Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Auglýsing

Niðurstaða: Á réttri leið

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna var til við­tals í For­ystu­sæt­inu á RÚV í gær­kvöldi. Í þætt­inum fór hún um víðan völl og ræddi stefnu flokks­ins og gjörðir rík­is­stjórn­ar­innar sem hún leiðir á kjör­tíma­bil­inu sem er að líða.

Í umræðum um bág kjör öryrkja og hvort rík­is­stjórnin hefði brugð­ist þeim sem höllustum fæti standa í íslensku sam­fé­lagi, í ljósi nið­ur­staðna nýrrar skýrslu um kjör öryrkja, sagði Katrín meðal ann­ars að rík­is­stjórnin hefði inn­leitt nýtt þrep í skatt­kerf­ið, sem hefði verið stór aðgerð til þess að jafna kjör og bæta hag þeirra tekju­lægstu.

Hún nefndi líka barna­bóta­kerfið í svari sínu við spurn­ing­unni og sagði „...að lokum höfum við líka verið að auka barna­bóta­kerfið og tryggja að það nái til fleiri,“ um breyt­ingar sem gerðar hafa verið á barna­bóta­kerf­inu á þessu kjör­tíma­bili.

En hverju hafa þessar breyt­ingar skil­að? Hafa barna­bætur auk­ist og hafa þær náð til fleiri, eins og Katrín seg­ir? Stað­reynda­vakt Kjarn­ans tók þessa full­yrð­ingu for­manns Vinstri grænna til skoð­un­ar.

Fram­lög aukin en verð­bólga búin að gleypa krónu­tölu­hækk­anir

Árið 2017, þegar núver­andi rík­is­stjórn tók við kefl­inu, var alls 9,52 millj­örðum króna varið í barna­bæt­ur. Á þessu ári stendur til að 13,1 millj­arði verði varið í greiðslu barna­bóta, sem er aukn­ing sem er vel umfram verð­lags­hækk­an­ir, sam­kvæmt verð­lags­reikni­vél Hag­stof­unn­ar, ef miðað er við ágúst­mánuð í hvoru ári. Það er því klárt að barna­bóta­kerfið hefur verið eflt hvað bein fram­lög úr rík­is­sjóði varð­ar.

Þegar hins vegar horft er til þess sem tekju­lágir for­eldrar sem fá óskertar barna­bætur fá í sinn hlut í dag hefur lítil sem engin raun­hækkun orðið á barna­bót­un­um. Sam­kvæmt útreikn­ingum Kjarn­ans hafa barna­bætur tekju­lægstu for­eldr­anna ein­ungis um það bil haldið í við verð­lag frá ágúst 2017 til ágúst 2021. Þó er rétt að taka fram að upp­hæð barna­bóta var aukin árið 2019 og hefur verið óbreytt síð­an. Á þeim tíma var hækk­unin vel umfram verð­lags­hækk­an­ir.

En síðan þá hefur verð­bólgan smám saman étið hækk­un­ina upp. Sem dæmi má nefna að árið 2017 námu óskertar barna­bætur til ein­stæðs for­eldris með 7 ára gam­alt barn 342.939 krón­um. Árið 2021 er þessi sama upp­hæð komin upp í 390.700 krón­ur. Hækk­unin er tutt­ugu krónum frá því halda í við verð­lags­breyt­ingar á und­an­förnum fjórum árum, sam­kvæmt reikni­vél Hag­stof­unn­ar. Svo annað dæmi sé tekið námu óskertar barna­bætur til tekju­lágs sam­búð­ar­fólks með tvö börn, eitt 3 ára og eitt 8 ára, sam­tals 573.800 krónum á ári árið 2017. Á árinu 2021 er þessi upp­hæð komin upp í 653.700 krón­ur, sem er einmitt nær algjör­lega í takt við verð­lags­hækk­anir á þessu tíma­bili.

Auglýsing

Hækk­unin á fram­lögum inn í barna­bóta­kerfið í tíð rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur því, þegar staðan er tekin núna í lok kjör­tíma­bils, að mestu skilað sér í hóf­legum hækk­unum barna­bóta til þeirra sem eru með tekjur yfir skerð­ing­ar­mörkum barna­bóta. Í skýrslu sem Kol­beinn Stef­áns­son vann fyrir BSRB árið 2019 var bent á að þær breyt­ingar sem þá stóð til að ráð­ast í á kerf­inu myndi ein­ungis að litlu leyti skila sér til þeirra sem höllustum fæti standa.

„Fyr­ir­huguð hækkun á skerð­ing­ar­mörkum barna­bóta skilar mjög hóf­legum hækk­unum barna­bóta og gerir lítið sem ekk­ert fyrir allra tekju­lægstu fjöl­skyld­urn­ar. Þá gefur hækkun skerð­ing­ar­marka minni hækkun til ein­stæðra for­eldra en til for­eldra í hjú­skap, en fyrr­nefndi hóp­ur­inn býr við mjög auknar líkur á fátækt og fjár­hags­þreng­ing­um,“ sagði í skýrsl­unni frá BSRB.

Fjöldi þeirra ein­stak­linga sem fá barna­bætur hefur þó vissu­lega vaxið á kjör­tíma­bil­inu. Rúm­lega 49 þús­und manns fengu ein­hverjar barna­bætur í fyrra og fjölg­aði þeim um 3 pró­sent á milli ára, sam­kvæmt yfir­liti frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu.

Til við­bótar almenna barna­bóta­kerf­inu var í fyrra, vegna COVID-19, greiddur sér­stakur 30 þús­und króna barna­bóta­auki með hverju barni þeirra for­eldra sem fá greiddar tekju­tengdar barna­bætur sam­kvæmt nið­ur­stöðu álagn­ing­ar. Heild­ar­fjár­hæð barna­bóta­aukans nam 1,6 millj­örðum króna og rann hann til 49 þús­und ein­stak­linga.

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Fram­lög úr rík­is­sjóði til barna­bóta­kerf­is­ins hafa vissu­lega auk­ist í tíð rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur og barna­bætur ná til fleiri ein­stak­linga en þær gerðu árið 2017. Það er því ekki hægt að segja annað en að Katrín hafi farið rétt með í full­yrð­ingu sinni.

Í því ljósi að full­yrð­ingin um barna­bóta­kerfið var á meðal þess for­sæt­is­ráð­herra setti fram sem svar við spurn­ingu um það hvort rík­is­stjórn hennar hefði brugð­ist þeim sem standa höllustum fæti í sam­fé­lag­inu er það þó mat Stað­reynda­vakt­ar­innar að Katrín hafi ein­ungis verið á réttri leið í svari sínu. Þeir for­eldrar sem höllustum fæti standa fá að raun­virði ekki meira út úr barna­bóta­kerf­inu í dag en þeir gerðu árið 2017.

Á skalanum haugalygi til dagsatt telst Katrín vera á réttri leið, að mati Staðreyndavaktarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin