Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“

Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.

Guðni Bergsson Mynd: Skjáskot RÚV
Auglýsing

Guðni Bergs­son fyrr­ver­andi for­maður KSÍ neitar því í sam­tali við Kjarn­ann að sam­bandið hafi fengið form­lega ábend­ingu um meint kyn­ferð­is­brot lands­liðs­manna. KSÍ hafi borist nafn­laust bréf þar sem meðal ann­ars var spurt hvort þau vildu „virki­lega að fyr­ir­myndir allra barna sem hafa áhuga á fót­bolta“ væru kyn­ferð­is­af­brota- og ofbeld­is­menn.

Í bréf­inu sem Kjarn­inn hefur undir höndum er ekki til­greint sér­stakt atvik eða nöfn þolenda eða ger­anda.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að KSÍ hefði fengið ábend­ingu í byrjun júní síð­ast­lið­ins um meint atvik eftir lands­leik Dan­merkur og Íslands í Kaup­manna­höfn í sept­em­ber 2010 þar sem tveir lands­liðs­menn voru ásak­aðir um kyn­ferð­is­legt ofbeldi gegn ungrar konu. Hún hafði sjálf birt færslu um málið á sam­fé­lags­miðlum í maí án þess þó að nafn­greina lands­liðs­menn­ina.

Auglýsing

Ómar Smára­son, deild­ar­stjóri sam­skipta­deildar KSÍ, áréttar í sam­tali við Kjarn­ann í dag að KSÍ hafi borist ábend­ing um mál­ið. Hann seg­ist ekki hafa vit­neskju um það hvort umrætt bréf hafi verið ábend­ingin en hann stað­festir í tvígang að ábend­ing hafi borist KSÍ í byrjun júní. „Það er alveg klárt mál.“

Sér­stök nefnd mun fara yfir málið

KSÍ sendi frá sér til­kynn­ingu í vik­unni og greindi frá því að stjórn sam­bands­ins hefði óskað eftir því við Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands (ÍSÍ) að sett yrði á stofn nefnd til að gera úttekt á við­brögðum og máls­með­ferð sam­bands­ins vegna kyn­ferð­is­of­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönnum í lands­liðum Íslands.

Sam­kvæmt ÍSÍ á nefndin að fara yfir þá atburða­rás sem leiddi til afsagnar for­manns og fyr­ir­hug­aðrar afsagnar stjórnar KSÍ í sept­em­ber ásamt því að bregð­ast við ásök­unum sem fram hafa kom­ið.

Ómar segir að þau hjá KSÍ muni láta nefnd­ina fá allar þær upp­lýs­ingar sem til eru hjá sam­band­inu um mál­ið.

Segir bréfið vera ábend­ing­una

Guðni Bergs­son segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessi ábend­ing sem Ómar talar um sé þetta til­tekna bréf. „Þetta er eina bréfið sem við fengum en við vorum með­vituð um frá­sögn á sam­fé­lags­miðl­um. Það hefur komið fram. En við fengum enga form­lega ábend­ingu eða til­kynn­ingu um málið í raun og veru fyrr en 27. ágúst.“

Nafnlausa bréfið sem barst til KSÍ í júni.

Þannig að þú hafnar að það hafi komið inn ábend­ing í byrjun júní um mál­ið?

„Við vissum um til­vist þessa máls í gegnum sam­fé­lags­miðla. Við vissum það. Það kom upp á yfir­borðið í júní­mán­uði en ég hefði ekki vit­neskju um það hvort þetta til­tekna nafn­lausa bréf beind­ist að þessu máli enda kemur það ekk­ert fram í bréf­inu.

Þarna erum við byrjuð að hengja okkur í eitt­hvað sem skiptir í raun og veru ekki máli. Þessi ábend­ing er bara nafn­laust bréf enda hefur komið fram hjá mér og okkur að við vorum með­vituð um frá­sögn á sam­fé­lags­miðl­u­m.“

Seg­ist ekki hafa náð að ræða við kon­una

Hvernig brugð­ust þið við þess­ari vit­neskju um þessa frá­sögn á sam­fé­lags­miðl­um?

„Við reyndum auð­vitað að átta okkur á því miðað við hvernig sú frá­sögn var án nafn­grein­ingar hvað væri í raun og veru hægt að gera í mál­inu. Við reyndum í sjálfu sér að fá það fram í gegnum tengilið hvað hún vildi við­haf­ast í mál­inu þar sem hún væri með for­ræði á því.“

Tókst ekki að ná þessu sam­bandi?

„Við náðum alla­vega aldrei að ræða við hana. Þol­and­inn ræddi aldrei beint við okk­ur, nei.“

Guðni segir að þessi til­tekna ábend­ing snúi ekki að kjarna máls­ins. „Það var vit­neskja um þetta mál og ég hef sagt frá því að þá vit­neskju fékk ég í raun og veru út frá færslu á sam­fé­lags­miðlum – þannig kom vit­neskjan til.“

Snýst þetta þá um ágrein­ing um hvað orðið „ábend­ing“ þýð­ir?

„Þetta mál kemur inn til okkar og við byrjum að eiga við það, bæði ég og fram­kvæmda­stjóri eða reyna að átta okkur á því í júní­mán­uði í sum­ar. Bréfið segir ekki neitt sem við fengum en það var auð­vitað þessi frá­sögn sem maður veit núna að svo margir vissu um á þessum til­tekna sam­fé­lags­miðli sem ég er reyndar ekki á en síðan frétti af.

Þannig kemur það til minnar vit­und­ar, þannig að þetta bréf hafi ekki gildi í þessu máli eins og það er orð­að.“

Guðni seg­ist fagna því að nefnd ÍSÍ taki til starfa og skoði mál­ið. „Það var líka það sem ég lagði til að byrja með að þetta færi til utan­að­kom­andi aðila og að þessi mál yrðu skoð­uð. Ég bara fagna því.“

Heyrði af mál­inu í gegnum sam­fé­lags­miðla – ekki vegna form­legrar ábend­ingar

Hvað segir þú þá um þá full­yrð­ingu KSÍ að sam­band­inu hefði borist ábend­ing um málið í júní?

„Þetta veltur allt á því að það fyrsta sem ég heyrði af mál­inu var af vett­vangi sam­fé­lags­miðla. Ég heyrði af því að frá­sögnin væri á sam­fé­lags­miðl­u­m.“

Í byrjun júní?

„Já, í júní­mán­uði, eða ein­hvern tím­ann í kringum það. Svo berst þetta bréf sem nátt­úru­lega segir ekki neitt. Þessi færsla á sam­fé­lags­miðlum verður síðan á margra vit­orði þannig að það var auð­vitað eng­inn vilji til og stóð aldrei til að þagga eitt­hvað niður sem var á allra vit­orði þrátt fyrir að það væri ekki nafn­grein­ing.“

Hvað hefði verið eðli­legt að gera með þessa vit­neskju?

„Ég held að við þurfum bara að láta málið hafa sinn gang í gegnum þessa nefnd og fara yfir það. Það er auð­vitað alltaf hægt að líta í bak­sýn­is­speg­il­inn og velta því fyrir sér hvort eitt og annað hefði getað farið betur en málið var bara eins og það var vax­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
Kjarninn 7. desember 2022
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Sóknargjöld hækkuð um 384 milljónir króna milli umræðna
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu áttu sóknargjöld sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakling að lækka á næsta ári. Nú hefur verið lögð til breyting þess efnis að þau hækka. Alls kosta trúmál ríkissjóð um 8,8 milljarða króna á næsta ári.
Kjarninn 7. desember 2022
Yfirlæknir á bráðadeild segir vert að íhuga skorður á sölu og notkun flugelda
Frá 2010 hafa þrettán manns orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna flugeldaáverka, eða einn um hver áramót að meðaltali. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir vert að íhuga að setja frekari skorður á innflutning, sölu og notkun flugelda.
Kjarninn 7. desember 2022
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent