Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins

Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.

Íslenski fáninn
Auglýsing

Efna­hag­skrísur þarf til að hags­muna­hópar sem njóta ein­ok­un­ar­að­stöðu á litlum mark­aði eins og á Íslandi láti undan kröfum um að taka upp frjáls­ari við­skipta­hætti og taka þátt í stærra mark­aðs­svæði eins og EFTA og EES. Þetta kemur fram í fjórða hlað­varps­þætti Völ­und­ar­húss utan­rík­is­mála Íslands.

Í þætt­inum ræðir Baldur Þór­halls­son, þátta­stjórn­andi, við Kristrúnu Heim­is­dóttur lektor í lög­fræði og Gylfa Zoega pró­fessor í hag­fræði við Háskóla um Evr­ópu­stefnu íslenskra stjórn­valda.

Fram kemur hjá við­mæl­endum að margir Íslend­ingar skilji alþjóða­sam­vinnu sem ásælni af hálfu ann­arra ríkja ann­arra ríkja og marki það utan­rík­is­stefnu lands­ins.

Auglýsing

Þátt­taka Íslands í áfalla­stjórnun Evr­ópu­sam­bands­ins í gegnum samn­ing­inn um EES eins og til að mynda varð­andi sótt­varn­ir, bólu­efna­kaup og aðstoð við að koma Íslend­ingum til lands­ins eins og í upp­hafi COVID-19 far­ald­urs­ins skiptir sköpum um geti íslenska stjórn­valda að takast á við yfir­stand­andi far­sótt, sam­kvæmt við­mæl­endum þátt­ar­ins.

Bygg­ist Evr­ópu­stefnan á áfalla­stjórn­un?

Þau ræða meðal ann­ars hvort Evr­ópu­stefna Íslands bygg­ist á áfalla­stjórn­un, þ.e. hvort íslensk stjórn­völd ákveði ein­göngu að taka auk­inn þátt í sam­vinnu ríkja Evr­ópu ef þau standa frammi fyrir áfalli eða krísu.

Sem dæmi megi nefna að á 7. ára­tugnum fóru íslensk stjórn­völd ekki að huga að alvöru að inn­göngu í EFTA fyrr en við blasti djúp­stæð efna­hagslægð í kjöl­far þess að síldin hvarf. Þannig biðu stjórn­völd í tíu ár með það að ganga í EFTA eftir frí­versl­un­ar­sam­tak­anna árið 1960. Stjórn­völd sáu ekki ástæðu til að ganga í sam­tökin á tímum mik­illar efna­hags­upp­sveiflu hér á landi á 7. ára­tugn­um.

Gylfi, Kristrún og Baldur Mynd: Aðsend

Fram kemur í þætt­inum að Ísland hafi ákveðið að ganga í Evr­ópska efna­hags­svæði (EES) vegna þessa að öll önnur EFTA ríki voru að ger­ast aðildar að EES. Hefðu Íslend­ingar staðið utan EES hefði sam­keppn­is­staða íslenskra útflutn­ings­fyr­ir­tækja orðið miklu lak­ari en til að mynda fyr­ir­tækja í Nor­egi og Sví­þjóð sem þau áttu í sam­keppni við.

Ísland hafi gengið í Schengen vegna þess að allar hinar Norð­ur­landa­þjóð­irnar voru að ger­ast aðildar að Schengen og ef Ísland hefði ekki fylgt þeim eftir hefðu Íslend­ingar þurft að sýna vega­bréf til að ferð­ast til Norð­ur­land­anna. For­sæt­is­ráð­herra Íslands á þeim tíma, Davíð Odds­son, var mót­fall­inn aðild að Schengen en taldi að Íslend­ingar myndu ekki sætta sig við að þurfa að sýna vega­bréf þegar þeir ferð­uð­ust til Norð­ur­land­anna og sætti sig því við aðild­ina.

Ísland sótti um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) níu mán­uðum eftir hrund­ið. Þegar efna­hags­lífið rétti síðan til­tölug­lega fljótt úr sér settu stjórn­völd aðild­ar­við­ræð­urnar í bið.

Evr­ópu­stefnan bygg­ist á því hvað Íslend­ingum stendur til boða

Við­mæl­endur telja einnig að Evr­ópu­stefna Íslands mót­ist af því að stöðugt sé verið að bregð­ast við ákvörð­unum ann­arra ríkja hvað þátt­töku þeirra varðar í sam­vinnu Evr­ópu­ríkja. Þannig hafi Íslands gef­ist tæki­færi til að ganga í evr­ópska efna­hags­svæðið og Schengen. Íslend­ingar ráði í raun ekki endi­lega för þegar kemur að þátt­töku þeirra í Evr­ópu­sam­vinn­unni heldur bygg­ist Evr­ópu­stefnan á því hvað þeim standi til boða.

Land­fræði­leg lega Íslands, jað­ar­staða í Evr­ópu, var einnig til umræðu og áhrif hennar á afstöðu lands­manna til þátt­töku í Evr­ópu­sam­vinn­unni. Það að Ísland er á áhrifa­svæði Banda­ríkj­anna hafi til að mynda áhrif á Evr­ópu­stefnu Íslands.

Það hvort kjós­endur treysti betur eigin stjórn­völdum eða Evr­ópu­sam­band­inu skipti einnig miklu um það að hvaða marki lönd taka þátt í sam­vinnu Evr­ópu­ríkja.

Einnig er rætt um hvaða ástæður liggi að baki miklum ágrein­ingi um þátt­töku Íslands í sam­vinnu Evr­ópu­ríkja og hvort að það sé tabú í íslenskri stjórn­mála­um­ræðu að tala um að deila valdi með öðrum ríkjum í alþjóða­stofn­un­um.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í spil­ar­anum hér fyrir neð­an:

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent