Fatlað fólk mun verr sett en atvinnulausir

Ný spurningakönnun frá Vörðu leiðir í ljós að fjárhagsleg staða fatlaðs fólks er sýnu verri en staða atvinnulauss félagsfólks innan ASÍ og BSRB. Samkvæmt könnuninni eiga 80 prósent öryrkja erfitt með að ná endum saman.

Skilti Öryrkjabandalagsins á kröfugöngu 1. maí 2019.
Skilti Öryrkjabandalagsins á kröfugöngu 1. maí 2019.
Auglýsing

Tæplega átta af hverjum tíu öryrkjum hérlendis eiga erfitt með að ná endum saman og hefur svipað hlutfall þeirra neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Fjárhagsstaða fatlaðs fólks er töluvert verri en fjárhagsstaða atvinnulausra, en tæplega fjórir af hverjum tíu fötluðum búa við skort á efnislegum gæðum.

Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar spurningakönnunar sem Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins vann fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Könnunin var lögð fyrir byrjun sumars og er byggð á svörum 1.453 af þeim sem eru á örorkulífeyri, örorkustyrk og endurhæfingarlífeyri.

Tvöfalt líklegri en atvinnulausir til að eiga í erfiðleikum

Markmið könnunarinnar var að varpa ljósi á fjárhagslegri, andlegri og félagslegri stöðu öryrkja, auk þess sem skoða átti heilsufar þeirra og viðhorf þeirra til þjónustustofnana og breytinga á almannatryggingakerfinu.

Auglýsing

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að fjárhagsleg staða fatlaðs fólks er töluvert slæm, þar sem stór hluti þeirra á erfitt með að ná endum saman. Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við sambærilega könnun sem atvinnulausir félagsmenn BSRB og ASÍ svöruðu á síðasta ári fæst að fatlað fólk sé tvöfalt líklegra til að eiga erfitt með að ná endum saman heldur en atvinnulausir.

Slæm heilsa og mikil einangrun

Könnunin sýndi einnig að 75% fatlaðra kvenna og 65% fatlaðra karla búa við slæma andlega heilsu. Svipað hlutfall svarenda segist vera við slæma líkamlega heilsu.

Þrátt fyrir heilsuleysið hefur stór hluti fatlaðs fólks neitað sér um heilbrigðisþjónustu á síðustu sex mánuðum, í langflestum tilvikum þar sem þeir réðu ekki við kostnaðinn sem þjónustunni fylgdi. Þá hafa sex af hverjum tíu neitað sér um tannlæknaþjónustu og ríflega helmingur um sálfræðiþjónustu.

Til viðbótar við bága fjárhagslega stöðu og slæma heilsu stendur fatlað fólk einnig illa félagslega samkvæmt könnuninni. Mikill meirihluti þeirra segist finna fyrir félagslegri einangrun, en rúmur fjórðungur þeirra segir að einangrunin sé mjög mikil. Könnunin leiðir einnig í ljós að meirihluti þeirra segir einangrunina hafa aukist í COVID-19 faraldrinum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent