Flýgur frjáls úr héraðsdómaraembætti

Arnar Þór Jónsson verðandi varaþingmaður og héraðsdómari boðar að hann ætli að segja sig frá dómstörfum. Hann segir embættið oft hafa látið sér líða „eins og fugli í búri“.

Arnar Þór Jónsson varaþingmaður og fráfarandi héraðsdómari.
Arnar Þór Jónsson varaþingmaður og fráfarandi héraðsdómari.
Auglýsing

Arnar Þór Jóns­son, sem verður fyrsti vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi eftir kosn­ing­arnar síð­asta laug­ar­dag, hefur ákveðið að hætta sem hér­aðs­dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur. Frá þessu sagði hann í færslu sem hann setti inn á Face­book síð­degis í dag.

Þar seg­ist hann standa á kross­göt­um, sem liggi ann­ars staðar en hann hafði von­að, en Arnar Þór gerði sér vonir um að ná inn á þing þrátt fyrir að vera í 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

„Ég hef legið undir feldi síð­ustu daga og velt við öllum steinum um nútíð og fram­tíð. Dóm­ara­emb­ættið hefur hentað mér vel að sumu leyti, en umhverfið hefur þrengt að hugsun minni og oft hefur mér liðið eins og fugli í búri. Það besta við að kúpla mig frá þessu hlut­verki síð­ustu mán­uði er að mér hefur aftur liðið eins og frjálsum manni með sjálf­stæða rödd,“ ­skrifar Arnar Þór.

Hann bætir því við að hann hafi verið frels­inu feg­inn og hjartað segi honum að hann eigi að „velja leið frels­is.“

Auglýsing

„Á þessum for­sendum hef ég tekið ákvörðun um að stíga út fyrir skorður dóms­kerf­is­ins og nýta bæði með­byr og mót­byr til að taka flugið á nýjum vett­vangi. Ég mun njóta þess að tala, skrifa og vinna að mínum hugð­ar­efnum laus við ytri fjötra með bjart­sýni og trú að leið­ar­ljósi,“ ­skrifar vara­þing­mað­ur­inn verð­andi.

Hætti í Dóm­ara­fé­lag­inu

Það vakti athygli á vor­dögum er Frétta­blaðið greindi frá því í stríðsletri á for­síðu sinni að Arnar Þór væri hættur í Dóm­ara­fé­lag­inu. Ein af ástæð­unum sem hann gaf fyrir úrsögn sinni úr félag­inu var umræða sem átti sér stað á lok­uðum fundi í félag­inu haustið 2019, þar sem rætt var um tján­ing­ar­frelsi dóm­ara.

„Á fund­inum var spjótum beint að mér og minni tján­ingu og átti hann stóran þátt í því að ég kaus að segja mig úr félag­in­u,“ sagði Arnar Þór í sam­tali við Frétta­blað­ið, en hann hefur um nokk­urt skeið gagn­rýnt ákvæði siða­reglna Dóm­ara­fé­lags­ins, sem meðal ann­ars mæl­ast gegn því að dóm­arar taki virkan þátt í stjórn­mála­starfi.

Eftir við­burða­ríka veg­ferð síð­ustu daga – og mán­aða - stend ég á kross­göt­um. Þótt þær liggi ann­ars staðar en ég hafð­i...

Posted by Arnar Þór Jóns­son on Wed­nes­day, Sept­em­ber 29, 2021

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent