Stendur við orð sín um að Seðlabankinn hafi verið misnotaður

Fyrrverandi rannsakandi hjá Fjármálaeftirlitinu segir Seðlabankann annað hvort reyna að snúa út úr eða opinbera umhugsunarvert skilningsleysi með svörum sínum til Kjarnans um svik sem áttu sér stað á tímum gjaldeyrishafta.

Jared Bibler, fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Jared Bibler, fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Auglýsing

Jared Bibler, fyrr­ver­andi rann­sak­andi á verð­bréfa­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, seg­ist standa að fullu við full­yrð­ingar sínar þess efnis að Seðla­bank­inn hafi verið mis­not­aður á fyrstu miss­er­unum eftir hrun, er íslenskir aðilar urðu sér úti um erlendan gjald­eyri með því að fram­vísa til­hæfu­lausum reikn­ingum hjá við­skipta­bönk­un­um.

Þetta segir hann í yfir­lýs­ingu vegna fréttar Kjarn­ans um svör Seðla­bank­ans um þetta efni, sem birt­ist á mánu­dag­inn. Í svörum Seðla­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans sagði að það væri „langsótt“ að tala um mis­notkun á Seðla­bank­anum hvað þetta varðar og áhersla var lögð á að úttektir á gjald­eyri hefðu farið fram í við­skiptum við við­skipta­bankana, en ekki í beinum við­skiptum við Seðla­bank­ann.

Í yfir­lýs­ingu sinni segir Jared að svör Seðla­bank­ans sem Kjarn­inn sagði frá beri með sér ýmist vilj­andi útúr­snún­inga eða umhugs­un­ar­vert skiln­ings­leysi á alþjóð­legri greiðslu­miðl­un.

Svik sem settu þrýst­ing á gengi krón­unnar

Hann tekur dæmi af við­skiptum þar sem íslenskur aðili notar til­hæfu­lausan reikn­ing fyrir til þess að senda 50.000 sterl­ingspund til ráð­gjafa­fyr­ir­tækis í Bret­landi á tímum gjald­eyr­is­hafta. Jared segir að slík við­skipti hefðu sett þrýst­ing á gengi íslensku krón­unn­ar, sem Seðla­bank­inn hafi brugð­ist við með því að grípa inn í gjald­eyr­is­mark­að­inn og selja brot af gjald­eyr­is­vara­forða sínum fyrir íslenskar krón­ur.

Auglýsing

Í kjöl­farið á þessu hafi gjald­eyr­is­vara­forði Íslands minnkað og svika­hrapp­ur­inn sem seldi krónur til að kaupa pund fengið mun meira af pundum fyrir krón­urnar en honum hefði getað látið sig dreyma um að fá á hinum óform­lega mark­aði með krónur sem hafði mynd­ast í Evr­ópu.

„Stað­hæf­ing mín er sú að reikn­inga­svik á árunum 2008-2010 hafi leitt til skerð­ingar á gjald­eyr­is­vara­forða Seðla­bank­ans, og þar með þeirri upp­hæð í skipt­an­legum gjald­miðlum (e. hard cur­rency) sem Íslend­ingar gátu nýtt sér. Ég stend við orð mín við Kjarn­ann og þær stað­hæf­ingar mínar í Iceland’s Secret að erlendum gjald­eyri Seðla­bank­ans hafi verið stolið með þessum svikum – og að fórn­ar­lömbin hafi verið íslenskur almenn­ing­ur,“ skrifar Jared.

Hann segir pen­inga hafa flætt frá Íslandi með þessum hætti, óháð því hvaða banki hafi ann­ast við­skipt­in, en að Seðla­bank­inn hafi á end­anum átt að bera end­an­lega ábyrgð.

„Sú stað­reynd að Seðla­bank­inn hafi útvi­stað eft­ir­liti með svikum til við­skipta­bank­anna og ekki varið gjald­eyr­is­vara­forða sinn með full­nægj­andi hætti á meðan að gjald­eyr­is­höft voru við lýði ætti að vera áhyggju­efn­i,“ segir í yfir­lýs­ingu Jareds.

Seðla­bank­inn sagði í svörum sínum til Kjarn­ans að tekið hefði verið á brotum af þessu tagi á sínum tíma og að þau hefðu verið tekin alvar­lega – enda hefðu þau grafið undan mark­miðum bank­ans um að koma á stöð­ug­leika og takast á við vand­ann sem skap­ast hafði vegna efna­hags­á­falls­ins sem hér reið yfir árið 2008.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent