Fyrrverandi þingmaður Samfylkingar biðst afsökunar á sínum hlut í Landsdómsmálinu

Einn þeirra sem greiddi atkvæði með því að ákæra þrjá ráðherra árið 2010 vegna vanrækslu þeirra í starfi í aðdraganda hrunsins sér eftir ákvörðun sinni. Hann segist hafa beðið þau öll afsökunar en vilji líka gera það opinberlega.

Geir H. Haarde, fyrrverrandi forsætisráðherra, á sakamannabekk í Landsdómi.
Geir H. Haarde, fyrrverrandi forsætisráðherra, á sakamannabekk í Landsdómi.
Auglýsing

„Ég vil biðj­ast afsök­unar á mínum hlut í Lands­dóms­mál­inu. Fyrir tólf árum ákvað meiri­hluti Alþingis að vísa máli Geirs H. Haarde til lands­dóms. Á þeim tíma sat ég á Alþingi og í nefnd þing­manna sem fjall­aði um Rann­sókn­ar­skýrsl­una og hvernig ætti að taka á lögum um ráð­herra­á­byrgð. Mín afstaða var þá að rétt væri að vísa málum Geirs H. Haar­de, Ingi­bjargar Sól­rúnar Gísla­dóttur og Árna M. Mathiesen til Lands­dóms. Þeirri ákvörðun sé ég eft­ir.“

Magnús Orri Marínarsson Shram.

Svona hefst færsla sem Magnús Orri Mar­ín­ar­son Schram, sem sat á þingi fyrir Sam­fylk­ing­una á árunum 2009 til 2013, birti á Face­book í kvöld. 

Magnús segir þar að í dag vildi hann óska þess að hann hefði haft hug­rekki til að tala fyrir því að umfjöllun um ábyrgð ráð­herra hefði lokið á vett­vangi þing­nefndar sem skipuð var til að fjalla um skýrsl­u rann­sókn­ar­nefndar Alþingis sem komst að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu í apríl 2010 að nokkrir íslenskir ráð­herrar hefðu sýnt af sér van­rækslu í starfi í aðdrag­anda hruns­ins. Nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu í sept­­­­­em­ber 2010 að ákæra ætti fjóra fyrr­ver­andi ráð­herra, þau Geir H. Haar­de, Árna Mathies­en, Ing­i­­­­­björgu Sól­­­­­rúnu Gísla­dóttur og Björg­vin G. Sig­­­­­urðs­­­­­son, fyrir Lands­­­­­dómi vegna þess­­­­­arar van­rækslu.

Auglýsing
Þegar þing­­­­­­menn kusu um málið varð nið­­­­­ur­­­­­staðan hins vegar sú að ein­ungis Geir var ákærð­­­­­ur. Nokkrir þing­­­­­menn Sam­­­­­fylk­ingar ákváðu að segja já við ákæru á hendur ráð­herrum Sjálf­­­­­stæð­is­­­­­flokks­ins en hlífa sínum flokks­­­­­mönn­­­­­um.

Lands­­­­­dóms­­­­­mál­inu lauk með því að Geir var fund­inn sekur um einn ákæru­lið en þeir voru upp­­­­­haf­­­­­lega sex. Honum var ekki gerð refs­ing. Geir kærði máls­­­­­með­­­­­­­­­ferð­ina til Mann­rétt­inda­­­­­dóm­stóls Evr­­­­­ópu. Það mál tap­að­ist í nóv­­­­em­ber 2020.

Stýrð­ist af and­anum í þjóð­fé­lag­inu

Magnús segir í færsl­unni að hann hafi á sínum tíma látið „and­ann í þjóð­fé­lag­inu“ hafa áhrif á sína afstöðu, þegar það hefði verið rétt ákvörðun að vísa engum málum til Lands­dóms. „Ég er sann­færður um að þau sem voru til umfjöll­unar – Geir H. Haar­de, Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, Árni M. Mathiesen og Björg­vin G. Sig­urðs­son, hafa unnið að heil­indum við erfið störf í yfir­þyrm­andi aðstæð­um. Ég hef per­sónu­lega beðið þau afsök­unar á ábyrgð minni og vil einnig gera það hér, með opin­berum hætt­i.“

Magnús segir að nýlega hafi hann verið spurður hvort hvort hann væri enn sömu skoð­unar varð­andi ákvörðun nefnd­ar­innar og Alþing­is, um að vísa málum ráð­herr­anna til Lands­dóms og svarið sé að það sé hann ekki. „Málið hefur lengi hvílt þungt á mér og þótt ekki sé hægt að taka aftur þessi mis­tök þá er mik­il­vægt að gang­ast við þeim.“

Ég vil biðj­ast afsök­unar á mínum hlut í Lands­dóms­mál­inu Fyrir tólf árum ákvað meiri­hluti Alþingis að vísa máli Geir­s...

Posted by Magnús Orri Mar­ín­ar­son Schram on Monday, Sept­em­ber 19, 2022

Magnús greiddi atkvæði með því að ákæra þrjá ráð­herra en gegn því að Björg­vin G. Sig­urðs­son, sam­flokks­maður hans, yrði ákærð­ur.

Nokkrir núver­andi ráð­herrar á meðal þeirra sem sam­þykktu

Á meðal þeirra sem sam­­­­þykktu ákæruna á hendur Geir í þing­inu í sept­­­­em­ber 2010 voru nokkrir ráð­herrar sem nú sitja í rík­­­­is­­­­stjórn með Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokkn­­­­um.

Þeir eru Katrín Jak­obs­dóttir for­­­­sæt­is­ráð­herra, Sig­­­­urður Ingi Jóhanns­­­­son, Svan­­­­dís Svav­­­­­­­ar­s­dóttir og Ásmundur Einar Daða­­­­son. Sig­­urður Ingi var raunar einn flutn­ings­­manna þings­á­­lykt­un­­ar­til­lög­unnar um máls­höfð­un­ina gegn ráð­herr­­um. Þau kaus Stein­grímur J. Sig­­­­fús­­­­son, fyrr­ver­andi for­maður Vinstri grænna og for­­­­seti Alþing­is á síð­asta kjör­tíma­bili, einnig með ákærunni.

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga ýmissa þing­manna, úr Mið­flokki og Sjálf­stæð­is­flokkn­um, um órétt­­mæti máls­höfð­unar Alþingis gegn ráð­herrum og afsök­un­­ar­beiðni hefur nokkrum sinnum verið lögð fram á und­an­förnum árum, en ekki hlotið afgreiðslu. Hún snýst um að þing­­­­menn­irnir vilja að Alþingi álykti að „rangt hafi verið að leggja til máls­höfðun á hendur ráð­herrum vegna póli­­tískra aðgerða eða aðgerða­­leys­is, sbr. til­­lögu til þings­á­­lykt­unar á 138. lög­­gjaf­­ar­­þing­i[...], að rang­­lega hafi verið staðið að atkvæða­greiðslu um til­­lög­una og að rangt hafi verið að sam­­þykkja hana.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent