KSÍ fékk ábendingu í byrjun júní um alvarlegt meint kynferðisbrot landsliðsmanna

KSÍ hefur staðfest við Kjarnann að ábending hafi borist sambandinu snemmsumars um yfir 10 ára gamalt mál er varðar alvarlegar ásakanir um kynferðisofbeldi tveggja landsliðsmanna gegn stúlku.

Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ í lok ágúst.
Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ í lok ágúst.
Auglýsing

KSÍ fékk ábend­ingu um meint atvik eftir lands­leik Dan­merkur og Íslands í Kaup­manna­höfn í sept­em­ber 2010 þar sem tveir lands­liðs­menn voru ásak­aðir um kyn­ferð­is­legt ofbeldi gegn stúlku „snemm­sum­ars á þessu ári“ eða 2. eða 3. júní síð­ast­lið­inn.

Þetta kemur fram í svari deild­ar­stjóra sam­skipta­deildar KSÍ við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Veit hann ekki nákvæm­lega í hvaða formi sú ábend­ing hafi komið inn á borð sam­bands­ins.

„Seinnipart sum­ars barst svo aftur skrif­leg ábend­ing. Frá KSÍ séð var for­mað­ur­inn með það mál á sínu borði. Við höfum ekki upp­lýs­ingar um það hvort KSÍ hafi haft ein­hverja sér­staka vit­neskju um það mál fyrir þann tíma.“ Sú ábend­ing kom með tölvu­pósti þann 27. ágúst, að því er fram kemur í svar­inu, eða degi eftir umtalað við­tal við for­mann sam­bands­ins, Guðna Bergs­son, þar sem hann sagði að engar kvart­anir eða til­kynn­ingar um kyn­ferð­is­brot hefðu komið inn á borð KSÍ.

KSÍ svarar ekki hvort málið hafi farið í sér­stakan verk­feril þegar ábend­ingin barst í byrjun júní.

Auglýsing

Neit­aði að nokkur ábend­ing hefði borist KSÍ

Málið hefur valdið miklum titr­ingi innan KSÍ en það hófst þegar Hanna Björg Vil­hjálms­dóttir skrif­aði grein í Vísi þar sem hún sak­aði KSÍ um þöggun varð­andi kyn­ferð­is­of­beldi af hendi lands­liðs­manna. Vís­aði hún til frá­sagnar ungrar konu af kyn­ferð­is­legu ofbeldi sem hún varð fyrir árið 2010 sem hún birti á sam­fé­lags­miðlum í byrjun maí en ger­end­urnir voru sagðir hafa verið lands­liðs­menn Íslands í fót­bolta. „Fleiri frá­sagnir eru um lands­liðs­menn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kyn­ferð­is­legu og heim­il­is­of­beldi. Þetta virð­ist ekki hafa haft nein áhrif á vel­gengni þess­ara manna. Þeim er hampað og njóta mik­illa vin­sælda meðal þjóð­ar­inn­ar. Þögg­unin er alger, og KSÍ ber vita­skuld ábyrgð á henn­i,“ sagði meðal ann­ars í grein Hönnu Bjarg­ar.

Guðni Bergs­son sagði í sam­tali við fjöl­miðla dag­ana 25. og 26. ágúst að sam­bandið hefði ekki fengið inn á sitt borð til­kynn­ingar um að leik­menn lands­liða Íslands hefðu und­an­farin ár beitt ein­hvers konar ofbeldi. „Við höfum ekki fengið neinar til­kynn­ingar né ábend­ingar um slíkt inn á okkar borð síðan ég tók við for­mennsku en hins vegar erum við með­vituð um frá­sagnir á sam­fé­lags­miðl­u­m,“ sagði hann við Frétta­blað­ið.

Lagði sjálfur til að hann myndi stíga tíma­bundið til hliðar – stjórnin hafn­aði þeirri til­lögu

Í Kast­ljós­við­tali á RÚV end­ur­tók Guðni þá stað­hæf­ingu að engar kvart­anir eða til­kynn­ingar um kyn­ferð­is­brot hefðu komið inn á borð KSÍ. „Okkur er mjög umhugað um öryggi okkar iðk­enda og almenn­ings og hegðun okkar iðk­enda gagn­vart umhverf­inu. Við höfum vissu­lega ekk­ert farið var­hluta af þeirri umræðu sem hefur verið upp á síðkastið og und­an­farin ár, við tökum mið af því, en við verðum að fá ein­hvers konar til­kynn­ingu eða eitt­hvað slíkt, frá vitnum eða þolend­um, og ef það ger­ist gætum við þess að þol­and­inn fái ákveðna aðstoð og hjálp og við tökum á því af ábyrgð og festu, og við stöndum svo sann­ar­lega gegn öllu ofbeldi, ekki síst kyn­bundnu og kyn­ferð­is­of­beldi, við gerum það.“

Guðni sagði enn fremur að gagn­rýni á KSÍ vegna þessa væri ómak­leg. Eftir krísufund stjórnar KSÍ vegna máls­ins í lok ágúst sagði Guðni af sér for­mennsku eftir að hafa gegnt emb­ætt­inu síðan árið 2017.

Við birt­ingu fund­ar­gerða KSÍ síð­ast­liðið þriðju­dags­kvöld kom í ljós að Guðni hafði lagði fram á fyrr­nefndum krísufundi þá til­lögu að hann myndi stíga tíma­bundið til hliðar sem for­maður á meðan úttekt væri gerð á við­brögðum sam­bands­ins við þeim málum sem upp hefðu komið í tengslum við þær upp­lýs­ingar sem fram komu í fjöl­miðlum um kyn­ferð­is­brot.

Stjórnin hafn­aði þeirri til­lögu. „Fram kom að til­laga for­manns næði ekki fram að ganga og tók hann í kjöl­farið þá ákvörðun að segja af sér emb­ætti for­manns þegar í stað vegna með­höndl­unar og stöðu þeirra mála sem um ræðir og kvaðst munu ganga frá yfir­lýs­ingu þess efn­is,“ segir í fund­ar­gerð stjórnar KSÍ frá 29. ágúst síð­ast­liðn­um.

Hafa ekki upp­lýs­ingar um hvort vit­neskja um ásak­anir hafi verið til staðar innan KSÍ

Kjarn­inn sendi fyrstu fyr­ir­spurn­ina á KSÍ varð­andi málið þann 18. ágúst og velkt­ist hún á milli aðila innan sam­bands­ins í fimm vik­ur. Ómar Smára­son, deild­ar­stjóri sam­skipta­deildar KSÍ, svar­aði fyr­ir­spurnum Kjarn­ans í vik­unni en sjá má svörin hér fyrir neð­an:

Hefur KSÍ ein­hvern tím­ann haft vit­neskju um ásak­anir um kyn­ferð­is­brot eða ofbeldi á hendur lands­liðs­manna í fót­bolta, sér í lagi áður en verk­ferlar voru end­ur­bætt­ir?

Við höfum a.m.k. ekki upp­lýs­ingar um það.

Hefur KSÍ ein­hvern tím­ann haft afskipti af málum sem tengj­ast slíkum ásök­unum gegn lands­liðs­manni, sér í lagi áður en verk­ferlar voru end­ur­bætt­ir?

(Hvað er átt við með „haft afskipt­i“?) Það hefur verið fjallað um mál Kol­beins Sig­þórs­sonar sem barst KSÍ í mars 2018. For­mað­ur­inn var með það mál á sínu borði frá KSÍ séð og við í sjálfu sér vitum lítið um hvaða sam­skipti áttu sér stað þar. Því máli lauk með sátt milli aðila, eins og fjallað hefur verið um í fjöl­miðl­um, og við vitum í raun ekki meira. Við höfum a.m.k. ekki upp­lýs­ingar um mál fyrir þann tíma.

Hefur KSÍ hvatt til aðkomu lög­reglu­yf­ir­valda eða leitað aðstoðar hjá Sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­mála ef og þegar grunur hefur verið um lög­brot?

KSÍ hefur a.m.k. nú sent mál til sam­skipta­ráð­gjafans, þ.e. þau sem KSÍ hefur fengið upp­lýs­ingar um.

Hefur KSÍ eða starfs­menn KSÍ haft vit­neskju um mál eða beitt sér­/haft afskipti í málum án þess að kvörtun hafi borist á borð KSÍ?

(Í siða­reglum KSÍ er m.a. fjallað um til­kynn­ing­ar­skyldu full­trúa KSÍ). Ég get ekki svarað fyrir alla full­trúa KSÍ, en það er a.m.k. þannig að ef starfs­fólk KSÍ fær ábend­ingu, eða vit­neskju með ein­hverjum hætti um slík mál, þá kemur starfs­mað­ur­inn þeim upp­lýs­ingum auð­vitað áfram til við­eig­andi aðila hér inn­an­húss, til fram­kvæmda­stjóra eða for­manns.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent