Engin gæludýr á flótta enn komið til landsins

Matvælaráðuneytið og MAST vinna enn að útfærslu á því hvernig taka megi á móti gæludýrum frá Úkraínu hér á landi. Engin gæludýr eru því enn komin. Fólkið sem hingað hefur flúið nálgast 900.

Köttur á flótta ásamt eiganda sínum. Þeir félagar flúðu frá Úkraínu til Berlínar.
Köttur á flótta ásamt eiganda sínum. Þeir félagar flúðu frá Úkraínu til Berlínar.
Auglýsing

„Enn er verið að vinna í útfærsl­unni en ráðu­neytið og MAST hafa sett sig í sam­band við mögu­lega aðila til þess að taka á móti dýr­unum og sinna ein­angr­un,“ segir Dúi Jóhanns­son Land­mark, upp­lýs­inga­full­trúi mat­væla­ráðu­neyt­is­ins í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um stöðu á fram­kvæmd þeirrar ákvörð­unar stjórn­valda að heim­ila flótta­fólki frá Úkra­ínu að flytja með sér gælu­dýrin sín til Íslands.

Auglýsing

Að flytja inn gælu­dýr er alla jafna flókið ferli og óger­legt frá ákveðnum svæð­um, m.a. vegna þess að hér á landi fyr­ir­finnst hunda­æði ekki. Um und­an­þágu er því að ræða frá skil­yrðum um inn­flutn­ing sem mun m.a. fela í sér að sá und­ir­bún­ingur sem jafnan fer fram eftir inn­flutn­ing, þ.e. bólu­setn­ing­ar, sýna­tök­ur, með­höndlun og fleira, mun fara fram eftir kom­una til lands­ins. Þetta fyr­ir­komu­lag krefst allt að fjög­urra mán­aða ein­angr­unar en tekið er mið af því hve langt dýrið er komið í und­ir­bún­ings­ferl­inu við kom­una til lands­ins.

Mat­væla­ráðu­neytið tók ákvörðun um und­an­þág­una um miðjan mars. Nú er maí geng­inn í garð og ekk­ert gælu­dýr þeirra tæp­lega 900 Úkra­ínu­manna sem hingað hafa flúið enn kom­ið. Hins vegar hafa að sögn Dúa hafa margar fyr­ir­spurnir borist og lúta þær allar að inn­flutn­ingi hunda og katta.

Hundur sem orðið hefur viðskila við eigendur sína leggur sig við rústir húss í Úkraínu. Mynd: EPA

Gert er ráð fyrir að um 1 pró­sent fólks sem flýr stríðið í Úkra­ínu hafi með sér gælu­dýr sín á flótt­an­um. Á fundi yfir­dýra­lækna á Norð­ur­löndum sem hald­inn var fyrir nokkrum vikum var mælst til að aðild­ar­ríki ESB væru sveigj­an­leg við mót­töku gælu­dýra flótta­fólks frá Úkra­ínu. Í fram­hald­inu hafa mörg Norð­ur­land­anna veitt und­an­þág­ur.

Í lok apríl höfðu 588 gælu­dýr flúið frá Úkra­ínu til Nor­egs ásamt eig­endum sín­um. Norska Mat­væla­stofn­unin hefur komið upp 51 ein­angr­un­ar­stöð vegna þessa með plássi fyrir sam­tals 1.100 dýr. Öll með­ferð dýr­anna í Nor­egi, þar með taldar bólu­setn­ingar og ein­angr­un­ar­vist­in, er greidd af rík­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent