Lífeyrissjóður verzlunarmanna útilokar fjárfestingu í 138 fyrirtækjum

Boeing, Shell og Airbus eru á meðal 138 alþjóðlegra fyrirtækja sem komin eru á nýjan útilokunarlista Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, vegna stefnu sjóðsins um útilokun fjárfestingarkosta með tilliti til ábyrgra fjárfestinga.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er búinn að setja 138 fyrirtæki á útilokunarlista  hvað fjárfestingar varðar.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er búinn að setja 138 fyrirtæki á útilokunarlista hvað fjárfestingar varðar.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna (LV) segir frá því í dag að sjóð­ur­inn hafi sett alls 138 fyr­ir­tæki á úti­lok­un­ar­lista og að þegar hafi verið seldar eignir að virði rúm­lega þriggja millj­arða króna úr eigna­söfnum sjóðs­ins vegna úti­lok­un­ar­inn­ar.

Ástæðan fyrir úti­lok­un­inni er sú að starf­semi fyr­ir­tækj­anna upp­fyllir ekki skil­yrði um sjálf­bærni og ábyrgar fjár­fest­ing­ar, sam­kvæmt nýrri heild­ar­stefnu stjórnar LV um ábyrgar fjár­fest­ing­ar.

Listi yfir fyr­ir­tækin 138 hefur verið birtur á vef sjóðs­ins, en þar er ekki eitt ein­asta íslenskt fyr­ir­tæki að finna.

Þar má hins­vegar finna flug­véla- og her­gagna­fram­leið­end­ur, tóbaks­fram­leið­end­ur, fyr­ir­tæki sem stunda námu­vinnslu og fram­leiðslu jarð­efna­eldnseytis og fleiri – mörg hver heims­þekkt fyr­ir­tæki á sínu sviði.

Þar má til dæmis finna banda­ríska flug­véla­fram­leið­and­ann Boeing, sem er á úti­lok­un­ar­list­anum vegna fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins á svoköll­uðum klasa­sprengj­um, hol­lenska félagið Royal Dutch Shell, sem er á list­anum vegna brots á alþjóða­samn­ingum og flug­véla­fram­leið­and­ann Air­bus, sem er á lista vegna aðkomu að fram­leiðslu kjarn­orku­vopna.

Horft til leið­andi sjóða á Norð­ur­löndum

„Stefna um úti­lokun er leið­ar­ljós við stýr­ingu eigna­safna LV. Úti­lok­unin varðar fyr­ir­tæki sem fram­leiða til­teknar vörur eða telj­ast brot­leg við til­tekin alþjóð­leg við­mið um mann­rétt­indi og við­skiptasið­ferð­i,“ segir í frétta­til­kynn­ingu frá sjóðnum í dag, en sjóð­ur­inn segir litið til fyr­ir­mynda frá leið­andi líf­eyr­is­sjóðum á Norð­ur­löndum hvað þetta varð­ar.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu segir að á grund­velli stefn­unnar séu 88 fyr­ir­tæki sem vinna kol, olíu­sand og olíu­leir, 13 fyr­ir­tæki í tóbaks­fram­leiðslu, 22 fyr­ir­tæki sem fram­leiða umdeild vopn (e. controversial wea­pons) og 15 fyr­ir­tæki sem telj­ast brjóta gegn „UN Global Compact“ komin á úti­lok­un­ar­list­ann.

Jafn­framt segir frá því að inn­leið­ing stefn­unnar muni taka tíma og að því verði „enn um sinn að finna fyr­ir­tæki í eigna­söfnum LV sem eru á úti­lok­un­ar­lista.“ Ástæðan er sögð sú að enn sem komið er hafi sjóð­ur­inn „tak­mark­aða mögu­leika til að tjá skoð­anir um úti­lokun þegar sjóð­ur­inn fjár­festir í erlendum eignum s.s. hluta­bréfa­sjóð­u­m.“

Úti­lokun fjár­fest­inga í þessum 138 fyr­ir­tækjum er sögð hluti af „víð­tækri stefnu­mótun stjórnar sjóðs­ins varð­andi ábyrgar fjár­fest­ing­ar“ og að afrakstur af því starfi sé meðal ann­ars tvær nýjar stefnur sem styðja eigi við ábyrga lang­tíma­á­vöxtun eigna, sjálf­bærni og aðgerðir í lofts­lags­mál­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent