Birgir segir forystu Miðflokksins hafa unnið markvisst gegn sér í lengri tíma

Birgir Þórarinsson segir að veist hafi verið að heimili sínu eftir að hann skipti um flokk. Hann fullyrðir að lykilfólk í Miðflokknum hafi unnið gegn honum skipulega frá áramótum og ástæðan sé sú að hann hafi gagnrýnt framferði þeirra í Klaustursmálinu.

Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Birgir Þór­ar­ins­son, sem yfir­gaf Mið­flokk­inn í lok síð­ustu helgi og gekk til liðs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, segir að fimm dögum fyrir kjör­dag hafi borist tölvu­póstur frá yfir­stjórn Mið­flokks­ins sem í stóð að það væri hæpið að fram­boðs­listi flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, sem Birgir leiddi, stæð­ist lög flokks­ins. Það hafi verið ótrú­legar kveðjur frá yfir­stjórn flokks­ins í síð­ustu vik­unni fyrir kjör­dag.  

Birgir segir að hann og sam­starfs­fólk hans í kjör­dæm­inu hafi verið sár og svekkt yfir þessu en að það hafi ekki verið aftur snúið á þessum tíma­punkti, enda nokkrir dagar í kosn­ing­ar. Þegar talið hafi verið upp úr kjör­köss­unum 25. sept­em­ber hafi nið­ur­staðan ver­ið, að mati Birg­is, afhroð fyrir Mið­flokk­inn. „Ég sé þá fram á það að fara að vinna með tveimur mönn­um, annar þeirra hefur mark­visst unnið gegn mér og að fá það í gegn að ég yrði ekki odd­viti. Hinn horfði á með fálæt­i.“ Sá fyrri sem Birgir talar um er Berg­þór Óla­son, odd­viti Mið­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, og sá síð­ari Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður flokks­ins.

Þetta kom fram í við­tali við Birgi í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun.

Hefði mögu­lega átt að geyma það að skipta um flokk

Birgir hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir að hafa boðið sig fram á fölskum for­sendum fyrir Mið­flokk­inn, enda sagði hann sig úr flokknum innan við tveimur vikum eftir að hann var end­ur­kjör­inn á þing fyrir hann og áður en kjör­bréf höfðu verið afhent.

Hann við­ur­kenndi í við­tal­inu að ef hann líti í bak­sýn­is­speg­il­inn þá hefði hann mögu­lega átt að geyma það í ein­hvern tíma að skipta um flokk. „Það er kannski eðli­legt að menn telji að ég sé að svíkja fólk með þess­ari ákvörð­un. En ég vil þó segja það að ég veit að margir kusu mig per­sónu­lega. Og við þá sem kusu Mið­flokk­inn vil ég segja að við skulum hafa það í huga að flokk­ur­inn beið afhroð í þessum kosn­ingum og mun ekki ná neinum málum fram.“ Það sé þó alrangt að vista­skiptin hafi verið fyr­ir­fram skipu­lögð. 

Birgir seg­ist ekki viss um að Mið­flokk­ur­inn hefði náð inn á þing ef það væri ekki fyrir þann árangur sem hann, Erna Bjarna­dóttir og þeir sem unnu með þeim náðu í Suð­ur­kjör­dæmi. 

Segir að veist hafi verið að heim­ili hans

Erna til­kynnti í Bít­inu á Bylgj­unni í morgun að hún myndi ekki fylgi Birgi ekki yfir í Sjálf­stæð­is­flokk­inn heldur ætli að starfa áfram í Mið­flokkn­um. 

Auglýsing
Í við­tal­inu við Birgi í morgun sagði hann að Erna hefði upp­haf­lega tjáð sér að hún ætl­aði að fylgja honum yfir. „En hún hefur greini­lega skipt um skoð­un.“

Hann telur að hörð umræða hafi haft mikil áhrif á hana, líkt og hún hefur haft á hann sjálf­an. „Það hefur til dæmis verið veist að mínu heim­ili í þess­ari umræðu, og menn eru farnir að seil­ast ansi langt. DV hefur verið að birta myndir af mínu heim­ili og gera lítið úr þeim og tengja þess­ari umræðu. Þannig að fjöl­skyldan hefur heldur ekki fengið frið þannig að mér finnst ​fjöl­miðlar vera komnir ansi langt í þess­ari gagn­rýni.

Klaust­ur­málið ástæðan

Birgir birti grein í Morg­un­blað­inu á laug­ar­dag þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að skipta um flokk og ástæðum þess. Þar sagði hann að málið ætti rætur sínar að rekja aftur til Klaust­ur­máls­ins. 

Birgir fór ítar­lega yfir þá atburða­rás í við­tal­inu í morg­un, en hann sagði þá opin­ber­lega að fram­­­ferði sex­­­menn­ing­anna sem voru á Klaustri 20. nóv­­­em­ber væri and­­­stætt krist­i­­­legum gild­­­um.

Í þeim hópi voru fjórir þáver­andi þing­­menn Mið­­flokks­ins og tveir sem síðar gengu til liðs við flokk­inn úr Flokki fólks­ins. Þeir þing­­­menn Mið­­flokks­ins sem tóku þátt í sam­­­sæt­inu á Klaustri þyrftu, að mati Birg­is, að gera það upp við sig hvort þeir segðu af sér eða ekki. Þeir sögðu ekki af sér.

Fyr­ir­ferða­mestir á Klaustri voru Berg­þór Óla­son og Gunnar Bragi Sveins­son, sem töl­uðu með klám­fengnum og niðr­andi hætti um meðal ann­ars aðra þing­menn og einn ráð­herra.

Með hnút í mag­anum fyrir þing­flokks­fundi

Birgir segir að vegna þess að hann gagn­rýndi sam­flokks­menn sína opin­ber­lega hefði hann orðið að vanda­mál­inu í flokkn­um. „Ég var tek­inn fyrir á þing­flokks­fund­um. Það eru haldnir sér­stakir þing­flokks­fundir þar sem ég er eina umræðu­efnið og gagn­rýndur mjög harka­lega fyrir að hafa gagn­rýnt þá. Það eru tveir fundir haldnir þar sem ég er eini dag­skrár­lið­ur­inn. Þegar það á að halda þriðja fund­inn að þá sagði ég að nú væri nóg komið og að ég væri far­inn ef þessi fundur yrði hald­inn. Þá var hann ekki hald­inn. Ég var á þeim tíma­punkti reiðu­bú­inn að fara.“

Birgir segir að þess hafi verið kraf­ist að hann myndi skrifa opin­ber­lega afsök­un­ar­beiðni til þeirra fyrir að hafa gagn­rýnt þá. Þið sjáið hversu harka­leg umræða þetta var. „Ég var vanda­mál­ið, ekki þeir.“

Í kjöl­farið hafi hann verið með hnút í mag­anum í margar vikur þegar hann átti að mæta á þing­flokks­fundi. Síðan hafi tím­inn liðið og þegar leið að kosn­ingum 2021 hafi komið í ljós að þetta mál væri ekki gleymt. Koma ætti í veg fyrir að Birgir yrði odd­viti í Suð­ur­kjör­dæmi. „Það var mark­vis­st, alveg frá ára­mót­um, reynt að vinna mark­visst þannig að ég yrði ekki í for­svari fyrir flokk­inn.“‘

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent