Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“

Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.

Bandaríski fáninn
Auglýsing

Kína þarf að ógna Banda­ríkj­unum frá Norð­ur­slóðum til að Banda­ríkin sýni Íslandi veru­lega aukin áhuga. Sam­skipi Íslands og Banda­ríkj­anna munu ráð­ast af sam­keppni Banda­ríkj­anna og Kína á heims­vísu og hafa ekk­ert með íslenska ráða­menn að gera. Þannig mun stefna Banda­ríkj­anna gagn­vart Íslandi bygg­ist á sam­skiptum Banda­ríkj­anna við Kína og Rúss­land. En banda­rískir ráða­menn líta þannig á að minnsti ávinn­ingur Kína af sam­skiptum við Ísland skaði hags­muni þeirra.

Þetta kemur meðal ann­ars fram í hlað­varps­þætt­inum Völ­und­ar­hús utan­rík­is­mála Íslands þar sem Baldur Þór­halls­son pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands ræðir nið­ur­stöður rann­sókna sinna um utan­rík­is­mál við Albert Jóns­son fyrr­ver­andi sendi­herra og Piu Hans­son for­stöðu­mann Alþjóða­mála­stofn­unar um sam­skipti Íslands og Banda­ríkj­anna.

Enn fremur kemur fram að áhugi Banda­ríkj­anna á Íslandi sé eigi að síður meiri en hann hafi verið lengi. Aukin áhersla Banda­ríkj­anna á varnir Ísland bygg­ist á því að þau vilja minna Kína og Rúss­land á að Ísland sé á áhrifa­svæði Banda­ríkj­anna. Hern­að­ar­mik­il­vægi Íslands hafi hins vegar ekki auk­ist. Hern­að­ar­leg umsvif Rúss­lands séu aðal­lega í heima­högum og ekki í haf­inu í kringum Ísland. Umsvif Kína á Norð­ur­slóðum séu auk þess lítil og hern­að­ar­lega umsvif þeirra á Norð­ur­slóðum hverf­andi.

Auglýsing

Sam­kvæmt við­mæl­endum er Kína ólík­legt til að ógna Banda­ríkj­unum frá Norð­ur­slóðum næstu ára­tug­ina. Þeir segja að Ísland skipti áfram máli í tengslum við stuðn­ing við sókn banda­ríska flot­ans norður í höf ef til átaka kæmi. En Ísland sé langt frá því að gegna lyk­il­hlut­verki í vörnum Banda­ríkj­anna eins og það gerði á tímum kalda stríðs­ins.

Baldur, Pia og Albert Mynd: Aðsend

Þá kemur fram í þætt­inum að banda­rískir ráða­menn hafi eigi að síður áhyggjur af vax­andi sam­skiptum Íslands og Kína hvort sem það sé rétt eða ekki að sam­skiptin fari vax­andi. Banda­ríkin og Ísland hafi nákvæm­lega sömu hags­muni þegar kemur að varn­ar­málum komi upp dómíner­andi stór­veldi í Evr­ópu. Þá skipti Ísland öllu máli fyrir öryggi Banda­ríkj­anna. Þetta sé þó ekki sviðs­mynd sem lík­leg sé að komi upp næstu ára­tug­ina.

Banda­ríkin tekið þátt í því að hengja Ísland upp á snúru öðrum til varn­aðar eftir hrunið

Aðildin að NATO og tví­hliða varn­ar­sam­ing­ur­inn við Banda­ríkin tryggja enn varnir Ísland en Evr­ópu­ríki koma í vax­andi mæli að því að tryggja öryggi Íslands þegar kemur að nýjum fjöl­þjóða ógnum eins og netárásum og upp­lýs­inga­óreiðu sem og hryðju­verkaógn, að því er fram kemur hjá við­mæl­end­um. Fjöl­þjóða ógnir séu lög­reglu­mál og þá skipti nán­ari sam­vinna Íslands við Evr­ópu­ríki innan Schengen í lög­reglu- og örygg­is­málum miklu máli.

Í þætt­inum kemur fram að það sé liðin tíð að Banda­ríkin veiti Íslandi aðstoð vegna góð­vild­ar. Banda­ríkin hafi tekið þátt í því að hengja Ísland upp á snúru öðrum til varn­aðar eftir hrun­ið. Einnig kemur fram að Íslend­ingar þurfi tromp á hendi til að vekja áhuga Banda­ríkj­anna til að styðja landið diplómat­ísk í alþjóða­sam­fé­lag­inu og veita við­skipta­legar eða efna­hags­legar íviln­an­ir. Íslenskir ráða­menn gætu þó leitað til Kína og þá gætu Banda­ríkin haft frum­kvæði að því að koma aftur hingað og veita Íslandi efna­hags­legt skjól.

Staðan sé hins vegar þannig að Ísland er ekki eins háð Banda­ríkjum og áður. Þess vegna þurfi ekki að vera sama áherslan í utan­rík­is­stefnu Íslands á sam­skiptin við Banda­rík­in.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í spil­ar­anum hér fyrir neð­an:

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent