Bók um íslenska hrunið fær glimrandi umsögn í Financial Times

Blaðamaðurinn Ian Fraser ritaði bókadóm um nýlega bók Jareds Bibler fyrir Financial Times og segir bókina stórkostlega lesningu, sem feli í sér varnaðarorð um stöðu eftirlits með fjármálakerfinu á heimsvísu.

Bók Jareds kom út í Bretlandi í upphafi októbermánaðar.
Bók Jareds kom út í Bretlandi í upphafi októbermánaðar.
Auglýsing

Nýleg bók Jareds Bibler, fyrr­ver­andi rann­sak­anda hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, um aðdrag­anda og eft­ir­mála hruns íslensku bank­anna árið 2008, fékk afar góða umsögn í breska blað­inu Fin­ancial Times í gær. Bókin er ein fárra sem komið hafa út á ensku um fall íslenska banka­kerf­is­ins haustið 2008.

„Þrátt fyrir að ég hefði getað þegið nokkrar ljós­myndir og efn­is­at­riða­skrá er Iceland’s Secret stór­kost­leg lesn­ing. Hún opnar augu manns og felur í sér varn­ar­orð um þau blygð­un­ar­lausu og langvar­andi brot sem geta átt sér stað ef banka­menn fá frítt spil hjá blaða­mönn­um, eft­ir­lits­stofn­un­um, stjórn­mála­mönnum og rík­is­stjórnum ríkja,“ segir í bóka­dómn­um.

Hann ritar blaða­mað­ur­inn Ian Fra­ser, sem árið 2014 gaf sjálfur út bók um ris og fall Royal Bank of Scotland og hvað það var sem leiddi til þess að breska rík­is­stjórnin þurfti að koma bank­anum til bjargar á ögur­stundu, með ærnum til­kostn­aði fyrir skatt­greið­end­ur.

Í bóka­dómnum segir Frasier að það sem Bibler bendi á með bók­inni sé það að ef eft­ir­lits­stofn­anir með fjár­mála­kerf­inu á heims­vísu vakni ekki og herði sig, gæti svip­aður „fífla­gang­ur“ og átti sér stað á Íslandi fyrir hrun verið að eiga sér stað í öllum hornum fjár­mála­mark­að­ar­ins, með mögu­lega hörmu­legum afleið­ing­um.

Taldi alþjóð­lega umfjöllun um íslenska hrunið vanta

Kjarn­inn ræddi ítar­lega við höf­und bók­ar­innar í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Þar sagði hann frá því að hann hefði ákveðið að skrifa bók­ina vegna skorts á því að helstu erlendir fjöl­miðlar gerðu íslenska banka­hrun­inu og eft­ir­málum þess almenni­leg skil í heild sinni.

„Ég var alltaf að bíða eftir að Fin­ancial Times myndi covera þetta, en það gerð­ist aldrei,“ sagði Jared við blaða­mann.

Auglýsing

Í bóka­dómnum sem birt­ist í Fin­ancial Times segir að fáir séu í betri aðstöðu en Jared til að gera íslenska banka­hruns­ins skil, þar sem hann hafi verið með sæti í fremstu röð á þá atburði á árunum fyrir hrun þegar íslenska banka­kerfið var í örum vexti.

Jared sagði upp störfum hjá Lands­banka Íslands ein­ungis nokkrum dögum áður en banka­kerfið fór að hlið­ina í upp­hafi októ­ber árið 2008 og fór síðar að starfa sem rann­sak­andi hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu.

Í umsögn­inni í Fin­ancial Times segir að bók Jareds sé blanda af opin­skáum per­sónu­legum end­ur­minn­ingum og „nor­rænni glæpa­sögu sem varpi ljósi á þær ótrú­legar upp­götv­anir sem hann gerði sem rann­sak­and­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk