Ásmundur Einar borgaði langmest allra oddvita í auglýsingar á Facebook

Facebook-síða Ásmundar Einars Daðasonar hefur greitt miðlinum rúma hálfa milljón í auglýsingakostnað á síðustu 90 dögum. Þetta er rúmlega tvöfalt meira en samanlögð útgjöld allra oddvita allra flokkanna á Facebook á sama tíma.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags­mála­ráð­herra og odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Norð­ur, greiddi rúmar 540 þús­und krónur í aug­lýs­inga­kostnað í gegnum fram­boðs­síðu sína á Face­book frá 15. júní til 12. sept­em­ber. Þetta kemur fram í upp­lýs­ingum um aug­lýs­inga­kostnað fram­bjóð­enda sem Face­book heldur utan um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Face­book borg­uðu 19 af 60 odd­vitum þeirra stjórn­mála­flokka sem bjóða sig fram í kom­andi kosn­ingum fyrir aug­lýs­ingar á miðl­inum á tíma­bil­inu. Af þessum 19 fram­bjóð­endum greiddu 16 þeirra að með­al­tali tæpar 15 þús­und krónur í aug­lýs­inga­kostn­að, en eng­inn þess­ara 16 greiddi hærri upp­hæð en 30 þús­und krón­ur.

Nokkur munur er á aug­lýs­inga­kostn­aði odd­vita eftir flokk­um, en eng­inn odd­viti í Flokki fólks­ins, Sós­í­alista­flokknum eða Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokknum greiddi fyrir aug­lýs­ingu á Face­book. Sömu­leiðis greiddu odd­vitar VG sam­an­lagt um 12 þús­und krónur í aug­lýs­inga­kostnað á miðl­in­um, en útgjöld odd­vita Pírata nam 14 þús­und krón­um.

Auglýsing

Odd­vitar Sjálf­stæð­is­flokks­ins greiddu aftur á móti næst­mest allra flokka í aug­lýs­inga­kostnað á Face­book, en sam­an­lögð útgjöld þeirra á tíma­bil­inu nam 80 þús­und krón­um. Þar voru hæst aug­lýs­inga­út­gjöld Guð­laugs þórs Þórð­ar­sonar í Reykja­vík Norður og Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, en þau námu rúmum 28 þús­und krónum hvor um sig.

Aug­lýs­inga­út­gjöldin voru þó lang­hæst á meðal odd­vita Fram­sókn­ar­flokks­ins, en sam­tals námu þau rúmum 667 þús­und króna á tíma­bil­inu. Þessi mikli kostn­aður er fyrst og fremst vegna útgjalda Ásmundar Ein­ars, en hann er tvö­falt meiri en kostn­aður allra hinna odd­vit­anna til sam­ans. Þar að auki greiddi Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta­mála­ráð­herra og odd­viti flokks­ins í Reykja­vík Suð­ur, rúmar 45 þús­und krónur á tíma­bil­inu og Ingi­björg Ólöf Isaksen, sem er odd­viti Fram­sóknar í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, greiddi svo rúmar 35 þús­und krón­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
Kjarninn 9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent