Ásmundur Einar borgaði langmest allra oddvita í auglýsingar á Facebook

Facebook-síða Ásmundar Einars Daðasonar hefur greitt miðlinum rúma hálfa milljón í auglýsingakostnað á síðustu 90 dögum. Þetta er rúmlega tvöfalt meira en samanlögð útgjöld allra oddvita allra flokkanna á Facebook á sama tíma.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður, greiddi rúmar 540 þúsund krónur í auglýsingakostnað í gegnum framboðssíðu sína á Facebook frá 15. júní til 12. september. Þetta kemur fram í upplýsingum um auglýsingakostnað frambjóðenda sem Facebook heldur utan um.

Samkvæmt upplýsingum Facebook borguðu 19 af 60 oddvitum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða sig fram í komandi kosningum fyrir auglýsingar á miðlinum á tímabilinu. Af þessum 19 frambjóðendum greiddu 16 þeirra að meðaltali tæpar 15 þúsund krónur í auglýsingakostnað, en enginn þessara 16 greiddi hærri upphæð en 30 þúsund krónur.

Nokkur munur er á auglýsingakostnaði oddvita eftir flokkum, en enginn oddviti í Flokki fólksins, Sósíalistaflokknum eða Frjálslynda lýðræðisflokknum greiddi fyrir auglýsingu á Facebook. Sömuleiðis greiddu oddvitar VG samanlagt um 12 þúsund krónur í auglýsingakostnað á miðlinum, en útgjöld oddvita Pírata nam 14 þúsund krónum.

Auglýsing

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins greiddu aftur á móti næstmest allra flokka í auglýsingakostnað á Facebook, en samanlögð útgjöld þeirra á tímabilinu nam 80 þúsund krónum. Þar voru hæst auglýsingaútgjöld Guðlaugs þórs Þórðarsonar í Reykjavík Norður og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í Norðvesturkjördæmi, en þau námu rúmum 28 þúsund krónum hvor um sig.

Auglýsingaútgjöldin voru þó langhæst á meðal oddvita Framsóknarflokksins, en samtals námu þau rúmum 667 þúsund króna á tímabilinu. Þessi mikli kostnaður er fyrst og fremst vegna útgjalda Ásmundar Einars, en hann er tvöfalt meiri en kostnaður allra hinna oddvitanna til samans. Þar að auki greiddi Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og oddviti flokksins í Reykjavík Suður, rúmar 45 þúsund krónur á tímabilinu og Ingibjörg Ólöf Isaksen, sem er oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi, greiddi svo rúmar 35 þúsund krónur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent