Næstum sex af hverjum tíu vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra

Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi tapað fylgi í síðustu kosningum, og fengið 12,6 prósent atkvæða, vilja langflestir landsmenn Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra. Kjósendur hinna stjórnarflokkanna vilja frekar að hún leiði en þeirra formenn.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Alls segj­ast 57,6 pró­sent svar­enda í nýrri könnun Mask­ínu að þeir vilji Katrínu Jak­obs­dóttur sem næsta for­sæt­is­ráð­herra. Sá flokks­for­maður sem kemur henni næst í vin­sældum er Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, en 9,8 pró­sent kjós­enda segja að þau vilji sjá hann setj­ast í for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn. Ein­ungis 7,6 pró­sent aðspurðra vilja sjá Bjarna Bene­dikts­son, for­mann stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins, leiða næstu rík­is­stjórn. 

Á meðal stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna er aug­ljós skortur á skýrum leið­toga hennar en sá fram­bjóð­andi úr þeirra röðum sem mælist með með mestan stuðn­ing í for­sæt­is­ráð­herra­emb­ættið er Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, sem 6,3 pró­sent lands­manna vilja sjá gegna því. 

Könn­unin fór fram dag­anna 27. sept­em­ber til 7. októ­ber, eða eftir að kosn­ingar voru afstaðn­ar, og voru svar­endur alls 946 tals­ins. 

Auglýsing

Mask­ína hefur spurt reglu­lega um hvern fólk vill sjá sem næsta for­sæt­is­ráð­herra og stuðn­ingur við að Katrín gegni því emb­ætti áfram hefur aldrei mælst meiri í könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins. Í könnun sem fram­kvæmd var í síð­asta mán­uði sögðu til að mynda 36 pró­sent að þeir vildu hana í for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn.

Þeir sem styðja Bjarna, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem for­sæt­is­ráð­herra hafa hins vegar aldrei verið færri. Frá des­em­ber 2020 og fram í sept­em­ber 2021 sögð­ust á bil­inu 12,2 til 16,7 pró­sent vilja hann sem for­sæt­is­ráð­herra og var hann án und­an­tekn­inga næstur á eftir Katrínu í vin­sældum sam­kvæmt könn­unum Mask­ínu. Nú hefur Sig­urður Ingi hins vegar tekið fram úr honum þrátt fyrir að færri sjái hann fyrir sér sem for­sæt­is­ráð­herra en gerðu það í sept­em­ber. 

Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­fólk vill frekar Katrínu en eigin for­menn

Það kemur lítið á óvart að næstum allir kjós­endur Vinstri grænna sem svör­uðu könn­un­inni vilji að Katrín verði næsti for­sæt­is­ráð­herra. Meiri athygli vekur að kjós­endur hinna stjórn­ar­flokk­anna tveggja, sem reyna nú að semja um áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf, vilja mun frekar sjá hana leiða næstu rík­is­stjórn en eigin flokks­for­menn. 

Þannig segj­ast 69 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks, sem fékk 17,3 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um, að þeir vilji Katrínu sem for­sæt­is­ráð­herra en 29 pró­sent vilja Sig­urð Inga. Á meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks er staðan sú að 58 pró­sent styðja Katrínu, for­mann flokks sem fékk 12,6 pró­sent atkvæða í nýaf­stöðnum kosn­ing­um, sem næsta for­sæt­is­ráð­herra en 32 pró­sent nefndu Bjarna, for­mann flokks sem fékk 24,4 pró­sent atkvæða.  

Katrín nýtur líka hylli hjá stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Alls segj­ast til að mynda 57 pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­innar að þeir vilji hana sem for­sæt­is­ráð­herra en 29 pró­sent þeirra nefna sinn eigin for­mann, Loga Ein­ars­son. Þeir sem eru minnst hrifnir af Katrínu sem for­sæt­is­ráð­herra eru kjós­endur Mið­flokks­ins, sem beið afhroð í síð­ustu kosn­ing­um, rétt náði inn á þing og hefur þegar misst þriðj­ung þing­flokks síns. Ein­ungis 24 pró­sent þeirra vilja að Katrín verði for­sæt­is­ráð­herra en 63 pró­sent segja að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, eigi að setj­ast í þann stól.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Skattrannsókn á Samherja komin yfir til héraðssaksóknara
Rannsókn embættis skattrannsóknarstjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd á þessu ári, á meintum skattalagabrotum Samherja í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, er nú komin yfir til héraðssaksóknara.
Kjarninn 20. október 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent