Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru

Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.

Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Auglýsing

Frá því að farið var að halda dag íslenskrar nátt­úru hátíð­legan fyrir rúmum ára­tug hefur fjöl­miðla­fólki eða fjöl­miðli verið veitt verð­laun fyrir vand­aða og eft­ir­tekt­ar­verða umfjöllun eða fræðslu um nátt­úru Íslands. Í dag, á degi íslenskrar nátt­úru, verða engin slík verð­laun veitt.

Fjöl­miðla­verð­launum umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins var komið á á þeim tíma sem lítið var fjallað um umhverf­is- og lofts­lags­mál. Það er mat ráðu­neyt­is­ins að fjöl­miðlar hafi stór­aukið umfjöllun sína um umhverf­is­mál síð­ustu ár, segir í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Sú umfjöllun hefur verið mála­flokknum mjög mik­il­væg og haft þau áhrif að auka almennan skiln­ing og vit­und­ar­vakn­ingu í umhverf­is­mál­u­m.„Verð­launin hafa verið þáttur í þess­ari þró­un, en þeim var ætlað að hvetja til hverskyns umfjöll­unar um lofts­lags- og umhverf­is­mál í fjöl­miðl­um. Ráðu­neytið er afar þakk­lát fyrir þá þróun og telur verð­launin hafa þjónað til­gangi sínum að sinn­i.“

Efnt verður þó til við­burðar vegna dags íslenskrar nátt­úru í ráðu­neyt­inu, þar sem ráð­herra mun und­ir­rita frið­lýs­ingu vatna­sviðs Jök­ul­falls og Hvít­ár. Þá verður stað­fest að íslensk stjórn­völd hafa tekið svo­nefndri Bonn-á­skor­un, sem fela í sér það mark­mið að árið 2030 vaxi birki­skógar á 5 pró­sent lands­ins, í stað 1,5 pró­sent nú. Loks verður til­kynnt hver hljóti nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríðar í Bratt­holti þetta árið.

Auglýsing

Rík­is­stjórnin ákvað á fundi sínum í byrjun októ­ber árið 2010 að 16. sept­em­ber ár hvert yrði þaðan í frá dagur íslenskrar nátt­úru. Fyrir val­inu varð þessi dag­setn­ing þar sem þetta er afmæl­is­dagur Ómars Ragn­ars­son­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent