Mynd: Úr safni

Þegar hlutabréfaverðið í Arion banka fór að rísa þá seldu erlendu eigendurnir sig niður

Hlutabréfaverð í Arion banka hefur hækkað um 58 prósent frá því í haust og fyrir liggja áform um að tappa tugi milljarða króna af eigin fé af bankanum. Á sama tíma eru nær allir erlendir eigendur bankans að minnka stöðu sína í honum. Hratt.

Erlent eign­ar­hald Arion Banka er nú komið niður í að minnsta kosti 13,18 pró­sent, sam­kvæmt nýjum hlut­haf­alista bank­ans sem sýnir 20 stærstu hlut­hafa hans. Í lok sept­em­ber í fyrra áttu erlendir sjóðir sem birt­ust á list­anum yfir stærstu hlut­hafa hans sam­tals 42,24 pró­sent í Arion banka. Eign­ar­hlutur þeirra í bank­an­um, miðað við breyt­ingar á sýndum hlut­haf­alista yfir stærstu eig­end­ur, hefur því minnkað um alls um rúm­lega 29 pró­sentu­stig á rúmum fimm mán­uð­um. Það sem gerir þessa stöðu athygl­is­verða er að á tíma­bil­inu hefur hluta­bréfa­verð í Arion banka hækkað mik­ið, eða um rúm­lega 58 pró­sent, og mark­aðsvirði bank­ans er nú meira en eigið fé hans, eða tæp­lega 209 millj­arðar króna.

Arion banki til­kynnti auk þess nýverið að bank­inn ætl­aði sér að kaupa eigin bréf af hlut­höfum fyrir 15 millj­arða króna á þessu ári og greiða þeim allt að þrjá millj­arða króna í arð. Til við­bótar kom fram í árs­upp­gjöri Arion banka að hann ætl­aði sér að greiða út á sjötta tug millj­arða króna alls af eigin fé sínu á næstu árum, þar sem ógjörn­ingur væri að ávaxta það og því væri betra að skila því til hlut­hafa. Þannig væri einnig hægt að ná betri arð­semi á eigin fé bank­ans, sem er vin­sæll mæli­kvarði á árangur í fjár­mála­heim­in­um, með því að tappa því ein­fald­lega af og í vasa hlut­hafa. 

Auglýsing

Erlendu sjóð­irnir komu inn í eig­enda­hóp Arion banka í aðdrag­anda þess að bank­inn var skráður á markað 2018. Þeir höfðu áður verið ráð­andi í kröfu­hafa­hópi Kaup­þings, und­an­fara Arion banka sem var stærsti eig­andi hans árum sam­an. Þeir virð­ast ekki sjá tæki­færi í miklum hækk­unum á hluta­bréfa­verði Arion banka og áformum um að greiða út tugi millj­arða króna til hlut­hafa á næstu árum. Þess í stað hafa þeir selt um tvo þriðju af eign sinni í bank­anum á nokkrum mán­uð­um. Salan hefur verið sér­stak­lega hröð síð­ast­lið­inn mán­uð. 

Stærstu vog­un­ar­sjóð­irnir selja hratt og fara

Vog­un­ar­sjóð­irnir Taconic Capi­tal Advis­ors og Sculptor Capi­tal Mana­gement voru lengi vel stærstu ein­stöku eig­endur Arion banka. Í haust átti Taconic 23,22 pró­sent í Arion banka en hefur selt sig niður í 10,71 pró­sent eign­ar­hlut. Sculptor átti 9,92 pró­sent hlut í Arion banka í lok sept­em­ber en er nú ekki lengur á meðal 20 stærstu hlut­hafa bank­ans og á því ein­hver­staðar á bil­inu 0 til eitt pró­sent í bank­anum eins og er. 

Fleiri erlendir fjár­fest­ar, sem komu inn í hlut­hafa­hóp Arion banka vegna þess að þeir voru kröfu­hafar í Kaup­þingi, hafa verið að lækka stöður sínar hratt. Þannig átti Gold­man Sachs International 2,97 pró­sent hlut í bank­anum í lok sept­em­ber en er ekki lengur á meðal 20 stærstu hlut­hafa hans.

Sömu sögu er að segja af vog­un­ar­sjóð­unum Eaton Vance og Lands­downe partners. Sá fyrr­nefndi átti 2,6 pró­sent í Arion banka fyrir fimm mán­uðum síðan en á nú 1,33 pró­sent. Hlutur hans hefur því nán­ast helm­ing­ast á skömmum tíma. Lands­downe átti 2,39 pró­sent hlut í Arion banka í lok sept­em­ber en er ekki lengur á meðal 20 stærstu hlut­hafa bank­ans, og á því undir eitt pró­sent í bank­an­um. 

Auk þeirra var breski sjóð­ur­inn Attestor Capital, á meðal ráð­andi hlut­hafa í Arion banka fyrir nokkrum árum, en hann seldi sig hratt niður í bank­anum árið 2019. 

Líf­eyr­is­sjóðir stærstir á kaup­enda­hlið­inni

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafa tekið við leið­andi hlut­verki í eig­enda­hópi Arion banka. Í lok sept­em­ber voru sjö slíkir á meðal 20 stærstu hlut­hafa bank­ans og áttu sam­tals 29,17 pró­sent í hon­um. Nú eru ell­efu líf­eyr­is­sjóðir á meðal 20 stærstu hlut­hafa Arion banka og sam­an­lagt eiga þeir um 41 pró­sent eign­ar­hlut í hon­um. Þeir hafa því bætt við sig tæpum tólf pró­sentu­stigum á fimm mán­uð­um. Mark­aðsvirði þess eign­ar­hluts er nú um 85,5 millj­arðar króna.

Auglýsing

Þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins: Gildi (9,61 pró­sent), Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna (8,45 pró­sent) og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (7,86 pró­sent) draga þar vagn­inn líkt og í flestum skráðum félögum á Íslandi.

Fleiri líf­eyr­is­sjóð­ir: Stapi, Birta, Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja, Brú, Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Festa og Lífs­verk hafa allir líka bætt við sig í Arion banka á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Fyrir liggur þó að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafa ekki keypt öll bréfin sem erlendu vog­un­ar­sjóð­irnir hafa verið að selja að und­an­förnu, að minnsta kosti með beinum hætt­i. 

Auglýsing

Þorri þess sem út af stendur hefur verið keypt af sjóð- og eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum banka eða ein­fald­lega í nafni ann­arra banka. Auk þess er trygg­inga­fé­lagið Sjóvá komið á lista yfir 20 stærstu hlut­hafa ­Arion ­banka.

Góð arð­semi í fyrra

Rekst­ur ­Arion ­banka gekk vel í fyrra. Hagn­aður bank­ans nam 12,5 millj­­örðum króna og hann náði því mark­miði sínu á síð­­asta árs­fjórð­ungi að vera með arð­­semi á eigin fé sitt yfir tíu pró­­sent­um, en hún var alls 11,8 pró­­sent á síð­­­ustu þremur mán­uðum síð­­asta árs.

Heildar eigið fé nam 198 millj­­­örðum króna í árs­­­lok 2020, sem er átta millj­­­örðum krónum hærra en það var í árs­­­lok 2019. Að með­­­­­töldum arð­greiðslum og þeim fjár­­­hæðum sem nýttar verða í kaup á eigin bréfum jókst eig­in­fjár­­­grunnur sam­­­stæð­unnar því um 28 millj­­­arða króna frá árs­lokum 2019. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar