Von á niðurstöðu um hvort ákært verði í Lindsor-málinu næsta vor

Það liðu tæp tólf ár frá því að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf þar til að rannsókn á málinu lauk þar í landi. Ákvörðun um hvort fjórir einstaklingar verði ákærðir verður líklega tekin í vor.

Dótturbanki Kaupþings í Lúxemborg lék lykilhlutverk í Lindsor-málinu.
Dótturbanki Kaupþings í Lúxemborg lék lykilhlutverk í Lindsor-málinu.
Auglýsing

Fyrir rúmu ári síðan greindi Kjarn­inn frá því að rann­sókn­ar­dóm­ari í Lúx­em­borg hefði lokið rann­sókn sinni á á Lindsor-­­mál­inu svo­­kall­aða og sent nið­­ur­­stöður hennar til sak­­sókn­­ara, tæpum tólf árum eftir að hinn íslenski banki Kaup­­þing, sem er mið­­punktur máls­ins, féll og atburð­irnir sem málið snýst um áttu sér stað. Það gerði hann með for­m­­legri ákvörðun sem dag­­sett var 24. júlí 2020. 

Síðan þá hefur málið legið hjá sak­sókn­ar­anum sem hefur nú í næstum 14 mán­uði verið að leggja mat á nið­ur­stöð­una til að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort senda eigi ákæru til dóm­stóla í Lúx­em­borg. 

Kjarn­inn greindi frá því í fyrra­sum­ar, og hafði eftir Dian Klein, tals­konu dóms­­mála­ráðu­­neytis Lúx­em­borg­ar, að aðstoð­­ar­sak­­sókn­­ari sem ynni að mál­inu teldi afar lík­­­legt að ákæra verði lögð fram gagn­vart ein­hverjum þeirra grun­uðu í mál­in­u. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá dóms­mála­ráðu­neyti Lúx­em­borgar sem feng­ust í síð­ustu viku er málið þó enn á sama stað. Sak­sókn­ar­inn er að vinna í því. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir Henri Eipp­ers, annar tals­maður dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, að hið mikla gagna­magn sem sé undir í mál­inu hafi leitt til þess að matsvinnan hafi tekið lengri tíma en búist var við. „Það verða lík­lega ekki neinar fregnir fyrir vorið 2022,“ segir Eipp­ers í skrif­legu svari. 

Lán veitt sama dag og neyð­ar­lánið

Lindsor-­­­málið snýst um 171 millj­­­ónir evra lán sem Kaup­­­þing veitti félagi sem heit­ir Lindsor Hold­ing Cor­poration og er skráð til heim­ilis á Tortóla-eyju. Lánið var veitt 6. októ­ber 2008, sama dag og ­neyð­ar­lög voru sett á Íslandi og Geir H. Haar­de, þáver­andi for­­­­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland. Þann dag lán­aði Seðla­­­­banki Íslands líka Kaup­­­­þingi 500 millj­­­­ónir evra í neyð­­­­ar­lán.

Auglýsing
Lánið til Lindsor var aldrei borið undir lána­­­nefnd Kaup­­­þings. Það var notað til að kaupa skulda­bréf af Kaup­­­þingi í Lúx­em­borg, ein­­­stökum starfs­­­mönnum þess banka og félagi í eigu vild­­­ar­við­­­skipta­vinar Kaup­­­þings.

Þegar Kaup­­­þing féll þremur dögum eftir kaupin á bréf­unum var ljóst að Lindsor gat ekki greitt lánið til baka, enda eina eign félags­­­ins verð­litlu skulda­bréfin sem félagið hafði keypt á yfir­­­verði þremur dögum áður. Engar trygg­ingar voru veittar fyrir lán­inu og tap kröf­u­hafa Kaup­­­þings vegna þess því umtals­vert. Þeir sem seldu bréfin los­uðu sig hins vegar undan ábyrgðum og, ef grun­­­semdir rann­sak­enda eru rétt­­­ar, tryggðu sér um leið mik­inn ágóða. 

Fjórir ein­stak­lingar gætu verið ákærðir

Í frétta­til­kynn­ingu sem var send út frá sak­sókn­aremb­ætt­inu í Lúx­em­borg í ágúst í fyrra sagði að á meðan að rann­­sóknin stóð yfir hafi fimm ein­stak­l­ing­­ar  haft stöðu grun­aðra.

Fjórir af þeim verða ákærð­ir, sam­­kvæmt nið­­ur­­stöðu rann­­sókn­­ar­inn­­ar, ef ákæra verður gefin út. Ekki er greint frá því um hvaða fjóra ein­stak­l­inga er að ræða. 

Dóms­­kerfið í Lúx­em­borg er ólíkt því sem Íslend­ingar eiga að venj­­ast. Ákveði sak­­sókn­­ari að gefa út ákæru þá er hún send til svo­­kall­aðs „council cham­ber“ hér­­aðs­­dóms­­stigs Lúx­em­borgar sem mun taka ákvörðun um hvort að málið fái efn­is­­með­­­ferð eða verði vísað frá. Sak­­born­ingar í mál­inu munu á þeim tíma­­punkti fá tæki­­færi til að setja fram varnir í mál­in­u. 

Þeir sem eru grun­aðir um lög­­­brot í mál­inu, fyrr­ver­andi helstu stjórn­­­endur Kaup­­­þings og vild­­­ar­við­­­skipta­vinur þeirra, hafa ávallt harð­­­neitað að nokkuð sak­­­næmt hafi átt sér stað í mál­inu.

Kjarn­inn fjall­aði með afar ítar­­legum hætti um Lindsor-­­málið í frétta­­skýr­ingu sem birt­ist 9. júlí 2020.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent