YouTube bannar dreifingu misvísandi upplýsinga um bólusetningar

Frá því á síðasta ári hafa yfir 130 þúsund myndbönd verið fjarlægð af YouTube vegna þess að efni þeirra brýtur í bága við reglur fyrirtækisins um COVID-19 umfjöllun. Nú hafa þessar reglur verið útvíkkaðar.

Bólusetning í Bandaríkjunum
Auglýsing

Dreif­ing mis­vísandi upp­lýs­inga um bólu­setn­ingar gegn COVID-19 hefur nú verið bönnuð hjá not­endum YouTu­be. Í færslu frá fyr­ir­tæk­inu þar sem ákvörð­unin er tíunduð segir meðal ann­ars að bólu­setn­ingar hafi í gegnum tíð­ina verið þrætu­epli fólks, þrátt fyrir að heil­brigð­is­yf­ir­völd tali einum rómi um ágæti þeirra.

Fram til þessa hefur verið bannað að dreifa heil­brigð­is­upp­lýs­ingum og -ráðum sem bein­línis geta haft skað­leg áhrif á fólk. Sú breyt­ing sem nú er gerð á við­mið­un­ar­reglum YouTube snýr að dreif­ingu mis­vísandi upp­lýs­inga um bólu­efni sem hafa fengið mark­aðs­leyfi og eru talin örugg af heil­brigð­is­yf­ir­völdum og Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­inni (WHO). Í áður­nefndri færslu frá YouTube segir að frá því á síð­asta ári hafa yfir 130 þús­und mynd­bönd verið fjar­lægð af vef mið­ils­ins sem brjóta í bága við reglur um COVID-19 í skil­málum YouTu­be.

Fólk geti enn deilt reynslu­sögum

Spjótin bein­ast fyrst og fremst að mynd­böndum þar sem því er rang­lega haldið fram sam­þykkt bólu­efni séu hættu­leg og valdi lang­vinnum heilsu­far­s­vanda­mál­um, að full­yrð­ingum um að bólu­efni dragi ekki úr hættu á smiti og að mis­vísandi upp­lýs­ingum um þau efni sem notuð eru í fram­leiðslu bólu­efna.

Auglýsing

Nokkrar und­an­þágur eru gerðar á tali um meint gagns­leysi eða skað­semi bólu­efna. Enn verður hægt að dreifa efni sem fjallar um stefnu stjórn­valda í bólu­efna­mál­um, um bólu­efna­próf­anir og um bólu­efni í sögu­legu sam­hengi – hvort sem þau virk­uðu eða virk­uðu ekki. Þá verða reynslu­sögur fólks enn í birt­ing­ar­hæfar á YouTube svo lengi sem not­endur ger­ist ekki upp­vísir af því að sá ítrekað efa­semd­ar­fræjum með sögum sínum og að mynd­böndin fari ekki á svig við aðrar greinar í not­enda­skil­málum síð­unn­ar.

Robert F Kenn­edy yngri stór­tækur í hræðslá­róðri gegn bólu­setn­ingum

Í umfjöllun New York Times um málið segir að í kjöl­far þess­arar skil­mála­breyt­ingar hafi verið lokað fyrir aðgang margra áber­andi efa­semd­ar­manna að YouTu­be, manna sem dreift hafa mis­vísandi upp­lýs­ingum í gegnum síð­una.

Þeirra á meðal er Robert F. Kenn­edy yngri, sem er sonur Robert F. Kenn­edy, Bobby Kenn­edy, sem skot­inn var til bana árið 1968 en hann var þá í fram­boði til emb­ættis for­seta Banda­ríkj­anna. Robert Kenn­edy yngri hefur um ára­bil barist gegn bólu­setn­ingum en hann er á meðal þeirra sem bera mesta ábyrgð á dreif­ingu mis­vísandi upp­lýs­inga um bólu­setn­ingar og gildi þeirra á sam­fé­lags­miðl­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Our World in Data eru 55 pró­sent Banda­ríkj­anna nú full­bólu­sett­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent