Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna

Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Fleiri sem segj­ast ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn á síð­ustu tíu dögum vilja sjá Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­mann Vinstri grænna, sem for­sæt­is­ráð­herra eftir kom­andi kosn­ingar sem fram fara næst­kom­andi laug­ar­dag en Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins.  

Alls segj­ast 45,2 pró­sent þeirra vilja sjá Katrínu halda for­sæt­is­ráð­herra­stólnum eftir kosn­ingar en 44,2 pró­sent nefna Bjarna, sem hefur verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá árinu 2009. Þá segj­ast 6,7 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokk að þeir vilji Sig­urð Inga Jóhanns­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem næsta for­sæt­is­ráð­herra.

Þetta kemur fram í könnun Íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar (ÍS­KOS) á því hvern kjós­endur vilji helst sjá sem for­sæt­is­ráð­herra Íslands eftir kosn­ing­arn­ar. Byggt er á svörum síð­ustu tíu daga. Í dag var birt nýtt nið­ur­brot á svörum þátt­tak­enda við þeirri spurn­ingu þar sem þau eru skil­yrt á stuðn­ing við flokk. Þar kemur ofan­greint skýrt fram. 

Úr könnun ÍSKOS.

Umtals­verður hluti kjós­enda Pírata (43,4 pró­sent), Fram­sókn­ar­flokks (41 pró­sent), Sam­fylk­ingar (33,1 pró­sent) og Við­reisnar (30,1 pró­sent) vilja líka sjá Katrínu sem næsta for­sæt­is­ráð­herra frekar en for­menn þeirra flokka en þar er hlut­fallið ekki jafn hátt og stuðn­ingur við hana er á meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks.

Auglýsing
Í öllum til­fellum nema hjá kjós­endum Pírata er þó staðan þannig að kjós­end­urnir vilja frekar for­mann þess flokks sem þeir ætla að kjósa sem for­sæt­is­ráð­herra en Katrínu. Kjós­endur Pírata eru nákvæm­lega jafn­hrifnir af því að Hall­dóra Mog­en­sen, sem verður full­trúi þeirra í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum eftir kosn­ing­ar, verði næsti for­sæt­is­ráð­herra og að Katrín sitji áfram í stjórn­ar­ráð­inu.

Tólf pró­sent vilja Bjarna sem for­sæt­is­ráð­herra

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með 21,5 pró­sent fylgi í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar og er áfram sem áður stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt könn­un­um. Samt sem áður nefna ein­ungis 12,2 pró­sent þátt­tak­enda í könn­un­inni síð­ustu tíu daga Bjarna Bene­dikts­son sem þann for­mann sem þeir vilja að verði for­sæt­is­ráð­herra eftir kosn­ing­ar. Því blasti við að ekki einu sinni allir kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks styddu for­mann flokks­ins í for­sæt­is­ráð­herra­starf­ið. Það hversu margir kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem hefur ætið skil­greint sig til hægri í stjórn­mál­um, vilja fá leið­toga flokks sem er einna mest til vinstri í íslenska stjórn­mála­litrof­inu sem næsta for­sæt­is­ráð­herra vekur þó athygli.

Nær allir kjós­endur Vinstri grænna, alls 96,8 pró­sent, vilja sjá Katrínu Jak­obs­dóttur sem næsta for­sæt­is­ráð­herra, en alls hafa tæp­lega 41 pró­sent þátt­tak­enda í rann­sókn­inni síð­asta tíu daga nefna Katrínu sem þann stjórn­mála­mann sem þeir vilja í stjórn­ar­ráð­ið.

Einu kjós­endur flokks sem eru jafn ein­huga á bak­við stuðn­ing við sinn for­mann í for­sæt­is­ráð­herra­emb­ættið og kjós­endur Vinstri grænna eru, eru kjós­endur Mið­flokks­ins. Þeir sjá nán­ast engan annan en Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son sem mann­inn til að leiða næstu rík­is­stjórn, en 85,9 pró­sent þeirra nefna hann. Litlar sem engar líkur eru þó á því að þeir fái þá ósk sína upp­fyllta þar sem Mið­flokk­ur­inn mælist með ein­ungis sex pró­sent fylgi í nýj­ustu kosn­inga­spánni sem dugar honum vart til að gera kröfu um for­sæt­is­ráð­herra­emb­ættið eftir kom­andi kosn­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent