Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra

Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.

Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Auglýsing

Rúm 40 prósent svarenda í kosningabaráttukönnun Íslensku kosningarannsóknarinnar (ÍSKOS) vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna áfram á stóli forsætisráðherra eftir kosningar.

Þetta kemur fram á vef sem Félagvísindastofnun Háskóla Íslands hefur sett upp með niðurstöðum úr könnuninni, en alls hafa 2.171 einstaklingar svarað könnuninni undanfarna 23 daga.

Næstflestir vilja sjá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í embætti forsætisráðherra, eða 16 prósent þeirra sem hafa tekið afstöðu til þessarar spurningar. Athygli vekur að það eru umtalsvert færri en telja að þeir komi til með að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum.

Mynd: ÍSKOS/Félagsvísindastofnun

Í þriðja sæti í könnuninni er svo Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar, en 9,5 prósent vilja sjá hann taka við lyklunum að Stjórnarráðinu. Þar á eftir koma þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata með 8,6 prósent og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar með 8,2 prósent.

Á eftir þeim koma svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins með 6,6 prósent og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem 5,8 prósent svarenda vilja sjá taka við af Katrínu sem forsætisráðherra.

Auglýsing

Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Gunnar Smára Egilsson forsprakki Sósíalistaflokksins njóta svo, hvort um sig, rúmlega 2 prósenta stuðnings til þess að taka við sem forsætisráðherra.

Lestina rekur svo Guðmundur Franklín Jónsson formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, en 0,2 prósent segjast vilja sjá hann leiða næstu ríkisstjórn.

Könnun sem uppfærist á hverjum degi

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands birti í gær nýja síðu með niðurstöðum úr kosningabaráttukönnun á vegum Íslensku kosningarannsókninnar um kosningaætlan almennings og fleira. Þessar nýju niðurstöður um forsætisráðherrastólinn duttu inn á síðuna í dag. Niðurstöðurnar úr þessari könnun hvað varðar kosningaætlan í komandi kosningum eru þegar byrjaðar að vigta inn í kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar.

Þessi könnun er ólík öðrum sem eru í gangi núna fyrir kosningar að því leyti að hún uppfærist daglega, en á hverjum einasta degi er könnunin send á 184 einstaklinga sem svara því hvað þeir myndu kjósa ef gengið væri til kosninga í dag. Hægt er að leika sér með tölurnar og skipta niðurstöðum upp eftir því hvort karlar eða konur svara eða eftir aldurshópum.

Fylgi flokka og sömuleiðis svörin við öðrum spurningum sem birtast eru uppfærð á hverjum degi og þannig er hægt að merkja hvernig þróunin er, samkvæmt mælingunum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent