Dómsmálaráðherra segir viðbúið að lögregla handtaki fólk fyrir mistök

Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag um verklag lögreglu og sérsveitar vegna ábendinga frá almenningi þar sem vopn koma við sögu. Ástæðan er útkall lögreglu um helgina þar sem vopnaður maður reyndust vera börn í kúrekaleik.

„Við búum í samfélagi þar sem að vopnaburður er að verða víðtækari heldur en hann hefur verið áður,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
„Við búum í samfélagi þar sem að vopnaburður er að verða víðtækari heldur en hann hefur verið áður,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
Auglýsing

Þing­maður Pírata spurði dóms­mála­ráð­herra á Alþingi í dag um verk­lag lög­reglu og sér­sveitar vegna ábend­inga frá almenn­ingi þar sem vopn koma við sögu. Ástæðan er útkall lög­reglu um helg­ina þar sem vopn­aður maður reynd­ust vera börn í kúreka­leik.

Lög­reglu barst til­kynn­ing um vopn­aðan mann í Kópa­vogi á laug­ar­dag. Sér­sveit lög­regl­unnar hand­tók mann vegna máls­ins en fljótt kom í ljós að um mis­skiln­ing var að ræða. Mann­inum og fjöl­skyldu hans var brugðið og var veitt áfalla­hjálp í kjöl­far­ið. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra um verk­lag lög­reglu í málum sem þessum í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Auglýsing
„Barn stendur við eld­hús­glugg­ann heima hjá sér, heyrir hróp og köll og fer út. Þar horfir það upp á svart­klædd­an, víg­bú­inn mann beina að föður þess hríð­skota­byssu og skipa honum að leggj­ast í jörð­ina. Sér­sveit hefur fylgt sér að hús­inu og miðað vél­byssum í and­lit bæði fjöl­skyldu­föð­ur­ins og að móð­ur­inni. Svart­klæddir sér­sveit­ar­menn­irnir öskra spurn­ingum að fjöl­skyld­unni. Fað­ir­inn er settur í hand­járn og barnið horfir á eftir föður sínum þar sem hann er leiddur niður inn­keyrsl­una og inn í lög­reglu­bíl. Svo kemur í ljós að þetta var allt mis­skiln­ing­ur.“

Þannig lýsir Arn­dís Anna, þing­maður Pírata, upp­lifun barns að aðgerðum lög­reglu.

„Gríð­ar­legt áfall og engu barni bjóð­andi“

„Til­efni útkalls­ins var að sést hafði til barns í kúreka­leik með vinum sín­um. Barnið var komið heim til sín og farið að snúa sér að öðru. Sem betur fer var engin hætta á ferð og fjöl­skyldan gat borðað kvöld­mat sam­an, heil á húfi, lík­am­lega,“ sagði Arn­dís Anna í fyrsta óund­ir­búna fyr­ir­spurn­ar­tíma vetr­ar­ins á Alþingi í dag. Hún bað þing­heim að setja sig í spor barns sem horfir upp á sér­sveit lög­reglu koma heim til þess og beina skot­vopnum að því og fjöl­skyldu þess. „Að upp­lifa við­líka inn­rás á heim­ili sitt, svæði sem á að heita öruggt, er aug­ljós­lega gríð­ar­legt áfall og engu barni bjóð­and­i.“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

Beindi hún fyr­ir­spurn sinni að dóms­mála­ráð­herra og spurði hann hvort lög­regla og sér­sveit hennar fylgdu ákveðnu verk­lagi þegar brugð­ist er við ábend­ingum frá almenn­ingi.

„Í kjöl­far þess­ara atburða og í sam­hengi við önnur alvar­leg atvik sem orðið hafa á síð­ustu vikum og mán­uðum þar sem sér­sveit lög­regl­unnar og börn koma við sögu vil ég beina þeirri spurn­ingu til hæst­virts dóms­mála­ráð­herra hvort ekki séu fyrir hendi ein­hverjar verk­lags­reglur sem lög­regla og sér­sveit hennar fylgja þegar brugð­ist er við ábend­ingum frá almenn­ingi og hvort í ráðu­neyt­inu sé ein­hver vinna í gangi við end­ur­skoðun á þeim?“ spurði Arn­dís Anna.

Búum í sam­fé­lagi þar sem vopna­burður er að verða víð­tæk­ari

Verk­lags­reglur hjá lög­regl­unni þegar gripið er til vopna eru mjög ítar­legar að sögn dóms­mála­ráð­herra. Hann sagð­ist ekki þekkja ein­stök dæmi. „En þetta dæmi sem hér var lýst er sorg­legt en við getum alltaf átt von á því að slíkt hend­i,“ sagði dóms­mála­ráð­herra.

„Við búum í sam­fé­lagi þar sem að vopna­burður er að verða víð­tæk­ari heldur en hann hefur verið áður,“ hélt ráð­herr­ann áfram og vís­aði í fjölda útkalla þar sem bregð­ast þarf við vopna­burði.

Jón gerði öryggi lög­reglu­manna einnig að umtals­efni og sagði að við aðstæður sem þessar sé öryggi þeirra líka ógn­að. „Lög­reglu­menn eiga líka sínar fjöl­skyld­ur. Lög­reglu­menn vilja líka koma heilir heim úr sinni vinnu. Og ég bið bara um skiln­ing fyrir það fólk sem vinnur þessi mik­il­vægu störf í sam­fé­lag­inu, skiln­ing á aðstæðum þeirra.“

Mann­inum og fjöl­skyldu veitt áfalla­hjálp

Í til­kynn­ingu lög­reglu frá því á laug­ar­dag segir að fljót­lega eftir hand­töku manns­ins hafi komið í ljós að um mis­tök væru að ræða. Mann­inum og fjöl­skyldu hans hafi að vonum verið brugðið við aðgerðir lög­reglu og kallað var eftir áfalla­hjálp til að takast á við „þessa óþægi­legu atburði dags­ins“, líkt og sagði í til­kynn­ingu lög­reglu.

Jón sagði að ekki verði hjá því kom­ist að mis­tök, líkt og urðu á laug­ar­dag, geti átt sér stað í hita leiks­ins. „Auð­vitað er það okkar mark­mið með þjálfun og verk­lags­reglum að tak­marka slíkt eins og hægt er,“ sagði Jón.

Verk­lags­reglur eru í end­ur­skoðun að sögn dóms­mála­ráð­herra og er sú vinna gerð í náinni sam­vinnu við lög­reglu, sem er, að sögn ráð­herra, mjög umhugað um að hafa strangt og öfl­ugt reglu­verk í kringum vopna­burð lög­regl­unn­ar.

Arn­dís Anna sagði það hryggja hana að heyra að mis­tök eins og þessi geti alltaf átt sér stað. „Það gleður mig hins vegar að heyra að það sé ein­hvers konar vinna í gangi í ráðu­neyt­inu við end­ur­skoðun á þessum verk­lags­regl­um. Það er að sjálf­sögðu hlut­verk lög­regl­unnar að bregð­ast við til­kynn­ingum sem henni ber­ast en það má ekki bara vera ein­hvern veg­inn eða eftir hend­ingu hverju sinni. Það hlýtur að vera grund­vall­ar­at­riði að í störfum eina aðil­ans sem hefur lögum sam­kvæmt heim­ild til að beita almenna borg­ara við­líka valdi gildi skýrar reglur um þá vald­beit­ingu og að lög­reglan fái við­hlít­andi þjálfun,“ sagði Arn­dís Anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent