Unnið að gerð ákæru í Lindsor-málinu í Lúxemborg – Næstum 14 ár frá málsatvikum

Lindsor var aflandsfélag sem keypti skulda­bréf á yfirverði af Kaup­­­þingi, ein­­­stökum starfs­­­mönnum þess banka og félagi í eigu vild­­­ar­við­­­skipta­vinar Kaup­­­þings sama dag og Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland.

kaupþing
Auglýsing

Sak­sókn­ari í Lúx­em­borg vinnur nú að gerð ákæru í hinu svo­kall­aða Lindsor-­máli. Henri Eipp­ers, tals­­maður dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins þar í landi, segir í svarið við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að ekki sé hægt að segja til um hversu langan tíma það verk muni taka þar sem sak­sókn­ar­inn í mál­inu sé einnig að vinna að öðrum verk­efnum sam­hliða. 

Fyrir næstum tveimur árum síðan greindi Kjarn­inn frá því að rann­­sókn­­ar­­dóm­­ari í Lúx­em­borg hefði lokið rann­­sókn sinni á á Lindsor-­­­mál­inu og sent nið­­­ur­­­stöður hennar til sak­­­sókn­­­ara, tæpum tólf árum eftir að hinn íslenski banki Kaup­­­þing, sem er mið­­­punktur máls­ins, féll og atburð­irnir sem málið snýst um áttu sér stað. Það gerði hann með for­m­­­legri ákvörðun sem dag­­­sett var 24. júlí 2020. 

Síðan þá hefur málið legið hjá sak­­sókn­­ar­­anum sem hefur nú í næstum 20 mán­uði verið að leggja mat á nið­­ur­­stöð­una til að kom­­ast að nið­­ur­­stöðu um hvort senda eigi ákæru til dóm­stóla í Lúx­em­borg. 

Kjarn­inn greindi frá því sum­arið 2020, og hafði eftir Dian Klein, tals­­konu dóms­­­mála­ráðu­­­neytis Lúx­em­borg­ar, að aðstoð­­­ar­sak­­­sókn­­­ari sem ynni að mál­inu teldi afar lík­­­­­legt að ákæra verði lögð fram gagn­vart ein­hverjum þeirra grun­uðu í mál­in­u. 

Lán veitt sama dag og neyð­­ar­lánið

Lindsor-­­­­málið snýst um 171 millj­­­­ónir evra lán sem Kaup­­­­þing veitti félagi sem heit­ir Lindsor Hold­ing Cor­poration og er skráð til heim­ilis á Tortóla-eyju. Lánið var veitt 6. októ­ber 2008, sama dag og ­neyð­ar­lög voru sett á Íslandi og Geir H. Haar­de, þáver­andi for­­­­­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland. Þann dag lán­aði Seðla­­­­­banki Íslands líka Kaup­­­­­þingi 500 millj­­­­­ónir evra í neyð­­­­­ar­lán.

Auglýsing
Lánið til Lindsor var aldrei borið undir lána­­­­nefnd Kaup­­­­þings. Það var notað til að kaupa skulda­bréf af Kaup­­­­þingi í Lúx­em­borg, ein­­­­stökum starfs­­­­mönnum þess banka og félagi í eigu vild­­­­ar­við­­­­skipta­vinar Kaup­­­­þings.

Þegar Kaup­­­­þing féll þremur dögum eftir kaupin á bréf­unum var ljóst að Lindsor gat ekki greitt lánið til baka, enda eina eign félags­­­­ins verð­litlu skulda­bréfin sem félagið hafði keypt á yfir­­­­verði þremur dögum áður. Engar trygg­ingar voru veittar fyrir lán­inu og tap kröf­u­hafa Kaup­­­­þings vegna þess því umtals­vert. Þeir sem seldu bréfin los­uðu sig hins vegar undan ábyrgðum og, ef grun­­­­semdir rann­sak­enda eru rétt­­­­ar, tryggðu sér um leið mik­inn ágóða. 

Fjórir ein­stak­l­ingar gætu verið ákærðir

Lindsor-­­málið er stærsta hrun­­málið sem hefur ekki enn verið klárað með ákæru þrátt fyrir að hafa verið til rann­­sóknar í á tólfta ár, bæði hjá lög­­­reglu­yf­­ir­völdum á Íslandi og í Lúx­em­­borg. Þeir sem eru grun­aðir um lög­­­­brot í mál­inu, fyrr­ver­andi helstu stjórn­­­­endur Kaup­­­­þings og vild­­­­ar­við­­­­skipta­vinur þeirra, hafa ávallt harð­­­­neitað að nokkuð sak­­­­næmt hafi átt sér stað.

Rann­­­sókn máls­ins er enn opin hjá yfir­­­völdum í báðum lönd­unum þótt engar ákærður hafi verið gefnar út í því.

Í frétta­til­kynn­ingu sem var send út frá sak­­sókn­­aremb­ætt­inu í Lúx­em­borg í ágúst í 2020 sagði að á meðan að rann­­­sóknin stóð yfir hafi fimm ein­stak­l­ing­­ar haft stöðu grun­aðra.

Fjórir af þeim verða ákærð­ir, sam­­­kvæmt nið­­­ur­­­stöðu rann­­­sókn­­­ar­inn­­­ar, ef ákæra verður gefin út. Ekki er greint frá því um hvaða fjóra ein­stak­l­inga er að ræða. 

Dóms­­­kerfið í Lúx­em­borg er ólíkt því sem Íslend­ingar eiga að venj­­­ast. Ákæra sak­sókn­ara er send til svo­­­kall­aðs „council cham­ber“ hér­­­aðs­­­dóms­­­stigs Lúx­em­borgar sem mun taka ákvörðun um hvort að málið fái efn­is­­­með­­­­­ferð eða verði vísað frá. Sak­­­born­ingar í mál­inu munu á þeim tíma­­­punkti fá tæki­­­færi til að setja fram varnir í mál­in­u. 

Kjarn­inn fjall­aði með afar ítar­­­legum hætti um Lindsor-­­­málið í frétta­­­skýr­ingu sem birt­ist 9. júlí 2020.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent