Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra

Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.

Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Auglýsing

Rúm 40 pró­sent svar­enda í kosn­inga­bar­áttukönnun Íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar (ÍS­KOS) vilja sjá Katrínu Jak­obs­dóttur for­mann Vinstri grænna áfram á stóli for­sæt­is­ráð­herra eftir kosn­ing­ar.

Þetta kemur fram á vef sem Félag­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands hefur sett upp með nið­ur­stöðum úr könn­un­inni, en alls hafa 2.171 ein­stak­lingar svarað könn­un­inni und­an­farna 23 daga.

Næst­flestir vilja sjá Bjarna Bene­dikts­son for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins í emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra, eða 16 pró­sent þeirra sem hafa tekið afstöðu til þess­arar spurn­ing­ar. Athygli vekur að það eru umtals­vert færri en telja að þeir komi til með að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn í kom­andi kosn­ing­um.

Mynd: ÍSKOS/Félagsvísindastofnun

Í þriðja sæti í könn­un­inni er svo Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­maður Fram­sókn­ar, en 9,5 pró­sent vilja sjá hann taka við lyklunum að Stjórn­ar­ráð­inu. Þar á eftir koma þau Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata með 8,6 pró­sent og Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar með 8,2 pró­sent.

Á eftir þeim koma svo Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins með 6,6 pró­sent og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sem 5,8 pró­sent svar­enda vilja sjá taka við af Katrínu sem for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing

Inga Sæland for­maður Flokks fólks­ins og Gunnar Smára Egils­son for­sprakki Sós­í­alista­flokks­ins njóta svo, hvort um sig, rúm­lega 2 pró­senta stuðn­ings til þess að taka við sem for­sæt­is­ráð­herra.

Lest­ina rekur svo Guð­mundur Frank­lín Jóns­son for­maður Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokks­ins, en 0,2 pró­sent segj­ast vilja sjá hann leiða næstu rík­is­stjórn.

Könnun sem upp­fær­ist á hverjum degi

Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands birti í gær nýja síðu með nið­ur­stöðum úr kosn­inga­bar­áttukönnun á vegum Íslensku kosn­inga­rann­sókn­innar um kosn­inga­ætlan almenn­ings og fleira. Þessar nýju nið­ur­stöður um for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn duttu inn á síð­una í dag. Nið­ur­stöð­urnar úr þess­ari könnun hvað varðar kosn­inga­ætlan í kom­andi kosn­ingum eru þegar byrj­aðar að vigta inn í kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar.

Þessi könnun er ólík öðrum sem eru í gangi núna fyrir kosn­ingar að því leyti að hún upp­fær­ist dag­lega, en á hverjum ein­asta degi er könn­unin send á 184 ein­stak­linga sem svara því hvað þeir myndu kjósa ef gengið væri til kosn­inga í dag. Hægt er að leika sér með töl­urnar og skipta nið­ur­stöðum upp eftir því hvort karlar eða konur svara eða eftir ald­urs­hóp­um.

Fylgi flokka og sömu­leiðis svörin við öðrum spurn­ingum sem birt­ast eru upp­færð á hverjum degi og þannig er hægt að merkja hvernig þró­unin er, sam­kvæmt mæl­ing­un­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent