„Orkan þarf að rata í orkuskiptin“

Orkuskipti eru lykilmarkmið stjórnvalda í loftslagsmálum en það er ekki þar með sagt að orkan sem framleidd er rati í orkuskiptin, segir orkumálastjóri. „Græna orkan er verðmæt, takmörkuð auðlind, olía okkar tíma, sem við verðum að vanda okkur með.“

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Auglýsing

Orku­skiptin eru „heldur bet­ur“ lyk­il­mál­efni í að leysa lofts­lags­málin en þau eru ekki auð­velt við­fangs­efni. Til að þau verði að veru­leika þarf fjár­magn, inn­viði og „það þarf líka að vera orka til staðar í orku­skipt­i,“ sagði Halla Hrund Loga­dóttir orku­mála­stjóri á lofts­lags­deg­inum, stórri ráð­stefnu á vegum Umhverf­is­stofn­un­ar, sem fram fór í Hörpu í dag. „Orkan þarf að rata í orku­skipt­in.“

Og þá er komið að einu lyk­il­máli, að sögn Höllu Hrund­ar: „Við þurfum að horfa á það að þó að orku­skipti séu lyk­il­mark­mið stjórn­valda, þá er ekki sjálf­gefið að orka, sama hvort að er úr núver­andi fram­leiðslu eða fram­tíð­ar­virkj­ana­kost­um, rati sjálf­krafa í orku­skipta­verk­efn­in.“

Það er vegna þess, benti Halla á, að það er svo mikil sam­keppni um ork­una. „Það eru svo margir leik­endur sem vilja kaupa orku, græna orku, þetta er eft­ir­sótt vara. Og vegna þess að orkan er seld á mark­aði, þá þarf að skapa sér­staka lag­ara­mma og hvata til þess að orkan rati í orku­skiptin – ef við ætlum að kom­ast sem hrað­ast í mark og ná að leysa þann þátt lofts­lags­mál­anna sem orku­málin eru hluti af.“

Auglýsing

Halla sagði einnig að gera mætti ráð fyrir því að með síhækk­andi orku­verði i Evr­ópu, m.a. vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu, muni eft­ir­spurn eftir orkunni okkar halda áfram að vaxa. „Stundum hefur verið sagt að það sé nóg að auka orku­fram­boð ótak­markað til að leysa þennan vanda. En þótt slíkt hljómi kannski vel á blaði þá þurfum við að horfa til þess, í raun­heim­um, að þó að orkan okkar sé end­ur­nýj­an­leg að þá er hún ekki óend­an­leg. Græna orkan er verð­mæt tak­mörkuð auð­lind, hún er olía okkar tíma, sem við verðum að vanda okkur með, og verðum að horfa á í sam­hengi við lyk­il­mál­efni eins og orku­skipt­in.“

Um­ræða um orku­skipti umlykur orðið allt og er sett á odd­inn í stefnu stjórn­valda til að leysa lofts­lags­vand­ann. Að skipta út jarð­efna­elds­neyti í stað­inn fyrir raf­magn, metan eða raf­elds­neyti, er mark­mið sem sett hefur verið fram af ástæðu. Olía sem notuð er á bíla- og fiski­skipa­flot­ann brennur og myndar þannig koltví­sýr­ing (CO2), loft­teg­und sem safn­ast upp í loft­hjúpnum og hefur áhrif á lofts­lag.

Og olíu­notkun Íslend­inga er mik­il. Hún var um fimmtán pró­sent af allri frumorku­notkun okkar árið 2019, líkt og Jón Ásgeir Hauk­dal Þor­valds­son, verk­efna­stjóri í orku­skiptum hjá Orku­stofn­un, kom inn á í sínu erindi á lofts­lags­deg­in­um. Fimmtán pró­sent lítur kannski út fyrir að vera frekar lág tala, sagði Jón Ásgeir, en til að skilja umfangið þá þurfi að setja það í sam­hengi við eitt­hvað sem við þekkjum og skilj­um.

Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson sýndi með sláandi hætti það magn af olíu sem er notað á bílaflotann.

Og þá er upp­lagt að nota Laug­ar­dals­laug­ina til sam­an­burð­ar. Sund­laug sem margir Íslend­ingar þekkja vel. „Að­allaug Laug­ar­dals­laugar er ein milljón lítr­ar,“ sagði Jón Ásgeir. Þetta er 50 metra löng laug, 22 metrar á breidd. „Það þarf því 390 sund­laugar til að taka elds­neyt­is­notkun bif­reiða árið 2019 – á einu ári.“

Hægt hefði verið að fylla Laug­ar­dals­laug­ina tæp­lega 400 sinnum með allri þeirri olíu og bens­íni sem við not­uðum þetta ár.

Jón Ásgeir lét ekki staðar numið við þennan sam­an­burð og tók fleiri dæmi. Lofts­lags­dag­ur­inn fór fram í Norð­ur­ljósa­sal Hörpu. „Það þarf eina Laug­ar­dals­laug til að fylla þetta rými upp í tvo metra,“ sagði hann ofan af svið­inu í salnum og leit yfir áhorf­end­ur. „Það þyrfti því fimm sund­laugar til að fylla rýmið upp í topp. Þannig að við þyrftum að fylla þetta rými, allan sal­inn, 77 sinnum til að eiga fyrir elds­neyt­is­notkun bif­reiða á einu ári.“ Fiski­skipa­flot­inn þyrfti svo 37 Norð­ur­ljósa­sali og flugið 78. Þá eru ótaldir aðrir minni flokkar sem nota jarð­efna­elds­neyti.

Auglýsing

Sig­urður Ingi Frið­leifs­son, svið­stjóri orku­skipta og lofts­lags­mála hjá Orku­stofn­un, sagði að það áhuga­verða við þau mark­mið í orku­skiptum og sam­drætti í losun sem sett hefðu verið væri að þau væru tækni­lega mögu­leg. „Og hag­kvæm,“ bætti hann við. „Þannig að það verður algjör­lega okkur að kenna ef við klúðrum Par­ís­ar­sam­komu­lag­in­u.“

Sigurður Ingi Friðleifsson sagði breyttar ferðavenjur hluta af lausninni.

Erindi Sig­urðar Inga hét „Orku­skipti á manna­máli“ og stóð það undir nafni enda Sig­urður beittur og hnit­mið­aður í orðum sín­um. Hann sagð­ist vera búinn að tala um orku­skipti í fimmtán ár en að nú fyrst væri fólk farið að sperra eyr­un. Gjald­eyr­is­sparn­að­ur, minni meng­un, minni hávaði, bætt nýt­ing raf­orku­kerfis og rekstr­ar­sparn­að­ur. Allt þetta er ávinn­ingur orku­skipta í bílum okk­ar. „Þetta er allt sam­fé­lags­á­vinn­ingur og þess vegna er svo fynd­ið, finnst mér alla vega, þegar menn eru að tala um íviln­anir og svo­leiðis og sjá fyrir sér að eyða þurfi pen­ingum í þetta. En þetta er algjör fjár­fest­ing. Bein og skyn­sam­leg fjár­fest­ing.“

Sig­urður Ingi sagði málið þó ekki aðeins snú­ast um raf­bíla. Þeir leysi ekki örtröð­ina á göt­un­um. „Við verðum líka að breyta ferða­venj­u­m,“ sagði hann, „og það hratt.“

Hann sagði bíla mjög heilaga í hugum Íslend­inga. „Eins og mað­ur­inn sagði: Ég á þrjú börn. Erlu, Gunnar og Skoda Oct­a­vi­a.“

Málið snú­ist þó ekki um bíl­lausan lífs­stíl fyrir alla heldur að fækka eknum kíló­metr­um. Benti hann á appið Korter „sem sýnir okkur hvað við erum ofboðs­lega vit­laus að nota bíl­inn.“ Í app­inu er hægt að sjá hversu langan tíma tekur að ganga eða hjóla til næsta áfanga­stað­ar.

Ein­falt væri að kenna grunn­skóla­börnum á strætó­kerfið og verk­efni er nú hafið á Akur­eyri sem gengur út á einmitt það. Þetta verk­efni mætti taka upp á höf­uð­borg­ar­svæð­inu því það væri „eitt­hvað bilað við það að útskrifa börn úr grunn­skóla sem hafa aldrei stigið inn í strætó. Og á sama tíma að segja þeim að hætta að nota bíl.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent