Niðurstaða um þjóðarhöll kynnt á föstudag

Ríki og borg hafa komist að niðurstöðu um hvort þjóðarhöll fyrir inniíþróttir rísi í Laugardal. Hún verður kynnt í borgarráði á fimmtudag og fyrir ríkisstjórn á föstudag. Í kjölfarið fær almenningur að vita hvort ráðist verður í framkvæmdina.

Það styttist í að fyrir liggi hvort ný þjóðarhöll rísi í Laugardalnum eða ekki.
Það styttist í að fyrir liggi hvort ný þjóðarhöll rísi í Laugardalnum eða ekki.
Auglýsing

Síð­ustu daga, sér­stak­lega um liðna helgi, áttu sér stað stíf sam­töl milli for­svars­manna Reykja­vík­ur­borgar og ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands um hvort ráð­ist yrði í bygg­ingu svo­kall­aðrar þjóð­ar­hallar í Laug­ar­dal. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, hafði gefið rík­inu frest fram í byrjun maí til að leggja fram fé í verk­efn­ið. Næð­ist það ekki myndi borgin taka tvo millj­arða króna sem hún hefur sett til hliðar fyrir það og nota þá til að byggja nýtt íþrótta­hús fyrir iðk­endur Þróttar og Ármanns í Laug­ar­dal. 

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Dagur að nið­ur­staða liggi fyr­ir. Hún verði kynnt í borg­ar­ráði Reykja­víkur á fimmtu­dag og í rík­is­stjórn á fundi hennar á föstu­dag. Í kjöl­farið verður sú nið­ur­staða gerð opin­ber. Hann vill ekki greina frá henni sem stend­ur.

Gæti kostað hátt í níu millj­arða

Laug­ar­dals­höllin hefur verið heim­ili lands­liða Íslands í körfu­bolta og hand­bolta í ára­tugi. Hún er barn síns tíma og er rekin á und­an­þágu þar sem hún upp­fyllir ekki alþjóð­lega staðla. 

Til að upp­­­­­fylla alþjóð­­­legar kröfur þarf að byggja nýtt mann­­­virki. Ver­kís verk­fræð­i­­­stofa var fengin til þess að gera kostn­að­­­ar­­­mat á bygg­ingu mann­­­virkis á sínum tíma  ásamt því að leggja mat á rekstr­­­ar­­­kostn­að. Heild­­­ar­­­kostn­aður við bygg­ingu þjóð­­­ar­­­leik­vangs fyrir inn­­i­í­­­þróttir var áætl­­­að­ur á bil­inu 7,9 til 8,7 millj­­­arðar króna. Mun­­­ur­inn fólst í því hvort húsið eigi að taka fimm þús­und eða 8.600 áhorf­end­­­ur. 

Auglýsing
Vilji hefur verið fyrir því að byggja þetta mann­virki, svo­kall­aða þjóð­ar­höll, í Laug­ar­dalnum þar sem aðrir þjóð­ar­leik­vangar eru sem stend­ur. 

Á sama tíma er sú staða uppi að gríð­ar­lega fjöl­mennar iðk­enda­deildir hverf­is­fé­lag­anna Þróttar og Ármanns eiga ekk­ert íþrótta­hús. Mik­ill þrýst­ingur hefur verið frá félög­unum og íbúum hverf­is­ins um að ráða þar bót á. Hug­myndin um þjóð­ar­höll felur í sér að þau félög gætu nýtt hana undir sína starf­semi og þannig yrðu tvö úrlausn­ar­efni leyst með einni fram­kvæmd. Sá hagur á að vera á þeirri leið fyrir Þrótt og Ármann að í þjóð­ar­höll verði fjórir æfinga­vellir fyrir börn og ung­menni en í íþrótta­húsi fyrir félögin yrðu vell­irnir tveir.

Borg­ar­stjóri gaf tíma­frest

Ráða­menn þjóð­ar­innar hafa ítrekað lofað því að ráð­ist yrði í verk­efn­ið, sem yrði að vera sam­vinnu­verk­efni ríkis og borg­ar. Ásmundur Einar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra, sagði í des­em­ber síð­ast­liðnum að hans hugur stæði til þess að á þessu kjör­tíma­bili yrði hægt að fara á heima­leiki á nýjum þjóð­ar­leik­vang­i. 

Svo gerð­ist lítið sem ekk­ert, þangað til á opnum íbúa­fundi borg­ar­stjóra í Laug­ar­nes­skóla 2. mars síð­ast­lið­inn. Þar sagði Dagur að Reykja­vík­­­ur­­borg hefði tekið frá fjár­­muni í upp­­­bygg­ingu íþrótta­húss og að hún héldi því enn opnu hvort þeim yrði best varið í þjóð­­ar­höll eða í sér­­stakt íþrótta­hús. Skil­yrðið væri að pen­ing­­arn­ir, um tveir millj­­arðar króna, myndu nýt­­ast fyrir börn og ung­­menni í Laug­­ar­­dal. 

Borg­­ar­­stjór­inn sagði á fund­inum að því yrði gefin mjög skammur tími að láta á þetta reyna. „Við erum búin að taka frá pen­inga fyrir öðrum hvorum kost­in­­um. Þannig að það verður að skýr­­ast á þessu vori, og ég hef rætt það síð­­­ast í gær við fleiri en einn ráð­herra í rík­­is­­stjórn Íslands, að ríkið ætli sér raun­veru­­lega að fara í þetta og setji pen­ing á borð­ið. Ef að það ger­ist ekki þá förum við í sér­­stakt hús fyrir Þrótt og Ármann.“ 

Hann fékk spurn­ingu úr sal um hversu skammur tími yrði gefin og sagði að slaki yrði gef­inn fram að birt­ingu nýrrar fjár­­­mála­á­ætl­­unar rík­­is­­stjórn­­­ar­innar fyrir árin 2023-2028.  „Ég segi að ef það verða ekki pen­ingar í þetta þar þá meina þau ekk­ert með þessu. Þannig að fyrir 1. maí þarf þetta að liggja fyr­­ir. Ann­­ars legg ég til­­lögu fyrir borg­­ar­ráð 5. maí.“

Ekki var gert ráð fyrir sér­stökum fjár­munum í upp­bygg­ingu þjóð­ar­leik­vanga í áætl­un­inni þegar hún var birt í lok mar­s. 

Bjarni vildi að borgin borg­aði meira

Þann 24. apríl mætti Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, svo í útvarps­þátt­inn Sprengisand á Bylgj­unni. Þar gagn­rýndi hann Reykja­vík­ur­borg harð­lega fyrir hennar afstöðu í þjóð­ar­hall­ar­mál­inu. „Mér finnst töl­urnar sem REykja­vík hefur verið að nefna í þessu sam­bandi mjög lág­ar. Tveir millj­arðar í hús sem gæti kostað sjö til níu millj­arða sem mér finnst ekki há fjár­hæð. Garða­bær var að reisa íþrótta­mann­virki um dag­inn sem kost­aði fjóra millj­arða.“

Bjarni sagði að það væri sinn skiln­ingur að borgin hefði ákveðið að for­gangs­raða með öðrum hætti. „Ég verð að segja að ég varð eig­in­lega hálf orð­laus eftir að stofnað hafði verið hluta­fé­lag til að ræða þetta, að hafa verið í góðri trú um að við værum að fara að ræða ein­hverja alvöru kostn­að­ar­skipt­ingu. Þá var það þannig sem sá fundur end­að­i.“

Nú liggur fyrir nið­ur­staða í mál­inu sem verður kynnt á föstu­dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent