Varaseðlabankastjóri hafnar ummælum sem eftir henni eru höfð í nýrri bók

Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits hafnar því að hafa látið ummæli falla sem höfð eru eftir henni í bók eftir Jared Bibler, fyrrverandi rannsakanda á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins.

Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Jared Bibler fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Jared Bibler fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Auglýsing

Unnur Gunn­ars­dótt­ir, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits og áður for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, hafnar því að hafa látið ummæli falla sem höfð eru eftir henni í nýrri bók eftir Jared Bibler, fyrr­ver­andi rann­sak­anda á verð­bréfa­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Þetta kemur fram í skrif­legu svari frá Seðla­bank­anum við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um efni bók­ar­inn­ar, Iceland’s Secret, sem kom út í Bret­landi á dög­un­um.

Sam­tal á stefnu­mót­un­ar­fundi á Flúðum

Í bók­inni vísar höf­und­ur­inn til sam­tals sem hann seg­ist hafa átt við Unni, sem þá var yfir­lög­fræð­ingur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, á stefnu­mót­un­ar­fundi stofn­un­ar­innar sem fram fór á Flúðum haustið 2011.

Sam­kvæmt því sem Jared skrifar í bók­inni viðr­aði hann þá skoðun sína á fund­inum að setja þyrfti á fót var­an­legt eft­ir­litsteymi innan Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem gæti skoðað meint brot fjár­mála­fyr­ir­tækja með svip­uðum hætti og rann­sókn­arteymin sem sett voru á fót hjá stofn­un­inni eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins hefðu gert.

„Við þurfum ekki á þér eða slíku teymi að halda leng­ur. Ekki vera barna­leg­ur, fjár­mála­glæp­irnir sem áttu sér stað hérna voru allir árið 2008. Þetta mun aldrei ger­ast aft­ur,“ hefur Jared eftir Unni í bók­inni og lýsir því svo að hann sjálfur hafi ekki átt nein svör við þessu við­horfi, sem honum fannst vera farið að ein­kenna yfir­stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þessum tíma.

"We don’t need you or this kind of team anymore. Don't be naïve, the fin­ancial crime that happ­ened here, that was all back in 2008. It won't ever happen aga­in," er orð­rétt haft eftir Unni í bók­inni.

Í sam­tali við Kjarn­ann í sept­em­ber full­yrti Jared, spurður út í þessi meintu ummæli Unn­ar, að hún hefði látið þau falla og að þau hefðu verið honum mikil von­brigði. Hann sagði bók­ina sann­sögu­lega og allt sem í henni stæði væri satt og rétt sam­kvæmt hans bestu vit­neskju.

Auglýsing

Jared starf­aði sem rann­sak­andi á verð­bréfa­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins frá því í apríl 2009 og þar til í nóv­em­ber 2011. Hann leiddi annað af tveimur teymum sem stóðu í því að rann­saka mál sem tengd­ust hruni bank­anna og hefur ritað bók þar sem hann lýsir reynslu sinni af því starfi og sömu­leiðis starfi í Lands­bank­anum miss­erin áður en banka­kerfið hrundi.

Unnur Gunn­ars­dóttir var ráðin sem for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins árið 2012 og var Jared sjálfur á meðal ann­arra umsækj­enda um stöð­una.

Kjarn­inn beindi spurn­ingu til Seðla­bank­ans um þessi orð sem Jared hefur eftir Unni í bók­inni og hvort vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits kann­að­ist við að hafa látið þessi orð, eða önnur álíka, falla í sam­tali við Jared.

Blaða­maður spurði einnig hvort að til­vitn­unin eins og hún er sett fram í bók­inni væri lýsandi fyrir þau við­horf sem vara­seðla­banka­stjór­inn hafði til rann­sókna Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á hrun­mál­unum á þessum tíma.

Í svar­inu frá Seðla­bank­anum hvað þetta varðar segir að vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits hafni því „að hafa látið nefnd ummæli falla í sam­tölum sínum við höf­und bók­ar­inn­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent