Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Auglýsing

Niðurstaða: Á réttri leið

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna var til við­tals í For­ystu­sæt­inu á RÚV í gær­kvöldi. Í þætt­inum fór hún um víðan völl og ræddi stefnu flokks­ins og gjörðir rík­is­stjórn­ar­innar sem hún leiðir á kjör­tíma­bil­inu sem er að líða.

Í umræðum um bág kjör öryrkja og hvort rík­is­stjórnin hefði brugð­ist þeim sem höllustum fæti standa í íslensku sam­fé­lagi, í ljósi nið­ur­staðna nýrrar skýrslu um kjör öryrkja, sagði Katrín meðal ann­ars að rík­is­stjórnin hefði inn­leitt nýtt þrep í skatt­kerf­ið, sem hefði verið stór aðgerð til þess að jafna kjör og bæta hag þeirra tekju­lægstu.

Hún nefndi líka barna­bóta­kerfið í svari sínu við spurn­ing­unni og sagði „...að lokum höfum við líka verið að auka barna­bóta­kerfið og tryggja að það nái til fleiri,“ um breyt­ingar sem gerðar hafa verið á barna­bóta­kerf­inu á þessu kjör­tíma­bili.

En hverju hafa þessar breyt­ingar skil­að? Hafa barna­bætur auk­ist og hafa þær náð til fleiri, eins og Katrín seg­ir? Stað­reynda­vakt Kjarn­ans tók þessa full­yrð­ingu for­manns Vinstri grænna til skoð­un­ar.

Fram­lög aukin en verð­bólga búin að gleypa krónu­tölu­hækk­anir

Árið 2017, þegar núver­andi rík­is­stjórn tók við kefl­inu, var alls 9,52 millj­örðum króna varið í barna­bæt­ur. Á þessu ári stendur til að 13,1 millj­arði verði varið í greiðslu barna­bóta, sem er aukn­ing sem er vel umfram verð­lags­hækk­an­ir, sam­kvæmt verð­lags­reikni­vél Hag­stof­unn­ar, ef miðað er við ágúst­mánuð í hvoru ári. Það er því klárt að barna­bóta­kerfið hefur verið eflt hvað bein fram­lög úr rík­is­sjóði varð­ar.

Þegar hins vegar horft er til þess sem tekju­lágir for­eldrar sem fá óskertar barna­bætur fá í sinn hlut í dag hefur lítil sem engin raun­hækkun orðið á barna­bót­un­um. Sam­kvæmt útreikn­ingum Kjarn­ans hafa barna­bætur tekju­lægstu for­eldr­anna ein­ungis um það bil haldið í við verð­lag frá ágúst 2017 til ágúst 2021. Þó er rétt að taka fram að upp­hæð barna­bóta var aukin árið 2019 og hefur verið óbreytt síð­an. Á þeim tíma var hækk­unin vel umfram verð­lags­hækk­an­ir.

En síðan þá hefur verð­bólgan smám saman étið hækk­un­ina upp. Sem dæmi má nefna að árið 2017 námu óskertar barna­bætur til ein­stæðs for­eldris með 7 ára gam­alt barn 342.939 krón­um. Árið 2021 er þessi sama upp­hæð komin upp í 390.700 krón­ur. Hækk­unin er tutt­ugu krónum frá því halda í við verð­lags­breyt­ingar á und­an­förnum fjórum árum, sam­kvæmt reikni­vél Hag­stof­unn­ar. Svo annað dæmi sé tekið námu óskertar barna­bætur til tekju­lágs sam­búð­ar­fólks með tvö börn, eitt 3 ára og eitt 8 ára, sam­tals 573.800 krónum á ári árið 2017. Á árinu 2021 er þessi upp­hæð komin upp í 653.700 krón­ur, sem er einmitt nær algjör­lega í takt við verð­lags­hækk­anir á þessu tíma­bili.

Auglýsing

Hækk­unin á fram­lögum inn í barna­bóta­kerfið í tíð rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur því, þegar staðan er tekin núna í lok kjör­tíma­bils, að mestu skilað sér í hóf­legum hækk­unum barna­bóta til þeirra sem eru með tekjur yfir skerð­ing­ar­mörkum barna­bóta. Í skýrslu sem Kol­beinn Stef­áns­son vann fyrir BSRB árið 2019 var bent á að þær breyt­ingar sem þá stóð til að ráð­ast í á kerf­inu myndi ein­ungis að litlu leyti skila sér til þeirra sem höllustum fæti standa.

„Fyr­ir­huguð hækkun á skerð­ing­ar­mörkum barna­bóta skilar mjög hóf­legum hækk­unum barna­bóta og gerir lítið sem ekk­ert fyrir allra tekju­lægstu fjöl­skyld­urn­ar. Þá gefur hækkun skerð­ing­ar­marka minni hækkun til ein­stæðra for­eldra en til for­eldra í hjú­skap, en fyrr­nefndi hóp­ur­inn býr við mjög auknar líkur á fátækt og fjár­hags­þreng­ing­um,“ sagði í skýrsl­unni frá BSRB.

Fjöldi þeirra ein­stak­linga sem fá barna­bætur hefur þó vissu­lega vaxið á kjör­tíma­bil­inu. Rúm­lega 49 þús­und manns fengu ein­hverjar barna­bætur í fyrra og fjölg­aði þeim um 3 pró­sent á milli ára, sam­kvæmt yfir­liti frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu.

Til við­bótar almenna barna­bóta­kerf­inu var í fyrra, vegna COVID-19, greiddur sér­stakur 30 þús­und króna barna­bóta­auki með hverju barni þeirra for­eldra sem fá greiddar tekju­tengdar barna­bætur sam­kvæmt nið­ur­stöðu álagn­ing­ar. Heild­ar­fjár­hæð barna­bóta­aukans nam 1,6 millj­örðum króna og rann hann til 49 þús­und ein­stak­linga.

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Fram­lög úr rík­is­sjóði til barna­bóta­kerf­is­ins hafa vissu­lega auk­ist í tíð rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur og barna­bætur ná til fleiri ein­stak­linga en þær gerðu árið 2017. Það er því ekki hægt að segja annað en að Katrín hafi farið rétt með í full­yrð­ingu sinni.

Í því ljósi að full­yrð­ingin um barna­bóta­kerfið var á meðal þess for­sæt­is­ráð­herra setti fram sem svar við spurn­ingu um það hvort rík­is­stjórn hennar hefði brugð­ist þeim sem standa höllustum fæti í sam­fé­lag­inu er það þó mat Stað­reynda­vakt­ar­innar að Katrín hafi ein­ungis verið á réttri leið í svari sínu. Þeir for­eldrar sem höllustum fæti standa fá að raun­virði ekki meira út úr barna­bóta­kerf­inu í dag en þeir gerðu árið 2017.

Á skalanum haugalygi til dagsatt telst Katrín vera á réttri leið, að mati Staðreyndavaktarinnar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin