Fatlað fólk mun verr sett en atvinnulausir

Ný spurningakönnun frá Vörðu leiðir í ljós að fjárhagsleg staða fatlaðs fólks er sýnu verri en staða atvinnulauss félagsfólks innan ASÍ og BSRB. Samkvæmt könnuninni eiga 80 prósent öryrkja erfitt með að ná endum saman.

Skilti Öryrkjabandalagsins á kröfugöngu 1. maí 2019.
Skilti Öryrkjabandalagsins á kröfugöngu 1. maí 2019.
Auglýsing

Tæp­lega átta af hverjum tíu öryrkjum hér­lendis eiga erfitt með að ná endum saman og hefur svipað hlut­fall þeirra neitað sér um heil­brigð­is­þjón­ustu. Fjár­hags­staða fatl­aðs fólks er tölu­vert verri en fjár­hags­staða atvinnu­lausra, en tæp­lega fjórir af hverjum tíu fötl­uðum búa við skort á efn­is­legum gæð­um.

Þetta er á meðal nið­ur­staðna nýrrar spurn­inga­könn­unar sem Varða – rann­sókn­ar­stofnun vinnu­mark­að­ar­ins vann fyrir Öryrkja­banda­lag Íslands. Könn­unin var lögð fyrir byrjun sum­ars og er byggð á svörum 1.453 af þeim sem eru á örorku­líf­eyri, örorku­styrk og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri.

Tvö­falt lík­legri en atvinnu­lausir til að eiga í erf­ið­leikum

Mark­mið könn­un­ar­innar var að varpa ljósi á fjár­hags­legri, and­legri og félags­legri stöðu öryrkja, auk þess sem skoða átti heilsu­far þeirra og við­horf þeirra til þjón­ustu­stofn­ana og breyt­inga á almanna­trygg­inga­kerf­inu.

Auglýsing

Nið­ur­stöð­urnar leiddu í ljós að fjár­hags­leg staða fatl­aðs fólks er tölu­vert slæm, þar sem stór hluti þeirra á erfitt með að ná endum sam­an. Ef þessar nið­ur­stöður eru bornar saman við sam­bæri­lega könnun sem atvinnu­lausir félags­menn BSRB og ASÍ svör­uðu á síð­asta ári fæst að fatlað fólk sé tvö­falt lík­legra til að eiga erfitt með að ná endum saman heldur en atvinnu­laus­ir.

Slæm heilsa og mikil ein­angrun

Könn­unin sýndi einnig að 75% fatl­aðra kvenna og 65% fatl­aðra karla búa við slæma and­lega heilsu. Svipað hlut­fall svar­enda seg­ist vera við slæma lík­am­lega heilsu.

Þrátt fyrir heilsu­leysið hefur stór hluti fatl­aðs fólks neitað sér um heil­brigð­is­þjón­ustu á síð­ustu sex mán­uð­um, í lang­flestum til­vikum þar sem þeir réðu ekki við kostn­að­inn sem þjón­ust­unni fylgdi. Þá hafa sex af hverjum tíu neitað sér um tann­lækna­þjón­ustu og ríf­lega helm­ingur um sál­fræði­þjón­ustu.

Til við­bótar við bága fjár­hags­lega stöðu og slæma heilsu stendur fatlað fólk einnig illa félags­lega sam­kvæmt könn­un­inni. Mik­ill meiri­hluti þeirra seg­ist finna fyrir félags­legri ein­angr­un, en rúmur fjórð­ungur þeirra segir að ein­angr­unin sé mjög mik­il. Könn­unin leiðir einnig í ljós að meiri­hluti þeirra segir ein­angr­un­ina hafa auk­ist í COVID-19 far­aldr­in­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent