Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“

Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.

Guðni Bergsson Mynd: Skjáskot RÚV
Auglýsing

Guðni Bergs­son fyrr­ver­andi for­maður KSÍ neitar því í sam­tali við Kjarn­ann að sam­bandið hafi fengið form­lega ábend­ingu um meint kyn­ferð­is­brot lands­liðs­manna. KSÍ hafi borist nafn­laust bréf þar sem meðal ann­ars var spurt hvort þau vildu „virki­lega að fyr­ir­myndir allra barna sem hafa áhuga á fót­bolta“ væru kyn­ferð­is­af­brota- og ofbeld­is­menn.

Í bréf­inu sem Kjarn­inn hefur undir höndum er ekki til­greint sér­stakt atvik eða nöfn þolenda eða ger­anda.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að KSÍ hefði fengið ábend­ingu í byrjun júní síð­ast­lið­ins um meint atvik eftir lands­leik Dan­merkur og Íslands í Kaup­manna­höfn í sept­em­ber 2010 þar sem tveir lands­liðs­menn voru ásak­aðir um kyn­ferð­is­legt ofbeldi gegn ungrar konu. Hún hafði sjálf birt færslu um málið á sam­fé­lags­miðlum í maí án þess þó að nafn­greina lands­liðs­menn­ina.

Auglýsing

Ómar Smára­son, deild­ar­stjóri sam­skipta­deildar KSÍ, áréttar í sam­tali við Kjarn­ann í dag að KSÍ hafi borist ábend­ing um mál­ið. Hann seg­ist ekki hafa vit­neskju um það hvort umrætt bréf hafi verið ábend­ingin en hann stað­festir í tvígang að ábend­ing hafi borist KSÍ í byrjun júní. „Það er alveg klárt mál.“

Sér­stök nefnd mun fara yfir málið

KSÍ sendi frá sér til­kynn­ingu í vik­unni og greindi frá því að stjórn sam­bands­ins hefði óskað eftir því við Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands (ÍSÍ) að sett yrði á stofn nefnd til að gera úttekt á við­brögðum og máls­með­ferð sam­bands­ins vegna kyn­ferð­is­of­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönnum í lands­liðum Íslands.

Sam­kvæmt ÍSÍ á nefndin að fara yfir þá atburða­rás sem leiddi til afsagnar for­manns og fyr­ir­hug­aðrar afsagnar stjórnar KSÍ í sept­em­ber ásamt því að bregð­ast við ásök­unum sem fram hafa kom­ið.

Ómar segir að þau hjá KSÍ muni láta nefnd­ina fá allar þær upp­lýs­ingar sem til eru hjá sam­band­inu um mál­ið.

Segir bréfið vera ábend­ing­una

Guðni Bergs­son segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessi ábend­ing sem Ómar talar um sé þetta til­tekna bréf. „Þetta er eina bréfið sem við fengum en við vorum með­vituð um frá­sögn á sam­fé­lags­miðl­um. Það hefur komið fram. En við fengum enga form­lega ábend­ingu eða til­kynn­ingu um málið í raun og veru fyrr en 27. ágúst.“

Nafnlausa bréfið sem barst til KSÍ í júni.

Þannig að þú hafnar að það hafi komið inn ábend­ing í byrjun júní um mál­ið?

„Við vissum um til­vist þessa máls í gegnum sam­fé­lags­miðla. Við vissum það. Það kom upp á yfir­borðið í júní­mán­uði en ég hefði ekki vit­neskju um það hvort þetta til­tekna nafn­lausa bréf beind­ist að þessu máli enda kemur það ekk­ert fram í bréf­inu.

Þarna erum við byrjuð að hengja okkur í eitt­hvað sem skiptir í raun og veru ekki máli. Þessi ábend­ing er bara nafn­laust bréf enda hefur komið fram hjá mér og okkur að við vorum með­vituð um frá­sögn á sam­fé­lags­miðl­u­m.“

Seg­ist ekki hafa náð að ræða við kon­una

Hvernig brugð­ust þið við þess­ari vit­neskju um þessa frá­sögn á sam­fé­lags­miðl­um?

„Við reyndum auð­vitað að átta okkur á því miðað við hvernig sú frá­sögn var án nafn­grein­ingar hvað væri í raun og veru hægt að gera í mál­inu. Við reyndum í sjálfu sér að fá það fram í gegnum tengilið hvað hún vildi við­haf­ast í mál­inu þar sem hún væri með for­ræði á því.“

Tókst ekki að ná þessu sam­bandi?

„Við náðum alla­vega aldrei að ræða við hana. Þol­and­inn ræddi aldrei beint við okk­ur, nei.“

Guðni segir að þessi til­tekna ábend­ing snúi ekki að kjarna máls­ins. „Það var vit­neskja um þetta mál og ég hef sagt frá því að þá vit­neskju fékk ég í raun og veru út frá færslu á sam­fé­lags­miðlum – þannig kom vit­neskjan til.“

Snýst þetta þá um ágrein­ing um hvað orðið „ábend­ing“ þýð­ir?

„Þetta mál kemur inn til okkar og við byrjum að eiga við það, bæði ég og fram­kvæmda­stjóri eða reyna að átta okkur á því í júní­mán­uði í sum­ar. Bréfið segir ekki neitt sem við fengum en það var auð­vitað þessi frá­sögn sem maður veit núna að svo margir vissu um á þessum til­tekna sam­fé­lags­miðli sem ég er reyndar ekki á en síðan frétti af.

Þannig kemur það til minnar vit­und­ar, þannig að þetta bréf hafi ekki gildi í þessu máli eins og það er orð­að.“

Guðni seg­ist fagna því að nefnd ÍSÍ taki til starfa og skoði mál­ið. „Það var líka það sem ég lagði til að byrja með að þetta færi til utan­að­kom­andi aðila og að þessi mál yrðu skoð­uð. Ég bara fagna því.“

Heyrði af mál­inu í gegnum sam­fé­lags­miðla – ekki vegna form­legrar ábend­ingar

Hvað segir þú þá um þá full­yrð­ingu KSÍ að sam­band­inu hefði borist ábend­ing um málið í júní?

„Þetta veltur allt á því að það fyrsta sem ég heyrði af mál­inu var af vett­vangi sam­fé­lags­miðla. Ég heyrði af því að frá­sögnin væri á sam­fé­lags­miðl­u­m.“

Í byrjun júní?

„Já, í júní­mán­uði, eða ein­hvern tím­ann í kringum það. Svo berst þetta bréf sem nátt­úru­lega segir ekki neitt. Þessi færsla á sam­fé­lags­miðlum verður síðan á margra vit­orði þannig að það var auð­vitað eng­inn vilji til og stóð aldrei til að þagga eitt­hvað niður sem var á allra vit­orði þrátt fyrir að það væri ekki nafn­grein­ing.“

Hvað hefði verið eðli­legt að gera með þessa vit­neskju?

„Ég held að við þurfum bara að láta málið hafa sinn gang í gegnum þessa nefnd og fara yfir það. Það er auð­vitað alltaf hægt að líta í bak­sýn­is­speg­il­inn og velta því fyrir sér hvort eitt og annað hefði getað farið betur en málið var bara eins og það var vax­ið.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent