Varaseðlabankastjóri hafnar ummælum sem eftir henni eru höfð í nýrri bók

Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits hafnar því að hafa látið ummæli falla sem höfð eru eftir henni í bók eftir Jared Bibler, fyrrverandi rannsakanda á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins.

Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Jared Bibler fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Jared Bibler fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Auglýsing

Unnur Gunn­ars­dótt­ir, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits og áður for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, hafnar því að hafa látið ummæli falla sem höfð eru eftir henni í nýrri bók eftir Jared Bibler, fyrr­ver­andi rann­sak­anda á verð­bréfa­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Þetta kemur fram í skrif­legu svari frá Seðla­bank­anum við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um efni bók­ar­inn­ar, Iceland’s Secret, sem kom út í Bret­landi á dög­un­um.

Sam­tal á stefnu­mót­un­ar­fundi á Flúðum

Í bók­inni vísar höf­und­ur­inn til sam­tals sem hann seg­ist hafa átt við Unni, sem þá var yfir­lög­fræð­ingur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, á stefnu­mót­un­ar­fundi stofn­un­ar­innar sem fram fór á Flúðum haustið 2011.

Sam­kvæmt því sem Jared skrifar í bók­inni viðr­aði hann þá skoðun sína á fund­inum að setja þyrfti á fót var­an­legt eft­ir­litsteymi innan Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem gæti skoðað meint brot fjár­mála­fyr­ir­tækja með svip­uðum hætti og rann­sókn­arteymin sem sett voru á fót hjá stofn­un­inni eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins hefðu gert.

„Við þurfum ekki á þér eða slíku teymi að halda leng­ur. Ekki vera barna­leg­ur, fjár­mála­glæp­irnir sem áttu sér stað hérna voru allir árið 2008. Þetta mun aldrei ger­ast aft­ur,“ hefur Jared eftir Unni í bók­inni og lýsir því svo að hann sjálfur hafi ekki átt nein svör við þessu við­horfi, sem honum fannst vera farið að ein­kenna yfir­stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þessum tíma.

"We don’t need you or this kind of team anymore. Don't be naïve, the fin­ancial crime that happ­ened here, that was all back in 2008. It won't ever happen aga­in," er orð­rétt haft eftir Unni í bók­inni.

Í sam­tali við Kjarn­ann í sept­em­ber full­yrti Jared, spurður út í þessi meintu ummæli Unn­ar, að hún hefði látið þau falla og að þau hefðu verið honum mikil von­brigði. Hann sagði bók­ina sann­sögu­lega og allt sem í henni stæði væri satt og rétt sam­kvæmt hans bestu vit­neskju.

Auglýsing

Jared starf­aði sem rann­sak­andi á verð­bréfa­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins frá því í apríl 2009 og þar til í nóv­em­ber 2011. Hann leiddi annað af tveimur teymum sem stóðu í því að rann­saka mál sem tengd­ust hruni bank­anna og hefur ritað bók þar sem hann lýsir reynslu sinni af því starfi og sömu­leiðis starfi í Lands­bank­anum miss­erin áður en banka­kerfið hrundi.

Unnur Gunn­ars­dóttir var ráðin sem for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins árið 2012 og var Jared sjálfur á meðal ann­arra umsækj­enda um stöð­una.

Kjarn­inn beindi spurn­ingu til Seðla­bank­ans um þessi orð sem Jared hefur eftir Unni í bók­inni og hvort vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits kann­að­ist við að hafa látið þessi orð, eða önnur álíka, falla í sam­tali við Jared.

Blaða­maður spurði einnig hvort að til­vitn­unin eins og hún er sett fram í bók­inni væri lýsandi fyrir þau við­horf sem vara­seðla­banka­stjór­inn hafði til rann­sókna Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á hrun­mál­unum á þessum tíma.

Í svar­inu frá Seðla­bank­anum hvað þetta varðar segir að vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits hafni því „að hafa látið nefnd ummæli falla í sam­tölum sínum við höf­und bók­ar­inn­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Skattrannsókn á Samherja komin yfir til héraðssaksóknara
Rannsókn embættis skattrannsóknarstjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd á þessu ári, á meintum skattalagabrotum Samherja í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, er nú komin yfir til héraðssaksóknara.
Kjarninn 20. október 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent