Flokkarnir auka útgjöldin til Facebook á lokametrunum

Dagana 14.-20. september vörðu Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins mestu fé í að koma auglýsingum sínum á framfæri á Facebook og Instagram. Allir flokkar virðast vera að auka útgjöld sín á þessum miðlum á lokametrum kosningabaráttunnar.

Flokkarnir hafa aukið útgjöld sín vegna auglýsinga á Facebook allnokkuð að undanförnu.
Flokkarnir hafa aukið útgjöld sín vegna auglýsinga á Facebook allnokkuð að undanförnu.
Auglýsing

Á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unnar hafa flokk­arnir flestir aukið nokkuð við aug­lýs­inga­kaup sín á sam­fé­lags­miðl­unum Face­book og Instagram. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins hafa varið mestu til aug­lýs­inga á miðl­unum tveimur þegar horft er til dag­anna 14.-20. sept­em­ber.

Á þessum sjö dögum greiddi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn alls rúm­lega 1,6 milljón króna í aug­lýs­ingar á miðl­unum í gegnum hinar ýmsu síður sem flokk­ur­inn, kjör­dæma­fé­lög hans og fram­bjóð­endur halda úti og Flokkur fólks­ins tæp­lega einni og hálfri milljón króna. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr aug­lýs­inga­banka Face­book varði flokk­ur­inn 357 þús­und krónum í aug­lýs­ingar þann 19. sept­em­ber.

Sam­fylk­ingin varði á þessu sjö daga tíma­bili rúm­lega 1,1 milljón á miðl­unum tveimur sem eru í eigu Face­book-­sam­steypunn­ar, Fram­sókn rúm­lega milljón og Mið­flokk­ur­inn hátt í millj­ón, en aðrir flokkar lægri upp­hæðum í að koma sínum áherslum inn á skjái kjós­enda.

Mið­flokk­ur­inn með 3,4 millj­óna útgjöld á 30 dögum

Þegar horft er á und­an­far­inn mán­uð, eða dag­ana 22. ágúst til 20. sept­em­ber, hefur Mið­flokk­ur­inn varið meira fé en allir aðrir flokkar til aug­lýs­inga á miðl­unum tveim­ur, rúm­lega 3,4 millj­ónum króna. Flokkur fólks­ins kemur næstur með rúmar þrjár millj­ónir og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er skráður greið­andi aug­lýs­inga í aug­lýs­inga­banka Face­book fyrir alls um 2,8 millj­ónir á þessu tíma­bili.

Athygli vekur að Mið­flokk­ur­inn er með marg­falt fleiri aug­lýs­ingar en flestir aðrir flokkar í aug­lýs­inga­safni Face­book þessa dag­ana, eða alls tæp­lega fimm­hund­ruð. Margar þeirra eru ein­faldar myndir með merki flokks­ins og slag­orðum eða öðrum skila­boðum frá flokkn­um.

Dæmi um auglýsingar sem Miðflokkurinn er að birta þessa dagana.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og kjör­dæma­fé­lög flokks­ins hafa svo keypt aug­lýs­ingar á Face­book fyrir rúmar tvær millj­ónir króna og að auki eru odd­vitar flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveimur búnir að kaupa aug­lýs­inga fyrir meira en 600 þús­und krónur til við­bót­ar.

Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra er þar mun umsvifa­meiri en Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, en hann hefur greitt Face­book 519 þús­und krónur fyrir birt­ingar á þessum 30 dögum á meðan að Lilja hefur varið rúmum hund­rað þús­und krón­um. Ásmundur Einar er í sér­flokki þegar kemur að útgjöldum ein­stakra fram­bjóð­enda vegna aug­lýs­inga á Face­book und­an­far­inn mán­uð, en hann er að sækj­ast eftir þing­sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, þar sem Fram­sókn á engan þing­mann í dag.

Aðrir flokkar eru með minni útgjöld und­an­farna 30 daga en virð­ast þó flestir vera að setja tölu­vert fé í aug­lýs­ingar á Face­book og Instagram núna á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent