Flokkarnir auka útgjöldin til Facebook á lokametrunum

Dagana 14.-20. september vörðu Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins mestu fé í að koma auglýsingum sínum á framfæri á Facebook og Instagram. Allir flokkar virðast vera að auka útgjöld sín á þessum miðlum á lokametrum kosningabaráttunnar.

Flokkarnir hafa aukið útgjöld sín vegna auglýsinga á Facebook allnokkuð að undanförnu.
Flokkarnir hafa aukið útgjöld sín vegna auglýsinga á Facebook allnokkuð að undanförnu.
Auglýsing

Á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unnar hafa flokk­arnir flestir aukið nokkuð við aug­lýs­inga­kaup sín á sam­fé­lags­miðl­unum Face­book og Instagram. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins hafa varið mestu til aug­lýs­inga á miðl­unum tveimur þegar horft er til dag­anna 14.-20. sept­em­ber.

Á þessum sjö dögum greiddi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn alls rúm­lega 1,6 milljón króna í aug­lýs­ingar á miðl­unum í gegnum hinar ýmsu síður sem flokk­ur­inn, kjör­dæma­fé­lög hans og fram­bjóð­endur halda úti og Flokkur fólks­ins tæp­lega einni og hálfri milljón króna. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr aug­lýs­inga­banka Face­book varði flokk­ur­inn 357 þús­und krónum í aug­lýs­ingar þann 19. sept­em­ber.

Sam­fylk­ingin varði á þessu sjö daga tíma­bili rúm­lega 1,1 milljón á miðl­unum tveimur sem eru í eigu Face­book-­sam­steypunn­ar, Fram­sókn rúm­lega milljón og Mið­flokk­ur­inn hátt í millj­ón, en aðrir flokkar lægri upp­hæðum í að koma sínum áherslum inn á skjái kjós­enda.

Mið­flokk­ur­inn með 3,4 millj­óna útgjöld á 30 dögum

Þegar horft er á und­an­far­inn mán­uð, eða dag­ana 22. ágúst til 20. sept­em­ber, hefur Mið­flokk­ur­inn varið meira fé en allir aðrir flokkar til aug­lýs­inga á miðl­unum tveim­ur, rúm­lega 3,4 millj­ónum króna. Flokkur fólks­ins kemur næstur með rúmar þrjár millj­ónir og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er skráður greið­andi aug­lýs­inga í aug­lýs­inga­banka Face­book fyrir alls um 2,8 millj­ónir á þessu tíma­bili.

Athygli vekur að Mið­flokk­ur­inn er með marg­falt fleiri aug­lýs­ingar en flestir aðrir flokkar í aug­lýs­inga­safni Face­book þessa dag­ana, eða alls tæp­lega fimm­hund­ruð. Margar þeirra eru ein­faldar myndir með merki flokks­ins og slag­orðum eða öðrum skila­boðum frá flokkn­um.

Dæmi um auglýsingar sem Miðflokkurinn er að birta þessa dagana.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og kjör­dæma­fé­lög flokks­ins hafa svo keypt aug­lýs­ingar á Face­book fyrir rúmar tvær millj­ónir króna og að auki eru odd­vitar flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveimur búnir að kaupa aug­lýs­inga fyrir meira en 600 þús­und krónur til við­bót­ar.

Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra er þar mun umsvifa­meiri en Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, en hann hefur greitt Face­book 519 þús­und krónur fyrir birt­ingar á þessum 30 dögum á meðan að Lilja hefur varið rúmum hund­rað þús­und krón­um. Ásmundur Einar er í sér­flokki þegar kemur að útgjöldum ein­stakra fram­bjóð­enda vegna aug­lýs­inga á Face­book und­an­far­inn mán­uð, en hann er að sækj­ast eftir þing­sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, þar sem Fram­sókn á engan þing­mann í dag.

Aðrir flokkar eru með minni útgjöld und­an­farna 30 daga en virð­ast þó flestir vera að setja tölu­vert fé í aug­lýs­ingar á Face­book og Instagram núna á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent