Birgir segir forystu Miðflokksins hafa unnið markvisst gegn sér í lengri tíma

Birgir Þórarinsson segir að veist hafi verið að heimili sínu eftir að hann skipti um flokk. Hann fullyrðir að lykilfólk í Miðflokknum hafi unnið gegn honum skipulega frá áramótum og ástæðan sé sú að hann hafi gagnrýnt framferði þeirra í Klaustursmálinu.

Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Birgir Þór­ar­ins­son, sem yfir­gaf Mið­flokk­inn í lok síð­ustu helgi og gekk til liðs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, segir að fimm dögum fyrir kjör­dag hafi borist tölvu­póstur frá yfir­stjórn Mið­flokks­ins sem í stóð að það væri hæpið að fram­boðs­listi flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, sem Birgir leiddi, stæð­ist lög flokks­ins. Það hafi verið ótrú­legar kveðjur frá yfir­stjórn flokks­ins í síð­ustu vik­unni fyrir kjör­dag.  

Birgir segir að hann og sam­starfs­fólk hans í kjör­dæm­inu hafi verið sár og svekkt yfir þessu en að það hafi ekki verið aftur snúið á þessum tíma­punkti, enda nokkrir dagar í kosn­ing­ar. Þegar talið hafi verið upp úr kjör­köss­unum 25. sept­em­ber hafi nið­ur­staðan ver­ið, að mati Birg­is, afhroð fyrir Mið­flokk­inn. „Ég sé þá fram á það að fara að vinna með tveimur mönn­um, annar þeirra hefur mark­visst unnið gegn mér og að fá það í gegn að ég yrði ekki odd­viti. Hinn horfði á með fálæt­i.“ Sá fyrri sem Birgir talar um er Berg­þór Óla­son, odd­viti Mið­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, og sá síð­ari Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður flokks­ins.

Þetta kom fram í við­tali við Birgi í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun.

Hefði mögu­lega átt að geyma það að skipta um flokk

Birgir hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir að hafa boðið sig fram á fölskum for­sendum fyrir Mið­flokk­inn, enda sagði hann sig úr flokknum innan við tveimur vikum eftir að hann var end­ur­kjör­inn á þing fyrir hann og áður en kjör­bréf höfðu verið afhent.

Hann við­ur­kenndi í við­tal­inu að ef hann líti í bak­sýn­is­speg­il­inn þá hefði hann mögu­lega átt að geyma það í ein­hvern tíma að skipta um flokk. „Það er kannski eðli­legt að menn telji að ég sé að svíkja fólk með þess­ari ákvörð­un. En ég vil þó segja það að ég veit að margir kusu mig per­sónu­lega. Og við þá sem kusu Mið­flokk­inn vil ég segja að við skulum hafa það í huga að flokk­ur­inn beið afhroð í þessum kosn­ingum og mun ekki ná neinum málum fram.“ Það sé þó alrangt að vista­skiptin hafi verið fyr­ir­fram skipu­lögð. 

Birgir seg­ist ekki viss um að Mið­flokk­ur­inn hefði náð inn á þing ef það væri ekki fyrir þann árangur sem hann, Erna Bjarna­dóttir og þeir sem unnu með þeim náðu í Suð­ur­kjör­dæmi. 

Segir að veist hafi verið að heim­ili hans

Erna til­kynnti í Bít­inu á Bylgj­unni í morgun að hún myndi ekki fylgi Birgi ekki yfir í Sjálf­stæð­is­flokk­inn heldur ætli að starfa áfram í Mið­flokkn­um. 

Auglýsing
Í við­tal­inu við Birgi í morgun sagði hann að Erna hefði upp­haf­lega tjáð sér að hún ætl­aði að fylgja honum yfir. „En hún hefur greini­lega skipt um skoð­un.“

Hann telur að hörð umræða hafi haft mikil áhrif á hana, líkt og hún hefur haft á hann sjálf­an. „Það hefur til dæmis verið veist að mínu heim­ili í þess­ari umræðu, og menn eru farnir að seil­ast ansi langt. DV hefur verið að birta myndir af mínu heim­ili og gera lítið úr þeim og tengja þess­ari umræðu. Þannig að fjöl­skyldan hefur heldur ekki fengið frið þannig að mér finnst ​fjöl­miðlar vera komnir ansi langt í þess­ari gagn­rýni.

Klaust­ur­málið ástæðan

Birgir birti grein í Morg­un­blað­inu á laug­ar­dag þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að skipta um flokk og ástæðum þess. Þar sagði hann að málið ætti rætur sínar að rekja aftur til Klaust­ur­máls­ins. 

Birgir fór ítar­lega yfir þá atburða­rás í við­tal­inu í morg­un, en hann sagði þá opin­ber­lega að fram­­­ferði sex­­­menn­ing­anna sem voru á Klaustri 20. nóv­­­em­ber væri and­­­stætt krist­i­­­legum gild­­­um.

Í þeim hópi voru fjórir þáver­andi þing­­menn Mið­­flokks­ins og tveir sem síðar gengu til liðs við flokk­inn úr Flokki fólks­ins. Þeir þing­­­menn Mið­­flokks­ins sem tóku þátt í sam­­­sæt­inu á Klaustri þyrftu, að mati Birg­is, að gera það upp við sig hvort þeir segðu af sér eða ekki. Þeir sögðu ekki af sér.

Fyr­ir­ferða­mestir á Klaustri voru Berg­þór Óla­son og Gunnar Bragi Sveins­son, sem töl­uðu með klám­fengnum og niðr­andi hætti um meðal ann­ars aðra þing­menn og einn ráð­herra.

Með hnút í mag­anum fyrir þing­flokks­fundi

Birgir segir að vegna þess að hann gagn­rýndi sam­flokks­menn sína opin­ber­lega hefði hann orðið að vanda­mál­inu í flokkn­um. „Ég var tek­inn fyrir á þing­flokks­fund­um. Það eru haldnir sér­stakir þing­flokks­fundir þar sem ég er eina umræðu­efnið og gagn­rýndur mjög harka­lega fyrir að hafa gagn­rýnt þá. Það eru tveir fundir haldnir þar sem ég er eini dag­skrár­lið­ur­inn. Þegar það á að halda þriðja fund­inn að þá sagði ég að nú væri nóg komið og að ég væri far­inn ef þessi fundur yrði hald­inn. Þá var hann ekki hald­inn. Ég var á þeim tíma­punkti reiðu­bú­inn að fara.“

Birgir segir að þess hafi verið kraf­ist að hann myndi skrifa opin­ber­lega afsök­un­ar­beiðni til þeirra fyrir að hafa gagn­rýnt þá. Þið sjáið hversu harka­leg umræða þetta var. „Ég var vanda­mál­ið, ekki þeir.“

Í kjöl­farið hafi hann verið með hnút í mag­anum í margar vikur þegar hann átti að mæta á þing­flokks­fundi. Síðan hafi tím­inn liðið og þegar leið að kosn­ingum 2021 hafi komið í ljós að þetta mál væri ekki gleymt. Koma ætti í veg fyrir að Birgir yrði odd­viti í Suð­ur­kjör­dæmi. „Það var mark­vis­st, alveg frá ára­mót­um, reynt að vinna mark­visst þannig að ég yrði ekki í for­svari fyrir flokk­inn.“‘

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent