Bók um íslenska hrunið fær glimrandi umsögn í Financial Times

Blaðamaðurinn Ian Fraser ritaði bókadóm um nýlega bók Jareds Bibler fyrir Financial Times og segir bókina stórkostlega lesningu, sem feli í sér varnaðarorð um stöðu eftirlits með fjármálakerfinu á heimsvísu.

Bók Jareds kom út í Bretlandi í upphafi októbermánaðar.
Bók Jareds kom út í Bretlandi í upphafi októbermánaðar.
Auglýsing

Nýleg bók Jareds Bibler, fyrr­ver­andi rann­sak­anda hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, um aðdrag­anda og eft­ir­mála hruns íslensku bank­anna árið 2008, fékk afar góða umsögn í breska blað­inu Fin­ancial Times í gær. Bókin er ein fárra sem komið hafa út á ensku um fall íslenska banka­kerf­is­ins haustið 2008.

„Þrátt fyrir að ég hefði getað þegið nokkrar ljós­myndir og efn­is­at­riða­skrá er Iceland’s Secret stór­kost­leg lesn­ing. Hún opnar augu manns og felur í sér varn­ar­orð um þau blygð­un­ar­lausu og langvar­andi brot sem geta átt sér stað ef banka­menn fá frítt spil hjá blaða­mönn­um, eft­ir­lits­stofn­un­um, stjórn­mála­mönnum og rík­is­stjórnum ríkja,“ segir í bóka­dómn­um.

Hann ritar blaða­mað­ur­inn Ian Fra­ser, sem árið 2014 gaf sjálfur út bók um ris og fall Royal Bank of Scotland og hvað það var sem leiddi til þess að breska rík­is­stjórnin þurfti að koma bank­anum til bjargar á ögur­stundu, með ærnum til­kostn­aði fyrir skatt­greið­end­ur.

Í bóka­dómnum segir Frasier að það sem Bibler bendi á með bók­inni sé það að ef eft­ir­lits­stofn­anir með fjár­mála­kerf­inu á heims­vísu vakni ekki og herði sig, gæti svip­aður „fífla­gang­ur“ og átti sér stað á Íslandi fyrir hrun verið að eiga sér stað í öllum hornum fjár­mála­mark­að­ar­ins, með mögu­lega hörmu­legum afleið­ing­um.

Taldi alþjóð­lega umfjöllun um íslenska hrunið vanta

Kjarn­inn ræddi ítar­lega við höf­und bók­ar­innar í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Þar sagði hann frá því að hann hefði ákveðið að skrifa bók­ina vegna skorts á því að helstu erlendir fjöl­miðlar gerðu íslenska banka­hrun­inu og eft­ir­málum þess almenni­leg skil í heild sinni.

„Ég var alltaf að bíða eftir að Fin­ancial Times myndi covera þetta, en það gerð­ist aldrei,“ sagði Jared við blaða­mann.

Auglýsing

Í bóka­dómnum sem birt­ist í Fin­ancial Times segir að fáir séu í betri aðstöðu en Jared til að gera íslenska banka­hruns­ins skil, þar sem hann hafi verið með sæti í fremstu röð á þá atburði á árunum fyrir hrun þegar íslenska banka­kerfið var í örum vexti.

Jared sagði upp störfum hjá Lands­banka Íslands ein­ungis nokkrum dögum áður en banka­kerfið fór að hlið­ina í upp­hafi októ­ber árið 2008 og fór síðar að starfa sem rann­sak­andi hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu.

Í umsögn­inni í Fin­ancial Times segir að bók Jareds sé blanda af opin­skáum per­sónu­legum end­ur­minn­ingum og „nor­rænni glæpa­sögu sem varpi ljósi á þær ótrú­legar upp­götv­anir sem hann gerði sem rann­sak­and­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk