Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins

Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.

Íslenski fáninn
Auglýsing

Efna­hag­skrísur þarf til að hags­muna­hópar sem njóta ein­ok­un­ar­að­stöðu á litlum mark­aði eins og á Íslandi láti undan kröfum um að taka upp frjáls­ari við­skipta­hætti og taka þátt í stærra mark­aðs­svæði eins og EFTA og EES. Þetta kemur fram í fjórða hlað­varps­þætti Völ­und­ar­húss utan­rík­is­mála Íslands.

Í þætt­inum ræðir Baldur Þór­halls­son, þátta­stjórn­andi, við Kristrúnu Heim­is­dóttur lektor í lög­fræði og Gylfa Zoega pró­fessor í hag­fræði við Háskóla um Evr­ópu­stefnu íslenskra stjórn­valda.

Fram kemur hjá við­mæl­endum að margir Íslend­ingar skilji alþjóða­sam­vinnu sem ásælni af hálfu ann­arra ríkja ann­arra ríkja og marki það utan­rík­is­stefnu lands­ins.

Auglýsing

Þátt­taka Íslands í áfalla­stjórnun Evr­ópu­sam­bands­ins í gegnum samn­ing­inn um EES eins og til að mynda varð­andi sótt­varn­ir, bólu­efna­kaup og aðstoð við að koma Íslend­ingum til lands­ins eins og í upp­hafi COVID-19 far­ald­urs­ins skiptir sköpum um geti íslenska stjórn­valda að takast á við yfir­stand­andi far­sótt, sam­kvæmt við­mæl­endum þátt­ar­ins.

Bygg­ist Evr­ópu­stefnan á áfalla­stjórn­un?

Þau ræða meðal ann­ars hvort Evr­ópu­stefna Íslands bygg­ist á áfalla­stjórn­un, þ.e. hvort íslensk stjórn­völd ákveði ein­göngu að taka auk­inn þátt í sam­vinnu ríkja Evr­ópu ef þau standa frammi fyrir áfalli eða krísu.

Sem dæmi megi nefna að á 7. ára­tugnum fóru íslensk stjórn­völd ekki að huga að alvöru að inn­göngu í EFTA fyrr en við blasti djúp­stæð efna­hagslægð í kjöl­far þess að síldin hvarf. Þannig biðu stjórn­völd í tíu ár með það að ganga í EFTA eftir frí­versl­un­ar­sam­tak­anna árið 1960. Stjórn­völd sáu ekki ástæðu til að ganga í sam­tökin á tímum mik­illar efna­hags­upp­sveiflu hér á landi á 7. ára­tugn­um.

Gylfi, Kristrún og Baldur Mynd: Aðsend

Fram kemur í þætt­inum að Ísland hafi ákveðið að ganga í Evr­ópska efna­hags­svæði (EES) vegna þessa að öll önnur EFTA ríki voru að ger­ast aðildar að EES. Hefðu Íslend­ingar staðið utan EES hefði sam­keppn­is­staða íslenskra útflutn­ings­fyr­ir­tækja orðið miklu lak­ari en til að mynda fyr­ir­tækja í Nor­egi og Sví­þjóð sem þau áttu í sam­keppni við.

Ísland hafi gengið í Schengen vegna þess að allar hinar Norð­ur­landa­þjóð­irnar voru að ger­ast aðildar að Schengen og ef Ísland hefði ekki fylgt þeim eftir hefðu Íslend­ingar þurft að sýna vega­bréf til að ferð­ast til Norð­ur­land­anna. For­sæt­is­ráð­herra Íslands á þeim tíma, Davíð Odds­son, var mót­fall­inn aðild að Schengen en taldi að Íslend­ingar myndu ekki sætta sig við að þurfa að sýna vega­bréf þegar þeir ferð­uð­ust til Norð­ur­land­anna og sætti sig því við aðild­ina.

Ísland sótti um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) níu mán­uðum eftir hrund­ið. Þegar efna­hags­lífið rétti síðan til­tölug­lega fljótt úr sér settu stjórn­völd aðild­ar­við­ræð­urnar í bið.

Evr­ópu­stefnan bygg­ist á því hvað Íslend­ingum stendur til boða

Við­mæl­endur telja einnig að Evr­ópu­stefna Íslands mót­ist af því að stöðugt sé verið að bregð­ast við ákvörð­unum ann­arra ríkja hvað þátt­töku þeirra varðar í sam­vinnu Evr­ópu­ríkja. Þannig hafi Íslands gef­ist tæki­færi til að ganga í evr­ópska efna­hags­svæðið og Schengen. Íslend­ingar ráði í raun ekki endi­lega för þegar kemur að þátt­töku þeirra í Evr­ópu­sam­vinn­unni heldur bygg­ist Evr­ópu­stefnan á því hvað þeim standi til boða.

Land­fræði­leg lega Íslands, jað­ar­staða í Evr­ópu, var einnig til umræðu og áhrif hennar á afstöðu lands­manna til þátt­töku í Evr­ópu­sam­vinn­unni. Það að Ísland er á áhrifa­svæði Banda­ríkj­anna hafi til að mynda áhrif á Evr­ópu­stefnu Íslands.

Það hvort kjós­endur treysti betur eigin stjórn­völdum eða Evr­ópu­sam­band­inu skipti einnig miklu um það að hvaða marki lönd taka þátt í sam­vinnu Evr­ópu­ríkja.

Einnig er rætt um hvaða ástæður liggi að baki miklum ágrein­ingi um þátt­töku Íslands í sam­vinnu Evr­ópu­ríkja og hvort að það sé tabú í íslenskri stjórn­mála­um­ræðu að tala um að deila valdi með öðrum ríkjum í alþjóða­stofn­un­um.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í spil­ar­anum hér fyrir neð­an:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent