Varaseðlabankastjóri hafnar ummælum sem eftir henni eru höfð í nýrri bók

Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits hafnar því að hafa látið ummæli falla sem höfð eru eftir henni í bók eftir Jared Bibler, fyrrverandi rannsakanda á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins.

Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Jared Bibler fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Jared Bibler fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Auglýsing

Unnur Gunn­ars­dótt­ir, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits og áður for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, hafnar því að hafa látið ummæli falla sem höfð eru eftir henni í nýrri bók eftir Jared Bibler, fyrr­ver­andi rann­sak­anda á verð­bréfa­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Þetta kemur fram í skrif­legu svari frá Seðla­bank­anum við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um efni bók­ar­inn­ar, Iceland’s Secret, sem kom út í Bret­landi á dög­un­um.

Sam­tal á stefnu­mót­un­ar­fundi á Flúðum

Í bók­inni vísar höf­und­ur­inn til sam­tals sem hann seg­ist hafa átt við Unni, sem þá var yfir­lög­fræð­ingur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, á stefnu­mót­un­ar­fundi stofn­un­ar­innar sem fram fór á Flúðum haustið 2011.

Sam­kvæmt því sem Jared skrifar í bók­inni viðr­aði hann þá skoðun sína á fund­inum að setja þyrfti á fót var­an­legt eft­ir­litsteymi innan Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem gæti skoðað meint brot fjár­mála­fyr­ir­tækja með svip­uðum hætti og rann­sókn­arteymin sem sett voru á fót hjá stofn­un­inni eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins hefðu gert.

„Við þurfum ekki á þér eða slíku teymi að halda leng­ur. Ekki vera barna­leg­ur, fjár­mála­glæp­irnir sem áttu sér stað hérna voru allir árið 2008. Þetta mun aldrei ger­ast aft­ur,“ hefur Jared eftir Unni í bók­inni og lýsir því svo að hann sjálfur hafi ekki átt nein svör við þessu við­horfi, sem honum fannst vera farið að ein­kenna yfir­stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þessum tíma.

"We don’t need you or this kind of team anymore. Don't be naïve, the fin­ancial crime that happ­ened here, that was all back in 2008. It won't ever happen aga­in," er orð­rétt haft eftir Unni í bók­inni.

Í sam­tali við Kjarn­ann í sept­em­ber full­yrti Jared, spurður út í þessi meintu ummæli Unn­ar, að hún hefði látið þau falla og að þau hefðu verið honum mikil von­brigði. Hann sagði bók­ina sann­sögu­lega og allt sem í henni stæði væri satt og rétt sam­kvæmt hans bestu vit­neskju.

Auglýsing

Jared starf­aði sem rann­sak­andi á verð­bréfa­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins frá því í apríl 2009 og þar til í nóv­em­ber 2011. Hann leiddi annað af tveimur teymum sem stóðu í því að rann­saka mál sem tengd­ust hruni bank­anna og hefur ritað bók þar sem hann lýsir reynslu sinni af því starfi og sömu­leiðis starfi í Lands­bank­anum miss­erin áður en banka­kerfið hrundi.

Unnur Gunn­ars­dóttir var ráðin sem for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins árið 2012 og var Jared sjálfur á meðal ann­arra umsækj­enda um stöð­una.

Kjarn­inn beindi spurn­ingu til Seðla­bank­ans um þessi orð sem Jared hefur eftir Unni í bók­inni og hvort vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits kann­að­ist við að hafa látið þessi orð, eða önnur álíka, falla í sam­tali við Jared.

Blaða­maður spurði einnig hvort að til­vitn­unin eins og hún er sett fram í bók­inni væri lýsandi fyrir þau við­horf sem vara­seðla­banka­stjór­inn hafði til rann­sókna Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á hrun­mál­unum á þessum tíma.

Í svar­inu frá Seðla­bank­anum hvað þetta varðar segir að vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits hafni því „að hafa látið nefnd ummæli falla í sam­tölum sínum við höf­und bók­ar­inn­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
Kjarninn 5. desember 2022
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent