Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna

Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Fleiri sem segj­ast ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn á síð­ustu tíu dögum vilja sjá Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­mann Vinstri grænna, sem for­sæt­is­ráð­herra eftir kom­andi kosn­ingar sem fram fara næst­kom­andi laug­ar­dag en Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins.  

Alls segj­ast 45,2 pró­sent þeirra vilja sjá Katrínu halda for­sæt­is­ráð­herra­stólnum eftir kosn­ingar en 44,2 pró­sent nefna Bjarna, sem hefur verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá árinu 2009. Þá segj­ast 6,7 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokk að þeir vilji Sig­urð Inga Jóhanns­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem næsta for­sæt­is­ráð­herra.

Þetta kemur fram í könnun Íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar (ÍS­KOS) á því hvern kjós­endur vilji helst sjá sem for­sæt­is­ráð­herra Íslands eftir kosn­ing­arn­ar. Byggt er á svörum síð­ustu tíu daga. Í dag var birt nýtt nið­ur­brot á svörum þátt­tak­enda við þeirri spurn­ingu þar sem þau eru skil­yrt á stuðn­ing við flokk. Þar kemur ofan­greint skýrt fram. 

Úr könnun ÍSKOS.

Umtals­verður hluti kjós­enda Pírata (43,4 pró­sent), Fram­sókn­ar­flokks (41 pró­sent), Sam­fylk­ingar (33,1 pró­sent) og Við­reisnar (30,1 pró­sent) vilja líka sjá Katrínu sem næsta for­sæt­is­ráð­herra frekar en for­menn þeirra flokka en þar er hlut­fallið ekki jafn hátt og stuðn­ingur við hana er á meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks.

Auglýsing
Í öllum til­fellum nema hjá kjós­endum Pírata er þó staðan þannig að kjós­end­urnir vilja frekar for­mann þess flokks sem þeir ætla að kjósa sem for­sæt­is­ráð­herra en Katrínu. Kjós­endur Pírata eru nákvæm­lega jafn­hrifnir af því að Hall­dóra Mog­en­sen, sem verður full­trúi þeirra í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum eftir kosn­ing­ar, verði næsti for­sæt­is­ráð­herra og að Katrín sitji áfram í stjórn­ar­ráð­inu.

Tólf pró­sent vilja Bjarna sem for­sæt­is­ráð­herra

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með 21,5 pró­sent fylgi í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar og er áfram sem áður stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt könn­un­um. Samt sem áður nefna ein­ungis 12,2 pró­sent þátt­tak­enda í könn­un­inni síð­ustu tíu daga Bjarna Bene­dikts­son sem þann for­mann sem þeir vilja að verði for­sæt­is­ráð­herra eftir kosn­ing­ar. Því blasti við að ekki einu sinni allir kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks styddu for­mann flokks­ins í for­sæt­is­ráð­herra­starf­ið. Það hversu margir kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem hefur ætið skil­greint sig til hægri í stjórn­mál­um, vilja fá leið­toga flokks sem er einna mest til vinstri í íslenska stjórn­mála­litrof­inu sem næsta for­sæt­is­ráð­herra vekur þó athygli.

Nær allir kjós­endur Vinstri grænna, alls 96,8 pró­sent, vilja sjá Katrínu Jak­obs­dóttur sem næsta for­sæt­is­ráð­herra, en alls hafa tæp­lega 41 pró­sent þátt­tak­enda í rann­sókn­inni síð­asta tíu daga nefna Katrínu sem þann stjórn­mála­mann sem þeir vilja í stjórn­ar­ráð­ið.

Einu kjós­endur flokks sem eru jafn ein­huga á bak­við stuðn­ing við sinn for­mann í for­sæt­is­ráð­herra­emb­ættið og kjós­endur Vinstri grænna eru, eru kjós­endur Mið­flokks­ins. Þeir sjá nán­ast engan annan en Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son sem mann­inn til að leiða næstu rík­is­stjórn, en 85,9 pró­sent þeirra nefna hann. Litlar sem engar líkur eru þó á því að þeir fái þá ósk sína upp­fyllta þar sem Mið­flokk­ur­inn mælist með ein­ungis sex pró­sent fylgi í nýj­ustu kosn­inga­spánni sem dugar honum vart til að gera kröfu um for­sæt­is­ráð­herra­emb­ættið eftir kom­andi kosn­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent