Fundargerð yfirkjörstjórnar: Mannleg mistök hörmuð og skekkjan í bunkunum útskýrð

Kjarninn hefur fengið afhenta fundargerð og greinargerð frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi. Þar er misræmið á milli tveggja talninga allra atkvæða í kjördæminu útskýrt og beðist afsökunar á mistökum.

Úr greinargerð formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til landskjörstjórnar.
Úr greinargerð formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til landskjörstjórnar.
Auglýsing

Sam­kvæmt fund­ar­gerð yfir­kjör­stjórnar Norð­vest­ur­kjör­dæmis og grein­ar­gerð til lands­kjör­stjórnar má skýra þann mun sem var á fyrri og seinni taln­ingu atkvæða í Borg­ar­nesi á sunnu­dag með mann­legum mis­tök­um. Þau eru hörmuð og beðist vel­virð­ingar á þeim.

Kjarn­inn fékk síð­degis í dag allar fund­ar­gerðir og grein­ar­gerðir yfir­kjör­stjórna lands­ins afhentar frá lands­kjör­stjórn. Í fund­ar­gerð­inni frá Norð­vest­ur­kjör­dæmi er rakið að taln­ingu atkvæða hafi lokið kl. 07:15 á sunnu­dags­morg­un, fundi yfir­kjör­stjórnar svo frestað kl. 07:35 og ákveðið að honum yrði fram­haldið kl. 13.

„Meðan á fund­ar­frestun stóð voru kjör­gögn geymd í salnum þar sem taln­ingin fór fram en hann var læstur og örygg­is­mynda­vélar eru við inn­gang hans,“ segir í fund­ar­gerð­inni, en eins og fram kom í bókun lands­kjör­stjórnar í gær er litið svo á að ekki hafi borist stað­fest­ing á því frá Norð­vest­ur­kjör­dæmi að með­ferð kjör­gagna hafi verið full­nægj­andi.

Eins og fjallað hefur verið um nán­ast linnu­laust frá því síðla á sunnu­dag skeik­aði atkvæðum hvers ein­asta flokks og einnig fjölda ógildra og auðra seðla á milli taln­ing­anna tveggja í Borg­ar­nesi og hefur það vakið upp spurn­ing­ar. Komið hefur fram að kjör­gögnin voru ekki geymd inn­sigluð eins og lög gera ráð fyrir – og lög­regla hefur fengið í hendur upp­tökur úr örygg­is­mynda­vélum á Hótel Borg­ar­nesi.

Eng­inn umboðs­maður frá Píröt­um, Fram­sókn né Mið­flokki

Auk þessa hefur Magnús Davíð Norð­da­hl, umboðs­maður og fram­bjóð­andi Pírata í kjör­dæm­inu, gagn­rýnt að hafa ekki verið lát­inn vita af end­ur­taln­ingu atkvæða þegar í hana var ráð­ist.

Um þetta atriði segir í fund­ar­gerð­inni að reynt hafi verið að hafa sam­band við Helga S. Þor­steins­son, sem afhent hafði yfir­kjör­stjórn fram­boðs­lista flokks­ins, en að „odd­vita [yf­ir­kjör­stjórn­ar] hafði láðst að upp­færa lista yfir umboðs­menn flokks­ins en það voru tveir efstu menn á fram­boðs­lista hans.“

„Ekki náð­ist í Helga en skömmu síðar hafði Magnús Norð­dahl sam­band við odd­vita yfir­kjör­stjórnar þar sem hann hafði frétt af end­ur­taln­ing­unni. Magnús mætti síðan á taln­ing­ar­stað skömmu eftir að end­ur­taln­ing hóf­st,“ segir í fund­ar­gerð.

Sam­kvæmt fund­ar­gerð­inni hafði reyndar eng­inn umboðs­maður frá Pírötum verið á staðnum við taln­ingu atkvæða í Borg­ar­nesi er atkvæðin voru talin í fyrsta sinn aðfara­nótt sunnu­dags og eng­inn frá Fram­sókn, Mið­flokki né Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokknum held­ur.

Þetta eru skýr­ingar yfir­kjör­stjórnar á mis­ræm­inu í taln­ing­unni:

„Vegna breyt­inga frá fyrri taln­ingu tekur yfir­kjör­stjórn þetta fram:

  • Heild­ar­at­kvæðum fjölg­aði um tvö vegna inn­slátt­ar­villu í lok fyrri taln­ingar
  • Auðir seðlar voru í fyrri taln­ingu taldir vera 394 en reynd­ust vera 382 og hafði því fækkað um 12. Skýr­ingin á því er sú að 11 af þessum seðlum voru ógildir en höfðu fyrir mis­tök verið taldir með auðum seðl­um. Einn seð­ill sem tal­inn hafði verið ógildur var það sann­an­lega ekki þar sem ekk­ert auð­kenni var á honum nema X í kass­anum fyrir framan við­kom­andi lista­bók­staf. En það skal tekið fram að þessi atkvæða­seð­ill til­heyrði hvorki C né M lista.
  • Atkvæðum C lista fækk­aði um níu en þau höfðu mis­lagst í C bunka, en átta þeirra til­heyrðu D lista en eitt B lista.
  • Atkvæðum D lista fjölg­aði um 10 en þar af voru átta í atkvæða­bunka C lista, sbr. ofan­ritað og tvö önnur höfðu mis­lagt í aðra bunka en D lista.
  • Allar aðrar breyt­ingar eru vegna þess að eitt og eitt atkvæði hafði mis­lagst í atkvæða­bunk­um.“

Auglýsing

Í grein­ar­gerð sem for­maður yfir­kjör­nefnd­ar, Ingi Tryggva­son, skil­aði inn til lands­kjör­stjórnar segir að hann hafi fengið sím­tal frá Krist­ínu Edwald for­manni lands­kjör­stjórnar þar sem „at­hygli okkar var vakin á því að það mun­aði litlu varð­andi upp­bót­ar­sæti í Norð­vest­ur- og Suð­ur­kjör­dæmi og hvort það gæfi okkur til­efni til að skoða málið nán­ar.“

Kristín hefur sagt við Kjarn­ann að í ábend­ing­unni hafi ekki falist nein til­mæli um gera nokk­urs­konar „gæðaprufu“ á taln­ing­unni sem fram fór á kosn­inga­nótt. Hún sagði þó að yfir­­­kjör­­stjórn í hverju kjör­­dæmi bæri ábyrgð á taln­ing­unni, fram­­kvæmd hennar og að sjálf­­sögðu því að hún sé rétt.

Ingi Tryggvason Skjáskot: RÚV

„Vegna ábend­ing­ar­innar var farið yfir atkvæði greidd C lista Við­reisn­ar,“ segir í grein­ar­gerð Inga Tryggva­son­ar, áður en hann heldur áfram að útskýra af hverju ráð­ist var í fulla end­ur­taln­ingu atkvæða, sem nú er deilt um sökum þess hvernig atkvæðin voru geymd á meðan taln­inga­fólk og yfir­kjör­stjórn hvíldi sig eftir nótt­ina.

„Í fyrsta C atkvæða­bunka sem ég tók upp reynd­ust vera átta atkvæði sem til­heyrðu D lista og eitt atkvæði sem til­heyrði B lista. Í fram­haldi af því fór yfir­kjör­stjórn yfir öll atkvæði C lista þ.e. athug­aði hvort öll önnur en fyrr­greind atkvæði D og B lista til­heyrðu ekki örugg­lega C lista. Svo reynd­ist vera en þá lá fyrir að mann­leg mis­tök höfðu átt sér stað við taln­ingu atkvæða undir morgun og níu atkvæði höfðu rang­lega lent í atkvæða­bunka C lista sem til­heyrðu öðrum fram­boðs­list­um. Með hlið­sjón af þessu taldi yfir­kjör­stjórn ekki annað fært en að end­ur­telja öll atkvæði sem talin höfðu verið og yfir­fara annað sem kynni að hafa leitt til þess að fyrr­greind nið­ur­staða um fjölda atkvæða hvers fram­boðs­lista væri ekki rétt,“ segir í grein­ar­gerð for­manns­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent