mið af skráðri koltví­sýr­ingslosun og því eru alla jafna engin vöru­gjöld greidd af raf­magns­bílum og lág­marks bif­reiða­gjöld.

Á síð­asta ári nam upp­hæð nið­ur­fellds virð­is­auka­skatts á raf­magns­bíla alls 2,9 millj­örðum króna en slíkur afsláttur var veittur vegna inn­flutn­ings á 2.632 raf­magns­bíl­um. Rúmir 2,2 millj­arðar virð­is­auka­skatts voru felldir niður vegna 2.360 tengilt­vinn­bíla. Þá var virð­is­auka­skattur felldur niður vegna inn­flutn­ings á einum vetn­is­bíl. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Sig­ríðar Á And­er­sen, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um und­an­þágur frá skött­um.

Auglýsing

Meðal þess sem spurt var um í fyr­ir­spurn Sig­ríðar var hvort mat lægi fyrir á því hvort lít­ill bens­ín­bíll hefði meiri eða minni losun koltví­sýr­ings í för með sér frá upp­hafi fram­leiðslu til enda notk­unar heldur en stór raf­bíll. Í svar­inu er vísað í skýrsl­una How clean are elect­ric cars? T&E's ana­lysis of elect­ric car lifecycle CO2 emissions sem kom út á vegum Tran­sport & Environ­ment í apríl í fyrra. Þar kemur fram að raf­magns­bílar í Evr­ópu losi alltaf minni koltví­sýr­ing en hefð­bundnir bens­ín- eða dísil­bílar að teknu til­liti til los­unar í fram­leiðslu­ferl­inu.

„Þó að Ísland sé ekki í skýrsl­unni þá tryggir raf­orku­kerfið hér á landi að nið­ur­staðan sé jafn góð eða betri en besta nið­ur­staðan í skýrsl­unni. Á Íslandi er því erfitt að finna nógu stóra raf­magns­bif­reið sem gæti losað meiri koltví­sýr­ing en smæsta bens­ín­bif­reið,“ segir í svar­inu.

Nið­ur­fell­ing íviln­unar vegna tengilt­vinn­bíla frestað

Virð­is­auka­skattur hefur ekki verið felldur nið­ur, upp að vissu marki, vegna inn­flutn­ings á raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bílum frá því um mitt ár 2012. Í þing­inu hafa hins vegar verið lagðar fram til­lögur sem gera ráð fyrir því að skatta­af­sláttur vegna inn­flutn­ings á tengilt­vinn­bílum verði afnum­inn. Þessum breyt­ingum hefur hins vegar tví­vegis verið frestað.

Þannig ákvað efna­hags- og við­skipta­nefnd að taka undir sjón­ar­mið bíla­inn­flytj­enda og Grænnar orku í des­em­ber 2019 þegar nefndin mat það sem svo að ekki væri tíma­bært að fella niður skattaí­vilnun vegna inn­flutn­ings tengilt­vinn­bíla. Þá stóð til að íviln­anir vegna tengilt­vinn­bíla yrðu felldar niður við lok árs 2020 en að íviln­anir vegna raf­magns- og vetn­is­bíla yrðu fram­lengdar til lok árs 2023. Eftir breyt­ing­ar­til­lögu frá nefnd­inni varð nið­ur­staðan sú að hámark nið­ur­fellds virð­is­auka­skatts af tengilt­vinn­bílum átti að lækka í skref­um.

Ári síðar ákvað efna­hags- og við­skipta­nefnd að lækkun á íviln­unum vegna inn­flutn­ings á tengilt­vinn­bílum skyldi frestað. Íviln­unin verður því óbreytt út þetta ár og mun fyrst lækka á árinu 2022. „Nefnd­inni hafa borist ábend­ingar um að í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda í orku­skiptum standi rök til þess að fresta gild­is­töku þeirrar lækk­un­ar,“ sagði í nefnd­ar­á­liti.

Tengilt­vinn­bílar reynst „mik­il­væg brú“ yfir í hreina raf­bíla

Umræður um þessa frestun spunn­ust í þing­sal og Andrés Ingi Jóns­son, sem þá var utan flokka, sagði áhöld vera um hversu hreinir tengilt­vinn­bílar væru og spurði Óla Björn Kára­son for­mann nefnd­ar­innar hvaðan þessar ábend­ingar hefðu borist. Fram kom í ræðu hans að ábend­ingar hefðu meðal ann­ars borist frá „Bíl­greina­sam­band­inu, öðrum sér­fræð­ingum og bíla­leigu­fyr­ir­tækjum og Sam­tökum ferða­þjón­ust­unn­ar“ sem bent hefðu á að tengilt­vinn­bílar hefðu reynst mik­il­væg brú yfir í hreina raf­bíla auk þess sem þeir henti betur við núver­andi aðstæð­ur.

Ljóst má vera að nið­ur­greiðsla á tengilt­vinn­bílum er álita­mál. Í frétt Frétta­blaðs­ins frá því fyrr í þessum mán­uði sagði Árni Finns­son, for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, til að mynda að það ætti að hætta að nið­ur­greiða tengilt­vinn­bíla og dýra raf­bíla. „Til hvers að greiða niður tengil­t­vinn­bíla sem losa tölu­vert magn af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um?“ er haft eftir Árna í frétt­inni. Hann sagði einnig að fáir hafi ráð á því að kaupa dýra raf­magns­bíla, þeir sem hefðu ráð á því þyrftu ekki á nið­ur­greiðslu frá rík­inu að halda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent