Von á niðurstöðu um hvort ákært verði í Lindsor-málinu næsta vor

Það liðu tæp tólf ár frá því að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf þar til að rannsókn á málinu lauk þar í landi. Ákvörðun um hvort fjórir einstaklingar verði ákærðir verður líklega tekin í vor.

Dótturbanki Kaupþings í Lúxemborg lék lykilhlutverk í Lindsor-málinu.
Dótturbanki Kaupþings í Lúxemborg lék lykilhlutverk í Lindsor-málinu.
Auglýsing

Fyrir rúmu ári síðan greindi Kjarn­inn frá því að rann­sókn­ar­dóm­ari í Lúx­em­borg hefði lokið rann­sókn sinni á á Lindsor-­­mál­inu svo­­kall­aða og sent nið­­ur­­stöður hennar til sak­­sókn­­ara, tæpum tólf árum eftir að hinn íslenski banki Kaup­­þing, sem er mið­­punktur máls­ins, féll og atburð­irnir sem málið snýst um áttu sér stað. Það gerði hann með for­m­­legri ákvörðun sem dag­­sett var 24. júlí 2020. 

Síðan þá hefur málið legið hjá sak­sókn­ar­anum sem hefur nú í næstum 14 mán­uði verið að leggja mat á nið­ur­stöð­una til að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort senda eigi ákæru til dóm­stóla í Lúx­em­borg. 

Kjarn­inn greindi frá því í fyrra­sum­ar, og hafði eftir Dian Klein, tals­konu dóms­­mála­ráðu­­neytis Lúx­em­borg­ar, að aðstoð­­ar­sak­­sókn­­ari sem ynni að mál­inu teldi afar lík­­­legt að ákæra verði lögð fram gagn­vart ein­hverjum þeirra grun­uðu í mál­in­u. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá dóms­mála­ráðu­neyti Lúx­em­borgar sem feng­ust í síð­ustu viku er málið þó enn á sama stað. Sak­sókn­ar­inn er að vinna í því. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir Henri Eipp­ers, annar tals­maður dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, að hið mikla gagna­magn sem sé undir í mál­inu hafi leitt til þess að matsvinnan hafi tekið lengri tíma en búist var við. „Það verða lík­lega ekki neinar fregnir fyrir vorið 2022,“ segir Eipp­ers í skrif­legu svari. 

Lán veitt sama dag og neyð­ar­lánið

Lindsor-­­­málið snýst um 171 millj­­­ónir evra lán sem Kaup­­­þing veitti félagi sem heit­ir Lindsor Hold­ing Cor­poration og er skráð til heim­ilis á Tortóla-eyju. Lánið var veitt 6. októ­ber 2008, sama dag og ­neyð­ar­lög voru sett á Íslandi og Geir H. Haar­de, þáver­andi for­­­­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland. Þann dag lán­aði Seðla­­­­banki Íslands líka Kaup­­­­þingi 500 millj­­­­ónir evra í neyð­­­­ar­lán.

Auglýsing
Lánið til Lindsor var aldrei borið undir lána­­­nefnd Kaup­­­þings. Það var notað til að kaupa skulda­bréf af Kaup­­­þingi í Lúx­em­borg, ein­­­stökum starfs­­­mönnum þess banka og félagi í eigu vild­­­ar­við­­­skipta­vinar Kaup­­­þings.

Þegar Kaup­­­þing féll þremur dögum eftir kaupin á bréf­unum var ljóst að Lindsor gat ekki greitt lánið til baka, enda eina eign félags­­­ins verð­litlu skulda­bréfin sem félagið hafði keypt á yfir­­­verði þremur dögum áður. Engar trygg­ingar voru veittar fyrir lán­inu og tap kröf­u­hafa Kaup­­­þings vegna þess því umtals­vert. Þeir sem seldu bréfin los­uðu sig hins vegar undan ábyrgðum og, ef grun­­­semdir rann­sak­enda eru rétt­­­ar, tryggðu sér um leið mik­inn ágóða. 

Fjórir ein­stak­lingar gætu verið ákærðir

Í frétta­til­kynn­ingu sem var send út frá sak­sókn­aremb­ætt­inu í Lúx­em­borg í ágúst í fyrra sagði að á meðan að rann­­sóknin stóð yfir hafi fimm ein­stak­l­ing­­ar  haft stöðu grun­aðra.

Fjórir af þeim verða ákærð­ir, sam­­kvæmt nið­­ur­­stöðu rann­­sókn­­ar­inn­­ar, ef ákæra verður gefin út. Ekki er greint frá því um hvaða fjóra ein­stak­l­inga er að ræða. 

Dóms­­kerfið í Lúx­em­borg er ólíkt því sem Íslend­ingar eiga að venj­­ast. Ákveði sak­­sókn­­ari að gefa út ákæru þá er hún send til svo­­kall­aðs „council cham­ber“ hér­­aðs­­dóms­­stigs Lúx­em­borgar sem mun taka ákvörðun um hvort að málið fái efn­is­­með­­­ferð eða verði vísað frá. Sak­­born­ingar í mál­inu munu á þeim tíma­­punkti fá tæki­­færi til að setja fram varnir í mál­in­u. 

Þeir sem eru grun­aðir um lög­­­brot í mál­inu, fyrr­ver­andi helstu stjórn­­­endur Kaup­­­þings og vild­­­ar­við­­­skipta­vinur þeirra, hafa ávallt harð­­­neitað að nokkuð sak­­­næmt hafi átt sér stað í mál­inu.

Kjarn­inn fjall­aði með afar ítar­­legum hætti um Lindsor-­­málið í frétta­­skýr­ingu sem birt­ist 9. júlí 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent