Viðskiptabankarnir misnotaðir, ekki Seðlabankinn

Seðlabankinn segir að þau meintu svik sem lutu að úttektum á gjaldeyri fyrir tilhæfulausa reikninga á tímum gjaldeyrishafta hafi varðað viðskipti við viðskiptabankana, en ekki Seðlabankann, líkt og ráða mátti af nýlegri umfjöllun Kjarnans.

Seðlabanki Íslands segir það langsótt að tala um að tiltekin brot gegn gjaldeyrislögum eftir hrun sem nokkurs konar misnotkun á Seðlabankanum.
Seðlabanki Íslands segir það langsótt að tala um að tiltekin brot gegn gjaldeyrislögum eftir hrun sem nokkurs konar misnotkun á Seðlabankanum.
Auglýsing

Seðla­bank­inn segir að þau meintu svik sem lutu að úttektum á gjald­eyri fyrir til­hæfu­lausa reikn­inga á tímum gjald­eyr­is­hafta hafi varðað við­skipti við við­skipta­bankana, en ekki Seðla­bank­ann, líkt og ráða hafi mátt af frá­sögn af inni­haldi bók­ar­innar Iceland’s Secret og við­tali við Jared Bibler höf­und bók­ar­inn­ar, sem birt­ist í Kjarn­anum undir lok sept­em­ber.

Bank­inn seg­ir, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um efni bók­ar­innar og orð Jareds, sem er fyrr­ver­andi rann­sak­andi á verð­bréfa­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, að mik­il­vægt sé að halda því til haga að Seðla­bank­inn hafi ekki selt við­skipta­bönkum erlendan gjald­eyri með afslætti á milli­banka­mark­aði á þessum tíma, ekki frekar en í dag. Það sé því lang­sótt að tala um mis­notkun á Seðla­bank­an­um, í þessu sam­hengi.

Í svari bank­ans segir að eftir setn­ingu fjár­magns­hafta haustið 2008 hafi hlut­verk Seðla­bank­ans verið að hafa eft­ir­lit með brotum gegn höft­unum og til­kynna grun um brot til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem hafði svo það hlut­verk að rann­saka brot og eftir atvikum beita stjórn­sýslu­við­ur­lög­um.

„Sum þeirra mála sem komu til athug­unar í upp­hafi fjár­magns­hafta og til­kynnt voru til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vörð­uðu það sem stundum var kallað „hringrásun fjár­muna“ þar sem erlendur gjald­eyrir var keyptur hjá inn­lendum við­skipta­bönkum fyrir íslenskar krónur á „álands­gengi“ og hann síðan fluttur til útlanda og nýttur þar til að kaupa krónur á „aflands­gengi“ sem síðan fluttar voru til lands­ins,“ segir í svari bank­ans.

Einnig segir Seðla­bank­inn að hagn­að­ur­inn af þessum við­skiptum hafi falist í mis­mun á gengi gjald­miðla á þessum tveimur mörk­uðum og að hann hafi getað verið „um­tals­verð­ur.“ „Í þessum málum var grunur um að heim­ildir til þess að kaupa erlendan gjald­eyri hjá inn­lendum við­skipta­bönk­um, s.s. vegna inn­flutn­ings á vöru og þjón­ustu, hafi verið mis­not­aðar m.a. með því að leggja fram til­hæfu­lausa reikn­inga hjá við­skipta­bönk­um,“ segir í svari Seðla­bank­ans.

Auglýsing

„Í slíkum til­vikum var um brot á lögum og reglum um gjald­eyr­is­mál að ræða sem tekið var á. Brotin kunna auð­vitað að hafa haft áhrif á nauð­syn inn­gripa á gjald­eyr­is­mark­aði, en það er lang­sótt að tala um þau sem mis­notkun á Seðla­bank­an­um. Slík inn­grip eru hluti af eðli­legri starf­semi Seðla­bank­ans og í sam­ræmi við mark­mið hans um að stuðla að stöð­ugu verð­lagi, fjár­mála­stöð­ug­leika og traustri og öruggri fjár­mála­starf­semi. Þar með er þó ekki sagt að slík brot á fjár­magns­höft­unum og önnur snið­ganga þeirra hafi ekki verið tekin alvar­lega enda grófu þau undan mark­miði þeirra að koma á stöð­ug­leika og takast á við vand­ann sem hafði skap­ast vegna efna­hags­á­falls­ins,“ segir í svari bank­ans.

Bókin Iceland's Secret kom út í októbermánuði.

Seðla­bank­inn tekur einnig fram að í júní árið 2010 hafi verið gerðar breyt­ingar á lögum um gjald­eyr­is­mál í þá veru að rann­sóknir á ætl­uðum brotum á fjár­magns­höftum voru færðar til Seðla­bank­ans. Þá flutt­ust þau mál sem enn voru til rann­sóknar hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu til bank­ans.

Vísa í blaða­manna­fund um upp­gjör hrun­mála

Blaða­maður beindi einnig spurn­ingu til bank­ans um þá full­yrð­ingu Jareds að ein­ungis hefði verið ráð­ist í rann­sóknir á hluta þeirra mála sem hægt hefði verið að ráð­ast í af hálfu FME eftir hrun banka­kerf­is­ins árið 2020.

Jared segir í bók sinni að af mögu­legum saka­málum sem FME hefði getað ráð­ist í sam­kvæmt lögum og hlut­verki sínu, telji hann FME hafi ein­ungis fram­kvæmd alvar­legar rann­sóknir á undir 10 pró­sentum heild­ar­mála­fjöld­ans. „Til að gera afgang­inn hefðum við þurft 30-40 manna teymi og fimm ár til við­bót­ar, tíma­skala sem er algjör­lega eðli­legur í málum sem varða hvít­flibbasvind­l,“ skrif­aði Jared í bók­inni.

Spurn­ingar blaða­manns hljóð­uðu svo: „Er þetta mat Jareds á mála­fjölda sem FME hefði getað ráð­ist í að rann­saka eftir hrun rétt áætlað að mati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins? Var gengið í burtu frá veru­legum fjölda mála án rann­sókna? Ef svo er, hvað réði því?“

Í svari frá bank­anum um þetta barst ekk­ert efn­is­legt svar við orðum Jareds um þetta efni, heldur var ein­ungis vísað til glæru­sýn­ingar- og frétta­til­kynn­ingar um efni blaða­manna­fundar FME um lyktir hrun­rann­sókn­anna, sem fram fór 14. febr­úar árið 2013.

„Alls lauk Fjár­mála­eft­ir­litið rann­sóknum á 205 mál­um. Þar af hafa 66 mál tengd aðdrag­anda hruns­ins verið kærð til efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra eða emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Jafn­framt hefur 37 málum þar sem um er að ræða meint brot á almennum hegn­ing­ar­lögum verið vísað til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Sam­tals eru þessi mál 103,“ sagði meðal ann­ars í frétta­til­kynn­ing­unni frá FME á þeim tíma.

Ljóst er þó að Jared, sem stýrði öðru af tveimur rann­sókn­arteymum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins eftir hrun, telur að rétt hefði verið að ráð­ast í rann­sóknir fleiri mála sem vörð­uðu fjár­mála­af­brot og sagði hann í við­tali við Kjarn­ann að það hefðu til dæmis ef til vill verið 20, 30 eða 50 inn­herj­a­mál sem hægt hefði verið að rann­saka, en ekki hefði verið farið í.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent