Von á niðurstöðu um hvort ákært verði í Lindsor-málinu næsta vor

Það liðu tæp tólf ár frá því að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf þar til að rannsókn á málinu lauk þar í landi. Ákvörðun um hvort fjórir einstaklingar verði ákærðir verður líklega tekin í vor.

Dótturbanki Kaupþings í Lúxemborg lék lykilhlutverk í Lindsor-málinu.
Dótturbanki Kaupþings í Lúxemborg lék lykilhlutverk í Lindsor-málinu.
Auglýsing

Fyrir rúmu ári síðan greindi Kjarn­inn frá því að rann­sókn­ar­dóm­ari í Lúx­em­borg hefði lokið rann­sókn sinni á á Lindsor-­­mál­inu svo­­kall­aða og sent nið­­ur­­stöður hennar til sak­­sókn­­ara, tæpum tólf árum eftir að hinn íslenski banki Kaup­­þing, sem er mið­­punktur máls­ins, féll og atburð­irnir sem málið snýst um áttu sér stað. Það gerði hann með for­m­­legri ákvörðun sem dag­­sett var 24. júlí 2020. 

Síðan þá hefur málið legið hjá sak­sókn­ar­anum sem hefur nú í næstum 14 mán­uði verið að leggja mat á nið­ur­stöð­una til að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort senda eigi ákæru til dóm­stóla í Lúx­em­borg. 

Kjarn­inn greindi frá því í fyrra­sum­ar, og hafði eftir Dian Klein, tals­konu dóms­­mála­ráðu­­neytis Lúx­em­borg­ar, að aðstoð­­ar­sak­­sókn­­ari sem ynni að mál­inu teldi afar lík­­­legt að ákæra verði lögð fram gagn­vart ein­hverjum þeirra grun­uðu í mál­in­u. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá dóms­mála­ráðu­neyti Lúx­em­borgar sem feng­ust í síð­ustu viku er málið þó enn á sama stað. Sak­sókn­ar­inn er að vinna í því. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir Henri Eipp­ers, annar tals­maður dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, að hið mikla gagna­magn sem sé undir í mál­inu hafi leitt til þess að matsvinnan hafi tekið lengri tíma en búist var við. „Það verða lík­lega ekki neinar fregnir fyrir vorið 2022,“ segir Eipp­ers í skrif­legu svari. 

Lán veitt sama dag og neyð­ar­lánið

Lindsor-­­­málið snýst um 171 millj­­­ónir evra lán sem Kaup­­­þing veitti félagi sem heit­ir Lindsor Hold­ing Cor­poration og er skráð til heim­ilis á Tortóla-eyju. Lánið var veitt 6. októ­ber 2008, sama dag og ­neyð­ar­lög voru sett á Íslandi og Geir H. Haar­de, þáver­andi for­­­­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland. Þann dag lán­aði Seðla­­­­banki Íslands líka Kaup­­­­þingi 500 millj­­­­ónir evra í neyð­­­­ar­lán.

Auglýsing
Lánið til Lindsor var aldrei borið undir lána­­­nefnd Kaup­­­þings. Það var notað til að kaupa skulda­bréf af Kaup­­­þingi í Lúx­em­borg, ein­­­stökum starfs­­­mönnum þess banka og félagi í eigu vild­­­ar­við­­­skipta­vinar Kaup­­­þings.

Þegar Kaup­­­þing féll þremur dögum eftir kaupin á bréf­unum var ljóst að Lindsor gat ekki greitt lánið til baka, enda eina eign félags­­­ins verð­litlu skulda­bréfin sem félagið hafði keypt á yfir­­­verði þremur dögum áður. Engar trygg­ingar voru veittar fyrir lán­inu og tap kröf­u­hafa Kaup­­­þings vegna þess því umtals­vert. Þeir sem seldu bréfin los­uðu sig hins vegar undan ábyrgðum og, ef grun­­­semdir rann­sak­enda eru rétt­­­ar, tryggðu sér um leið mik­inn ágóða. 

Fjórir ein­stak­lingar gætu verið ákærðir

Í frétta­til­kynn­ingu sem var send út frá sak­sókn­aremb­ætt­inu í Lúx­em­borg í ágúst í fyrra sagði að á meðan að rann­­sóknin stóð yfir hafi fimm ein­stak­l­ing­­ar  haft stöðu grun­aðra.

Fjórir af þeim verða ákærð­ir, sam­­kvæmt nið­­ur­­stöðu rann­­sókn­­ar­inn­­ar, ef ákæra verður gefin út. Ekki er greint frá því um hvaða fjóra ein­stak­l­inga er að ræða. 

Dóms­­kerfið í Lúx­em­borg er ólíkt því sem Íslend­ingar eiga að venj­­ast. Ákveði sak­­sókn­­ari að gefa út ákæru þá er hún send til svo­­kall­aðs „council cham­ber“ hér­­aðs­­dóms­­stigs Lúx­em­borgar sem mun taka ákvörðun um hvort að málið fái efn­is­­með­­­ferð eða verði vísað frá. Sak­­born­ingar í mál­inu munu á þeim tíma­­punkti fá tæki­­færi til að setja fram varnir í mál­in­u. 

Þeir sem eru grun­aðir um lög­­­brot í mál­inu, fyrr­ver­andi helstu stjórn­­­endur Kaup­­­þings og vild­­­ar­við­­­skipta­vinur þeirra, hafa ávallt harð­­­neitað að nokkuð sak­­­næmt hafi átt sér stað í mál­inu.

Kjarn­inn fjall­aði með afar ítar­­legum hætti um Lindsor-­­málið í frétta­­skýr­ingu sem birt­ist 9. júlí 2020.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent