Katrín og Sigurður Ingi þau einu sem fleiri treysta en vantreysta

Formaður Vinstri grænna er eini leiðtoginn í íslenskum stjórnmálum sem meirihluti landsmanna segist treysta, samkvæmt nýrri könnun frá MMR.

Sigurður Ingi og Katrín fyrir hartnær fjórum árum, er þau mynduðu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Sigurður Ingi og Katrín fyrir hartnær fjórum árum, er þau mynduðu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra eru einu tveir leið­togar stjórn­mála­flokk­anna sem fleiri lands­menn segj­ast bera traust til en van­treysta. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá MMR um traust til stjórn­mála­leið­toga, sem birt var í dag.

Katrín er í sér­flokki hvað traust varð­ar, en 55,2 pró­sent lands­manna segj­ast treysta for­manni Vinstri grænna, en ein­ungis 22,7 pró­sent van­treysta henni. Sig­urður Ingi for­maður Fram­sóknar nýtur svo traust 38,4 pró­senta aðspurðra í könnun MMR, en 26,9 pró­sent segj­ast bera frekar eða mjög lítið traust til hans.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks kemur í þriðja sæti hvað traust varð­ar, en 29,1 pró­sent segj­ast bera traust til hans. Á móti kemur að rúm­lega helm­ingur lands­manna, eða 55,5 pró­sent, segj­ast bera lítið traust til Bjarna.

Traust til allra leið­toga rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja hefur þó auk­ist síð­ast­liðin tvö ár, og njóta þeir meira trausts en aðrir leið­togar í íslenskum stjórn­mál­um. Síð­ast þegar það var spurt, í nóv­em­ber 2020, sögð­ust 48 pró­sent treysta Katrínu, 31 pró­sent Sig­urði Inga og 29 pró­sent Bjarna.

Mynd: MMR

Leið­togar Við­reisn­ar, Pírata og Sam­fylk­ingar eru á fremur svip­uðum slóðum í þess­ari nýju könnun MMR.

20,4 pró­sent segj­ast treysta Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, en 43,3 pró­sent bera lítið traust til henn­ar. Hall­dóra Mog­en­sen er full­trúi Pírata í þess­ari könn­un, og segj­ast 19,7 pró­sent treysta henni en 42,5 pró­sent van­treysta.

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar nýtur svo trausts 16,6 pró­senta lands­manna, en á móti kemur að 49,7 pró­sent segj­ast bera lítið traust til Loga.

Fleiri van­treysta Sig­mundi Davíð en Gunn­ari Smára

Aðrir stjórn­mála­leið­togar njóta minna trausts. 13,5 pró­sent aðspurðra segj­ast bera traust til Ingu Sæland for­manns Flokks fólks­ins en 56,1 pró­sent segj­ast bera lítið traust til henn­ar.

Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins nýtur trausts 7,8 pró­senta lands­manna, og mælist traust til hans 0,1 pró­sentu­stigi hærra en til Sig­mundar Davíð Gunn­laugs­sonar for­manns Mið­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Fleiri segj­ast bera lítið traust til Sig­mundar en Gunn­ars Smára, eða 76,4 pró­sent á móti 63,2 pró­sent­um.

Eitt komma tvö pró­sent lands­manna segj­ast síðan bera traust til Guð­mundar Frank­líns Jóns­sonar for­manns Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokks­ins, en 82,9 pró­sent segj­ast bera lítið traust til for­seta­fram­bjóð­and­ans fyrr­ver­andi.

Nán­ara nið­ur­brot könn­un­ar­innar má nálg­ast á vef MMR.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent