Stendur við orð sín um að Seðlabankinn hafi verið misnotaður

Fyrrverandi rannsakandi hjá Fjármálaeftirlitinu segir Seðlabankann annað hvort reyna að snúa út úr eða opinbera umhugsunarvert skilningsleysi með svörum sínum til Kjarnans um svik sem áttu sér stað á tímum gjaldeyrishafta.

Jared Bibler, fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Jared Bibler, fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Auglýsing

Jared Bibler, fyrr­ver­andi rann­sak­andi á verð­bréfa­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, seg­ist standa að fullu við full­yrð­ingar sínar þess efnis að Seðla­bank­inn hafi verið mis­not­aður á fyrstu miss­er­unum eftir hrun, er íslenskir aðilar urðu sér úti um erlendan gjald­eyri með því að fram­vísa til­hæfu­lausum reikn­ingum hjá við­skipta­bönk­un­um.

Þetta segir hann í yfir­lýs­ingu vegna fréttar Kjarn­ans um svör Seðla­bank­ans um þetta efni, sem birt­ist á mánu­dag­inn. Í svörum Seðla­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans sagði að það væri „langsótt“ að tala um mis­notkun á Seðla­bank­anum hvað þetta varðar og áhersla var lögð á að úttektir á gjald­eyri hefðu farið fram í við­skiptum við við­skipta­bankana, en ekki í beinum við­skiptum við Seðla­bank­ann.

Í yfir­lýs­ingu sinni segir Jared að svör Seðla­bank­ans sem Kjarn­inn sagði frá beri með sér ýmist vilj­andi útúr­snún­inga eða umhugs­un­ar­vert skiln­ings­leysi á alþjóð­legri greiðslu­miðl­un.

Svik sem settu þrýst­ing á gengi krón­unnar

Hann tekur dæmi af við­skiptum þar sem íslenskur aðili notar til­hæfu­lausan reikn­ing fyrir til þess að senda 50.000 sterl­ingspund til ráð­gjafa­fyr­ir­tækis í Bret­landi á tímum gjald­eyr­is­hafta. Jared segir að slík við­skipti hefðu sett þrýst­ing á gengi íslensku krón­unn­ar, sem Seðla­bank­inn hafi brugð­ist við með því að grípa inn í gjald­eyr­is­mark­að­inn og selja brot af gjald­eyr­is­vara­forða sínum fyrir íslenskar krón­ur.

Auglýsing

Í kjöl­farið á þessu hafi gjald­eyr­is­vara­forði Íslands minnkað og svika­hrapp­ur­inn sem seldi krónur til að kaupa pund fengið mun meira af pundum fyrir krón­urnar en honum hefði getað látið sig dreyma um að fá á hinum óform­lega mark­aði með krónur sem hafði mynd­ast í Evr­ópu.

„Stað­hæf­ing mín er sú að reikn­inga­svik á árunum 2008-2010 hafi leitt til skerð­ingar á gjald­eyr­is­vara­forða Seðla­bank­ans, og þar með þeirri upp­hæð í skipt­an­legum gjald­miðlum (e. hard cur­rency) sem Íslend­ingar gátu nýtt sér. Ég stend við orð mín við Kjarn­ann og þær stað­hæf­ingar mínar í Iceland’s Secret að erlendum gjald­eyri Seðla­bank­ans hafi verið stolið með þessum svikum – og að fórn­ar­lömbin hafi verið íslenskur almenn­ing­ur,“ skrifar Jared.

Hann segir pen­inga hafa flætt frá Íslandi með þessum hætti, óháð því hvaða banki hafi ann­ast við­skipt­in, en að Seðla­bank­inn hafi á end­anum átt að bera end­an­lega ábyrgð.

„Sú stað­reynd að Seðla­bank­inn hafi útvi­stað eft­ir­liti með svikum til við­skipta­bank­anna og ekki varið gjald­eyr­is­vara­forða sinn með full­nægj­andi hætti á meðan að gjald­eyr­is­höft voru við lýði ætti að vera áhyggju­efn­i,“ segir í yfir­lýs­ingu Jareds.

Seðla­bank­inn sagði í svörum sínum til Kjarn­ans að tekið hefði verið á brotum af þessu tagi á sínum tíma og að þau hefðu verið tekin alvar­lega – enda hefðu þau grafið undan mark­miðum bank­ans um að koma á stöð­ug­leika og takast á við vand­ann sem skap­ast hafði vegna efna­hags­á­falls­ins sem hér reið yfir árið 2008.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent