Næstum sex af hverjum tíu vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra

Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi tapað fylgi í síðustu kosningum, og fengið 12,6 prósent atkvæða, vilja langflestir landsmenn Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra. Kjósendur hinna stjórnarflokkanna vilja frekar að hún leiði en þeirra formenn.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Alls segj­ast 57,6 pró­sent svar­enda í nýrri könnun Mask­ínu að þeir vilji Katrínu Jak­obs­dóttur sem næsta for­sæt­is­ráð­herra. Sá flokks­for­maður sem kemur henni næst í vin­sældum er Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, en 9,8 pró­sent kjós­enda segja að þau vilji sjá hann setj­ast í for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn. Ein­ungis 7,6 pró­sent aðspurðra vilja sjá Bjarna Bene­dikts­son, for­mann stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins, leiða næstu rík­is­stjórn. 

Á meðal stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna er aug­ljós skortur á skýrum leið­toga hennar en sá fram­bjóð­andi úr þeirra röðum sem mælist með með mestan stuðn­ing í for­sæt­is­ráð­herra­emb­ættið er Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, sem 6,3 pró­sent lands­manna vilja sjá gegna því. 

Könn­unin fór fram dag­anna 27. sept­em­ber til 7. októ­ber, eða eftir að kosn­ingar voru afstaðn­ar, og voru svar­endur alls 946 tals­ins. 

Auglýsing

Mask­ína hefur spurt reglu­lega um hvern fólk vill sjá sem næsta for­sæt­is­ráð­herra og stuðn­ingur við að Katrín gegni því emb­ætti áfram hefur aldrei mælst meiri í könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins. Í könnun sem fram­kvæmd var í síð­asta mán­uði sögðu til að mynda 36 pró­sent að þeir vildu hana í for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn.

Þeir sem styðja Bjarna, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem for­sæt­is­ráð­herra hafa hins vegar aldrei verið færri. Frá des­em­ber 2020 og fram í sept­em­ber 2021 sögð­ust á bil­inu 12,2 til 16,7 pró­sent vilja hann sem for­sæt­is­ráð­herra og var hann án und­an­tekn­inga næstur á eftir Katrínu í vin­sældum sam­kvæmt könn­unum Mask­ínu. Nú hefur Sig­urður Ingi hins vegar tekið fram úr honum þrátt fyrir að færri sjái hann fyrir sér sem for­sæt­is­ráð­herra en gerðu það í sept­em­ber. 

Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­fólk vill frekar Katrínu en eigin for­menn

Það kemur lítið á óvart að næstum allir kjós­endur Vinstri grænna sem svör­uðu könn­un­inni vilji að Katrín verði næsti for­sæt­is­ráð­herra. Meiri athygli vekur að kjós­endur hinna stjórn­ar­flokk­anna tveggja, sem reyna nú að semja um áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf, vilja mun frekar sjá hana leiða næstu rík­is­stjórn en eigin flokks­for­menn. 

Þannig segj­ast 69 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks, sem fékk 17,3 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um, að þeir vilji Katrínu sem for­sæt­is­ráð­herra en 29 pró­sent vilja Sig­urð Inga. Á meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks er staðan sú að 58 pró­sent styðja Katrínu, for­mann flokks sem fékk 12,6 pró­sent atkvæða í nýaf­stöðnum kosn­ing­um, sem næsta for­sæt­is­ráð­herra en 32 pró­sent nefndu Bjarna, for­mann flokks sem fékk 24,4 pró­sent atkvæða.  

Katrín nýtur líka hylli hjá stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Alls segj­ast til að mynda 57 pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­innar að þeir vilji hana sem for­sæt­is­ráð­herra en 29 pró­sent þeirra nefna sinn eigin for­mann, Loga Ein­ars­son. Þeir sem eru minnst hrifnir af Katrínu sem for­sæt­is­ráð­herra eru kjós­endur Mið­flokks­ins, sem beið afhroð í síð­ustu kosn­ing­um, rétt náði inn á þing og hefur þegar misst þriðj­ung þing­flokks síns. Ein­ungis 24 pró­sent þeirra vilja að Katrín verði for­sæt­is­ráð­herra en 63 pró­sent segja að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, eigi að setj­ast í þann stól.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent