Viðskiptabankarnir misnotaðir, ekki Seðlabankinn

Seðlabankinn segir að þau meintu svik sem lutu að úttektum á gjaldeyri fyrir tilhæfulausa reikninga á tímum gjaldeyrishafta hafi varðað viðskipti við viðskiptabankana, en ekki Seðlabankann, líkt og ráða mátti af nýlegri umfjöllun Kjarnans.

Seðlabanki Íslands segir það langsótt að tala um að tiltekin brot gegn gjaldeyrislögum eftir hrun sem nokkurs konar misnotkun á Seðlabankanum.
Seðlabanki Íslands segir það langsótt að tala um að tiltekin brot gegn gjaldeyrislögum eftir hrun sem nokkurs konar misnotkun á Seðlabankanum.
Auglýsing

Seðla­bank­inn segir að þau meintu svik sem lutu að úttektum á gjald­eyri fyrir til­hæfu­lausa reikn­inga á tímum gjald­eyr­is­hafta hafi varðað við­skipti við við­skipta­bankana, en ekki Seðla­bank­ann, líkt og ráða hafi mátt af frá­sögn af inni­haldi bók­ar­innar Iceland’s Secret og við­tali við Jared Bibler höf­und bók­ar­inn­ar, sem birt­ist í Kjarn­anum undir lok sept­em­ber.

Bank­inn seg­ir, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um efni bók­ar­innar og orð Jareds, sem er fyrr­ver­andi rann­sak­andi á verð­bréfa­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, að mik­il­vægt sé að halda því til haga að Seðla­bank­inn hafi ekki selt við­skipta­bönkum erlendan gjald­eyri með afslætti á milli­banka­mark­aði á þessum tíma, ekki frekar en í dag. Það sé því lang­sótt að tala um mis­notkun á Seðla­bank­an­um, í þessu sam­hengi.

Í svari bank­ans segir að eftir setn­ingu fjár­magns­hafta haustið 2008 hafi hlut­verk Seðla­bank­ans verið að hafa eft­ir­lit með brotum gegn höft­unum og til­kynna grun um brot til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem hafði svo það hlut­verk að rann­saka brot og eftir atvikum beita stjórn­sýslu­við­ur­lög­um.

„Sum þeirra mála sem komu til athug­unar í upp­hafi fjár­magns­hafta og til­kynnt voru til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vörð­uðu það sem stundum var kallað „hringrásun fjár­muna“ þar sem erlendur gjald­eyrir var keyptur hjá inn­lendum við­skipta­bönkum fyrir íslenskar krónur á „álands­gengi“ og hann síðan fluttur til útlanda og nýttur þar til að kaupa krónur á „aflands­gengi“ sem síðan fluttar voru til lands­ins,“ segir í svari bank­ans.

Einnig segir Seðla­bank­inn að hagn­að­ur­inn af þessum við­skiptum hafi falist í mis­mun á gengi gjald­miðla á þessum tveimur mörk­uðum og að hann hafi getað verið „um­tals­verð­ur.“ „Í þessum málum var grunur um að heim­ildir til þess að kaupa erlendan gjald­eyri hjá inn­lendum við­skipta­bönk­um, s.s. vegna inn­flutn­ings á vöru og þjón­ustu, hafi verið mis­not­aðar m.a. með því að leggja fram til­hæfu­lausa reikn­inga hjá við­skipta­bönk­um,“ segir í svari Seðla­bank­ans.

Auglýsing

„Í slíkum til­vikum var um brot á lögum og reglum um gjald­eyr­is­mál að ræða sem tekið var á. Brotin kunna auð­vitað að hafa haft áhrif á nauð­syn inn­gripa á gjald­eyr­is­mark­aði, en það er lang­sótt að tala um þau sem mis­notkun á Seðla­bank­an­um. Slík inn­grip eru hluti af eðli­legri starf­semi Seðla­bank­ans og í sam­ræmi við mark­mið hans um að stuðla að stöð­ugu verð­lagi, fjár­mála­stöð­ug­leika og traustri og öruggri fjár­mála­starf­semi. Þar með er þó ekki sagt að slík brot á fjár­magns­höft­unum og önnur snið­ganga þeirra hafi ekki verið tekin alvar­lega enda grófu þau undan mark­miði þeirra að koma á stöð­ug­leika og takast á við vand­ann sem hafði skap­ast vegna efna­hags­á­falls­ins,“ segir í svari bank­ans.

Bókin Iceland's Secret kom út í októbermánuði.

Seðla­bank­inn tekur einnig fram að í júní árið 2010 hafi verið gerðar breyt­ingar á lögum um gjald­eyr­is­mál í þá veru að rann­sóknir á ætl­uðum brotum á fjár­magns­höftum voru færðar til Seðla­bank­ans. Þá flutt­ust þau mál sem enn voru til rann­sóknar hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu til bank­ans.

Vísa í blaða­manna­fund um upp­gjör hrun­mála

Blaða­maður beindi einnig spurn­ingu til bank­ans um þá full­yrð­ingu Jareds að ein­ungis hefði verið ráð­ist í rann­sóknir á hluta þeirra mála sem hægt hefði verið að ráð­ast í af hálfu FME eftir hrun banka­kerf­is­ins árið 2020.

Jared segir í bók sinni að af mögu­legum saka­málum sem FME hefði getað ráð­ist í sam­kvæmt lögum og hlut­verki sínu, telji hann FME hafi ein­ungis fram­kvæmd alvar­legar rann­sóknir á undir 10 pró­sentum heild­ar­mála­fjöld­ans. „Til að gera afgang­inn hefðum við þurft 30-40 manna teymi og fimm ár til við­bót­ar, tíma­skala sem er algjör­lega eðli­legur í málum sem varða hvít­flibbasvind­l,“ skrif­aði Jared í bók­inni.

Spurn­ingar blaða­manns hljóð­uðu svo: „Er þetta mat Jareds á mála­fjölda sem FME hefði getað ráð­ist í að rann­saka eftir hrun rétt áætlað að mati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins? Var gengið í burtu frá veru­legum fjölda mála án rann­sókna? Ef svo er, hvað réði því?“

Í svari frá bank­anum um þetta barst ekk­ert efn­is­legt svar við orðum Jareds um þetta efni, heldur var ein­ungis vísað til glæru­sýn­ingar- og frétta­til­kynn­ingar um efni blaða­manna­fundar FME um lyktir hrun­rann­sókn­anna, sem fram fór 14. febr­úar árið 2013.

„Alls lauk Fjár­mála­eft­ir­litið rann­sóknum á 205 mál­um. Þar af hafa 66 mál tengd aðdrag­anda hruns­ins verið kærð til efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra eða emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Jafn­framt hefur 37 málum þar sem um er að ræða meint brot á almennum hegn­ing­ar­lögum verið vísað til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Sam­tals eru þessi mál 103,“ sagði meðal ann­ars í frétta­til­kynn­ing­unni frá FME á þeim tíma.

Ljóst er þó að Jared, sem stýrði öðru af tveimur rann­sókn­arteymum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins eftir hrun, telur að rétt hefði verið að ráð­ast í rann­sóknir fleiri mála sem vörð­uðu fjár­mála­af­brot og sagði hann í við­tali við Kjarn­ann að það hefðu til dæmis ef til vill verið 20, 30 eða 50 inn­herj­a­mál sem hægt hefði verið að rann­saka, en ekki hefði verið farið í.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent