Um 15 prósent ánægð með störf biskups Íslands og þriðjungur treystir þjóðkirkjunni

Meirihluti landsmanna vill aðskilnað ríkis og kirkju. Stuðningur við slíkt er mestur á meðal yngri hluta þjóðarinnar en fólk yfir sextugu er á móti. Kjósendur allra stjórnmálaflokka nema tveggja eru í meira mæli hlynntir en andvígi aðskilnaði.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Auglýsing

Ein­ungis 15 pró­sent lands­manna eru ánægð með störf Agn­esar M. Sig­urð­ar­dótt­ur, bisk­ups Íslands, sam­kvæmt nýjum þjóð­ar­púlsi Gallup. Það er svipað hlut­fall og þegar Gallup spurði um ánægju með störf hennar árið 2018, þegar hún mæld­ist 14 pró­sent, en minna en þegar spurt var síðar árið 2019, og ánægjan mæld­ist 19 pró­sent. 

Til sam­an­burðar mæld­ist ánægja með störf Karl Sig­ur­björns­son­ar, sem var biskup á undan Agn­esi 85 pró­sent árið 1998. Þegar hann lét af emb­ætti árið 2012 var ánægjan þó komin niður í 19 pró­sent. Vin­sældir Agn­esar hafa dalað jafn og þétt frá því að hún tók við sem bisk­up, en þá mæld­ust vin­sældir hennar 45 pró­sent. 

Mark­tækur munur er á ánægju með Agn­esi eftir því hvaða flokk svar­endur kjósa. Ein­ungis 4 til 8 pró­sent kjós­enda Pírata, Sam­fylk­ingar og Sós­í­alista­flokks eru ánægð með störf hennar en mest ánægja er á meðal kjós­enda Vinstri grænna (24 pró­sent) og Mið­flokks­ins (20 pró­sent). Kjós­endur Flokks fólks­ins, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks eru þar skammt und­an. 

Meiri­hluti vill aðskilnað

Þriðj­ungur lands­manna, alls 33 pró­sent, segj­ast treysta þjóð­kirkj­unni en 36 pró­sent treysta henni ekki. Þetta eru svipuð hlut­föll og hafa verið á und­an­förnum árum þegar spurt hefur verið um traust til kirkj­unn­ar. 

Alls 46 til 48 pró­sent kjós­enda Mið­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks og Flokks fólks­ins segj­ast treysta kirkj­unni en ein­ungis 10 til 20 pró­sent kjós­enda Pírata, Sós­í­alista­flokks og Pírata. Á meðal tveggja síð­ast­nefndu flokk­anna er van­traust gagn­vart kirkj­unni sér­stak­lega mik­ið, en 63 til 65 pró­sent kjós­enda þeirra segj­ast ekki treysta þjóð­kirkj­unni.

Auglýsing
Alls segj­ast 51 pró­sent lands­manna að þeir vilji aðskilnað ríkis og kirkju. Hlut­fallið lækkar lít­il­lega frá árinu 2019 þegar 55 pró­sent sögð­ust á þeirri skoðun en það hefur verið yfir 50 pró­sent í næstum árlegum könn­unum Gallup frá árinu 2007. 

Í þjóð­ar­púls­inum sést að fólk undir fer­tugu er helst hlynnt aðskiln­aði. Hjá yngsta hópn­um, 18 til 29 ára, eru rúm­lega tveir af hverjum þrem­ur, alls 67 pró­sent, á þeirri skoðun að skilja eigi á milli ríkis og kirkju. Hjá hópnum sem er þar fyrir ofan, 30 til 39 ára, er stuðn­ingur við aðskilnað enn meiri, eða 71 pró­sent. Eini ald­urs­hóp­ur­inn sem er í meira mæli and­vígur aðskiln­aði ríkis og kirkju en hlynntur eru lands­menn sem eru 60 ára og eldri. Innan þess hóps eru 31 pró­sent fylgj­andi aðskiln­aði en 38 pró­sent and­víg. 

Kjós­endur tveggja stjórn­mála­flokka, Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins, eru í meira mæli and­víg en fylgj­andi aðskiln­aði ríkis og kirkju. Kjós­endur allra ann­arra flokka sem voru í fram­boði til þings í sept­em­ber eru hins vegar að meiri­hluta hlynntir aðskiln­aði, þar með taldir kjós­endur allra stjórn­ar­flokk­anna. 

Fækkað hratt í þjóð­kirkj­unni

Alls voru 229.623 ein­stak­lingar skráðir í þjóð­kirkj­una þann 1. októ­ber, sam­­kvæmt tölum frá Þjóð­­skrá Íslands. Þar segir að þessi hópur sé 61,3 pró­­sent íbúa lands­ins og þeir sam­­kvæmt því rúm­­lega 372 þús­und tals­ins. Það þýðir að tæp­­lega 143 þús­und íbúar standi utan þjóð­­kirkj­unnar nú um stund­ir, og eru þá í öðrum trú­­fé­lögum eða standa alveg utan trú­­fé­laga. Þeir hafa aldrei verið fleiri. 

Um síð­­­ustu alda­­mót stóðu alls tæp­­lega 31 þús­und manns utan þjóð­­kirkj­unn­­ar. Þeim sem kjósa að gera það hefur því fjölgað um 112 þús­und á rúmum tutt­ugu árum. Til að setja þá tölu í sam­hengi þá eru það fleiri en búa sam­an­lagt í Kópa­vogi, Hafn­­ar­­firði, Garða­bæ, Mos­­fellsbæ og á Sel­tjarn­­ar­­nesi sem stend­­ur, en íbúar þess­­ara fimm sveit­­ar­­fé­laga eru sam­tals tæp­­lega 104 þús­und tals­ins.

Þeim lands­­­mönnum sem eru í þjóð­­­kirkj­unni hefur fækkað hratt á síð­­ast­liðnum árum. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra met­­­­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­­­­menn í henn­i. 

Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú, líkt og áður sagði, 229.623. Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­­­­­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 23.446 frá árs­­­­­byrjun 2009.

Á sama tíma, tæpum 13 árum, hefur íbúum lands­ins fjölgað um tæp­­lega 53 þús­und. Því hafa 76.340 íbúðar lands­ins valið að ganga úr, eða skrá sig ekki í, þjóð­­kirkj­una frá byrjun árs 2009. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent